Þjóðviljinn - 24.06.1961, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 24.06.1961, Blaðsíða 9
4>: — ÓSKASTLKNDIN Laugardagur 24. júní 1961 — 7. árgaugur — 19. tö'.ublað. DANSA EI VIÐ LÍNU Dausa ei við ungfrú Línu mína! Annars skal ég' kyssa Stínu þína. Bezt er að hver eigi sitt. Elsku bróðir mundu hitt: Dansa ei við ungfrú Línu mína! (Úr skólasöngbókinni 50 fyrstu söngvar). Málshættir Á misjöfnu þrífast börnin bezt. Brennt barn forðast eldinn. Dregur hver dám af sínum sessunaut. Enginn fæðist með for- mennskunni. Fáir eru smiðir i fyrsta sinn. Glöggt er gestsaugað. Hugurinn ber mann hálfa leið. í hug' kemur meðan mælir. Litið er ungs manns gaman. Meira vinnur vit en strit. 'Nær er skinnið en skyrtan. Oft er ljótur draumur fyrir litlu efni. Raunin er ólýgnust. Sá er drengur sem við gengur. í>að sjá augun sízt sem nefinu er næst. Sex rétt svör við getrauninni Sléttubönd Dóma grundar, aldrei ann illu pretta táli; sóma stundar, hvergi hann hallar réttu máli. Með erindið má einn- ~k ig fara svona: Máli réttu hallar hann, hvergi stundar sóma; táii pretta illu ann. eldrei grundar dórna. Við spurningunum í nsest síðasta blaði feng- um við rétt svör frá Gunnari Steini Pálssyni, 6 ára, Digranesvegi 43, Kópavogi; Arnfríði Ól- afsdóttur, 7 ára. Lauga- vegi 3, Reykjavík, Bryn- hildi Þ-ráinsdóttur, Skjól- brekku, Mývatnssveit, S.-Þing. og Auði Hörpu Gissurardóttur, 10 ára, Endurvarpsstöðinni Eið- um. Við spurningunum í síðasta blaði. sendu tvær stúlkur, sem einnig hafa svarað fyrri spurningun- um, rétt svör. Þær heita: Sigrún Kristjánsdóttir 7 ára, Hjarðarhaga 62. Reykjavik og Hildur Oddgeirsdóttir, 10 ára. Heiðavegi 31, Vestmanna- eyjum. í þessu blaði verður síðasti þáttur getraunar- innar. STÓRI BRÓÐIR íkorni veifaði skottinu og hljóp upp trjástofn, Pét- ur stanzaði ekki til þess að horfa á hann. eftir Mary Lou Miles ineð teikningum eftir Kcn Richards. Þetta er saga um stóra bróður og litla bróður. sex daga gamlan. Pétur mundi ekki eftir öðrum eins degi. Það var næst- um eins og jólin væru komin, iitli bróðir átti nefnilega að koma heim af spítalanum í dag. Pétur velti því fyrir sér hvernig hann mundi líta út. Hann langaði til að vita hverjum hann væri likur. Hann flýtti sér heim úr skólanum, hljóp út um stóra járnhliðið og upp gangstéttina heim á leið. íkorni veifaði skottinu og hljóp upp trjástofn, en Pétur stanzaði ekki til þess að horfa á hann. Köttur nág'rannans nuddaði sér upp við fót- inn á Pétri og malaði. Pétur staldraði aðeins við andartak til að hlusta á hvernig hann malaði, strauk honum rétt einu sinni og hljóp svo áfram. Hann opnaði hvíta hlið- ið heima hjá sér og hljóp fram með húsinu. Stóri Tommi kom stökkvandi fyrir hornið, og Pétur rakst á hann. Þeir ultu báðir í grasið. Stóri Framhald á næstu siðu. Lougardagur 24. jun'í 1961 — ÞJÓÐVILJINN — (9 ir sumarið 4 íþróttamenn fara fi! Rosfock og fara á sfærsta íþróttamót Evropu Valbjörn fer til Rostock Valbjörn Þorláksson, ÍR, stang- arstökk, Sigáirð Björnsson, KR, 400 m grirdahlaup, Grétar Þorsteinsson, Á, 400 m hlaup. Fararstjóri