Þjóðviljinn - 21.02.1961, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 21.02.1961, Blaðsíða 6
6)) — ÞXÓÐVffijmN — Pflðjudagúí4: 21.: feB!ri5ai‘'; 1!Ö61 Útgefandi: SamcininKarflokkur albýð'u — Sósíalií-4.aflokkurjnn. — Ritstjórar: Maghtrs'Kjartansson fáb'.Y, Mágnús'Tbrfi Ólafsson, Sis- urður Guðmundoson. — Fréttaritstjór?ir‘ ívar H.- Jónsson, Jón Bjarnason. — Auglýsingastjóri: Guðgeír Magnúgsöh. — Rítstjörn, afgreiðsla. auglýsín^ar, prentsmiöja: Skólavörðuslíg 19. — Simi 17-500 (5 línur). - Askriftarverð kr. 45 á mán. - Lausasöluv. kr. 3.00. Prentsmiðia Þióðvilians. Hversvegna á sérstaklega að ■ níðast á þeim lægst launuðu? j T¥annes á horninu birtir grein í Alþýðublaðinu í = fyrradag og kemst m.a. svo að orði: „Láglaunað |§| \erkafólk með 8—9 klukkustunda vinnu á dag, sem jg| ekki getur fengið laun sín bætt án verkfalla, hlýtur g að grípa til verkfallsvopnsins þegar allt, annað þrýtur. §§| •Barátta þessa fólks á skilið að njóta fyllsta stuðnings. Hins vegar myndi ég hiklaust banna verkföll og vinnu- m stöðvanir hálaunaðra „vinnuþega" eins og til dæmis §§§ flugmanna og yfirmanna á vélbátaflotanum. Kröfur n§ hinna síðasttöldu eru nærtækastar. Það er kaldrana- §§| legt þegar verkföll slíkra manna eru lögð að jöfnu §H við verkföll blásnauðs verkafólks. Állir yfirmenn §§§ á öllum vélbátum fara knékrjúpandi til reiðara síns = fyrir hver áramót til þess að fá hann til þess að m hjálpa sér við íramtölin. Og launin eru fyrir hluta af g árinu, jafnvel aðeins eina vertíð, 100—200 þúsund §i§ krónur. En hver eru laun verkamannsins og verka- §^ konunnar, eða togarahásetans fyrir allt árið? Ætli §§| þau nái 60 þúsund krónum“. §§ Tjað er athyglisvert að Iiannes á horninu minnist §§| ■*■ ekki einu orði á atvinnurekendur í grein sinni, §§§ hann víkur ekki einu orði að auðstéttinni sem rakar ^ saman milljónatugum af erfiði annarra; hann virðist §§§ halda að allt ranglæti þjóðfélagsins sé í þvi fólgið að g launþegar beri mismunandi mikið úr býtum! En hann §§§ kveðst þó bera hag hinna lægstlaunuðu fyrir brjósti. = Og einmitt þar er hann á allt annarri skoðun en rík- §§§ isstjórnin; afstaða hennar virðist vera sú að það sé j§| heimilt að semja við alla — nerpa þá lægstlaunuðu. g Það er ekki aðeins að yfirmenn á bátaflotanum hafi m gert verkfall, það er þegar búið að semja við þá og §§§ tryggjþ þeim umtals'verðar kjaáabætur, m.a. veita é|| þeim réttindi sem sjómönnum var neitað um áður. §§§ Eftir að útvegsmenn í Vestmannaeyjum höfðu haldið |j§j uppi róðrarbanni í heilan mánuð var samið við þá og §§§ beir fengu breytingar á fiskverði sem þeir töldu sig §§§j geta unað við. Það er víða búið að semja við sjó- ^§ mannafélögin, og sérstaklega í Vestmannaeyjum er j§§j talið að samningurinn feli í sér mjög verulegar kjara- §s bætur sem jafngildi allt að 27% kauphækkun. Allir §§§ bessir samningar hafa verið gerðir með aðstoð sátta- iEj semjara og velþóknun ríkisstjórnarinnar. Það er að- |§§ eins einn aðili sem ekki virðist mega semja við, verka- ^ menn og verkakonur í Vestmannaeyjum. Utvegsmenn §|§ mega fá hækkun, yfirmenn mega fá hækkun, sjómenn = mega fá hækkun, en þeir sem eru á lægstum kaup- §§§ \axta og bera minnst úr býtum skulu enga hækkun fá. |§1 \/forgunblaðið hefur kallað verkafólk í Vestmannaey.j- [§§§ um „tilraunakanínur" af alkunnri smekkvísi sinni. §j§j En raunar virðist vera um sérstæða tilraunastarfsemi §§§ að ræða í