Þjóðviljinn - 14.05.1961, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 14.05.1961, Blaðsíða 6
'€) — ÞJÖÐVILJINN — Sunn.udg.gur 14. mní 1961 .V<3 Sunnudágur 14. maí 1861 — ÞJÖÐVILJINN Utgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — ; Sósíalistaflokkurinn. — Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Magnús Torfi Ólafsson, Sigurður Guðmundsson. - Fréttaritstjórar: Ivar H. Jónsson, Jón Bjarnason. — Auglýsingastjóri: Guðgeir Magnússon. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Sími 17-500 (5 línur). Askriftarverð kr. 45 á mán. — Lausasöluverö kr. 3.00. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. Orlögum ráðið jþað hefur verið háttur íslenz.kra stjórnarvalda að dylja fyrir þjóðinni allar aðgerðir sínar í hernáms- málum, og margsinnis hafa íslenzkir ráðamenn hrein- lega logið til, jafnt um stór atriði og smá. (Stundum hafa þeir raunar sagt ósatt af þeirri ástæðu að þeir vissu ekki betur; þá hafði herraþjóðin ekki haft fyrir því að ræða við erindreka sína — eins og þegar land- herinn hvarf héðan þvert ofan í yfirlýsingar „varnar- málaráðherrans“!) Fréttir hafa einatt borizt fyrst í erlendum blöðum, og auk þess hafa menn vanizt á að leggj3 saman tvo og tvo og sjá þannig hvert stefndi. Cami háttur hefur verið hafður á um þær alvarlegu breytingar sem nú er verið að framkvæma á her- •náminu. Það fréttist fyrst utanlands frá að yfirstjórn bandaríska kafbátaflotans og njósnastarfseminnar á Norður-Atlanzhafi ætti að flytjast til íslands. Þegar íslenzka ríkisstjórnin skýrði loks frá þessum umskipt- um lét hún svo ummælt að þetta væri í rauninni form- breyting; sjóherinn í staðinn fyrir loftherinn, það væri allt og sumt. En auðvitað voru þessar skýringar vís- vitandi blekkingar. Þau umskipti ein, að yfirstjórn njósna- og kafbáta fluttist hingað, var mjög alvar- leg. Þar er um að ræða hluta af árásarkerfi Bandaríkj- anna, og því verður stöð sú sem hér verður komið á laggirnar ein hin hættulegasta í heimi — ein þeirra sem fyrst yrði tórtímt ef hið kalda stríð breytist í heitt. T7n auðvitað fylgir meira með, þrátt fyrir svardaga Guðmundar í. Guðmundssonar, þess manns sem ekki getur komið fyrir fleiri svörtum blettur á tungu -sinni. íslendingar veittu því athygli að á s.l. ári var bandarískur kafbátur önnum kafinn við að rannsaka firði og flóa við allt Island. í sambandi við það voru einnig framkvæmdar mælingar af landi og raunar vað- ið inn í landareignir bænda án heimildar. Augljóst var þá þegar hvað vakti fyrir bandarísku herstjórn- inni, og þær fyrirætlanir hafa alltaf verið að skýrast síðan. Og þær staðfeyndir sem raktar voru hér í blað- inu í gær eru endanleg sönnun þess að œtlunin er ekki aðeins að koma hér uvp stjórnarmiðstöð jyrir njósnir og kafbátaferðir, heldur einnig bækistöðvum fyrir bandaríska flotann, herskip og kafbáta: jDandaríski flotinn hefur gert samning við Olíufélagið ** h.f., eitt helzta hermangsfyrirtæki landsins. Fær flotinn til sinna afnota geyma í Hvalfirði, og nú er nnnið að því af kappi að búa þá þannig út að þeir geti geymt eldsneyti fyrir flotann. Það gefur auga leið að því aðeins þarf flotinn á eldsneyti að halda hér við land, að hann ætli að hafa hér bækistöðvar, láta her- skip sín og kafbáta koma hingað og birgja sig upp á milli þess að athafnir eru stundaðar í sjó og á. Sjálf- ar stöðvarnar geta orðið einfaldar í upphafi — ekki s'zt þar sem t.d. Hvalfjörður er