Þjóðviljinn - 10.03.1961, Blaðsíða 12
Eftir hádegi á sunnudag-
inn efna Samtök hernáms-
andstæöinga til almenns
fundar 1 Austurbæjarbíói,
þar sem kynntar verða nýj-
ar aögeröir sem samtökin
hafa á döfinni.
Fundurinn hefst klukkan tvö
og fundarstjórí verður Jónas
Árnason rilhöfundur. Dagskrá
fundarins er á þessa leið:
Ávarp, Guðni Jónssen próf-
essor.
Ræða, Kjarlan Ólafs’son.
Ræða, Kristján Thorlacius,
formaður B'SRB.
Uppieslur, Hal’dór Kiijan
Laxness les upp úr verkum
sínum.
Ræða, Jón Hslgason, rithöf-
undur.
Kvæðalestur, Kristbjörg Kjeld
leikkona.
Ræða, Sverrir Kristjánsson
sagnfræðingur.
Samtök hernámsandslæðinga
munu á næstu vikum beila sér
fyrir meiriháttar aðgerðum til
| framgangs málefninu sem þau
berjast fyrir, og verður skýrt
frá þessum fyrirællunum á
fundinum í Austurbæjarbíói.
FöstuÖagur 10. marz 1961 — 26. árgangur — 59. tölublað.
Einar Olgeirsson á Alþingi í gær:
ísland mun slíta svikaíjötrana
ísland mun slíta af sér þá svikafjötra, sem brezk-|
lir níðingsskapur, brezkt ofbeldi, brezk flærð og.
vesaldómur íslenzkra valdhafa eru nú að leggja
á þjóðina, sagði Einar Olgeirsson í umræðunum á
Alþingi í gær.
í byrjim ræðu sinnar deildi
Einar fast á Guðmund í. Gu’ð-
mundsson utanríkisráðherra
fyrir þá csvifni að neita Al-
þingi um að sjá leyn:bréfið.
Skýrði hann frá því að stjórn-
arardstaðan hefði beðið um
fund í utanríkismálanefnd til
að ræða það mál, og formað-
ur verið fús til þess, en utan-
ríkisráðherra neitað öllum upp-
lýsingum.
72 farast í námu-
slysi í iapan
Tokyo, 9/3 (NTB—Reuter) -
Óftazt er að a.m.k 72 verka-
menn hafi farizt í námue’di í
Suður-Japan. Lögreglan gaf í
kvöld upp alla von um að hægl.
yrði að bjarga 47 mönnum sem
lokuðusi inni í námugöngunum
þegar eldurinn brauzt út. Björg-
unarlið hefur þegar fundið 25
lík.
Lögreglan áiílur að þeir sem
eru innilokaðir í göngunum
hafi þegar kafnað af reyk.
Námur þessar eru skammt frá
bænum Kawara. Brunaliðs-
mönnum tókst að slökkva eld-
inn á þremur tímum, en þá
var öll náman orðin full af
reyk.
ísland vann Frakkland
20:13, — Sjá íþrótta-
síðu.
Hvað er chreint í þessu bréfi,
sem þarf að .fela? spurði Ein-
ar Er það samningurinn um
30 silfurpeningana, sem hæst-
I virtur utanríkisráðherra vjll
ekki sýna okkur. Svo undar-
lega ber við að fulltrúar Sjálf-
stæðisflokksin.3 . og Alþýðu-
flokksins í hreppsnefnd Eski-
fjarðar eru allt í einu farnir
að tala um að fyrir það að
! eyðileggja fisk'miðin myndi
vonandi koma eitthvað f jár-
| magn í staðinn. Og lánin 1
j Vestur-Þýzkalandi virðast nú
allt í einu hafa legið laust fyr-
ir, en verið stöðvuð í janúar
og febrúar.
Eimr lauk ræðu sinni á
þessa leið:
Með því, sem nú er að gerast
hér á Alþing: er verið að hörfa
Skipvsrjs sf
Reykjafossi tók
út og drukknaði
Sl. þriöjudagskvöld varð það
s!ys i hafi undan suðaustur-
strönd íslands að einn skipver.ja
af Reykjafossi tók út og drukkn-
aði.
Stormur var á og stórsjór er
slysið varð og sjónarvottar eng-
ir. Hinn látni skipverji var
Einar Sigurjónsson. 1. vélstjóri
iiðlega fertugur maður sem læt-
ur eftir sig konu og þrjú börn.
frá lögsögu íslands yfir land-
grunninu í framtíðinni. Sú lög-
saga Islands var grundvallar-
yfirlýsing okkar um yfirráða-
rétt okkar Islendinga yfir land-
grunninu, og Alþirgi hefur
aldrei gefið neinum heimdd til
þess að falla frá henni.
En hitt þarf að gera sér
ljóst að með mismunandi að-
ferðum er unnið að því a’ð
tryggja þennan rétt okkar og
afla okkur að lokum á honum
viðurkenningar. Við vimum að
slíku með tveim aðferðum. I
fyrsta lagi með sífelldri bar-
Framh. á 10. síðu
Verður hann fyrstur manna út í geiminn? Myndin er af manni
í sovézkum geimferðabúningi.
