Þjóðviljinn - 11.05.1961, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 11.05.1961, Blaðsíða 7
JAFNRÉTTIOG LÝÐRÆÐI í FRAMKVÆMD Jkr Hlustað á nokkra bæjarfulltrua A > Eiga allir að vera jafnir fyrir lögunum? Það þarf ekki að ræða. segja menn, svo sjálfsagt er þaö. En eiga þá allir aö hafa jafna aðstööu þegar um störf og stöðuveitingar er aö ræðá? Á að ráöa menn til starfa eftir hæfni, þekk- ingu, reynslu og starfsaldri þeirra, eöa eiga sjónarmið einhverrar valdaklíku aö hafa alræðisvald um val mpnna til starfa? Á' liollusta við jafm’étti ög lýðræði aö vera einliver tyllidaaamunaöur til notk- únar i hátíðai*æöum, en' bannvara á virkum dög- um? Ríkinu er, samkvæmt löpum, skvlt aö auglýsa allar stöðúr til umsóknar. En hvemie: fer bæiar- st.inrn Revkiavíkur að 1 þ°im efnum? Víö skiUum ptvn’o-a hvaö rvnkkrir bæi- pr-FnUt.ninr söp’öu um bað mál á bæiarstjórnarfund- jnum 4. þ m. Á bæjarstjórnarfundinum 4. þ.m. urðu miklar umræður og harðar deilur um mannaráðn- ingar. Ekki fyrst og. fremst um hver væri ráðinn, heldur hvernig' ráðið væri til starfa. Þarna var um mjög djúpstæð- an ágreining að ræða milli sósíalista annarsvegar og í- haidsins hinsvegar. Tilefni deilunnar á síðasta bæjar- stjórnarfundi var sú ákvörðun borgarstjóra, sem meirihluti bæjarráðs samþykkti, að stofna borgarverkfræðingsembætti og ráða í það Gústaf E. Pálsson — án umsóknar. í bæjarráðinu flutti Guðmundur Vigfússon tillögu um að borgarverkfræð- ingsstarfið skyldi auglýst laust til umsóknar. Þá tillögu endur- fluttu sósíalistar á bæjar- stjórnarfundinum. — Umræður þessar verða raktar í stuttu máli. Geir Hallgrímsson borgar- stjóri skýrði frá því að Bolli Thoróddsen bæjarverkfræði^g- ur hefði óskað að hætta því starfi í tilefni þeirra tíma- móta að hann varð nýlega 60 ára og hefur verið verkfræð- ingur hjá Reykjavíkurbæ í 35 ár, þar af bæjarverkfræðingur nær þrjá áratugi. Þakkaði borgarstjóri Bolla Thoroddsen góð störf og langan starfsferil. Jafnframt kvaðst hann telja það mikið happ að ráða Gúst- af E. Pálsson borgarverkfræð- ing. Ingi R. Helgason tók næstur til .máls á þessa leið: Ég tek undir allar beztu þakkir og árnaðaróskir til Bolla Thor- oddsen á þessum tímamótum í ævi hans. Með tillögu sinni um ráðningu borgarverkfræð- ings tekur borgarstjóri upp vinnubrögð sem eru mjög til vansa. Með tillögunni er geng- ið þvert á venjur er eiga að gilda um ráðningu manna. Með tillögunni (um ráðningu Gústafs E. Pálssonar) er lýst yfir að bæjarstjórnin sjái eng- an núverandi starfsmann þess umkominn að fylla sæti Bolla Thoroddsen. Ég tel ósæmilegt að ráða mann utan verkfræð- ingahóps bæjarsins án þess að gefa þeim mönnum kost á að sækja um starfið. Með tillögu bæjaráðs er komið í vpg fyrir að bæjarfulltrúar fái að meta hæfni þeirra manna er kynnu að sækja um starfið. Bæjar- stjórn getur ekki sóma síns vegna samþykkt tillögu bæjar- ráðs og því tek ég hér upp til- Jögu Guðmundar Vigfússonar. Valborg Bentsdóttir sagði m. a. Ég lýsi undrun minni yfir þessum vinnubrögðum bæjar- ráðs að ekki eigi að auglýsa til umsóknar jafn þj'ðingar- mikið starf. Árið 1953 var rík- inu gert að skyldu að auglýsa með tilskildum fyrirvara allar