talinn ákaflega hent- ugur frá náttúrunnar hendi. Bækistöðin fyrir kjarn- orkukafbáta í Skotlandi er t.d. fyrst og fremst tengd birgðaskipi sem þar hefur fast aðsetur, en framkvæmd- ir í landi eru enn sem komið er sáralitlar. Ijannig blasir við íslendingum mjög alvarleg hætta, * sú alvarlegasta sem yfir okkur hefur vofað af völd- um 'hernámsins. Áhuga Bandaríkjamanna má m.a. marka af því að nú er að koma hingað æðsti aðmíráll Atlanzhafsbandalagsins til samninga við stjórnarvöld- in, enda eiga Bandaríkin í miklum erfiðleikum með að finna hinum lífshættulegu stöðvum sínum stað í öllum öðrum löndum bandalagsms. Að því virðist stefnt af vaxandi festu að gera íslendinga að fómar- -dýrum — hverju máli skipta hagsmnnir og örlög tvö Jiundruð þúsund manna? — m. Hver ber ábyrgðina1 'Sumarið er komið með þíðvindi og sólskin. Snjórinn, sem klæddi jörðina í gær, er horfinn. En hvað jökullinn og fjal’ið er fallegt, vafið þess— ari ljósbláu gagnsæju móðu. Gegnum opinn gluggann berst til mín kliður hins vængjaða hóps, er fagnar hlýjunni af geislum sólar. Hljómkviða vorsins er haf- in. Hljómar hennar orka sterkt á hugi áheyrenda, — knýja til starfa. í dag minnir landið okkur á skylduna við það. Ekki að- eins á skylduna við moldina og daginn í dag, heldur við framt'ðarheill því til handa og trvggð við sannleikann. Skylduna tU að standa á rétti þess, er hið launaða starfs- lið okkar á alþingi bregzt. Þessa dagana söfnum við hemámsandstæðingar mót- mælum um land allt gegn setu hins erlenda hers í landi okkar. Fleiri og fleiri taka sér stöðu í samtökum okkar, fólk úr öllum stjórnmála- flokkum og utan flokka, fólk sem nennir að hugsa, og óð- um vex sú alda, er að lokum ýtir hernum burt. Margt hefur verið ritað og rætt um þetta mál af viti og þekkingu, en það, sem ég segi, verður ekki til að gefa neinar rökfræðilegar skýring- ar, það er ekki mitt meðfæri, heldur til að gefa hugsunum mínum útrás. Margir telja, að stjórnar- völdin á hverjum tima beri ábyrgð á því, að herinn er hér enn, en að athuguðu máli held ég að við öll berum sameiginlega ábyrgðina og þess vegna beri okkur öllum skylda til þess að rísa upp af svefni, er við 'höfum verið haldin af nú um nokkurt skeið, eða nánar til tekið frá þeim tíma er við töldumst fullvalda þjóð. Það er ekki ncg að taka á móti svo dýr- mætum fjársjóði, sem full- ve’dið er, við verðum líka að kunna að gæta hans. Það 'hefur sýnt sig að við höfum treyst of blint óvönduðum mönnum. Á tímum mestu nið- urlægingar var þjóðin svo lánsöm að eignast hugsjóna- manninn Jón fíigurðsson. Því er ég svo bjartsýn að trúa því, að ísland eigi enn trúa syni og dætur. Það líður enginn dagur svo, að við ekki heyrum bæði í útvarpi og blöðum, gasprað um lýðræði og hinn fi-jálsa heim. Vonir þær, er við höf- um bundið við þau hugtök, hafa að engu orðið. Hvernig lýsir lýðræðið sér hér á landi í dag, og hvernig halda full- trúar okkar á löggjafarþingi þjóðarinnar á því umboði, er við létum blekkjast til að gefa þeim? Hvernig er högum háttað innan lands, og hvern- ig , er haldið á málstað þjóð- arinnar út á við? Hvernig er séð fyrir öryggi þjóðar- innar í framtíðinni? — Já, hvernig eru stjórnmálin 'rekín í dag? Það fer hrollur um mig er ég hugsa um það og mér verður hugsað til þessara orða, er mætur Islendingur sagði á sínum tima: „Háski sá er vofir yfir lýðræði nú- tímans og hefur gert. það valt, er framar öllu fólginn í fláttskapnum, þegar