Þjóðviljinn - 21.02.1961, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 21.02.1961, Blaðsíða 7
/IIIIIIIIIIIllIIHIIiliUUIlIIIIIIHIIIIIIIIHlIiilllíIIllliLumimiiimimiiimimmimmmmmmmmimmmimmimmmmmimmmmí .immmmmmmmimimmimmmiimmmmmmimiiii Þriðjudagur 21., febrúar 1861, — ÞJQÐVILJINN — (7 Tveir leikendur og ein sviðsmynd, það er allt og sumt og endist þó heilt kvöld; slík verk hljóta að vera girni- leg fáliðuðum og fátækum leik'hÚHum. Gæti Þjóðleikhúsið ekki' komið sér upp dálitlu safni svipaðra sýninga og sett, þær á svið með skömmum fyrirvara þegar aðsókn bregzt að stórbratnari, viðameiri og nauðsynlegri viðfangsefnum? Sagan gerist í New York og greinir frá kunningsskap ekipbrot og andstreymi, bæði eru fráskilin, hún að lögum, hann ekki. Beizkum, kátbroslegum, og ljúfsárum samvistum þeirra er lýst í smáatriðum og nær- myndum sem breytast án af- láts: við kynnumst barnsleg- um leik og heitri ást, gagn- kvæmri afbrýðissemi cg tor- tryggni, harkalegu og háværu rifrildi og heilum og hálfum sáttum; og um kynlíf og lijónabönd ræða þau mikið og Þ J Ó B L E I K H Ú S I Ð : honum unz hann neyðist til að flýja, en fær aldrei gleymt lægingu sinni cg smán. Hún er atvinnulaus dansmær með engan frama í vændum, borin og barnfædd í Gyðingahverfi New Yorkborgar, falleg og girnileg stúlka nokkuð gróf- gerð í háttum og tali, en hjartað úr skíru gulli — hún er ein þeirra fávísu örlátu meyja sem allt vilja gefa og öllum hjálpa, en því miður svó greiðvikin að hún á erfitt EFTIR WILLIAM GIBSON LEIKSTJÓRI: BALDVIN HALLDÓRSSON og ástum manns og konu allt frá fyrstu kynnum til hinnstu kveðju níu mánuðum síðar. Hann heitir Jerry Ryan, hún Gitíel Mosca, mjög ólík og þó skyld að vissu leyti — bæði eru vonsvikin og einmana í stálauðn hinnar miklu borgar, ung að árum og þó komin af æskuskeiði, bæði hafa beðið opinskátt, ýmist í símann eða á rúmstokknum. Hann er lögmaður frá Omaha, Ne- braska, greindur maður og heiðvirður en hálfgerður leiðindapoki, og hefur aldrei getað staðið á eigin fótum, heMur verið handbendi tengdaföður síns og eiginkonu hún rígheldur framhjá með að neita nokkrum karl- manni um blíðu sína, og þeirrar gjafmildi hlýtur hún sárlega að gjalda. Það er ekki fyrr en í leikslok að henni skilst að hún verði að spyrna við fótum og ákveður að ger- ast forsjálli og aðgætnari en áður, taka nýja stefnu. Gittel er skapslcr cg uppstökk þeg- ar svo ber undir, en góð stúlka og óspiilt og skírl’f innst inni þrátt fyrir allt; þau Jerry unnast hugástum, en hversvegna h’jóta þá leið- ir þeirra að skilja? Skáldið veitir aldrei fullgiH svar vegna þess að honum láist að lýsa þriðja aðilanum í leiknum og þeim sem hefur örlög elsk- endanna í hendi sér, það er hinni ósvífnu konu Jerry vestur í Nebraska. Það er og verður okkur talsverð ráð- gáta hversvegna hann hverfur heim til hennar að nýju, þrátt fyrir alJar skýringar hans og símtöl hennar og skeyti. „Tvö a saltinu“ er heiðar- legt skáldverk ef svo mætti Jón og Kristbjörg í hlutverkuin símim. Kristbjörg Kjeld og Jcn Sigurbjörnsson. að orði