stöður. Þau lög ná ekki til bæj- arstjórnar og í því skákar bæj- arstjórnarmeirihlutinn. Aðferð sú sem bæjarstjórnarmeiri- hlutinn hyggst beita hér er ekki rétt gagnvart verkfræð- ingum hjá bænum né öðru starfsfólki Rvíkurbæjar og ekki sæmandi bæjarstjórn. Guðmundur J. Guðmundsson: Það eru næsta nýstárleg vinnu- brögð sem taka á upp við ráðningu borgarverkfræðings — þótt við séuní hér orðin ýmsu vön i þessum efnum. T. d. má minna á að nýlega var ráðinn hér yfirverkfræðingur Rafmagnsveitunnar — og á- kvörðunin um það var gerð hálfri klukkustund áður en bæjarstjórnarfundur hófst. — og bæjarfulltrúar meirihlut- ans fengu fyrirmæli um það hér í forsalnum hverjum þeir ættu að greiða atkvæði! Með engu móti mátti auglýsa stöð- una til umsóknar svo bæjar- fulltrúar gætu valið um menn eftir hæfni og starfsreynslu. — Tæknimenntaðir menn fara nú unnvörpum úr landi og þessi vinnubrögð og þvíhk eru ekki til að auka trú þeirra manna á störfum hér. Sama aðfgrð og nú á að beita hér var viðhöfð við ráðningu framfærslufulltrúa. Á bæjarstjórnarfundinum upp- lýstist að nokkrir bæjarfull- trúar höfðu ekki heyrt mann- inn nefndan fyrr. Það mátti með engu móti auglýsa þctta starf, og það mátti heldur ekki fresta afgreiðslu málsins svo bæjarfulltrúar gætu kynnt sér það frekar. Og nú fáum við að vita að meirihluti bæjarráðs hafi sam- þykkt tillögu borgarstjóra um að ráða Gústaf E. Pálsson borgarverkfræðing — og enn sem fyrr má með engu móti auglýsa staífið til umsóknar! Fjölmargir verkfræðingar hafa unnið hjá bænum um ára- bil — og þeim er ekki gefinn kgstur á að sækja um stöðuna. Mér finnst næstum að borgar- stjóri vilji, ef hann veit um duglegan mann eða hittir skemmtilegan mann á götu, þá vijji hann hafa vald til að ráða manninn umsvifalaust í þjón- ustu bæjarins! Þetta getur hentað honum sem einstaklingi, — en þetta er gi-undvallarbrot á þeim reglum sem opinber stofnun á óhjákvæmilega að fara eftir. Fyrir tveimur árum var hér deila um ráðningu skipulags- stjóra. Minnihlutinn taldi Skúla Norðdahl hafa mesta menntun og rej-nslu umsækj- enda. Meirihlutinn sagði það gæti verið rétt — en hann hefði starfað einu ári skemur hjá bænum en umsækjandinn er meirihlutinn hafði velþókn- un á og ráðningin yrði að fara eftir starfsaldri lijá bænum Nú eru þau rök gleymd! — Ég vil taka skýrt fram að í af- stöðu minni felst ekkert van- traust á hæfni Gústafs E. Pálssonar, heldur tel ég hann duglegan mann. En aðferðin við ráðninguna er brot á lýð- ræðisreglum; aðferð sem kern- ur í veg fyrir að aðrir hæfir menn geti sótt og að bæjar- fulltrúar fái tækifæri til að meta þá. Alfreð Gíslason: Ég mót- mæli þessu tiltæki bæjar- stjórnarmeirihlutans. Á því hlýtur að vera sú ein skýring að bæjarstjómarmeirihlutinn, með borgarstjórann í broddi fylkingar, hlýtur að vera and- vígur þeirri reglu að störf hjá bænum séu auglýst. Hver er á- stæðan? Ég vil fá svar við því hér á þessum fundi. Jafnframt undrast ég að góður og mikil- hæfur maður eins og Gústaf E. Pálsson skuli vilja þiggja starfið með þessari aðferð. Og ég undrast að Verkfræðingafé- lagið skuli ekki mótmæla slík- um vinnubrögðum. — Ég tek það fram að ég hef ekkert á móti