Þjóðviljinn - 18.05.1961, Síða 6
■fi) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 18. maí 1961
KWhUYmte.
ÞlÚÐVIUINN
étgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu - Sósialistaflokkurlnn. — Ritstjórar:
Magnús Kjartansson (áb.), Magnús Torfi Ólafsson, Sigurður GuSmundsson. —
Préttaritstjórar: Ivar H. Jónsson, Jón Bjarnason. - Auglýsingastjóri: Guðgeir
JMagnússon. — Ritstjórn. afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19.
Bími 17-500 (5 linur). Askriftarverð kr. 45 á mán. — Lausasöluverð kr. 3.00.
Prentsmiðja Þjóðviljans h.f.
Herstöðvar bjóða
hættunni heim
l^ærdómsríkt væri að geta séð nokkra áratugi fram i
í tímann, hvernig sagnfræðingar sem rita um sjálf- I
stæðisbaráttu íslendinga á 20. öld meta skrif Morgun- l
blaðsins og Alþýðublaðsins þessa daga og vikur og \
mánuði um eitt mesta örlagamál íslandssögunnar, á- j
tökin um það hvort vera skuli erlendar herstöðvar j
í landinu. Líkur fyrir þeim dómi eru raunar nægar j
að finna í hinni fyrri sjálfstæðisbaráttu íslendinga, !
gegn danska nýlenduveldinu. Hvort er nú meira metið, i
starf og barátta mannanna sem börðust gegn erlenda j
valdinu, eða 'hinna sem stóðu fast um hinn íslenzka j
málstað, hvað sem það kostaði þá? Og skyldi dóm- i
urinn verða vægari yfir Bandar.íkjaleppunum og þeim j
sem undanfarna áratugi hafa látið undan bandarísku i
ásælninni stig af stigi og samið af íslendingum lands- i
réttindi, en fyrirrennurum þeirra, sem flatmöguðu í i
náð hinna erlendu valdhafa og reyndu að torvelda bar-
áttumönnum íslenzka málstaðarins sjálfstæðis- og frels-
isbaráttuna?
Qá tími mun koma fyrr en varir, að ekkert blað á ís-
landi mun treysta sér til að hæðast að og smána
kröfur þær sem bornar voru í Keflavíkurgöngunni og
sendinefnd Samtaka hernámsandstæðinga afhenti í
fyrradag flotaforingja Atlanzhafsbandalagsins: Burt
með herinn, engar herstöðvar á íslandi, ekkert njósna-
flug frá íslandi, engar kafbátastöðvar, ævarandi hlut-
leysi Islands. Og meginatriðin úr orðsendingu
samtakanna munu hljóma með vaxandi þunga,
en þar segir meðal annnars: „Samtökin eru þess
fullviss, að yfirgnæfandi meirihluti íslendinga sé and-
vígur herstöðvum hér á landi og aðild íslands að hern-
aðarsamtökum. . .“ „Jafnframt viljum við skýra yður
frá að við fylgjumst af miklli alvöru með þeim breyt-
ingum sem nú virðast fyrirhugaðar á herstöðvum
Bandaríkjanna hér og nú þegar hafa vakið mikinn ugg
með íslenzku þjóðinni. Samtök okkar munu því af
vaxandi þunga berjast gegn því með öllum þeim ráð-
um sem vopnlausri þjóð eru tiltæk, að land okkar verði
gert að einu fyrsta skotmarki í styrjöld og þjóðinni
þannig útrýmt“.
fjað eru furðulega barnaleg skrif sem nú fylla dálka
r bandarísku blaðanna á íslandi, þar sem reynt er
að telja íslendingum trú um að vel sé hægt að vera
aðili að hernaðarbandalagi, veita árásarstórveldi land
og hafnir fyrir herstöðvar, en samt sé engin hætta á
hernaðarárás þó til styrjaldar komi! Sennilega eru
mjög fáir íslendingar svo skyni skroppnir, að þeir skilji
ekki að þátttaka íslands í hernaðarbandalagi og her-
stöðvar í landinu hlýtur að þýða að landið og þjóðin
dragist inn í hernaðaraðgerðir ef til heimsstyrjáldar
kæmi. Bandarísk blöð og bandaríska herstjórnin hafa
aldrei tekið alvarlega kjaftæði Bjarna Benediktsson-
ar, Guðmundar í. Guðmundssonar og Eysteins Jónsson-
ar um „vernd“ og „varnir“ fyrir íslenzku þjóðina.