Vestmannaeyjum. Stjórnarvöldin 'virðast m| ætla að reyna að einangra félög landverkafólks þar og §§§ beita öllu afli auðs og valda til þess að kúga þau til jH| undanhalds. Þess vegna er samið við alla aðila í Vest- §§§ mannaeyjum nema verkamenn og verkakonur. En §§§ stjórnarvöldunum skjátlast ef þau ímynda sér að hægt §§ji sé að einangra verkafólk í Vestmannaeyjum á þenn- §|| an hátt. Allt alþýðufólk á íslandi skipar sér við hlið §jj= stéttarsystkina sinna í Vestmannaeyjum eins og lands- §§§ söfnunin sýnir og mun sýna enn betur næstu daga. Og ||§ stjórnarvöldin mega sannarlega fara að gá að sér þeg- j§§ ar rangsleitnin er orðin svo yfirgengileg að jafnvel = Hannesi á horninu er farið að ofbjóða; þegar jafnvel §|§ hann viðurkennir að láglaunað verkafólk með 8—9 = klukkustunda vinnu á dag, sem ekki geti fengið laun I§§ sín bætt án verkfalls, hljóti að grípa til verkfalls- §§ ■yopnsins þegar allt annað þrýtur. — m. Hl Nýjungar i fiskveiSum og fiskvinnslu: Getur geislun á fiski komið í stað frystingar? Þótt brezkir togaramenn 'hafi hátt um að þeir séu ekki enn búnir að missa alla von um að geta þröngvað sér á ný inn á grunnmiðin við ísland, bera athafnir útgerðar- manna og stjórnarvalda í Bretlandi því vitni að þess- ir aðilar sjá að rányrkja á grunnmiðum annarra þjóða getur ekki lengur verið undirstaða brezkra fiskiveiða á fjarlægum miðum. Yfirmenn á togurunum tala digurbarkalega um að þeir ráðist im í íslenzka landhelgi með vorinu en það er örvænt- ingarhreimur 'í hótunum þeirra. í fiskveiðifréttum blaðanna í útgerðarborgum Bretlands eru fregnir af því hvernig unnt sé að bæta upp missi grunn- miðanna við ísland farnar að skyggja á frásagnir af við- leitnimi sem enn er viðliöfð til að troða brezka togaraflot- anum aftur innfyrir 12 mílna línuna. Nelson lávarður — 240 íeta langur „Bylting er á leiðinnþ —■ Hull býr sig undir freðfis'köld- ina“, segir Hullútgáfa Daily Mail í stórri fyrirsögn 10. febrúar. Tilefnið er að stærsta togara Bretlands, Nelson lú- varði, hefur verið hleypt af stokkunum og nú er verið að búa skipið. Þetta er 240 feta eða 80 metra langt skip, og útgerðarfélagið Lord Line ger- ir ráð fyrir að það komi úr fyrstu veiðiferð einhvernt'ima í maí. Nelson lávarðiir er frysti- togari, aflinn verður frystur í rúmsjó og skipað upp í 96 punda hellum sem vörulyftur verða látnar flytja á bíla. Til þess að þetta sé gerlegt þarf að styrkja gólfið í fiskmark- aðnum. Aflinn verður ekki allur frystur um borð, síðustu daga veiðiferðarinnar verður hann ísaður á venjulegan hátt. Nelson, lávarður á að geta borið 2000 kitt af frystum fis'ki. 1 frystilestunum verður allt að 12 stiga frost. Þar að auki er lestarrúm fyrir 2500 kitt af ’ísfiski. Gert er ráð fyrir að veiðiferðir skipsins standi uppundir fjórar vikur. Flestir brezkir togaravitgerð- armenn bíða enn átekta, segir Daily Mail. Tillögur st.jórn- skipaðrar nefndar um rekstr- arstyrki til togara sem veiða á fjarlægum miðum eru er.n óafgreiddar, og beðið er eftir meiri re.ynslu sem fái úr því skorið hvaða skip séu heppi- legust, ver'ksmiðjutogarar af Fairtry-gerðinni, skip sem bæði frysta afla og veiða í ís eins og Nelson lávarður, eða mcðurskip sem taka afla frá ven.iulegum togurum úti ' á miðunum og vinna hann þar. Móðurskip raeð einn kálí að veiðum Nú sterdur yfir reynsluför móðurskips sem tekur fisk úr einum togara til vinnslu. Ross Group útgerðarfélagið sendi einn togara sinm. Ross