Þjóðviljinn - 18.05.1961, Side 7
iiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiin ... .............................................................................
£Ö(il Ifiiít .81 ‘itr§iib:
---- Fimmtudagur 18 maí 1961 — ÞJÓÐVILJINN — (7
imiimimimimiJimimiiiiiimmmmmmmmmmmii'immmimmmmmmmimimmmmmmmimmmmmi!
„Útivist með Vilhjálmi
vermir blóð í œðum”
Tæplega helmingur kvennanna gekk á Iíaiiðbrók( en hinar
gengu kringum brókina.
Sam'band íslenzkra sam-
vinnufé!aga hafur í annað
skipti efnt til húsmæðraviku
ur.dir leiðsögn og stjóm
Olgu Ágústsdóttur, hús-
mæðrafulltrúa. Húsmæðra-
vikuna sóltu 44 konur frá
18 kaupfélögum viðsvegar
að af landinu. Á föstudag
var blaðamönnum boðið að
Bifröst til að fylgjast með
síðustu tímum húsmæðra-
vikunnar.
Lagt var af stað héðan
E'nn daginn kcpptu konurnar
í { rístökki undir stjórn Vil-
hjálms Elnarssonar.
úr Reykjavík um miójan
dag og komið að Bifröst. í
þann mund að hringt var
til kvöldverðar, eftir á-
nægjulega ferð með Jóni
Árnþórssyni fulltrúa.
Efiir kvöldverð gafst. okk-
ur tækifæri til að spjalla
við húsmæðumar yfir kaffi-
bollunum og voru þær hver
annarri ánægðari með ver-
una að Bifröst og allan að-
búnað. Þær voru allar sam-
mála um, að þetta hefði
verið dásamleg fræðslu-
og hvíldarvika, og allar ósk-
uðu þess, að sem flestum
kynsystrum ^þeirra gæfist
kostur á að dvelja þarna
eina viku í jafngóðu yfir-
læti.
Þær höfðu ferðazt iim
Borgarfjörð, lilýtt á messu
í Reykholti og setið á-
nægjulegt kaffiboð prest-
hjónanna þar. 'Einnig heim-
sóttu þær húsmæðraskól-
ann að Varmalandi og sið-
ast. en ekki sízt voru þær
svo heppnar að eiga dag-
legar útivistarstundir með
Vilhjálmi Einarssyni. Ein
kvennanna hafði orð á, hve
gaman væri, að jafn þekkt-
ur maður og Vilhjálmur
skyldi vera svo yfirlætis-
laus og ’blátt áfram — og
að einmitt þeim á hús-
mæðravikunni skyldi veitast
sú ánægja að njóta tilsagn-
ar hans í útivistartímunum.
Frú Maria Theresa Rom-
ero hélt fyrirlestur fyrir
konurnar um heimilishætti á
Spáni, Óli Valur Hansson
fræddi þær um skrúðgarða
og Guðmunúur Sveinsson,
skólastjóii Samvinnuskól-
ans hélt fyrirlestur um
listir.
Á föstudagskvöldið héldu
konurnar kvöldvöku og
skemmtu sjálfum sér og
gestum með söng, kveðskap,
upplestri, leikþætti og ræð-
um fluttum í gamni cg al-
vöru. Á kvöldvökunni vakti
sérstaka athyglþ hve skag-
firzku konurnar komu vel
fyrir sig orði og voru hag-
mæltar. Kvöldvökunni lauk
með sameiginlegri kaffi-
drykkju og var útbýtt á öll
borð vísuhelming, sem við-
staddir voru beðnir um að
botna, veita átti verðlaun
fyrir bezta botninn. Fyrri
vísuhelmingurinn:
„Útivist með Vilhjálmi
vermir blóð í æðum.
og bezti botninn:
Skyld’ hún enda í
algleymi
upp á sigurhæðum.“
Botninn gerði frú Margrét
Magnúsdóttir frá Nautshóli
í Skagafirði.
Á laugardagsmorgun voru
síðustu fræðsluerir.ilin flutt
og var dagskráin hafin með
morgunsöng. Baldvin Þ.
Kristjánsson talaði um
tryggingamál, Vilhjálmur
Einarsson fræddi þær um
líkamsrækt og Helgi Sæm-
undsson flutti fróðlegt er-
indi um bókmenntir eftir ís-
lenzka alþýðumenn og gerði
hann lieizt að umtalsefni
sínu bækur Magnúsar
Björnssonar frá Syðra-
Hóli.
