Þjóðviljinn - 04.03.1961, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 04.03.1961, Blaðsíða 8
8) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 4. marz 1961 f SðDlEIKHÍJSID ÞJÓNAR DROTTINS Sýning í kvöld kl. 20. KARDEMOMMUBÆRINM Sýning sunnudag kl. 15. Uppselt. TVÖ Á SALTINU Býning sunnudag kl. 20. Aðgöngumiðasalan opin frá kl. 13.15 til 20. Si'mi 1-1200 Gamla hío Sími 1-14-75 Te og samúð ’.Tea and Sympathy) Jramúrskarandi vel ieikin og jvenjuleg bandarisk kvikmynd I iitum og Cinemascope. Deborah Kerr Jolin Iíerr 3ýnd klukkan 5, 7 og 9. TÍMINN OG VIÐ 25. sýning í kvöld^kl. '8',30. PÓKÓK Sýning annað kvöld kl. 8,30. Aðgöngumiðasala frá kl 2. Sími 1-31-91. Stjömiibíó Sími 18-936 Ský yfir Hellubæ Frábær ný sænsk stórmynd, gerð eftir sögu Margit Söder- holm, sem komið hefur út í íslenzkri þýðingu. Sýnd kl. 7 og 9. Sægammurinn Hin spennandi sjóræningja- mynd í litum. Sýnd kl. 5. Hafnarfjarðarbíó Sími 50-249 ,,Go Jöhnny go“ Ný amerísk mynd, mynd „Rock’n Roll“ kóngsins Alan Freed, með mörgum af fræg- ustu hljómplötustjörnum Bandaríkjanna. Sýnd kl. 7 og 9. Hinn voldugi Tarzan Sýnd kl. 5. Sími 3-20-75 Sími 2-21-40 Saga tveggja borga (A tale of two cities) Brezk stórmynd gerð eftir sam- nefndri sögu eftir Charles iDickens. Mynd þessi hefur hvarvetna Llotið góða dóma og mikla að- .sókn, enda er myndin alveg í .sérlfokki. Aðalhlutverk: Kirk Bcgarde Dorothy Tutin Sýnd klukkan 5, 7 og 9. Sími 50-184 Storkostleg mynd í litum og cinemascope; Mest sótta mynd- ín í öllum heiminum í tvö ár. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð börnum Nýja bíó Sími 115-44 SÁMSBÆR XPeyton Place) .Afar tilkomumikil amerisk stór- :mynd, gerð eftir samneíndri ;sögu eftir Grace Metalious, sem ikomið hefur út í ísl. þýðingu. Aðalhlutverk: . Diane Varsi. Lana Turner, Arthur Kennedy, Sýnd klukkan 5 og 9 KVenjulegt verð). Áustiirbæjarhíó Sími 11-384 Á mannaveiðum (The Wild Party) Hörkuspennandi og viðburða- “ C'ík, ný amerísk sakamálamynd. Anthony Quinn Carol Ohmart. 3önnuð börnum innan 16 ára - 3ýnd klukkan 5, 7 og 9 Tekin og sýnd í TODD-AO Aðalhlutverk: Frank Sinatra, Shirley Mac Laine, Maurice Chevalier, Louis Jourdan. Sýnd kl. 5 og 8.20. Miðasala frá kl. 1. Trípólibíó Sími 1-11-82 Skassið hún tengdamamma (My wife’s family) Sprenghlægileg ný ensk gaman- mynd í litum eins og þær ger- ast beztar. Hollur skóli fyrir tengdamæður. Ronald Shiner Ted Ray Sýnd klukkan 5. 