Þessir aðilar fara ekki dult með að hingað til hefur
herstöðvunum á íslandi fyrst og fremst verið ætlað
það hlutverk að vera skjöldur Bandaríkjanna þær fáu
mínútur, meðan verið væri að eyðileggja herstöðv-
arnar hér. Nú virðist hins vegar hugmynd Bandaríkja-
stjórnar vera að koma hér upp árásarstöðvum sem
enn væru líklegri til að draga að sér árás á fyrstu
klukkustundum heimsstyrjaldar. Því hefur verið mót-
mælt og þau mótmæli munu aukast að afli þar til
þjóðin losar sig við tortímingarhættuna af hinum er-
lendu herstöðvum.
ZAHARIA STANCU segir
frá /s/andsferð sinni
Um jólin síðastliðinn
vetur var haldið „Norð-
urlandakvöld" í Búka-
rest á vejfimi Rúmenskr-
ar stofnunar fyrir
menninffarles samskipti
við útlönd. Par var
flutt tónlist frá ölluxn
Norðurlöndunum, Ijóða-
pýðingar og aðrar bók-
menntir af hinum fær-
ustu listamönnum. Frá
tsiaudi voru fluttar þýð-
ingar á kvæðum eftir
Grím Thomsen og sönjt-
lög eftir Masrnús Á.
Ámason. Kithöfundur-
inn Zaharia Stancu,
höfundur Berfætlinja
er Halldór Stefánsson
þýddi svo snilldarlegra,
flutti fyrirlestur eða
ferðasögu sína um öll
Norðurlönd, sem hann
heimsótti 1947. Grein
sú sem hér fer á eft-
ir er kaflinn um Island
í fyrirlestri hans.
Frá Danmörku, þar sem ég
etóð við aðeins stutian tíma,
fór ég til þess lands, sem mér
finnst furðulegast og ein-
stæðast af öllum sem ég hef
'hingað til séð: hins fjarlæga
Islands. Ég flaug frá Kaup-
mannahöfn til Reykjavíkur,
m'3ð 20—30 mínútna viðstöðu
á flugvellinum við Glasgow.
Vinir mínir!
Eg veit ekki hvernig ég á
að fara að því að gefa ykkur
í fáum orðum skýra mynd af
lar.di sem er svo fjarlægt
okkur, umlukt á aliar hliðar
af vötnum Atiantshafsins og
með nafni sem er svo algjör-
lega óviðeigandi — íslandi.
Auðvitað fór ég þangað að
sumarlagi og sá því engan ís,
en jafnvel eftir að ég ræddi
við íbúana komst ég að þeirri
furðulegu staðreynd, að í
landi þessu er sama og eng-
inn is og lítill snjór á vet-
urna! Ég spurði til dæmis:
„Hvað varð kuldinn mikill í
landi ykkar síðastliðið ár?“
Mér var svarað, að kuldinn
hefði farið niður fyrir frcst-
mark um miðjan veturinn, en
þá er venjulega kaldast. Ár-
inu áður var mér sagt að
frostið hefði verið eitt stig að
meðaltali og að fyrir 2—3
árum hefði hitinn verið eitt
stig að meðaltali yfir vetur-
inn. Það er því auðsætt að
snjór getur ekki haldizt við
í svona loftslagi.
Land þetta er eitt heljar-
mikið hraunbjarg. Landslaglð
er líka mjög furðulegt og
svo sundurtætt að ég hef
hvergi í heiminum séð ann-
að eins. Fjöllin breyta um
lit á hverju augnabliki í sum-
arsólskininu: maður horfir
á fjall eitt og sér að það er
grænleitt og síðan skimar
maður í aðra átt, en l’ti mað-
ur á sama fjallið aftur er
það á fáeinum augnablikum
orðið svarblátt! Litir lar.ds-
lagsins breytast. á 'hverju
augnbliki vegna birtunnar, að
ég held. Vísindamaður gæti
auðvitað útskýrt þetta fyrir-
brigði miklu betur en ég.