Síðdegis á laugardag var
húsmæðravikunni slitið. At-
höfnin hófst með því, að
leikinn var kafli úr Caval-
eria Rusticana, þá flutti
Olga Ágústsdóttir hús-
mæðrafulltrúi kveðjuávarp,
Sigurlaug Sigurðardóttir
lalaði fyrir hönd kvennanna
á liúsmæðravikunni, og Er-
lendur Einarsson forstjóri
S.l.S. sleit húsmæðravik-
unni. Sagði hami meðal
annars: „að það þyrfti
marga menn til að byggja
hús —'en aðeins eina konu
■til að gera það að heimili,
og að sizt sæti á karlmönn-
Olga Ágústsdóttir, hús-
mæðrafulltrúi S.l.S. flytur
kveðjuávarp.
um að gleyma að þakka
húsmæðrunum fyrir allt,
sem þær gerðu fyrir fjöl-
skyldu e:na, la’ ri og þjcð.
'Ennfremur kvaðst hann viss
um, — ,,að kona næði al-
drei jafn langt í lífinu og
maðurinn, því hún hefði
aldrei neina eiginkonu sér
við hlið“. Hvaða kona hef-
ur fengið betri meðmæli?
Því miður veittist mér
ekki sú ánægja að fylgjast
með konunum á húsmæðra-
vikunni nema takmarkaðan
tima en „glöggt er gests-
augað“ og ekki gat farið
fram hjá neinum, að hér var
stigið spor í ré'tta átt, og
grátlegt að ekki skuli fleiri
húsmæður og konur um
land allt eiga kost á slíkri
fræðslu- og hvíldarviku.
Þaraa var ekki verið að
troða í þær fræðs’u um mat-
arii’búning og þjónustu-
brögð, heldur flutt fróðleg
erindi um listir, bókmenntir,
skrúðgarða og ýmis mál er
alla varða. Sýndar voru
kvikmyndir frá Olympíu-
leikunum siðustu og farið
í kynnisferðir um nágrenn-
ið. Allt var gert til að fá
konurnar til að gleyma
amstri og áhyggjum heimi'-
isins. Margar þeírra höfðu
ekki setið á skólabekk í
fjörutíu ár, og sumar ekki
nema nokkrar vikur af æv-
inni.
Samband íslenzkra sam-
vinnufélaga er eina stofn-
unin hér á larrii, sem sýnt
'hefur viðleitni í þessa átt,
þrátt fyrir mörg kvenfélög
um allt land, og ýmis félög
er segiast vinna að bættum
hag kvenna, og þykjast viija
standa fyrir hvíldarvikum
fyrir mæður. Sum þessara
félaga hafa haft þeita á
stefnuskrá sinni yfir tutt-
ugu ár og ekbert. orðið á-
gengt, þrátt fyrir sn’kjuriag
á hverju ári og jafnvel oft-
ar, og einhver fulltrúi frá
þeim vælir í Ríkisútvarpið
og biður landsmenn að
bregðast vel við, þegar
blessuð börnin koma að bjóða
merkin blöðin, bækurnar og
hvað það nú er allt saman,
og er sannarlega tinii til
kominn að rannsaka starf-
semi þessara félaga og al-
menningur fái að vita,
hvernig gjafafé hans er
varið.
Um allí land eru skólar,
sem standa auðir marga
mánuði á dri og nota mætti
til að halaa eina eða fleiri
húsmæðravikur með svip-
uðu sniði og þær sem 'S.Í.S.
hefur gengizt fyrir. Ekkert
er auðveldara en fá fróða
m'enn úr viðkomandi héraði
til að flytja fræðsluerindi
og með litlum tilkostnaði
má fá frcðlegar skugga-
myndir til að sýna og svo
mætti lengi telja. Fjár til
þessa er hægt að afla með
ýmsu móti og ætti kvenfé-
lögunum að vera bezt kunn-
ugt um það.
Úg vil enda þessa frásögn
piína með því að óska Sam-
bandi íslenzkra samvinnu-
félaga til hamingju með
brautryðjendastarf sitt og
vona, að einhver verði til
að feta í fótspor þess áður
en langt um líður.
Ðóra Skúiadóttir.
