Þjóðviljinn - 08.06.1961, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 08.06.1961, Blaðsíða 10
*tjf) — ÞJÓÐVILJINN — Pimmtudagur 8. júrJi 1961 ■ V t Frú Fúrtséví ræs Framhald af 12. síðu. Styrjöld við núverandi aðstæð- ur væri óheyrilegt’ slýs, bæði lyrir stórar þjóðir og smáar. Vínarfundurinn vekur von'r Ráðherrann vék að i'undi þeirra Krústjoffs og' Kennedys í V.'n og kvað . sovétstjórnina álíta að hann gæti verið heppilegt upp- haf viðleitni til að leysa alþjóða deilumál. Niðurstaða fundarins heíði hvarvetna aukið mönnum bjartsýni. Nú væri mikilvægt að leiðtogar alh’a ríkja, stórra og smárra, gerðu allt sem í þeirra valdi stæði til að bæta andrúms- loftið í aiþjóðarftálum og binda endi á hið háskalega vígbúnað- arkapphlaup. Ilafa aldrei deilt Sem betur fer hafa aidrei ris- ið deilur milli Sovétríkjanna og íslands, sagði frú Fúrtséva. Sov- étþjóðunum og íslending- um er sameiginlegt að þær hafa andstyggð á styrjöldum. Sovét- ríkjunum er mikið áhugamái að Norður-Evrópa, sem ísland er hluti af, megi Um alla framtíð vera friðarsvæði. Hún minntist á að Sovétríkin hefðu verið eina stórveldið sem viðurkenndi skilyrðislaust 12 mílna landhelgi íslands, og þeg- ar íslendingar áttu i markaðs- erfiðieikum hefðu Sovétríkin samið um kaup á miklu magni íslenzkra fiskafurða. Bað Fúrts- éva íréttamenn að bera íslenzku þjóðinni kveðjur og óskir sov- étþjóðanna. Undir íslendingum komið Fréttamenn lögðu síðan spurn- ingar f.yrir Fúrtsévu og var kom- ið víða við. Blaðamaður Morgun- •blaðsins spurði, hvort rétt væri sem „ýmsir vinir Sovétríkjanna á íslandi“ héldu fram að sovézk- um kjarnorkusprengjum yrði ir við frétlamsnn varpað á ísland ef til striðs kæmi. Verði ráðizt á land okkar frá ykkar landi fer ekki hjá því að svarað verði í sömú mynt, svar- aði ráðherrann. Þetta á ekki bara við um ísland heldur öll lönd. En það er algerlega undir íslendingum sjálfum komið hvort- sprengjur falla á land þeirra eða ekki. Eí þið takið ekki þátt í styrjöld verðið þið ekki fyrir neinum sprengjum. Mun ekki áreita ísland Talið barst að bandar’sku her- setunni á íslandi, og frú Fúrts- éva sagði: Það hefur aldrei komið til neinna árekstra milli okkar og ykkar. og við getum ekki ímynd- að okkur að til slíks komi. Ilverjir hafa sýnt íslandi ásælni? Það er ykkar að svara því. Hitt get ég sagt, og þá tala ég með þeirri ábyrgð sem stöðu minni fylgir. að Sovétríkin hafa ekki sýnt íslandi ágengni og munu ekki gera. Vinna og skóli Auðvitað var spurt um mennta- mál í Sovétríkjunum, og ráð- herrann sagði: í fræðslukerfi Sovétríkjanna er leitazt við að halda heilbrigðu jafnvægi milli vísinda og húm- anistískra fræða. Fyrir tveim árum var fræðslulöggjöfin end- urskoðuð með það fyrir augum að tengja vinnu og íræðslu, til að auðvelda unga fólkinu að velja Iífsstarf við sitt hæíi. Skólanemendur vinna nokkurn tíma : verksmiðium jafnframt námi eða í verkstæðum skól- anna. Stúdentar verða að vinna tvö ór í iðnaðj eða landbúnaði óður en þeir hefja háskólanám. í j'firstandandi sjö óra áætlun er gert ráð fyrir að reisa heima- vistarskóla sem taka hálfa þriðju milljón nemenda. Mun vckja athygli Frú Fúrtséva á sæti í forsæt- isnefnd miðstjórnar Kommún- istaflokks Sovétríkjanna. og var hún spurð um nýju stefnuskrána sem ó að leggja fyrir þing flokksins næsta vetur. Uppkastið að stefnuskrónni verður rætt í flokknum og birt í blöðunum á sínum tíma, sagði hún. Sem stendur get ég aðeins sagt að þetta verður ekki aðeins steínuskrá, þar verða sett íram ákveðin takniörk sem við setj- um okkur. Stefnuskráin mun vekja mjög mikla athygli. það get ég fullyrt. Vinir okkar verða glaðir. andstæðingar okkar, — ja þeir verða að .svara fyrir sig sjálfir. Flokksþingið verður langtum fjölsóttara en hin fyrri, einn fulltrúi