ísland er stórt land, en
íbúatalan ar að eins 160—70
þúsund (höf. segir að vísu
450,—460.000). Það er eina
land’ð í heiminum sem hefur
aldrei haft og hefur enga her-
menn, heldur að eins lög-
reglulið, sem vanalaga gætir
umferðarinnar. Þar er ekkert
ólæsi og næstum hver maður
talar ensku eins og hún væri
hans annað móðurmál.
Bókmenntir þessa fjarlæga
lands eru mjög gamlar, næst-
um þúsund ára. I húsi vinar
míns, sem er forleggjari, og
sem ég heimsótti oft, sá ég
14 bindi í bókasafni hans af
hinum heimsfrægu Islend-
ingasögum, bækur sem skrif-
aðar voru fyrir átta eða niu
hundruð eða jafnvel þúsund
árum. Málið í landi þessu
'hefur litlum breytingum tek-
ið í þúsund ár. Land þetta
hefur til að bera mjög forna
menningu, óvanalega fagrar
bókmanntir og ljóðagerð sem
á naumast sinn líka í heim-
inum, og auk þsss mikinn
fjölda af rithöfundum. I
Reykjavík, höfuðborg lýð-
veldisins, búa 48—50.000
manns af 160—70 þúsundum
(450,—460.000) íbúum lands-
ins. I þessari litlu borg talaði
ég við 30—40 rithöfunda. En
mér var sagt að rithöfund-
arnir mundu vera vel yfir
hundrað í Reykjavík einni
saman.
Allar bækur, bæði í bundnu
,máli og óbundnu, koma út í
stórum upplögum — að
minnsta kosti ef borið er
saman við fólksfjöldann —
upplagið minnst 5—6.000.
Fólkið sem við töluðum við,
en það voru rithöfundar,
sjómenn og verkamenn, virt-
ust hafa mikinn áhuga á að
hitta rithöfunda frá bökkum
Dónár og vi!di kynnast, 'eins
mörgu og mögulegt var um
lard okkar.
Við eigum líka marga vini
á fslandi, sem tala um land
okkar af sérstökum áhuga
og af mikilli ást, og á heim-
ilum sinum hlusta þeir á
rúmensk þjóðlög og á tón-
smíðar sem tcnskáld okkar
hafa samið.
LeíSréfting
Meinlegar villur voru í
greininni: „Faðir“ rækjuveiðanna,
sem birtist í opnu Þjóðviljans 14.
maí síðastliðinn:
Upphafsorð greinarinnar eiga
að vera: „Hjá „Bokkunni“ á ísa-
firði.“
Önnur málsgreinin i öðrum
dálki á að vera: „En ég reyndi
hér strax haustið 1324 (ekki
1942) og þá fyrir innan ArnaTnes.
í þriðja dálki neðan myndar á
að vera fiskimálanefnd, en -ekki
fiskimálastjóri, enda mun hans
embætti ekki hafa verið til um
þær mundir.
Þá kom í fjórða dálki grein-
arinnar neðantil nafnið Erik
Rakke. — Það á ekkert skylt við
sögulega staðreynd, heldur á
málsgreinin að vera þannig:
„íslenzkir niðursuðumenn
voru fengnir, Þorvaldur Guð-
mundsson og Tryggvi Jónsson,
og norskur verkstjóri, frk. Helge
Rakke að nafni.
Um aðrar villur í grein-
inni skiptir minna máli, en þó
er réttara að benda á í fimmta
dálki, að þar á að standa: „Það
tókst fljótlega. að vinna markað
fyrir rækjuna. — í sjötta dáiki
er orðið kom tvítekið, en það
veldur engum misskilningi.
Þetta óskast leiðrétt eins
skilmerkilega og unnt er, því að
hér er um mjög raJigfærð sögu-
leg atriði að ræða.
Rúmcnski rithöfundurinn Zaharia Stancu í ræðustól er liann
sagði frá íslandsferð sin,ni. -