Þjóðviljinn - 11.05.1961, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 11.05.1961, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Fi-mmtudagur 11. maí 1961 p; j Æ S K U L Y Ð S S í Ð A r*s.»;v tf - I Rítnefnd: Arnór Ilannibalsson Einar Sverrisson Sunnudaginn 30. apríl fvar félagsheimili Æskulýös- fylkingar Kópavogs tekiö í aiotkun. Klukkan 4 e.h. fór þar fram vígsluathöfn og flutti Árni Stefánsson þar aðah'æöuna og skýröi frá gangi mála. Auk hans fluttu stutt ávörp Eysteinn Þor- valdsson, Einar Olgeirsson, Örn Ei'lendsson, Bragi Ól- afsson, fulltrúi Æskulýös- tfylkingarinnar í Vest- mannaeyjum, og' Leó Guö- Jaugsson, formaður Sósíal- istafélags Kópavogs. Um leið og Árni Þormóðs- j son opnaði dyrnar barst að j vitum okkar þessi ilmandi i kaffi- og kökulykl. — Það er hún Gróa, sem i er að baka, sagði Árni. öllum að setjast í sóffann. Ég reyndi að kasta fölu á brauðmetistegundirnar og taidist svo til að þær værir þrjátíu og ein. Sú lala er þó nefnd með þeim fyrirvara, að það kunni að vera skekkja á svæðinu plús — mínus 1. Árni Stefánsson kveikti sér í þverhandar þykkum vindii, meðan við Árni Þormóðsson hófumst handa um að kanna gæði kaknanna. Þá var kom- inn tími til að snúa sér að efninu og bera upp fyrstu spurninguna: Hvernig kom upp sú hugmynd, að koma upp félagsheimili ÆFK? Nafni hans Stefánsson þaut frá okkur meðan ég fór úr yfirhöfn í forstofunni, beint fram í eldhú-s til Gróu, - svona rétt til að kasta tö.'u á kökusortirnar; og voru ,þau Gróa önnum kafin við að ihlæja að einhverjum bráð- smellnum brar.dara þegar okkur Árna Þormóðsson bar að. Ég veít það þarf ekki að kynna þassa ÆFK-félaga fyr- ir lesendum Æskulýðssíðunn- ar. Groa Jónatansdótiir er gjaldkeri stjórnar félagsins, — Sú hugmyr.d er jafn- gömul deildinni. 1 haust kus- um við húsnæðismálanefnd á félagsfundi. Hana skipuðu Árni Þormóðsson, formaður, Ólafur Guðmundsson og Ing- valdur Rögnvaldsson. Nefnd- in leitaði fyrir sér um hús- næði annað hvort til leigu eða kaups. Og svo var það einn góðan veðurdag að einn góður borgari skaut því að Árna Þormóðssyni að gam- alt verzlunarhús við Hafnar- fjarðarveginn væri laust og til sölu. Nefndin lagði til að húsið yrði keypt ög var þ-að samþykkt eftir að leitað hafði verið til stjórnar Sósíalistafél. um aðstoð og fengið loforð fyrir henni. Gróa Jónatansdóttir stóð fyrir veitingum. : Árni Þormóðsson er formað- ur sumarstjórnar og Árni iStefánsson var formaður vetr- . arsíjórnar. Fg Itafði rétt tíma til að ' ]íta örlítið í kring um mig ■ í sr.hium undir leiðsögn Áma, Þcrmóðssonar, þegar Árni ■ -Stefánsson kemur blaðskell- andi fram úr eldhúsinu með hlemmistóran bakka, hlaðinn með kökudiskum, bollum og könnum. Hann lagði byrði sína af sér á pólerað eikar- þorð í einu horninu og, bauð Æ. F. Æskulýðsfylkingin efnir til ihvítasunnuferáar, og verður gengið á Snæfellsjökul. -Lagt verður af stað á laug- i ardegi og komið aftur á hvítasunnu. — Gagnkunn- j ugur leiðsögumaður verður með í förinni. Þátttaka ósk- , ast tilk. i skrifstofu Æ.F.R. Og hvaða aðstoð veittu þeir ? — -Helzta hjálpin frá þeim var, að þeir útveguðu okkur iðnaðarmenn úr sínum hópi, trésmiði, málara og múrara, sem unnu hérna með okkur í sjálfboðavinnu. Einnig lögðu þeir fram nokkra fjár- hagsaðstoð, en fylkingin ein telst eigandi hússins. ■En f jármálahliðin ? — Við kusum sérstaka fjáröflunarnefnd, og sá hún einnig um skipulagningu á sjálfboðavinnu. Aðaldriffjöðr- in í nefndinni var Ingvaldur Rögnvaldsson, enda var hann og formaður hennar. Hvernig tókst. fjáröflunin? — Prýðilega. Það voru skipulögð samskot meðal fé- laga og velunnara hreyfing- arinnar, og varð okkur vel ágengt, ef við tökum tillit til þessara síðustu og verstu viðreisnartíma. — Þá söfn- uðum við einnig ýmsu efni með sama hætti og verð- gildi þess er ekki undir 20.000 kr. — Þess ber og að geta að með því litla fé sem kom í hlut ÆFK úr Byggingar- happdrætti ÆF, greiddum við fyrstu greiðsluna af húsinu. 