al- menningi er talin trú um, áð hann sé kúgaður samkvæmt umboði frá honum sjálfum, eða hann er fyrst féflettur og síðan látinn þiggja sína eigin eign í mútur og náð- argjafir. Það er sannast sagt, þótt sorglegt sé, að talsvert af beru ofbeldi, sem menn þora að kljást við, er bæri- legt í samanburði við prúð- búið og vátrvggt ranglæti". Það er mikið talað um upp- eldismál og vanrækslu í þeim efnum af hálfu heimila og skóla og ekki að ástæðu- lausu. En ég spyr, hvernig má sú þjóð taka þau mál föstum tökum, er e’ur upp svo siðspilta stjómmálamenn, er selja peninga og eigin hagsmuni ofar heill cg ham- ingju þjóðarinnar? 1 huga mér vaknar sú spurning, hvort það fólk er í dag varpar allri ábvrgð af sér á I i menn er það kýs til að ráða fram úr va’rtamál- um þessarar þjóðar, án þess persónulega sjðJft að taka af- stöðu til þeirra og bókstaf- lega nennir ekki að krvfja þau til mergjar, sé hlutverki sínu vaxið sem uppalendur. Við vitum öll hvsrnig póli- tíkin er rekin hér á landi. Þar er öllum brögðum beitt.. hversu mannskemmandi sem þau eru. Tökum t.d. umræður á Alþingi. Þar hljcma per- sónulegar svívirðingar ofar málefninu. í dag er svo kom- ið að heiðvirt fólk vill helzt ekki binda sig neinum stjórn- málaflokki, þctt það á kjör- degi verði að taka afstöðu í von um að sá er það kýs, stancli við fögru loforðin, þar sem frambjóðendur flokksins segjast vera þjón- ar „háttvirtra" kjósenda. Árum saman látum við blekkjast og öllu er snúið við. Við höfum trúað því, að við værum að ráða menn í vinnu og gætum jafnvel rek- ið þá, ef þeir reyndust illa. ÍEn hvað skeður? Okkur er sagt að það sé okkar að hlýða. Er þstta lýðræði ? Reynslan hefur sýnt okk- ur, að þeir menn sem nú um skeið hafa m:snotað umboð sitt á alþingi eru ekki verki sínu vaxnir. Er ekki mál til komið að taka í taumana? Ég er ekki að segja að þess- ir menn séu vondir, heldur* að þeir séu siðspilltir, hafi lent í slæmum fé’agsskap' éins og stundum hendir börn frá góðum heimilum, — að við höfum ekki alið þá upp á réttan liátt, — haft þá eft,- irlitslausa, gefið þeim oi’ mikið friálsræði. En nú ei* mál að linni. Stór hópur fólks úr öllum landshlutum hefur þegar* bund'zt samtökum, um að minnsta kosti eitt af mest aðkallandi vandamálunum verði leitt til lykta íslandi í hag. Hér á landi, þar sem all- ir eru lesandi og skrifandi, ætti slíkt að takast, og það hjá þióð, er lengi hefur lifað á fornri bókmenntafrægð og* státað af þjóðvekli og Lög- réttu við Öxará er aðrai* þjóðir bjuggu við konungr- vald. Söguöldinni, er 'höfund- Framhald á 10 síðu. viss fjöldi af rækjum fari í pundið. Rækjubátunum fjölgar brátt upp í 8. Fyrst var veitt í Hestfirði og Mjóafirði, en 'haustlð 1935 fór ég vestur í Amarfjörð; hafði leitað þar fyrir fiskimálanefnd og fund- ið rækjur. Úr fyrstu veiði- ferðinni þangað kom ég með um 1200 kg. Eftir það sóttu aðrir bátar þangað. — Hvernig gekk að selja f ramleiðsluna ? — Það tókst fljótlega að vinna markað fyrir rækjurn- ar í Danmörku. Alls höfðu stundað þett.a 8 bátar og um 80 manns unnið við skelflelt- ingu, eða' samtals um 100 manns. Bærinn seld.i Jóní Kjartans- s.yni og Jónasi Þorbergssvni verksmiðjuna haustið 1938, en svo stöðvað'st reksturinn í stríðinu þegar aðeins var eftir innlendi markaðurinn, því að stríð:ð sleit sundur öll sambönd við Danmörku. Á þeim árum fór ég í fisk- flutninga til togara, sem svo fluttu fiskinn út. — Ekkí urðu þetta endalok