Fjórða sovézka geimfarinu
náð heilu til jarðar aftur
Kapphlaupið irni fyrsta mannaða geiinfarið heldur áfram
Moskva, 9/3 (NTB-Reuter) — Sovézkir vísindamenn'
skutu í dag upp nýju geimskipi — hinu fjóröa í rööinni
— meö hundi innanborös, segir í frélt frá Tass-frétta-
stofunni. Geimskipiö' vó 4.700 kg og náöist aftur niður
á sovézkt land eftir að lokið var þeim athugunum sem
því var ætlað aö gera.
Auk hundsins voru í geim-:
farinu fleiri lífverur og mikið
af vísindalegum mælitækjum
og sjónvarþsvélum.
Geimskipið fór kringum
jörðu á braut sem var hæst
348,8 km og lægsl 183,5 km
frá jörðu. Horn brautariimar
á miðbaug jarðar var 64,56
gráður. Aðaltilgangurinn með
þsssu geimskoli var að reyna
geimskipið og læki þau sem í
því vcru og sem eiga að
tryggja þær aðstæður að kleift
verði að senda mann út í
geiminn.
Fyrslu alhuganir á „Surli“
eftir að hann landaði, sýna,
að hundiiium líður vel eftir
gejmferðina. Mikilvægar upp-
lýsingar hafa fengizt með
þessu geimskoti með tilliti lil
M á að aíhmda Bretum þaá sem
upp á að ræna
Alþýðublaðið og Morgun-
blaðið birta um það samræmd-
ar forsíðufréttir í gær að Lúð-
vík Jóepsson „vilji brezk her-
skip innan 12“ og vilji „semja
um ’ veiðar undir lierskipa-
vernd“! Slíkur málflutningur
sýhir bezt hversu gersamleg
rekþrct sljórnarliðsins eru orð-
jn í umræðunum um landhelgis-
málið.
Lúðvík minnti á það á þingi
hversu tilgangslausar veiðar
Breia undir herskipavernd
Jiefðu reynzt. Veiðisvæðin náðu
I aldrei yfir meira en 31/i>% af
landhelginni. I hólfunum voru
| venjulega sárafáir togarar og
iveiddu sama og ekki neitt. Þeir
! voru fyrst skuldbundnir til
! þess að vera tvo sólarhringa
Jinnan markanna en fengu svo
timann slyttan niður í einn sól-
larhring, vegna þess að sjómenn
i ’itu á dvölina þar sem algera
límaeyðslu. Þannig mátti heiia
að alger friðun væri á miðun-
um, þrátt fyrir herskipavernd-
ina, enda gáfust Bretar upp á
þessum vonlausu veiðum fyrir
ári.
I stað jiess að ránssvæði
Breta náðu áður niest til
31/2% af landhelginnár á nú
að afhenda { eim meginhluta
liennar utan sex mílna.
I stað þess að fáeinir
brezkir togarar — venjulega
iiman við tíu — væru að
skarka á afmörkuðu svæði,
á nú að lileypa öllum tog-
araflotanum, hundruðiun
skipa inn á fiskimiðin.
I stað þess að togararnir
héldu sig innan markanna
í einn sólarhring, fá þeir nú
aðstöðu tii að fylgja fiski-
göngunum og fylla sig á
grunnmiðum Islandinga.
Það er engum efa bundið
að samningurínn við Brela er
miklu verri en rán þeirra áð-
ur. En það er ekki einu sinni
um þetla tvennt að veija. Bret-
ar höfðu að fullu gefizl upp
á ránsskap sínum, og þeir hefðu
aldrei tekið upp aftur þá til-
gangslausu og smánarlegu iðju.
mannaferða út í geiminn, segir
í frétt sovézku fréltastofuniiar.
Ekki hefur verið gefið upp
hvar geimfarið lenti, en sagt
er að það hafi lent á fyrir-
fram ákveðnum stað eftir að
því liöfðu verið send nauðsyn-
leg merki.
Rússi fyrstur manna út
í geiminn?
Wasliington, 9/3 (NTB—AFP)
— Hið velheppnaða sovézka
geimskot í dag hefur enn styrkt
banlaríska visíndamenn í þeirri
trú að ekki sé þess nú langt
að bíða að Sovétríkin sendi.
mann af slað í geimferð. Þeir
létu þá skoðun í ljós slrax eft-
ir seinustu tilraun Sovélríkj-
anna, 19. ágúsl s* 1., þegar geim-
skip var sent út í hringferð og
s'ðan náð aftur niður heilu og
liöldnu.
Bandaríska fhighernum hefur
tekizt að ná niður aftur fjór-
um eldflaugarhylkjum af gerð-
inni ©iSboverer. Þrjú þeirra
náðust í lofti er þau svifu til
jarðar í fallhlífum og eitl var
slætt upp úr sjónum. Ekkerl
hylkjanna hafði þó inni að
halda lifandi verur.
Sovézki vísindamaöurinn Vil-
ali Bronstein lýsti því yfir í
Moskvu að Idraunin í dag hefði
yerið enn mikilvægari en sú
sem gerð var í ágúst í fyrra.
vegna þess að ferð geimskipsins
nú hefði tekið miklu skemmri
tíma.