Hunter, í veiðiferð á Ný- fundnalai dsmið seint í janúar með verksmiðjutogaranum Fairtry II. Togcrinn á að veiða í verksmiðjuskipið, þar sem afliin verður flakaður. settur í umbúðir og frystur. Veiðitogarinn á að taka vatn, ol'iu og ís í ,St. Jcihns á Ný- fu’ dalandi allt að þrjá mán- uði, eða þann tíma sem það tekur að fiska í verksmiðju- skipið. Takist þessi tilraun vel er búizt við að ýms útgerðarfé- lög láti byggja verksmiðjuskip og sendi þau á veiðar ásamt togurum síaum, einum eða fleiri, á fjarlæg mið. Skip af Fairtry-gerðinni geta tekið 800 lestir af flökum. Með þessu fyrirkomulagi telja út- gerðarmenn sig geta dregið stórum úr áhættunni við tog- araútgerð, skipin geta verið að veiðum eins lengi og þörf er fyrir þau til að fylla sig, en þurfa ekki að snúa heim hálftóm til þess að aflinn komist á markað áður en hann ^kemmist, eins og gera verður þegar fiskað er í ís. Mesti vandinn er að komá aflanum frá kálfunum yfir í móðurskipið. Reynt hefur ver- ið að skilja fiskinn eftir í plastbelgjum merktum með duflum, en það hefur tekið mc-ðurskipið of langan tíma að fima belgina, fiskurinn ihefuf Framh. á 10. síðu iiiiuiiiiiimiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimEiiijiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMmiiiiiiiiiiiiiiimitiiimimimiiiiiiiiiimiiii Hvað gerir bœjarstjórn R Það mun leitun á höfuð- borg, sem jafn l'itið hefur gert fyrir gamalmenni sín og Reykjavík. Hér eru að vísu elliheimili, en hvorki eru þau reist né rekin af ibæjarfélaginu. Það murj ekki ofmælt, þótt sagt sé, að aldrei haf i yf - irvöld þessa bæjar átt frumkvæði að neinu því, erværigömlu fólki sérstak- lega til hags- bóta. Vandamál ' ellinnar eru mörg. Starfs- orkan minnkar, heilsan verður tæp og fjárhagsleg afkoma versnar. Jafnaldrar og viniir hverfa sjónum og uppkomin börnin fjarlægj- ast. Tilfinníng vanmáttar, einmanaleika og jafnvel beizkju grípur hugann. Mir.n- ingin lifir um skin og skúr- ir starfsáranna, en fram- undan blasir auðnin við og tómið. Gömlum marni hætt- ir til að einangrast og skolast burt úr iðukasti lífsins. Víða erlendis gætir vax- .andi áhuga á vandamálum gamalmenna, og er sá á- hugi ekki eingöngu sprott- inn af mannúð, heldur koma þar þarfir þjóðfélagsins einnig til. Auknir hollustu- hættir þessarar aldar hafa leitt til þess, að fleiri menn ná gamalsaldri nú en áður. Þetta veldur þjóðfélaginu vissum erfiðleikum, sem sermilega munu fara vax- andi. 'Hlutfallsleg aukning fólks í hæztu aldursflokkum þyngir fjárhagsbyrði þjóðfé- lagsins til muna. Þetta gera ýmsar menningarþjóðir sér þegar lióst. Mannúð og félagsleg þörf haldast 'i hendur í þessu efni. Það' sem gamalmenn- inu kemur bezt, er einnig þjóðfélaginu hag’kvæmast. Rosknu fólki og gömlu þarf að leiðbeina um varðveizlu heilsunrar eftir því sem þekking leyfir. Það má ekki taka frá því möguleikann til nytsamra starfa, og í lengstu lög ber að gefa því kost á að lifa lífinu eðlilega í nábýli við fólk á öllum aldri. 'Elliheimili eru óhjákvæmi- leg og geta verið góð, en ekkert jafnast á við það að mega búa að sínu og vera jafnframt eitt hjólið í gangverki samfélagsins í þá átt á viðleitnin að fara. Það á að forða fólki frá þv'i í lengstu lög að lenda í stofnunum hverju nafni sem þær nefnast. Erlendis eru íbúðir byggð- ar sérstaklega handa gömlu fólki og er bað gert á veg- um bæjarfélaga. Um skeið

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.