rækjuveiðanna? — Nei, eft.ir stráðið byrj- aði ég rækjuveiðar aftur. Ragnar Bárðarson og Syre byrjuðu vinnslu hér eitthvað um 1950, og þá fiskaði ég fyrir þá. Eftir 2 ár hættu þeir, en aðrir tóku við, og verksmiðjan starfar enn. Böðvar Sveinbjörnsson vann hjá upphaflegu verksmiðj- unni og kevpti vélar hennar. Byggði síðan nýtt verk- smiðjuhús á Torfunesi og starfar garala verksmiðjan því raunverulega enn. Ole Nordmann, sonur minn byrj- aði rækjuvinnslu hér árið 1958, og þá í sláturhúsinu, en hefur nú byggt verk- smiðjuhús við Surdstræti. — Hvað eru þá eiginlega margar rækiuverksmiðjur á Isafirði ? - — Það er „Pólar hf,“, sem hefur sex báta. „Niðursuðu- verksmið.jan h.f.“, sem hefur 3 báta, og rækjuverksmiðja O’e Nordmanns, sem hefur 2 báta. Auk þessa hefur Björgvin Bjarnason hafið rækjuvinnslu á Langeyri í Álftafirði og liefur 3 báta. Ennfremur er unnin rækja í 'Hnífsdal fyrir Böðvar Sveinbjarnarson. — 'Er þá ekki um ofveiði að ræða? — Fyrir þremur árum vildu bændumir láta banna rækjuveiðarnar. Sýslumaður- inn fór þá á veiðar með okk- ur til að sjá sjálfur. Einar Guðfinnsson útgerðarmaður í Bolungavík var einn þeirra, sem skrifaði undir kæru- kæruskjalið, en svo fór hann Austmaðurinn ííinon Ólsen. sjálfur á veiðarnar með ein- um bátnum til að sjá með eigin augum, hve mikið væri drepið af fiskaseyðum, og síðan hefur hann sjálfur lát- ið veiða rækjur. -— En er ekki gengið of nærri rækjustofninum ? — Ég sendi alltaf reglu- lega sýniahom til Fiskideild- arinnar. Aðalsteinn Sigurðs- son fiskifræðingur hefur ann- azt rannsóknir í sambandi við það. Rækjan er nú mun minni, en hún var áður, og telja fiskifræðingar að fara þurfi varlega í veiðarnar, en ennþá er samt ekki talið, að um ofveiði sé að ræða. Það er frið.sælt á Pollinum á Isafirði, þegar liann, er lognkyrr og spegilsléttur. — Rækjubáturinn „Karmöy“, 8 tonna norskur súðbyrðingur. — Hvar eru veiðarnar að- allega stundaðar? — Það er mest fiskað £ Djúpinu, inn við Ögurhólma, inni á Strandssljavik og víðar. Einnig er fiskað í öll- um fjörðum inn úr Djúpinu. og út af Arnarnesi, en ekki í Jökulfjörðunum. •— Hvað teljið þið góðan rækjuafla ? — 600—700 kg er góðiu’ dagsafli. — Og hvernig eru tekjur veiðimannanna ? — Rækjufiskimenn hafa haft 60—70 þús. kr. árstekj- ur og stundum nokkuð meira. — Er ekki Seinlegt að skel- fietta rækjurnar? — Meðalafköst eru nálægt 2 kg. á klst. Á 8 stuudum skelfletta kornr 15 'kg. af rækjum, og sumar konur* hafa komizt upp í 20 kg. — Og tekjur þeirra, sem í landi vinna? — Rækjuvinnslan hefm* hin ótrú'egustu éhr'f á af- komu fólks, því að konur og unglingar, sem við þetta vinna. fá þarna tekjur, sent plls ekki kæmu til greina annl- ars. Við kveðjum Ólsen úti vid lognkyrrt sundið, dugnaðai- legan mann, þéttan á velli og* Framhald á 10. síðu. Hannibal hreyfði svo mál- inu í bæjarstjórn og kom því til leiðar, að Finnur Jónsscn skrifaði Finsen ræð- ismanni og bað hann athuga um þotta. Finsen sendi svo von bráðar jákvæðar upplýs- ingar um þennan atvinnuveg í Noregi. Rækjuvérksmiðja Ólsens o.g strákanna hans — Myndin tekin meðan hún mr enn í byggingu, en neðri hæð fullgerð og vinnsla hafin þar. Bæjarstjórnin samþykkti þá að senda Hannibal Valdi- marsson suður á fund fiski- málastjóra til að fá aðstoð til rækjuveiða og sérstaklega til að koma upp lítilli rækju- verksmiðju. Samskipa Hannibal suður var Jón Auðunn, a’þingis- maður og bæjarfulltrúi. Þeg- ar meirihluti