Þjóðviljinn - 20.05.1961, Síða 3

Þjóðviljinn - 20.05.1961, Síða 3
Laugardagur 20. ma'i 1961 — ÞJÓÐVILJINN — (3 ERKIBÓFINN BER NAFN KUNNS ÍSLENDINGS OgeSslegur bandariskur glœpareyfari láfinn gerasf á Islandi Fyrir nokkru kom út í Bandaríkjunum pólitískur glæpareyfari sem gerist aö verulegu leyti á íslandi og er atburðarásin tengd fiskveiðideilunni viö Breta og liernámsmálunum. AÖalbófanum- í bókinni er lýst sem atvinnumorðingja, er starfi í þágu Sovétríkjanna, cg Tiann er látinn vera íslendingur og bera nafniö Einar Laxness; oftast er hann þó aðeins kallaöur Laxness. Eins cg kunnugt er fyrirfinnst aöeins einn maöur á íslandi (og trúlega í heiminum) sem ber nafnið Einar Laxness, sagnfræðingurinn sonur Halldórs Kiljans. Glæpareyfari þessi nefnist .„Danger is my line“, og á saurblaði er skýrt frá því að höfundurinn, Stephen Mar- lowe, hafi margar hliðstæðar bækur á samvizkunni og f jalli ’þær al’ar um morð og of- beidi. Þessi bók k m út 1960, gefin úl af Fawcett Publicat- ions í bókaflokknum „Goid Medal Books“ — gullverð- launárit! Þetta er ein af þeim hókum sem Bandaríkin gefa in í stóriðju og er efnið sam- bland af morðum, misþyrm- ingum (einkanlega á kven- fólki), kynórum og stjórn- málum — en slík blanda er . talin mjög vel til þess faúin að auka vitsmuni, þekkingu og heilbrigt hugarfar banda- rísku þjóðarinnar. „Lykillinn að heims- yfirráðum" I þessari bók spretta átökin af viðskiptum Islendinga við Sovétríkin, herstöðvum Banda- ríkjanna og fiskveiðideilunni við Bre!a. Því sr lýst á álak- anlegan hátt (og svipað því sem stundum hefur sézt í Morgunblaðinu) hvernig einn þriðji af viðskiptum ís’.end- ingá sé við Sovétríkin og einn kommúnisti sé í rikisstjórn ísland.s og hvertðg herstöðv- ar Bandaríkjanna cg Atlanz- hafsbandalagsins séu í hættu vegna fiskveiðideihmnar. „>Ef Norður-íshafið er lykillinn að lieimsyfirráðum, vegna þess að skemmsta braut e’dflauga, sem draga heimsálfa á milli, er yfir norðurskautið, þá er Tsland lykillinn að Norður- Ishafinu. Nú sérðu livernig málin standa", segir einn af sl jórnmá'.aspekingum bókar- innar. Morðingi af hug- sjónaásfæðum Sagan hefst á því að sænsk- ur siarfsmaður hjá Samein- uðu þjcðunum er myrtur að und'rlagi Rússa vegna þsss að hann er eini maðurinn sem hafði tök á að miðla málum miili Breta og íslendinga. Síðan eru ýmsir aðrir menn mvrtir í Bandaríkjunum og sögulietjan, bandarískur leyni- lögregtumaður, f’ækist í mál- ið. Hann er þvi næst sendur til Islands á vegum banda- rsku leyniþjcnustunnar, með flugvéiinni Eddu frá Loítleið- um, og með honum í- vélinni er hinn skuggalegi maður „E'nar I.?xness“. Því næst hefst e’tinga’eikur þe'rra á mi’.li alla leið norður til Ak- ureyrar cg upp á Sú’ur ásamt viðeigandi barsmíð, misþyrm- ingum, skothríð og morðum. Sá bandaríski lendir á sjúkra- húsi við Akureyri, og þar gcrir annar sjúkrahússtækn- irinn ,,dr. Kvaran“ tilraun til þess að myrða hann með mor- fínsprautu. Er tekið fram í bókinni að dr. Kvaran sé kommúnisti og hafi æt’að að myrða Bandaríkjamanninn af huesjónaós'æðum vegna land- helgiemál.sins, en hann sé ekki launaður atvinnum'rð- ingi. Rússa eins og Einar Lax- ness. íslenzkur umíeröa- morðingi I söguiok þeýsist Laxness og aðrar söguhetjur til Stokk- hólms, og þar tékst