Gústafi E. Pálssyni. Geir Hallgrímsson borgar- stjóri; Ég tel æskilegt að al- menna reglan sé að auglýsa stöður til umsóknar. En ég hika ekki við þegar völ er á hæfum manni scm ég hef sér- stakan augastað á að ráða hann. Tel að auglýsingareglan sé ekki það „prinsíp11 að fara þurfi eftir því. Þessi maður (G.E.P.) er í ágætri stöðu og hefði enga hvöt haft til þess að sækja um þetta starf nema að hann hefði verið hvattur til þess. Borgarverkfræðings- starfið er mikilvægara en bæj- arverkfræðings. Það væri á- byrgðarleysi að gera sér ekki hugmynd um slíkan mann áð- ur en hann er ráðinn. Umsækj- endahópurinn um slíkt starf er þröngur, og því þrengri sem umsækjendahringurinn er, því minni þörf er á að auglýsa starfið. Valborg Bentsdóttir; Fyndist borgarstjóranum það við hæfi ef menntamálaráðherra þekkti mann er hann teldi rétt að gera að prófessor við háskól- ann, að hann réði manninn án þess að auglýsa stöðuna, að- eins vegna bess að um þröngan umsækjendahóp væri að ræða? Ingi R. Helgason: Borgar- stjóri sagðist ekki hika við að þverbrjóta lýðræðisreglu. (Borgarstjóri: Hver sagði að það væri lýðræðisregla!). Það vcrður að álíta grund- vallareglu að menn séu jafnréttháir gagnvart lögum og opinberum stofnunum. Lagasmíð um ríkisstofnanir byggir á þeirri reglu að rík- ið megi ekki misnota ráðn- irigarvald sitt. Sama á að gilda hjá Reykjavíkurbæ, — höfuðborg landsins. Borgarstjóri segir að Gústaf E. Pálsson myndi ekki hafa sójt ef starfið hefði verið aug- lýst. Þokkajeg forsenda til að ráða manninn ’að hann vill ekki láta leggja á sig sama mælikvarða og aðra íslenzka verkfræðinga!! Að auglýsa starf til umsókn- ar er lýðræðisleg aðferð til að koma í veg fyrir að mönnum sé mismunað. Úlfar Þórðarson kvað aug- lýsingu starfs enga tryggingu vera fyrir réttri veitingu þess, því eitt sinn hefði ráð- herra tekið lakasta umsækj- andann um læknisstöðu og gert hann að héraðslækni í , einu stærsta héraði landsins. Guðmundur J. Guðmundsson: þótt einhver ráðherra hafi ein- hverntíma misnotað aðstöðu sína tij að ráða mann réttlæt- ir það á engan hátt aðferð bæjarstjórnarmeirihlutans, þá að auglýsa störf ekki til um- sóknar, því sú aðferð veitir enn meiri möguleika til mis- notkunar. Hvað er að óttast þó það 'komi fram hverjir sækja um staríið og bæjarfull- trúar fái að vega og meta hæfni umsækjanda? Borgar- stjóri kvað ábyrgðarleysi að vilja vega og meta umsækjend- ur um starf, — ég tel hans af- stöðu enn meira ábyrgðar- leysi. Borgarstjóri talar k’.ökkur um lýðræði á hátíð'sdögum. Þetta er hans lýðræði í fram- kvæmd. Ég mótnvæH mjög ein- dregið þessum vinnubrögðum meirihlutans. Að loknum umræðum fund- arins, sem hér hafa verið rakt- ar efnisl°ga í stuttu máli, voru atkvæði greidd. Með tillögu Alþýðubandalagsnianna um að auglýsa borgarverkfræðings- starfig voru 4 atkv. en allir í- haldsfulltrúarnir sátu hjá, svo og Alþýðuflokksfulltrúinn, Óskar Hallgrímsson, sem í þetta sinn hafði hlutvérk Magnúsar XI. — Þvínæst sam- þykkti íhaldið og Óskar vara- ellefti að ráða Gústaf E. Páls- son borgarverkfræðing, án þess að starfið væri auglýst til, umsóknar. J. B.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.