Þjóðviljinn - 16.12.1960, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 16.12.1960, Blaðsíða 9
Hraðkeppni í fjórSa flokk! Handknattleiksráð Reykja- víkur efnir til hraðkeppni í 4. flokki i Iþróttaliúsinu að Há- logalandi nJk. sunnudag. Taka ]ið frá 8 félögum þátt, en keppt verður eftir útsláttarfyr- irkomulaginu. Þó fá þau lið, sem falla úr keppninni, auka- leiki' og leika innbyrðis, og verða leikir alls 12. Fyrstu leikirnir verða: Í.R. — Ármann Valur ■— Fram K.R. — Víkingur Þróttur — F..H. I þessum aldursflokki er ekki keppt ‘í Reykjavíkur- eða ls- |landsmctum og kemur mót jþetta sem viðau'ki við Reykja- j víkurmótið, sem er nýafstaðið. Eftir Islandsmctið í vor var efnt til svipaðs móts í 4. flokki og sigraði þá lið K.R. Handknattleiksdeildir Ár- manns og K.R. sjá um mótið. Knattspyrnufélög á Norðurlöndum sameinast um heimboð langt að Á fundi sem haldinn var í Kaupmannahöfn fyrir stuttu siðan var samþykkt að. stofna samtök knattspyrnufélaga á Norðurlöndunum 4, Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð, um heimsóknir knattspýrnuliða annarstaðar frá. Er þetta gert með það fyrir augum að fá heimsóknirnar eins ódýrar og frekast er unnt. Hingað til hefur sá háttur verið á að samtök í hverju landi fyrir sig hafa staðið fyr- ir samningum við hin erlendu félög,. og þá oftast fyrir milli- göngu einstaklinga, sem venju- Svíar unnu Dani 19:14 í band- knattleik Danir og Svíar léku ggggg leik í handknattleik nýlega í Gautaborg. Svíar Vrðu nú sem fyrr sigursælir, unnu Jeikinn með 19—14, eftir góð- an leik. í hálfleik var staðan 11—3 fyrir Svía, en síðari hálf- leikinn léku Danir mun betur en fyrri og unnu hálfleikinn 11- 8, sem að vísu var ekki nærri nóg til að brúa bilið, en samt i áttina. Dönsk blöð eru mjög óánægð með frammistöðu liðsins sem fyrr og er ekki að furða eftir öll þau töp sem danskir íþrótta- menn. hafa beðið fyrir sænskum að undanförnu, og nægir þar að minnast hvernig „silfurmenn- irnir“ frá Róm töpuðu knatt- epyrnulandsleik fyrir Svíum fyrir fekemmstu. lega stórgræða á heimsóknum þessum. Þetta hefur gert heim- sóknirnar mun dýrari, en með stofnun samtaká þessara, sem hafa hlotið nafnið „Skandia- pool“ gera menn ráð fyrir að hægt verði að sleppa við þessa dýru milliliði. Markmaður særð- ur með loflbyssu Það er ekki óa’gengt að markmenn meiðist í leik í Eng- landi svo að það verði að flytja þá í sjúkrahús, því að oft er hart barizt. Það útaf fyrir sig þykir naumast í frá- sögur færandi, nema þá á stór- leikjum eins og úrslitum í bikarkepþni eins cg tíðum hef- ur kömið fyrir. Að markmaður fengi skot í öxlina og fótlegginn, úr kröft- ugri loftbyssu, svo að fara varð með hann á sjúkrahús, var al- veg nýtt á énskum knatt- spyrnuvelli! Þetta kom fyrir hinn snjalla markmann Ilsham Vale félagsins, en hann heitir Leslie Smith. Hann stóð í marki fyrir fé’.ag sitt og lá mikið á liði hans, en hann varði markið af ótrúlegum dugnaði og þrátt fyrir yfirburði mót- herjanna etóðu leikar jafnir 1:1. En þá komu þessi óvæntu og ókunnu skot, sem gerðu hann óvígan, og meðan verið var að flytja liann á sjúkra- húsið, snérist leikurinn svo við að hann endaði með 8:1. Lögreglan rannsakar nú þetta dularfulla mál og von- ar að finna þann sem skaut Lest'e. ■•f Iðnf ræðingar i [ f Byggingaíræðingar óskast til stoínunar Q ininnar. Nánari upplýsingar kl. 11—12 daglega. 