komast, en ekki veru- lega dramatískt né stórt í sniðum. William Gibson þekk- ir fólk sitt út í æsar, maður óljúgfróður, glöggsýnn og hreinskilinn. Saga hans ber ósvikinn blæ veruleikans, brosleg og átakanleg í senn, samtölin eðlileg cg oftlega hnittin, vandamálin auðskilin og öllum kunn að meira leyti eða minna, en skapgerð og eðli söguhetjanna nógu marg- brotin til að halda huganum föstum, úrslitin nógu vafasöm til að vekja eftirvæntingu og forvitni. En leikritið er nokkuð langdregið að mínum dcmi, enda mjög klifað á sömu hlut- um, og þrálát veikindi stúlk- unnar, magasár, blæðingar, botnlangabclga og tann- skemmdir bæta ekki úr skák. S'minn kemur skáldinu að góðu haldi, en svo óhóflega oft er slegið á þráðinn að einhver bandarískur gagn- rýnandi lét þau orð falla að Jeikritið væri eftir þá Willi- am Gibson og — Alexander Graham Bell. Um sýninguna er það skemmst. að segja hún er fal- leg áferðar og með allmiklum heimsbrag, sviðsetning, leikur, ljcs og tjc’U í ágætu sam- ræmi; hin tíðu hlé þyrfti að stytta eins og framast er unnt. Baldvin Halldórsscn hefur næmt auga fyrir hrynj- andi Jeiksins og sálarlífi söguhetjanna, vakir yfir hverju fótmáli þeirra og orði, og svo traust er samstarf hans og leiksndanna tveggja, Kristbjargar KjeU og Jóns Sigurbjörnssonar, að við ef- umst ekki um raungi'di þess- ara lýsmga. „Tvö á saltinu" hefur verið kalJaður „alvar- legur gamanleikur", enda vega gaman og aivara salt. í leiknum, en hér hal'ast metin; kímnin og skopið njóta sín ekki til hlrtar. Vera má að hinum samA'ö'du og hæfu leik- endum hæfi betur að túlka Framh. á 10. siðu 1111111;i111!111i1111111!!I!11111E11111U11Sil11111111111111111111111i111111m111111111111111iS111111111! 1111S111!11111i|j11111111111!11111i11111111111111111111m11111 111111111111llllll1111IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIlllillliliilillilIIIllli1111lllilllfuIII 'eykjavíkur íyrir gamalt fólk? voru reist stór sambýlishús með fjölda slíkra íbúða, erj nú er stefnan sú, að dreifa þessum íbúðum og hafa þær í húsum með venjulegum fjölskylduíbúðum, enda fell- ur sú tilhögun flestu gömlu fólki betur 'i geð. Á síðari árum hafa ýms- ar borgir, hæði vestan hafs og austan, skipulagt starf- semi, sem miðar að því, að gamalt fólk geti dvalizt í heimahúsi í lengstu lög, þurfi ekki að fara á hæli fyrr en í fulla hnefana. Þessu gámla fólki er látiii í té fyrirgreiðsla og hjáln eftir því sem þörf gerist í hverju einstöku tilfellis og má nefna sem dæmi útvegun matvæla, fatakaup, ræstingu og viðgerðir. Þær stöðvar sem þessa aðstoð veita, ihafa á að skina starfsliði, sem hefur eftirlit með einstæðum gamalmennum og veitir þeim þá aðstoð, sem þau þarfn- ast hverju siuni. Með þessu móti er unnt að draga. á langinn vistun gamalmenna á stofranir, og er það þeim flestum kærkomið, auk þess sem það sparar þjóðfélaginu mikið fé. ★ Það eru all-mörg ár s'ið- an fulltr. Alþýðubandalags- ins í bæjarstjóm Reykjavík- ur fyrst vöktu máls á þess- um velferðarmálum gamla fólksins og minntu á, hvað erlendis væri aðhafzt í