leynilög- reglumanninum bandar.ska að ráða niðurlögúni bófaflokks- ins eftir miklar þrengingar, margháttaðan el)ingaleik, bar- smtð, eiturspragtur og ein- hver ókjör af morðum. Er Einar Laxness þá endanlega afhjúpaður sem’. fjöldamorð- ingi sem ferðazt hafi milli ýmissa þjóðlanda til að myrða menn í þágu Rússa áratugum saman en haft aðalaðsetur á íslandi. Er sérstaklega tekið fram að hann hafi 1957 myrt forsætisráðherra í Miðevrópu- ríki, Novotny : að nafni, að undirlagi Rússa. (Novotny er sem kunnugt er nafnið á for- set a Tékkóslóvak'u!). Höfundurinn lýsir þó ekki öllum fslendingtum sem komm únistum og morðingjum, þótt hann láti leypilögreg’umann sinn fcvðast ?.!lit samneyti við lögregluna því, ekki sé hægt að treysta henni „þar sem þriðjungur Islendinga kýs rauðliða og hinir þriðjung- arnir verzla við þá“ og þar sem rússneskir bílar aki ttm allar götur! Flugþernan „Freyja Fridjonsson“ hjá Loflleiðum verður samlierji leynilögreglumannsins og veit- ir honum að sjá'fsögðu alla blíðu sína jafnt í gufubað- stofum sem annarstaðar þeg- ar tóm gefst á milli morða og misþyrminga. Og faðir henn- ar „Gunnar Fridjonsson“ reynist vera þingmaður á Ak- ureyri og varaformaður utan- rikismálanafndar Alþingis. — (Menn muna að ['ngmaður Alþýðuflokksins á Akureyri heitir Frlðjón). Hann er mjög andsnúinn Bretum í upphafi bókarinnar, en þegar búið er að fletta ofan af þeim vonda skálki Einari Laxness kveðst hann í bókarlok munu „troða samningum við Breta niður um barkann á Alþingi Islend- inga“. Og þar með fellur allt í ljúfa löð og Bandaríkin halda herstöðvum sínum á íslandi og þar með „lyklin- um að heimsyfirráðum“. Heíur komið til fslands Augljcst er af bókinni að höfundur reyfarans liefur komið til Islands, hann lýsir flugi með Loftleiðum, fer rétt með íslenzk nöfn, birtir meira að segja íslenzka setningu, •hefur auðsjáanlega sjálfur farið með bíl milli Reykja- víkur og Akureyrar o.s.frv. Það er auðvitað engin íil- viljun að höfui durinn velur nafnið Laxness á aðalbóf- ann í sögu sinni. Laxness er það nafn á Islendingi sem kunnast er í hsiminum, þar á meðal í Bandaríkjunum, og veit höfundur það að sjálf- sögðu fullvel. Hitt kann að vera að hann hafi ekki gert sér ljóst að Einar Laxness er til á Islandi, en kannski fær hann síðar að frétta af því fyrir dómstólum. Einar Laxness dvelst nú í Kaupmannahöfn, þannig að Þjóðviljinn hefur ekki getað rætt við hann um þetta furðulega mál. immmtmimm Forsíðan á NATO-reyfaranum sem fjallar m.a. um viðskiplf íslendinga við Sovétiýkin, landlielgismálið og herstöðvamálið. Aðeins stigsmunur Um glæpareyfarann er ann- ars það að segja að hann er mjög lærdcmsríkur á margan hátt. Það er ekki nema stigs- rnunur á efni því sem hann flytur og stjórnmálagreinum þeim ssm daglega birlast í Morgunblaðinu og Alþýðu- b'aðinu. Flöfundurinn er al- gerlega á sama máU cg stjórnarblöðin hér um land- helgismálið, herstöðvamar og viðskiptin við Sovétrikin. Og ósjalaan getur það að líta í þessum blöðum að íslenzkir scsíalistar séu ótíndir glæpa- menn sem hlýðnist fyrirakip- unum frá Rússum um eitt og allt. Glæpareyfarinn banda- r.’ski minnir td. býsna mikið að efni og anda á lcákritið alræmda eftir Kristján Al- bertson sem Þjcðleikhúsið sýndi fyrir skemmstu. Hin. „veslræna