Þjóðviljinn - 16.12.1960, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 16.12.1960, Blaðsíða 4
iiiiiiiiiitiimiiiitiimimiiuiiiiuiiiiiimiimii 4) — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 16. desember 1960 ÞAKKIR FYRIR ÚTVARPS- HUGLEIÐINGU Ég vil ekki iáta hjá líða að íæra Einari Pálssyni (hver sem það er) þakkir. í.vrii* hugvekju hans, „hér t'ljúga engin fiðrildi". Hin tvíkynja, steinsteypta Germania og málpipa henn- ar, limlest brjálað stríðsrek- ald og brennivínshlátrar úr gleðistræti. Krítarmyndir, krotaðar loppnum fingrum á kassa- fjalir í Dachau, jtar sem eng- in fiðrildi fljúga í kuldanum. Lítil hungruð Gyðingatelpa hefur rist frú Germaníu n:ð, sem mun standa þegar stein- steypubáknið er fallið og rek- aldið komið i höi'n. Slik eru örlög stórmennsku- brjálaðra. Þakkir þér. Einar. RUGLUÐ FROKEN Menn komu til bæjarpósts- ins í fyrradag og kvörtuðu yfir því að fröken klukka drægi dár að mönnum. sem til hennar leituðu í vandræð- um sínum. Þyldi hún tóma vitleysu og báru menn sig' illa yfir dárskap hennar. Bæjarpósturinn hugðist sannreyna framburð manna og hringdi þvi um hálf sex leytið í þá frómu i'röken. hvur trúði honum fyrir því, að nú værj klukkan 12 45 10. Þessu vildi pósturinn auðvitað ekki trúa og hringdi aftur og sama hunangsblíða röddin. trúði honum fyrir því að — klukkan væri að halla í fjög- = um og leið þó ekki ein mín- = úta milli hringinga. = Bæjarpóstinum varð það E næst fyrir að hringja í 05 og = spyrja, hverju þetta sætti, = íékk hann greið svör og 5 kváðu menn fraukuna hafa E ruglazt í kollinum, en nú — stæði yfir lækning á meini E hennar. E Pósturinn vill svo óska E frökeninni góðs bata og vona E að þvilík býsn og stórmerki E plagi hana ekki aftur enda E verði fyrir það girt. E u 11111111 m 1111111111111111111111111111111111 ■ 111111111111111111111111111111:1111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 m 11111111111 i 11111111111111111111111 Aukið veltuna Vísitalan Ódýrnstu og andingarbeztu perurncr á markaðinum ★ . Venjulegar ljósaperur. ýr Litlar perur í bíla og síma- skiptiborð. * Fyrsta ílokks fluorescent-rör d ýmsum litum. Umboðsmenn: Trans-ocean vöru- og skipamiðlun Hólavalla- gata 7, Reykjavík, sími 13626. Einkaútflytjendur: Polish Foreign Trade Company for Electrical Equipment, Ltd, 'Etektftm Warszawa 2, Czackiego 15/17, Poland Símnefni; ELEKTRIM — WARSAWA P. O. Box 254. Framhald af 1. síðu. Einar leggur til að í stað hinn- ar alræmdu 23. greinar ..viðreisn- ar"-laganúa frá febrúar komi þessi lagaákvæði: „Ilcimilt er verklýðssamtökun- um að ákvcða í samningum sín- um við atvinnurekendur, að kaupgjald skuli breytast eftir verðlagsbreytingum samkvæmt þeim rcglum, cr aðiljar koma sér saman um. Þar til samningar liafa verið gerðir milli atvinnurekenda og verklýðssamtaka, skal miða greiðslu kaupgjalds við vísitölu vöru og þjónustu samkvæmt þeim grundvelli, er kauplags- nefnd hóf að reikna 1. okt. 1960. Ekki mega atvinnurekendur bæta þeim greiðslum, sem um ræðir í 1. og 2. málsgrein þess- arar greinar, við þá álagningu, sem þeim nú er leyfilcg. Ríkið, ríkisslofnanir og sveita- filög skulu og greiða starfs- mönnum sinum samkvæmt á- j kvæðum 