þessum e.fnum. Árið 1956 var þarmig flutt tillaga um heimilisaðstoð við gamalt fólk (home care) og m.a. bent á fordæmi New York- borgar og Kaupmannahafn- ar. Þeirri tillögu vísaði meiri hlutinn frá og þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir síðan, hefur ekki tekizt að fá full- trúa Sjálfstæðisflokksins til að sinna málinu; Aftur og aftur hafa þeir vísað því frá, enda þótt fyrir liggi ítarleg álitsgerð borgarlækn- is um mikilvægi þess. Á sömu leið fór um til- lögu þess efnis, að viss hluti þeirra íbúða, sem bærinn byggir, yrði sérstaklega út- búinn handa gömlu fólki og tryggður því. Fulltrúar Sjálfstæðisflo’kksins í bæjar- stjcrn höfðu engan áhuga á þeirri hugmynd og neyttu strax meirihlutavalds síns til þess að leggja tillöguna í glatkistuna. En fulltrúar Alþýðubanda- lagsir/3 'í bæjarstjórn láta seint bugast. Þeir þekkja tregðu ílialdsaflanna. Hún er seig, en lætur þó oftast undan að lokum. H. 17 des. s.l. fluttu Alþýðubandalags- menn enn tillögu um vel- ferðarmál gamals fólks í Reykjavík. Tillagan er svo- hljóðandi: „'Bæjarstjómin viðurkenn- ir nauðsyn þess, að sem bezt sé búið að öldruðu fólki í bærrom og að það fái sem lengst notið sín í heimahúsum. Fyrir því felur hún borgarstjóra og bæjar- ráði að láta þegar hefja undirbúning skipulagðrar starfsemi á vegum bæjarfé- Iagsins öldruðu fólki til verndar og liðsinnis í heil- brigðislegu og félagslegu tilliti. Sérstaka áherzlu leggur bæjarstjórrm á eftirtalda þætti þessarar starfsemi: 1. Húsnæðismál. Bygging sérstakra 'íbúða við hæfi gamals fól'ks verði fast- ur liður í byggingar- starfsemi bæjarfélagsins_ 2. Heimilishjálp. Háft verði eftirlit með einstæðum gamalmennum og þeim látin í té nauðsynleg fyrirgreiðsla og aðstoð á meðan fært þvkir að þau dveljist í lieimahús- um. 3. Virnumiðlun Leitast verði við að greiða fvrir möguleikum aldraðs fólks til starfs á heimili eða utan þess. 4. Heilsuvernd. ÖUu rosknu fólki og gömlu verði gefinn kostur á heilsu- farslegu eftirliti í Heilsu- verndarstöð Reykjavík- ur Bæjarstjórnin telur eðli- legast, að heilsuverndarstö- in verði miðstöð þessarar starfsemi." Tillagan fékkst ekki sam- þy'kkt. Öll 10 atkvæði Sjálf- stæcisflokksmarna lögðust á eitt um að bægja henni frá. Það mannúðarmál og þsð fé- lasrslega stérmál, sem felJst í tillögunni, virðist íhalds- mönnum í bæ.jarstjórn ekki aðeins framandi, heldur og ógeðfellt eriia er það ein- kenni stefnu þeirra að vfast við nvmæJum. Þar við hætist sá rótgróni ávani SiáUstæð- isflokksmanna 'í bæiarstiórn að vera fyrirfram á móti sérhverju máli, sem minni hlutinn flytur, hversu barft sem það annars kann að vera Valdsmenn eru títt haid’n'r vanmetakennd sem p'iar;n kemur fram í óttn við að víðurkenna, að nnkkur anrsr en þeir st^ifir jra t.i haft rétt fvrir sér. Ávani S‘>áifstæðisflokksmanr'n á ef til ''riU rót sína að rekia. til slíkrar vanmetakeimdar. A.G. ( siuiMiiimiiiiimiiiiiiMimiiiiiiimiimiiiiiimiiMiiiiiHiiimiiiiiiiiuiiimiiiiiiiiimuiiimmmiiMiitmiiiiiiimiiii

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.