7 og 9 ~sfngQ-slfll!MgS% Trúlofunarhrlngir, stein- hrinfdy, hálsmen, 14 og 18 kt gulL LEIKFÉLAG KÓPAVOGS Barnaleikritið,: Lína langsokknr verður sýnt í dag kl. 16 í Kópavogsbíói. — Aðgöngumiða- sala hefst í Kópavogsbíói í dag klukkan 14. LéMs á Áf Síðasta smn Leikfélag Hafnarfjarðar Tengdamamma Sýning í Góðtemplarahúsinu sunnudaginn -5. marz, kl. 8,30 s.d. Aðgöngumiðasala fró kl. 4 til 6 í dag. Sími 5 02 73. Kópavogsbíó Sími 19185 Leyndarmál læknis Frábær og vel leikin ný frönsk mynd, gerð eftir skáldsögu Emmanuels Robles. Leikstjórn og handrit er í höndum hins fræga leikstjóra Luis Buuuei. Sýnd kl. 7 og 9. Leiksýnicg klukkan 4.. . Miðasala frá klukkan 2. Hafnarbíó Sími 16-444 Lilli, lemur frá sér Hörkuspennandi ný þýzk kvik- mynd í „Lemmy“-stíl. Ifanne Smyrner Bönnuð innan 14 ára Sýnd klukkan 5, 7 og 9 Smnrt brauð snittur Miðgarður Þórsgötu 1 — Sími 17514. páhscaii Síml 2 - 33 - 33. Framh. af 7. síðu Augljóst er að afleiðing þessa veröur mikill ágangur erlendra togara. Bretar eiga um 300 togara, sem veiðar geta stundað við Is- land. Á þeim eigum við von upp að sex mílum næstu þrjú árin að minnsta kosti. En allir vita, að Bretar verða hér ckki einir. Aðrar fiskveiðiþjcðir munu fá hér sömu réttindi og þeir. í kjöifar 300 brezkra togara geta komið 100 þýzkir og enn geta bæzt 109 við, þar sem eru íslenzkir, belgískir og færeysk- ir togarar. 500 togarar upp að 6 mílum í 3 ár. Mér er spoim: vita menn hvað þeir eru að gera? Hafa menn ekki fylgzt með hvers ko'nar ofveiði hefur gengið fvrir sig hér í Norður-Atlanzhafi undanfarin ár? Aflaleysi íslenzku togaranna hér við Island i sl. þrjú ár, er dæmi um það. Friðun gnmnmiðanna síðan 1958 var að byrja að segja til sín. Afli fyrir Norður- og Austurlandi og allsstaðar á grunnmiðum var að glæðast aftur. Nýjar vonir voru að glæðast með þjóðinni, að okkur mundi ef til vill takast að bjarga fiskimiðum okkar. En þá kemur þetta reiðarslag. 500 togarar upp að sex mílum — upp á smábátamiðin — á upp- eldisstöðvarnar, í smáfiskinn þar sem hann er að alast, upp. Hvílík skammsýni, hvílík þjóðsvik. Og það verða ekki aðeins er- lendir togarar sem fá að veiða uþp að sex mílum. Nei, orðalag samningsins er um allar fiskveiðar. Samkomu- lagið heimilar því erlendum skipum að veiða upp að sex milum á öllu síldveiðisvæðinu frá Horni — austúr með öllu Norðurlandi og austur undir Reyðarfjörð, allan síldveiðitím- ann frá júní ti'l september. Eg veit það vel, að aðal- samnihgam.enn ríkisstjórnarinn- ar þeir Gu'ðmundur í. Guð- mundsson utanríkisráðherra og Bjarni Benediktsson dómsmála- ráðherra, hafa ekki meira vit á íslenzkum sjávarútvegi og aðstöðu íslenzkra sjómanna á fiskimiðunum en kötturinn á sjöstjörnunni. Slíka fávizku geta þeir liaft sér til afsökun- ar. En hvað um Ólaf Thors for- sætisráðherra og EJmil Jónsson, sjávarútvegsmálaráðherra. Einu sinni hafa þessir ráð- herrar þó að minnsta kosti stungið nefinu í útgerðarmái, en eru þeir kannske komnir líka á sama stigið í þessum efnum og liinir tveir ráðherr- arnir? Eða eru engin utkMjf'k íjWr því hve djúpt þessir ráðherrar geta sokkið í undlrlægjuhætti sínum við erlent vald? Afsal rétíar tii frekari stækkunar Eg kem þá að fjórða