menning“ Atlanz- hafsbandalagsins er að fá á sig fast svipmót í öllum að- ildarríkjunum. noi a woman—was seen íeaving oranuvix s noor at tne hotel. Laxness killed him, didn’t he? And you were there. You drove him there in your car, didn’t yöu? And he told you Maja was there. Isn’t that the way it: happened?” I looked beyond her and up past the gravel at the beach house. Its bare wood shingles were weathered a silver-gray. I thought I saw someone move on the ver- anda but a moriient later I couldn’t see anybody. “You’re smart,” the Baroness said grudgingly. “That’s the way it happened. Laxness killed Brandvík, and Lax- ness killed Wally Baker. He’s used dynainite before. He’s an expert.” t “And Laxness killed Jorgen Kolding?” j “Of course. Laxness killed all three of them.” “Sure. That’s why you’re going to shoot me.” *u„*________a é_______o>> Hluti af eiivni síðu bókarinnar, þar sem gefið er yfirlit yfir afrek „Einar.s Laxness". Afkvæmi Alþýðublaðsins Tryllingur Alþýðublaðsins fer vaxandi með degi hverj- um, þannig að menn fara að óttast alvarlega um sálarheill Benedikts Gröndals og Vil- hjálms S. Vilhjálmssonar enda höfðu þeir ekki af miklu að má. í gær er öll forsíða blaðsins eitt samfellt óp þriðja daginn í röð. þannig aS lesendur hljóta að halda að heimsbyltingin sé í nánd eða að minnsta kosti bylting- in á íslandi, enda segir blað- ið að nú eigi „að le.ysa upp hið „borgaralega“ þjóðfélag og' undirbúa valdatöku kommún- ismans“ og „heitir á alla hugsandi, réttsýna menn að láta til skarar skriða, hver í sínu umhvei'fi, saman í hóp- IIH|ltlM|||IIIIIII|lll|l|llll’"H|IIMII",l>UIIIMII",<’"ll inn sótt sérstaklega í Alþýðu- blaðið. Menningarstig þess blaðs, lágkúran, heimskan, siðleysið og ofsinn falla að Heimdellingum eins og fiís við rass. Það er ekki heldur nein tilviljun að Alþýðublað- ið hefur verið sérstakt mál- pven nýnazista eftir að þeir hófu tilburði sína hér á landi; það hefur birt eina æsi- .fregnina annarri stærri í þeirra þágu, og ekkert hentar þessum ungu fíflum þetur én að .láta hampa sér á þennan hátt. Trúlega væri sú heimsk- ingjasamkunda þegar dauð íef Alþýðublaðið hefði ekki hald- ið lífi í henni með auglýsing- um sínum. Ekki hefur heldur staðið á Alþýðublaðinu að . mæla rúðubrotum bót, og fyrir nokkrum dögum taldi blaðið það mjög lofsvert af- rek að svívirða þjóðfána er- lends rlkis. Af ávöxtunum skuluð þið þekkja þá, segja Silli :og Valdi, svo að ekki sé vitnað í heimildir sem eru utan við menningarsvið Alþýðublaðs- ins. — Austri. um, þúsundir í nýrri vakn- ingu“! Og öll stafar vanstill- inein af mótmælunum víð stjórnarráðið — „stærsta vindhöggi kommúnista'M! Hafa menn ekki dæmi þess fyrr að vindhögg geti valdið heila- hristingi. En til bragðbæt.is' n<r til þess að auglýsa heiðarleik- ann ieggur Alþýðublaðið bar- áttu hernámsandstæðinga og skrílslæti Heimdellinga og nv- nazist.a að jöfnu. Blaðið veit þó eins vel og aðrir að öll hefur barátta hernámsand- stæðinga verið háð af mvnd- arskap og með menningar- brag og hefur aldrei verið hægt að gagnrýna eitt ein- asta atriði i fiöldaaðgerðum hernámsandstæðinga. Það eru hernámssinnar einir sem beitt hafa ofbeldi og skrílslátum, Og næringu sína hefur skríll-

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.