0- Bæjarverkíræðingurinn í Reykjavík. Sugar Ray égnaði meistaranum Hinn fertugi „Sugar" Ray Robinson vann fyrst lieims- meistaratitilinn í millivigt árið 1951, og fyrra sunnudagskvöld tókst honum nærri að gera ■ hið ótrúlegasta, þ.e. að vinna aftur titilinn af Gene Fullmer, sem hann barðist við vestan hafs. Fullmer var dæmdur s:gur á stigum eftir góðan leik beggja, en leikur Robinsons kom ekki hvað sízt á óvart, enda höfðu margir orðið til að mæla á móti „gamlá manninum” og sagt að hann hefði lítið að gera með að berjast við hinn unga Fullmer. Margir hinna 14.000 áhorf- enda töldu að Robinson hefði átti sigurinn skilið en dómar- arnir dæmdu hinn 15 lotna leik unnin fyrir Fullmer með 11-4. Veittar opplýs- ingar um söfnun frímerkja Um mánaðarmótin síðustu hóf Félag frímerkjasafnara upplýsingastarfsemi fyrir al- menning í samvinnu við póst- stjórnina. Verða sérfróðir menn tii viðtals um allt er lýtur að frímerkjasöfnun í skrifstofu fé- lagsins að Amtmannsstíg 2, II. jhæð, alla miðvikudaga kl. 8-10 isiðdeg’s. Þjónusta þessi er j ókeypis cg sérstaklega ætluð yngri frímerkjasöfnurum. Flutningur póst- og símastöðva Póst- og símstöðin á Eskii'irði flutti í nýtt hús 5. þ.m. Gert er ráð íyrir, að póstai'greiðslan í Hafnarfirði flytji 12. þ.m. í póst- og simahús, sem er i smíð- um að Strandgötu, en símaaf- greiðslan verður flutt þangað næstkomandi vor. „Snati og Snotra“ í nýrri útgáfu — ný bók um Bamba Bókaútgáfan Björk liefur sent frá sér tvær barnabækur: „Snati og SÚotra“ lieitir önnur, hin „Börnin lians Bamba“. „Snati og Snotra“ er ein af vinsælustu barnabókum Stein- gríms Arasonar, ófáanleg nú um skeið. I þessari nýju útgáfu bókarinnar eru teikningar eftir Tryggva Magnússon. „Börain hans Bamba“ er framhald bókarinnar um Bamba, en báðar bækurnar era gerðar af Walt Disney og hafa hlotið miklar vinsældir. í bókunum segir frá ævintýr- um dýranna og baráttu þeirra við manninn. Föstudagur 16. desember 1960 — ÞJÓÐVILJINN •— (& Bók fyrir drengi 10-14 ára Ingólfur, Maggi og Kalli eru eins og áður aðalsögu- lietjurnar í þessari nýju bók eftir Böðvar frá Ilnífsdal. Fáar drengjabaekur hafa vakið jafnmikla hrifningu og fyrri bækurnar: Strákarnir scm struku“, „Ævinlýra- legt jólafrí" og „Strákar í stórræðum“. FKEMSTUB í FLOKKI er ný og skemmtileg drengjabók eftir Böðvar frá Hnífsdal, en Halldór Pétursson hefur gert lilífðarkápu og teikningarnar í bókinni. Bókin kostar 58 krónur. _____________: _ 4 Ivær nýjar í ísiemkar bamabækur j Bók fyrir drengi 6-9 ára Valdi litli hefur alltaf átt heima í sveit. Nú fær hann loksins að fara til Reykjavíkur með mömmu sinni, en áður en hann veit af, er hann einn daginn kominn niður í miðbæ og ratar ekki heim aftur. Og nú kemst hann í vanda og lendir í ýmsum ævintýrum, áður en hann loks kemst heim til mömmu. —. VALDI VILLIST í REVKJAVÍK er aiislenzk barnasaga cftir Fríinann Jónasson skóla- stjóra. Bókin er prýdd 20 teikningum og kostar 38 kr. S E T B E R G

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.