4
:md
þjóðardýrgrípir
Þjóð og
Þótt allir íslendingar fagni
því að sjálfsögðu, að nú virð-
ast horfur á, að endurheimt
hinna fornu handrita eigi
ekki langt í land, er sá fögn-
uður blandinn ugg hjá mörg-
um. Menn spyrja sjálfa sig:
Getum við búið handritunum
það öryggi, að verjandi sé að
flytja þau hingað heim? Eða
eru við kannski að flytja þau
heim til þess að láta eina
kjamorkusprengju full-
komna það verk, sem húsleka
og vangeymslu liðinna alda,
æðandi öldum Atlantshafsins
og eldum Kaupmannahafnar
ekki tókst að ljúka?
Þetta eru eðlilegar spurn-
ingar. Fáir staðir eru ófýsi-
Jegri til geymslu menningar-
fjársjóða en útvarðsstöð í
kjarnorkustríði, en allt bend-
ir til, að okkar landi sé nú
ætlað það hlutverk. Og mönn-
um koma þá helzt þau ráð
í hug að geyma handritin úti
á landi, þar sem tortímingar-
hættan er minni eða að
byggja nógu rammgerðar
hvelfingar nógu langt niðri í
jörðinni, ef geyma á þau í
höfuðstaðnum.
En? — Geymum við ekki
þegar sístækkandi meirihluta
þjóðarinnar einmitt á þessu
svæði, við sunnanverðan
Faxaflóa. Þar sem hættan er
mest ? GejTnum við ekki þar
flestar þaer stofnanir á sviði
menningar-, atvinnu- og
stjórnmála, sem gera okkur
að sjálfstæðri menningar-
þjóð? Á þá kannski að grafa
það allt í jörðu? Eigum við
að grafa fólkið við störf sín?
Eigum við að grafa Alþingi
og stjórnarráð, Háskólann og
hæstarétt, Fiskifélag og Bún-
aðarfélag? Af hverju var þá
ekki t.d. bæjarsjúkrahúsið
heldur grafið 15 hæðir ofan
í jörðina en að byggja það
15 • hæðir upp í loftið? Eða
er þjóð minna virði en þjóð-
ardýrgripir?
Þannig mætti halda áfram
að spyrja < fjarstæðukenndra
spurninga, vegna þess, að
einmitt handritamálið, um-
hugsunin um varðveizlu
handritanna, varpar ljósi á
hið fjarstæðukennda í að-
stöðu þjóðarinnar sjálfrar.
Ef okkur ber skylda til gagn-
vart öldum og óbomum,
gagnvart þjóðmenningu 'okk-
ar og heimsmenningunni að
varðveita 'hina forau menn-
ingarfjársjóði, ef við fáum þá
í hendur, ber okkur þá minni
skylda til að varðveita þjóð-
ina sjálfa? Er það ekki aug-
ljóst, að handritin verða ekki
annað en uppstoppaður geir-
fugl eftir að sú þjóð, sem er
lifandi tengiliður milli menn-
ingarskeiðs handritanna og
nút’mans, hefur verið þurrk-
uð út, — tákn þess sem var
en er ekki lengur?
Ef við ætlum að rísa urd-
ir því sam menningarþjóð að
véita handritunum viðtöku,
þá verðum við að búa þeim
stað sem þeim er samboðinn
í höfuðborginni sjálfri. Við
verðum að koma á fót stofn-
un, sem geri Reykjavík að
slíkri miðstöð norrænna
fræða, að til hennar verði lit-
ið sem þess menntaseturs, eri
heimurinn megi ekki missa.
En þá er óhjákvæmilegt fyrir
okkur að gera oklcur það-
ljóst, að við höfum ekki efni.
eða ástæður til að taka þátt
í hernaðarbrölti, til að láta
gera land okkar að framva'rð-
stöð, sem stórveldi geti not-
að að vild sinni í æðisgengnu
valdatafli. 'Herseta og hand-
rit eiga ekki saman á íslandi.
Vel væri ef einmitt hugs-
unin um handritin yrði til
þess að opna þau augu sem
áður voru lokuð, fyrir að-
stöðu þjóðarinnar og þeim
hættum, sem hún er ofurseld.
Og ef það yrði til þess, að
fleiri tækju höndum saman.
um að víkja öllu hernaðar-
brölti burt frá ströndum
þessa lands, þá mætti segja
með fullum rétti að handritini
hefðu enn á ný bjargað þjóð-
iuni frá glötun. Á. A*