Þjóðviljinn - 14.07.1961, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 14.07.1961, Blaðsíða 1
) VIUINN Föstudagur 14. júlí 1961 — 26. árgangur — 157. tölublað Vc!ur vcíiu 4:0 Valur og Hafnarfjörður (1. deild) léku á Laugardalsvelli í gærkvöld og sigraði Valur 4:0, (í hálfleik 2:0). Bœjarst'iórnarmeírihluíínn áhlaupasveit verSbólgubraskaranna: HLEYPIR NÝJU VERÐBÓLGUFLÓÐ! 22ja til 23ja milljóna króna nvjar álögnr á aimenning í liækknnum á útsvörum, rafiiiagni. lieitu vatni og fargjöldum strætisvagnanna Bæjarstjórnanneirihlutinn, íhaldiö og kratinn Magn- ús, gerðust fyrstu þjónar veröbólgubraskaranna. Sam- þykkti hann í gær að leggja 22—23 millj. kr. nýjar áiögur á almenning í bænum með hækkuðum útsvör- um og hækkuðum rafmagns- hitaveitu- og strætisvagna- gjöldum, — og hleypa þar með af staö nýrri verð- bólguskriðu. Fulltrúar Alþýðubanda- lags og Framsóknar börðust gegn því og lögðu fulltrúar Alþýðubandalagsins til að vísa frá eða fresta hækk- unartillögum borgarstjóra. íhaldið sat við sinn keip og HLEYPTI VERÐBÓLGU- SKRIÐUNNI AF STAÐ, með atkvæðum flokks- manna sinna og húsþjóns síns, Magnúsar XI. Geir Hatlgr.'msson borgarstjóri flutti tillögu um allar hækkarí- Þau hleyptu verðbólgu skríðunni a! stað Þessar ihalds- og kratasálir samþykkíu í, gær að bæjar- -stjórn Reykjavíkur gerðist ruðningssveit fyrir ýerðbólgu- þraskarana. Eftirtaldir full- ■ trúar samþykktu þær hefnd- arráðstafanir gegn launþeg- um bæjarins fyrir að krefj- ast bættra lífskjara, að leggja á þá 22—23ja millj. kr. nýj- ar útgjaldabyrðar: Geir Hallgrímsson, Auður Auðuns, Guðm. H. Guðmundsson, Úlfar Þórðarson, Björgvin Frederiksen. Magnús Jóhannesson, Einar Thoroddsen. Þorbjörn Jóhannesson, Gróa Pétursdóttir, Magnús Ástmarsson. Rafmagn hækkar 6% Á bæjarstjórnarfundi í gær hækkaði íhaldið, með aðstoð Magnúsar XI. raf- magnsverðið um 6%. Guðmundur Vigfússon flutti tillögu um, að þar sem rafmagnsverð hefði ver- ið hækkað um 14—19% á sl. ári og Rafmagnsveitan skilað hagnaði og áætlaður væri 20,3 millj. kr. hagri- aður á þessu ári, þá vísaði bæjarstjórn frá tillögu um hækkun. Jafnframt sam- þykkti bæjarstjórn að kjósa nefnd, er ásamt hagsýslu- stjóra og yfirmönnum raf- veitunnar tæki til endur- skoðunar. og rannsóknar rekstur rajfveitunnar, með það fyrir augum að koma rekstrinum 'í hagkvæmara horf og leitast við að skapa skilyrði fyrir lækkuri raf- magnsverðsins. Það vai- e:ns og að koma við kviku hjá íhaldinu þeg- ar minnzt var á hagkvæm- ari rekstur rafveitunnar. Felldi það ásamt Magnúsi XI. tillcgu þessa og sam- íti síðan 6% ra fmagnsverðsins. Hitaveitugjöld hœkka 6% Geir Hallgrímsson borgar- stjóri lagði til á bæjar- stjórnarfundi i gær að hækka gjaldskrá Hitaveit- unnar um 6%. Alfreð Gislason talaði ein- dregið gegn því og lagði til, þar sem hagnaður Hita- veitunnar hefði orðið 7,4 millj, á sl. ári — eftir að 5,2 millj. var varið til af- skrifta, og þar sem hagnað- ur hennar er áætlaður 13,9 millj. kr., að bæjarstjórn visaði hækkunartillögu borg- arstjóra frá. íhnldið og Magnús XI. felldi það og samþykkti 6% hækkun hitaveitugjnlda. irnar og langa framsöguræðu fyrir þeim þar sem hann kvað útgjöid bæjarins hækka um 13% beint vegna kauphækkunar verkalýðsins og auk þess 3% með öðrum hætti. Launþegar í bænum geta markað heilindi manns þessa og sannleiksást á því, að eftir að hann hafði lagt til að leggja 22—23ja millj. kr. álögur á al- menning í bænum — og hleypa þar með af stað. nýrri verð- bólguskriðu — mælti hann: „Við skulum vona að það takist að korra í veg fyrir þá verðbólgu sem verkföllin og kauphækkan- irnar geta.haft í för með sér . . .