1 hvernig ástandi var hús- ið? Þurftuð þið ekkiað breyta því í hólf og gólf? — Jú, það má vissulega segja það. Húsið var að mestu óinnréttað. Við urð- um að lagfæra annan gaflinn í því töluvert, breyta um Árni Þormóðsson glugga, byggja forstofu og breyta þannig inngangi. I stað miðstöðvar settum við rafgeislahitun. Settum svo al- veg nýja innréttingu í húsið, bæði loft, gólf og veggi. Að þessum framkvæmdum öllum unnu samtals um 40 manns. Meiri hluti þeirra var að sjálfsögðu Fylkingarfé- lagar úr ÆFK og einnig fé- lagar úr Sósíalistafélaginu og ýmsir velunnarar hreyfingar- innar. Yfirleitt hefur þetta gengið allt eins og í' sögu, þó að það yrðu nokkrar tafir vegna þess, að nokkrir iðnað- armenn, sem lofuðu okkur vinnu, komu óreglulega. Við höfum ekki þurft að greiða einn einasta eyri i vinnulaun. Það ber vott um þ-að, að það er auðsótt að fá hinn róttæka æskulýð til starfa í þágu góðs málefnis. Þau eru ekki mörg félögin, sem geta stært sig af því. ÆFK er yngsta æsku- lýðsfélag í Kópavogi — ef við teljum ekki kratana með. Það eru ekki nema réttir 20 mánuðir síðan við stofnuðum þessa fylkingardeild. Fenguð þið húsgögnin og. innbúið líka að gjöf? — Nei, ekki allt. Karl Ein- ársson gaf skápa í eldhús, og kona nokkur frá Siglufirði gaf eldavélina. Húsgögn: vegghillur, borð og stóla keyptum við hjá trésmiðjunni Meiði h.f. Þau eru smekkleg og traust og líka mjög vel. (Fréttamaðurinn getur full- yrt, að honum leið ágætlega þarna í sóffanum). — Mál- verkin, sem við sjáum á veggjunum, lánaði hann Magnús Á. Árnason oklcur. Svo eru hér myndir eftir ungan og efnilegan listamann, Arlúr Ölafsson. (Það eru málverk, sett saman úr trjá- berki og steinum, og þótti fréttamanninum þau augna- yndi). Sigurður Sigurðsson gaf okkur holl ráð um litaval bæði á húsi og húsgögnum. Skúli Norðdahl gaf okkur haldgóða línu um innréttingu. Og hvað ætl....... Fréttamaðurinn var ekki hálfnaður með næstu spurn- ingu, þegar kváðu við þung högg á einum glugganum. Gróa kom þjótandi fram úr eldhúsinu og fram í forstofu. Barst okkur ávæningur af samtali og< var þar einhver stúlka, sem lét móðann mása við Gróu. Meðan þessi atburð- ur áttj sér stað, hé'lt frétta- maðurinn áfram með spurn- ingu sína: Hvað ætlið þið svo að láta húsið heila? — Því hefur verið valið nafnið Þinghóll. Þetta er ör- nefni á hól h.érna rétt hjá. Þar var Kópavogsfundur haldinn 1662. Þessvegna fannst okkur rétt að endur- reisa þetta nafn sem nokk- urs konar minnismerki um baráttuna gegn kúgunarvald- inu. Gróa kom nú inn aftur, og tylkynnti um leið og húu settist: Hún sem ætlaði að hjálpa mér að baka, en allt í einu þurfti hún að fara suð- ur -í Hafnarfjörð. Árni Stefánsson (við frétta- manninn): Ég vil taka það Árni Stefánsson fram, að við höfum haft mjög góða raun af kvenfólki í stjórn félagsins. Það er ekki ofmælt að Gróa t.d. hafi unn- ið á við tíu. Það hefur styrkt okkur í þeirri trú, að kven- fólkinu sé ekki síður en karl- mönnum trúandi til afreks- verka, t.d. að fara með fé. Við vorum rétt að byrja að hlæja að þessum síðasta brandara, þegar skyndilega kvað við óp. Það voru kök- urnar sem voru að brenna við í eldhúsinu. — Við áætlum, að þetla hús, sem er fyrsti vísir að fé- lagsheimili ungra sósialista í. Kópavogi sé núna að verð- mæti með innbúi ekki- undir tvö hundruð þúsund krónum, sagði Ámi Stefánsson og sló tveggja þumlunga ösku- súlu af vindlinum. Og síðan við stofnuðum fylkingaideild- ina héma hefur meðlimatalan ’vaxið um meira en fimmtíu prósént, Hvernig verður svo starf- rækslu félagsheimilisins hag- að í .sumar? — Við erum að kanna, hvað við getum haft það mikið op- ið, sagði Árni Þormóðsson. Það er gert ráð fyrir, að það verði opið ekki sjaldnar en 3—4 kvöld í viku, og verður þá öllum heimill aðgangur, það er að segja fyrir þá, sem haga sér skikkanlegá, og gildir það sama um íhalds- menn. Við högum því þannig til, að fundir falli á önnur kvöld, heldur en þessi 3—4. 'Hér verða veitingar: kaf-fi, te, mjólk, gosdrykkir, kökur. Auk þess verða til afnota töfl, spil, bækur til lestrar. Útvarpstækið mega' menn Framhald á 10. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.