megin- atriðinu í samkomulaginu. Samkvæmt því afsalar ís- land sér einhliða rétti til frek- ari útfærslu fiskveiðilögsögunn- ar, en orðið er. Hugsi íslend- ingar til frekari stækkunar skal þeim vera skylt að tilkynna Bretum það með sex ménaða fyrirvara og sæta úrskurði Alþjóðadómstólsins sé þess krafizt. Hér er um hæf.tulegasta og alvarlegasta ákvæði þessa sam- komuiags að ræða. Með þessu ákvæði erum við raunverulega bundnir á höndum og fótum. Það er algjör blekking að halda því fram að raunverulega sé hægt að láta Alþjóðadóm- stólinn skera úr um deilur varðandi stærð fiskveiðiland- 'helgi. Á síðustu Genfarráðstefnu um landhelgismálið kom þstta atriði skýrt fram í ræðum margra heimskunnra lögfræð- inga. Ástæðan til þess að Al- þjóðadómstóljinn getur alls ekki fellt neinn eðlilegan dóm um stærð landheigi, er sú, að það er viðurkennd staðreynd að nú eru engin alþjóðalög til um víðáttu landheigi. Tvær alþjóð- legar ráðstefnur hafa einmitt verið lialdnar til þess að reyna að setja þessi log. Það hefur ekki tekizt. Lögin sem dæma ætti eftir um þetta atriði — stærð land- he’gi — eru þvi ekki til. Úrskurður Alþjóðadómstóls- ins í þessum efnum gæti aldrei verið anna.ð en persónuleg at- kvæðagreiðsla þeirra. sem dóm- inn skipa um vi'lja þeirra, eða þeirra ríkja sem þeir eru full- trúar fyrir. Þær 31 þjóð sem nú hafa 12 mílna landhelgi hafa allar tek- ið sér einhliða rétt til þsirrar landhelgi. Þær þjóðir sem lýst hafa yfir lögsögu yfir stærra svæði hafa iíka allar gert sh'kt einhliða. Ákvæðið um álrýjun til Al- þjóðadómstólsins í þessum efnum er ]>ví sett inn í sam- komulagið af r.áðnum liug, til þess að stöðva hér með alla frekari útfærsiu á landhelgi Is- lands. í gi’einargerð tillögunnar reynir ríkisstjómin að skjóta sér á bak við það, að ákvæðin um málsskot til Alþjóðadóm- stólsins „séu í samræmi við tillögur og afstöðu íslands á báðum Genfarráðstefnunum . . — iþar sem lagt hafi verið til að leggja ágreininginn undir gerðardóm". Hér er gjörsamlega óskyld- um hlutum jafnað saman, ann- að varðar ágreining um ofveiði á úthafinu, ©n hitt er um stærð fiskveiðilandhelgi, (En það er fróðlegt að heyra hvað heiztu ráðunautar ríkis- stjórnarinnar í landhelgiemál- inu þeir Hans G. Andereen og Davið Ölafsson segja í skýrslu sinni um Genfarráðstefnuna J958 um þetta atriði. Þar segir orðrétt: „Þær fréttir bárust til Genf á sínum tíma, að íslenzku nefndinni 'hefði verið hadlmælt í íslenzkum blöðum, vegna þess, að einungis væri talað um for- gangsrétt og sérstaMega af því að talað var um gerðardóm. Virtust þau gefa í skyn, að ís- lenzka nefndin hefði þarna framið talsvert axarskaft og falið útlendingum úrskurðar- vald varðandi íslenzka lögeögu. Þetta er auðvitað hreinn mis- Framh. á 18. síðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.