“ Guðmundur Vigfússon hrakti í langri og rökfastri ræðu þau ,.rök‘‘ sem borgarstjóri færði 'il réttlætingar bví að hleypa nýrri verðbólguskriðu af stað. Guðmundur kvað óþarfa með öllu að hækka útsvörin. þar sem útsvarstekjur bæjarins hafa hæ’-.kað. Eorgarsíjóri kvað tekj- ur láglaunamarína haía hækkað — og væri bað að þakka ..við- "sisnarráðst.öfunununrú Guð- mundur sagði að borgarstjóri 'úrti't ekki skilja hversvegna út- -vi'rstekiur bæjarins hækkuðu á árinu þrátt fyrir óbre.ytt kaup verkamanna og minni eftir- vinnu. en til þess liggja fyrst og frem4t þrjár ástæður: 1. fjölskyldubæ+ur voru meiri nú og legg.jast ofan á tekjur tii út- svars. Það þýðir að verulegur hluti þeirra er tekinn aftur með Framhald á 2. siðu. Gagarín fcgnað í London Margar henihir og enn fleiri ljósmyndavélar voru á loíti þegar sovézki geimfarinn Júrí Gagarín kom út úr flugvél á flug- velli í London á þriðju- dagsmorguninn. Heim- sókn Gagaríns er í til- efni sovézkrar sýningar í höfuðborg Breclands. Bretar liafa tekið f.vrsta geimfaranum með líostum og kynjum. I fyrradag var hann í Manchester og í dag sit- ur hann boð Elísabetar drottningar í Bucking- ham-höll. Þróttarmenn berjast fyrir atvinnuöryggi og jafnrétti Reynt er að afflytja málstað Þróttarbifreiðastjóra á allan hátt. Morgunblaðið segir, að þeir berjist gegn mannréttindum og tækni og virðulegur borgarstjóri kall- iar forustumenn þeirra einræðisklíku. Sannleikurinn er sá, að Þróttarmenn berjast fyrir atvinnuöryggi og sem jófnustum tekjum félagsmanna og meirihluti samn- jnganefndar Þróttar, sem stendur órofa um kröfur fé- lagsins, er skipaður bifreiðastjórum, sem fylgja Alþýðu- flokknum og Sjálfstæðisflokknum að málum. Öllum er ljóst, að þjónusta vörubifreiðastjóia er dýnnæt og þýðingaimikil fyrir bæjar- félagið. Enda þótt atvinnufyr- irtæki hafi á undanförnum árum i vaxandi mæli fer.gið sér eigin bíla, hefur það á eng- an hátt gert rekstur vörubif- reiðastöðvar ómerkari en áður. Enginn neitar því, að þeir menn, sem þessi þjónustustörf vinna, eigi rétt til mannsæm- andi kjara. Fyrsta atriðið, sem hefur þýðingu fyrir kjör bifreiða- stjóranna er fjöldi þeirra á stöðinni miðað viö eftir- spurn. Borgarstjóri hefur sagt, að þeir væru 30% of ' margir og það væri ástæðan fyrir lélegri afkomu stétt- arinnar. Sjálfsagt er það rétt, að þeir séu of margir. En þannig er búið um hnút- ana, að meö sérstökum lög- um er ákveöiö að þetta stéttarfélag skuli vera lok- að gagnstætt því sem er um önnur stéttarfélög, sem eru skv. vinnulöggjöf- inni opin. Og hver er þaö, sem ákveöur hámarkstölu vörubifreiðastjóra í Reykja- vík? Það er bæjarst.jórn Reykjavíkur. — Undanfarin ár hefur það verið svo, að stjórn Þróttar hefur viljað fækka í stéttinni á þann hátt, að þegar menn hafi Framhald á 10. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.