Þjóðviljinn - 08.06.1961, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 08.06.1961, Blaðsíða 12
Frú Fúrtséva ræddi við fréttamenn af iniklu fjöri eins og myndin sýnir. Til liægri er Alexandroff ambassador en túlkurinn Kommisaroff til vinstri. (Ljósm. f*jóðv. A. K.) þJÓÐVHJINN Fimmtudagur 8. júní 1961 — 26. árgangur — 127. tölublað. Flýðu enn fll Keflavikur með vél á náðir hersins Flugfélag íslands lcitaði með flugvél sína í fyrrakvöld til Keflavíkur, eftir að verkfalls-1 verðir Dagsbrúnar komu á vett- vang á Iteykjavíkurflugvelli, eins og Þjóðviljinn skýrði frá í gær, Iílukkan rúmlega eitt í gær- dag notaði Flugfélagið aftur I tækifærið til verkfallsbrots, sendi Glófaxa af flugvellinum, og mun hann hafa farið til Grænlands. í gærkvöldi átti flugvél að lenda hér á Reykjavíkurflug- velli en verkfallsverðir fjöl- menntu á staðinn, — og enn liop- aði félagið af liólmi til Keflavik- urflugvallar. Norðmenn gera sér góðar vonir um sildina i sumar Smárikin geta lagt sitt af mörkum til að útiloka ófrið i Frú Fúrtséva ræðir samskipti Islands og Sovétríkjanna Öll ríki, einnig hin j smæstu, geta lagt sitt af. mörkum til aö efla gagn- ikvæmt traust í heiminum og útiloka þannig ófrið, sag'ði frú Ekaterína Fúrt- .séva, menntamálaráöherra Sovétríkjanna, þegar hún ræddi við fréttamenn í sov- ézka sendiráðinu í gær. Ei'tir að Alexandrofí ambassa- dor haíði kynnt frúna ávarpaði hún fréttamennina og kvaðst þakklát fyrir að fá tækifæri til að kynnast íslandi í vingjarnlegu boði Gylfa Þ. Gíslasonar mennta- málaraðherra. Alliliða samskipti Scvéistjórnin leggur á það mikla áherzlu að stofna til per- sónulegra kynna við fulltrúa annarra ríkja, sagði Fúrtséva. Oss er alhliða þróun samskipta landa vorra ánægjuefni og vér viljum auka þau. Ráðherrann minnti á verzl.un- arviðskipti iandanna og nýgerð- an samning í menningármáium, tækni og visindum. Aldrei má gripa til vopna Efling verzlunarviðskipta og menningartengsla og persó'puleg kynni stuðia að því að eyða tor- tryggni í samskiptum þjóða, sagði Fúrtséva. Sovétríkin stefna að friðsamlegri sambúð allra ríkja. framfylgja raunverulegri íriðarstefnu gagnvart öllum rikj- um og gera sér allt far um að finna leiðir til íriðsamlegrar lausnar deilumála. Það er djúp sannfæring vor að allar deil- ur beri að jafna á frlðsamlegan hátt og ekkert ríki megi nokk- urntíma grípa til vopnavalds. Framhald á 10. síðu. Kristiansund 7/6 (NTB) — Horfur eru taldar liér góðar fyrir sildveiðma við Island í sumar og er búizt við bæði góffum aflabrögðum og vænni síld. Samtals hafa 115 bátar skráð sig lil síldveiðanna við ísland, og mun ætlun flestra, eða 8Ó—90, að veiða í sall. Fyrirtækið B. Heide í Kristi- ansund hefur gert samninga við 25 af þeim um 40 bátum sem þaðan munu fara á síld- | veiðar við Island, en þeir munu i veiða í bræðsiu. Fyrirtækið i býst við að fá um 200.000 I hektólítra af Islandssíld til i bræðslu í sumar og verður i greitt fyrir hana við verk- smiðjuhlið um sjö milljónir norskra króna, eð sem sam- (svarar 250 krónum fyrir mál- ið. | iiiiiuiiiiiiiiiimimiiiiiiiiiiiiimiiiiinr | Byltíng í 1 | Bólivíu? I E Seint í gærkvöld barst = 5 frétt frá fréttaritara = = AF’P í La Paz í Bólivíu = 5 um að lýst hefði verið §j = umsátursástandi í land- E E inu eftir að öfl „vinsam- E E leg kommúnistuin“ hefðu E E reynt að gera byltingu. E E Margir „kommúnistar“ = 5 hefðu verið handteknir. = i7imiiiiimiiimmimiiiiimimiiiimiil Munið útifund A! þýðusambandsins í Lækjargötu klukkan sex í dag Eins og skýrt var frá í blaðinu í gær, kom miðstjórn Alþýðusambands Islands sam- an til fundar í fyrrakvöld til að ræða selningu bráðabirgða- laganna. Var þá svofelld á- lyktun samþykkt einróma: „Miðstjcrn Alþýðusambands ilslands hefur á fundi sínum í dag (6. júní) rætt um bráða- 'birgðalög ríkisstjórnarinnar ’um utanlandsflug flugfélag- anna. (Miðstjórnin mótmælir harð- lega setningu þessara bráða- ibirgðalaga og fordæmir laga- aetninguna sem ósvífna árás ríkisvaldsins á einn helgasla rétt verkalýðssamtakanna, verkfaþsréttinn. Með bráðabirgðalögum þess- um svíkur ríkisstjórnin áður birtar ákveðnar yfirlýsingar sínar um að láta aðilana á vinnumarkaðnum eina um að útkljá ágreiningsmál sln um kaup og kjör. — Þessi svik fordæmir miðstjórnin einnig harðlega. Þá telur miðstjórnin, að enga nauðsyn hafi til þess borið, að ríkisvaldið hefði af- skipti af þessari deilu. Fyrir mörgum mánuðum var auðsætt að til verkfalls kynni að draga. Var því ekkert sjálf- sagðara, en að flugfélögin segðu sig úr Vinnuveilenda- sambar.iiinu svo að þau drægj- ust ekki inn í hugsanleg verk- fallsátök. Þetta gerðu þau ekki og er það þeirra eigið sjálf- skaparvíti. Til þess að flugfélögin hefðu sem rýmstan tíma til samn- inga, veittu verkalýðsfélögin þeim töluverðan verkfallsfrest. Þá vh-ðist og ekkert sjálf- sagðara, en að Vinnuveitenda- samband Islands lnefði beimil- að flugfélögunum að semja um kaup og kjör þeirra fáu og lágt launuðu starfsmanna, sem bér var um að ræða. Þá -lítur miðstjórnin enn álv- arlegar á - setningu þessara bráðabirgðalaga sökum þess, að annað flugfélaganna hefur á seinasta sólarhring gerst op- inber verkfallsbrjótur, og verð- ur því ekki annað séð, en að þau séú sett til verndar verk- fallsbrjótnum. Enn hefði mátt vænta þess, að ríkisstjórnin hefði gert til- raun til að hafa milligöngu • / um friðsamlega lausn með samningum er gerðu flugféiög- unum fært að halda utaniands- fluginu áfram í ful’.u sam- komulagi við verkalýðssam- tökin. Ekkert af þessu var gert. Telur miðstjórn A.S.I. setn- ingu bráðabirgðalaganna bein- linis fjandsamiega árás ríkis- valdsins á verkalýðshreyfing- una, og hljóti hún að fordæma harðlega slíka misbeitingu lög- gjafavaldsins gegn frjáisum verkalýðssamtökum' ‘.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.