bæjarstjórnar ákvað að stofna til rækju- vinnslu, stofnuðu þeir Jón Auðunn, Proppé, Finsen og einhverjir fleiri í Reykjavík í skyndi hlutafélagið Kampa- lampa, sem æílað var það hlutverk að láta veiða og vinna rækjur. — ísafjarðar- bæ var svo boðið að ver'ða —■ Rækjuverksmiðjan var stofnsett strax 1934. Ég leigði þá bát til veiðanna og var einn við veiðarnar fyrsta árið. En svo fékk ég nýjan bát, „Kannöy“ (Ólsen er frá Karmöy í Noregi). Bærinn átti rækjuverk- smiðjuna, og hét hún Rækju- verksmiðja Isafjarðar. Is- lenzkir niðursuðumenn voru fengnir Þorvaldur Guðmunds- son og Tryggvi Jónsson) og norskur verkstjóri Erik Rakke að nafni. Fyrst var rækjan keypt skelflett, en þá var kastað óþarflega miklu af henni, og nú er hún tekin beint úr sjónum í skelinni, — hún er ekki keypt, nema Það var sumarið 1934, að upp á bít í Aðalstræti 22 á ísaíirði gekk mað- ur með ókennilega skepnu í bréípoka og hóí þar uppi, á ókennilegu máli, að vegsama ágæti bréípokadýrsins. Þetta haíði þær afleiðingar, að litlu síðar háðu þeir Hannibal Valdimars- son cg Jón Auðunn kapphlaup suður í Reykjavík - á fund stjórnarvaldanna! Maðurinn með ókennilegu skepnuna í bréípokanum var Símon Ölsen, — er sumir hafa nefnt „föður" rækjuveiða á íslandi. Hér ssgir Ólsen sögu þess atvinnuvegar. Hjá „dokkinni" á Isafirði, í fjörumálinu út að sundinu, er nýbyggt, myndarlegt. hús. Það er rækjuverksmiðja Sím- onar Ólsens og sona hans. Þar bar fundum okkar Óls- ens saman seint. á s.l. sumri. — Hvenær komst þú til Is- lands, Ólsen? — Ég kom hingað til ísa- fjarðar árið 1924; þá var ég 22ja ára gamall. — Hvernig stóð á því, að þú byrjaðir rækjuveiðar hér? — Það var mikið um rækjuveiðar í heimabygð minni, Karmöy, sunnarlega við Vestur-Noreg. Þegar ég kom hmgað, se’di ég Gunn- ari Juul apótekara helming- inn í bátnum, sem ég kom með frá Noregi; það var norsk íshafsskúta. ‘Hér hlaut hún nafnið „Hrönn“, og var ég áfram með bátinn. Ég kom með rækju„troll“ með mér frá Noregi, datt í hug, að gott væri e.t.v. að geta stundað rækjuveiðar, þegar hingað væri komið. —• E:i hér höfðu aldrei ver- ið veiddar rækjur? — Nei, það er v.íst ekki. En ég reynai hér strax haust- ið 1942, og þá fýrir ínnan Arnarnes. Ég fékk 30—40 kg í fyrsta tsgi. Það var ekki fyrr en árið 1934, að ég fór og reyndi í Hestfirði, — og þar fékk ég um 300 kg í fyrsta togi. — Hvað gaztu gert við þann afla, vildi nokkur kaupa hann? — Nei, þá gat ég ekkert gert. við þessa veiði. Hins- vegar þóttist ég vera búinn að fá sannanir fyrir því, að hér væri hægt að stunda rækjuveiðar með ágætum ár- angri. Ilannibal Valdimarsson var þá formaður verkamannafé- lagsins og bæjarfullfrúi hér. Ég fór því beint til hans með nokkrar rækjur í bréfpoka, sýndi honum þær og skýrði honum frá, að úti í Noregi lifði fjöldi fóllts á rækju- veiðum. hluthafi að minni liluta í fyr- irtækinu. En þvi var hafnað. — Svo þú hefur komið af stað, einhverskonar kapp- lilaupi! — Já, og Hannibal varð fljcfari á fund fiskimála- nefndar — Jón Auðunn barði þar að dyrum. lítilli stundu eftir, að Hannibal byrjaði að fljúja mál sitt fyrir nefnd- inni. Það réð úrslitum um að það varð Jsafjarðarbær en ekki h.f. Kampalampi, sem gekkst fyrir rækjuvinnslu á Isafirði — fyrstur allra hér á landi. •— Og hvernig gekk þetta svo ? Rækjuveiðar á „Karmöy“, en svo kallar Ólsen bát sinn — eftir heiinabyggð sinni I Noregi. /

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.