2. málsgreinar þessarar j greinar, þar til frjálsir samn- ingar liafa verið gerðir milli hinna ýmsu félaga Bandalags starfsmanna rikis og bæja ann- arsvegar og hinna opinberu stofnana hinsvegar á grundvelii fulls samningsfrelsis starfsmann- anna“. Gkurvextirnir afnumdir Um vextina leggur Einar til, að af lánum sem veitt eru eft- ir 1. janúar 1961 sé bannað að taka hærri útlánsvexti en voru 1. janúar 1960. Frá sama tírna skuli víxilvextir lækka til sam- ræmis við það. „Frá 1. janúar 1961 skulu vextir af afurðav'xlum fram- leiðsluatvinnuveganna eigi vera hærri en 2% fyrstu sex mán- uði en Vs % hærri, ef framlengd- ir eru. Seðlabankinn skal skyld- ur að endurkaupa víxla vegna afurðalána, sem nemur 67% af áætluðu útflutningsverðmæti framleiðslunnar. Vextir seðla- bankans aí slíkum lánum skulu vera 1%. Varðandi sjávarútveginn legg- ur Einar ti! að ný ákvæði bæt- ist í lögin og verði þau sem hér segir: ,.Frá 1. janúar 1961 skulu öll flutningsgjöld íslenzkra skipa íyrir útfluttar framleiðsluvörur lækka um 10—20% írá því, sem var 1. desember 1960. Ríkis- stjórnin ákveður þessa lækkun nánar með reglugerð. Stofna skal ríkisvátryggingu, sem hafi með höndum vátrygg- ingu á öllum fiskiskipastól landsmanna svo og allar vá- tryggingar, sém sjávarútvegur- inn þarf að hafa, þar með tal- in vátrygging á framleiðsluvör- um og veiðarfærum svo og á- byrgðartryggingar o.fl. Skylt er að hafa allar trygg- ingar sjávarútvegsins hjá ríkis- tryggingunni, og skulu vátrygg- ingar skipa og aðrar vátrygging- ar flytjast þangað. jaínóðum og þær losna samkv. núgildandi tryggingarsamningum, en þó eigl síðar en 1. júlí 1961. Sjávarútvegsmálaráðherra set- ur með reglugerð nánari á- kvæði um þessa tryggingar- starísemi, og er m.a. heimilt að ákveða, að innheimta skuli til- tekinn hundraðshluta af andvirði útíluttra sjávarafurða sem ið- gjald. Frá 1. jan. 1961 skuiu þær reglur gilda, að allir aðilar, sem hafa með höndum sölu á fram- ieiðsluvörum úr landi. geri íull gjaldeyrisskil fyrir útfluttar vörur innan eins mánaðar. frá því varan sannanlega var flutt út. Sölufélögum og umboðsmönn- um er skylt að gera lullnaðar- skil á söluandvirðinu til fram- leiðenda eigi síðar en hálíum öðrum mánuði eftir að varan var flutt úr landi. Brot gegn ákvæðum þessarar greinar varðar sektum allt að 1000000 kr., nema þyngri refs- ing liggi við samkvæmt öðrum lögum". ★ Fjárhagsnefnd þriklofnaði um breytingartiliögurnar og skilar Einar ýtariegu neíndaráliti. En málið var tekið til 2. umræðu á siðdegisfundi neðri deildar í gær, og halði þá ekki unnizt tími til að prenta nefndaráiit minnihluta fjárhagsnefndar. Meirihluti nefndarinnar haíði ekkert til mála að leggja hvorki í nefndaráliti né íramsöguræðu Birgis Kjarans annað en biðja þingmenn að' samþykkja írum- varpið óbreytt. Skúli Guðniundsson hélt fram- söguræðu sína; á síðdegisfuntjj- inum og mælti fyrir breytingar- tillögum. Einar Olgeirsson fíutti framsöguræðu á kvöldfundi í gærkvöld, og mun skýrt frá henni síðar. Rússnesk ilmvötn og sápur Verðlaunavarc frá heimssýningunni í Brussel 1958. Sölusýning í Kjörgarði og verzluninni Rauða Moskva, Aðalstræti 3.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.