verður fyrir hverja 5000 flokksmenn. Nú er verið að reisa í Kreml mjög fullkominn fund- arsal fyrir þingið og tekur hann 6000 manns. Þar verður i öllu notfærð fullkomnasta tækni. Túlkað verður á 25 mál. Góðar horfur Mörg ár eru. siðan uppskeru- horfur í Sovétrikjunum hafa verið eins góðar og nú, sagði Fúrtscva þegar hún v-ar spurð um framkvæmd ákvarðana mið- stjórnar Kommúnistaflokksins um endurbætur i landbúnaði. Þar hafa bættar starfsaðferðir og skipulag o? hagstæð veðr- átt-a lagzt á eitt. Verði súmarið eins gott og vorið hefur verið, fáum við frábæra uppskeru, og við ætlum að róða fram úr vandamálunum sem við er að eiga í Jandbúnaðinum á næstu tveim eða þrem árum. Við telj- um opinskáa gagnrýni eins og kom fram í vetur styrkleika- merki. Færði Ólafi Thórs fræ í gærmorgun gekk Fúrtséva á fund Glafs Thórs forsætisráð- herra og Guðmundar t Guð- mundssonar utanríkisróðherra. Afhenti hún Ólafi böggul með fræi 04 trjátegunda, sem sér- staklega eru valdar með tilliti til íslenzkra veðurskilyrða. Síðan heimsótti hún .Háskól- ann. sat hádegisverðarboð menntamólaráðherra og skoðaðj þjóðminjasaínið og Listasafnið! Mmnisvíjrði Framhald af 3. slðu arveizluna og þar á meðal voru um 4-0 Norðmenn sem hafa verið að gróðurselja tré í Haukadal og Þjórsár- dal, en 10—11 Norðmenn dvelja Norðanlands. Norð- mennirnir rómuðu mjög veru sina hér og kynni af landi og þjóð. Þeir eru af öllum sléttum, alþingis- menn, prestar, verzlunar- menn, kennarar, verkamenn og eru búsettir á ýmsum stöðum í Noregi. Norðmenn- irnir munu koma allir sam- an hér í Ileykjavík 11. júní og tveim dögum s.ðar halda þeir heim á leið. Hvaðan komu rússnesku peningarnir? Er fréttamaður hafði samband við rannsókrarlögregluna í gær sg spurðist fyrir um rússnesku gui'penúigana, er Þjóðviljinn skýrdi frá í fyrradag, var hon- um tjáð að vcrið væri að rann- saka málið. Lögreglan hefur á- kveðinni mann í liuga, en ekki tókst að hafa upp á honum í gær og er því enn allt á huldu um hvaðan peningarnir eru komnir og hvernig þessi maður, eða menn, hefur komizt yfir þá. Ekki er ólíklegt að gátan leysisf í dag, því rannsóknarlögreglan hefur á- huga að komast til botns í mál- inu. Lecsráislefnan Framhald af 1. s:ðu. hægrimanna, en hann dvelst nú á skemmt'stað á MVðjarðar- hafsstrcnd Fra'kklands. Thailendingar heim Forsætisráðherra Thailands, Sarit Thanarat, sagði í dag að hann hefði í hyggju að kalla heim send'nefnd sú-a 'f frá Genf. þa- sem þýðingar- laust væri að halda áfram við- ræcjum þar meðan „kommún- :star“ rvfu vopnahléið hvað eftir annað. Mikilvægur b;er tckinn í Vient'ane er sagt að her- sveitir Pathet Lao hafi hafið sókn á Krukkusléttu :i gær eft,- ir mikla stórskotahríð, þá mestu sem orðið hefði í stríð- inu í Laos. Hefðu hersveitir hægrimanna orð'ð aö hörfa frá bænum Ban Padorg, sem talinn er vera mikilvæg varð- stöð og hafa mikil átök ver- ið um hann. Ákveðið í Washington Franska fréttastofan AFP. segir að lielztu sérfræðingar bandaríska utanrikisráðuneyt- is'ns hafi setið á fundi í Wash- ingtori í dag til að ræða á- standið í Laos, og er talið að þeim hafi verið' falið að á- kveða livort lialda ætti ráð- stefnunni í Genf áfram eða ekki. Hershöfðingi cnn dæmdur í París Pa.rís 7/6 — Enn einn .af foringjum uppreisnarinrar í Alsír, Petit líershöfðingi, var í gær dæmdur í fangelsi 'í Par- ís. Hann hlaut 5 ára dóm, eða vægari en hinir fjórir sem hafa allir verið dæmdir í 15 ára fangelsi. Alþýðusamband lslands boéar ti! úiifundcr ki. S eflir hádegi í áag í Lækjergötu við Miðbæjarskólann. Fundarefni: Samningamálin og bráðabirgðalögin Ræðumenn á fundinum verða þeir Eðvarð Sigurðsson, formaður Dagsbrúnar og Hannibal Valdemarsson, forseti A.S.I. Miðstjórn A.S.Í.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.