verður Sigurður Júlíusson, fundarritari FRÍ. Stjórn FRÍ hefur einnig valið eftirtalda menn til þess að taka þátt í hinum svonefndu heims- leikjum í Helsingfors: Vilhjálm Eirarsson, ÍR, þrístökk, Guðmund • Hermannsson, KR, kúluvarp, Kristleif Guðbjörnsson, KR, 5000 m hlaup. Fararstjóri verður Örn Eiðs- son, formaður laganefndar FRÍ. Til þessa móts er boðið öllum sigurvegurunum frá Róm. Taliö er að toppmenn frá 30 löndum mæti til leiks. Þetta mun verða stærsta íþróttamót í Evrópu í ár. Þeir sem valdir hafa verið í þessar Utanferðir munu svo taka þátt í landskcppni í Osló. Smurt brauð snittur Kristleifur fer til Helsingfors MTÐGARDUR ÞÓRSGÖTU 1. Á innanfélagSmóti Ármanns var keppt í 400 m hlaupi og sigraði Hörður Haraldsson á 50.5, sem er bezti tími í ár. Annar varð Grétar Þorsteinsson, 51.6, þriðji Hjörleifur Berg- steinsspn 55,4 og fjórði Þor- leifur Markússon 57,1 (datt). í hástökki náði Sigurður Lár- usson 1,75. Stjórn FRÍ hefur valið eftir- talda menn til þess að taka þátt í íþróttamóti í Rostock: Jón Ólafsson ÍR, hástökk, Á öðrum stað er skýrt frá þátttöku á íþróttamót í Hel- singfors og Rostock. Aðrir stærri viðburðir hjá frjáls- íþróttamönnum í sumar verða: 8.—9. júli Drengjameistaramót íslands á Laugardalsvelli. 12.—13. júlí Landskeppni í Osló (Noregur, 3 lið, Danmörk, ísland og Austurríki.) 20.—22. júli. Aðalhluti Meist- aramóts íslands á Laugardals- velji. 29.—30. júlí. Sveinameistara- mót íslands haldið á Akureyri. 31. júlí — 2. ágúst, Meist- Leikir í c'ag Þessir leikir fara frarn í dag, laugardag: Melavöllur: 1. fl. KR—Fram kl. 14.00 og Þróttur—Valur kl. 15.15. Háskólavöllur: 2. fl. A Fram—Þróttur kl. 14.00. 2. fi. A. Valur—Vík. kl. 15.15. Framvöllur: 3. fl. A. Fram—Þróttur kl. 14.00 4. fl. A. Fram—Þróttur k!. 15.00 og 5. fl. A. Fram—Þróttur kl. 16.00. Valsvöllur; 3. fl. A. Valur—Vikingur kl. 14.00. 4. fl. A. Valur—Víkingur kl. 15.00 og 4. fl. B. Valur— Víkingur kl. 16.00. Víkingsvöllur; 5. fl. A. Víkingur—Valur kl. 14.00 og 5. fl. B. Víkingur — Valur kl. 15.00. aramót Norðurlanda í frjálsum íþróttum haldið í Osló. 12.—13. ágúst, Landskeppni á Laugardalsvelli milli B-liðs A- Þjóðverja og íslendinga. 26.-27. ágúst, Unglingameist- aramót íslands h-aldið á Laug- ardalsvelli. 2.—3. sept. aukamót. Breytingar á leikjum 1. deildar Vegna heimsóknar Randers Freija til Akureyringa 22.6. hafa verið gerðar svofelldar breyting- ar á niðurröðun leikja í 1. deild: Akureyri — Akranes fer fram 13. ágúst kl. 17.00 en ekki 25.6. KR — Hafnarfjörður fer fram 26. júlí kl. 20.30 en ekki 29.6. Akranes — Akureyri fer fram 28. júlí kl. 20.30 en ekki 20.8. Vegna utanfarar Fram hinn 17. ágúst og þátttöku lands- manna frá KR og Akranesi í þeirri för, hafa verið gerðar svofelldar breytingai: á niður- röðun 1. deildar: Fram — Akranes fer fram 19. júlí kl. 20.30 (í stað 13.8). KR. — Valur fer fram 2. ágúst kl. 20.30 (en ekki 20.8.) Akureyri — Valur fer fram 20. ágúst kl. 17.00 (en ekki 13.8.) KR — Akranes fer fram 10. se»t kl. 16.00 (en ekki 27.8.)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.