Þjóðviljinn - 14.07.1961, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 14.07.1961, Blaðsíða 2
2) — ÞJÓÐVTLJINN — Föstudagur 14. júlí 1961 Sameiningarfiokkur alþýðu - Sósíalisfaflokkurinn V Flokksskrifsloiar í Tjarnargötu 20 Skriístofa miðstjórnar opin daglega virka dagakl. 10—12 og 1—7 nema laugardaga | kl. 10—12. — Sími 17512. I Fylkingarferð í Landmannalaugar. Æskulýðsfylkingin efnir til ferðar í Landmannalaugar um næstu helgi, 15.—16. júlí. Geng- ið verður á Bláhnjúk og í Jök- ulgilið og baðað í laugunum. Þátttaka tiikynnist sem fyrst á skrífstofu ÆFR, sími 17513. Sumarleyfisferð ÆF Fylkingin skipuleggur sumar- leyfisferð um Fjallabaksveg nyrðri vikuna 15.’—23. júlí n.k. Þetta er ódýrasta sumarleyfis- ferð ársins, fargjald aðeins kr. 480,00. Síðustu forvöð áð til- kynna þátttöku kl. 10 í kvöld. Þegar mikil síld er eins og nú undanfarna daga og skipin 'þurfa oft að biða lengi eftii* löndur.i, er oft mikið kapp milli •þeirra að komast sem fyrst inn til þess að tilkynna sig hjá vigtarstjóranum. Sagði frétta- maður Þjóðviljans á Raufar- höfn skemmtilega sögu af því í gær. í fyrrakvöld um sjöleytið voru Gissur hvíti og Halldór Jónsson að koma inn til Rauf- arhafnar, bæði skipin með full- fermi. Hófst nú mikil kapp- sigling á milli þeirra og mátti Verðbólgubrask íhaldsins Framhald af 1. síðu. liækkuðum útsvörum. Það er vitanlega l'ráleitt, .s.agði Guð- mundur. að tryggingartekjur séu skattlagðar sem laun. Önnur ástæða er að eigendur fyrirtækja gefa nú upp hærri laun til sín frá fyrirtækjunum, eftir að beir fengu sérstakar skattalækkanir og loks að ýms- um fyrirtækjum, sérstaklega iðnrekendum. hefur ríkisstjórn- in veitt aðstöðu . til að safna. gróða — á kostnað almennings — og því skila þau meiri tekj- um. Hvað um 6 prósentin? í upphafi verkfallsins buðu atvinnurekendur 3% kauphækk- un strax og önnur 3% eftir ár, og töldu sig geta staðið undir því. Sáttasemjari flutti síðan tii- lögu um 6% hækkun strax og 4% eftir ár. Sú sáttatillaga heí- ur vitanlega verið flutt í fullu ‘samráði við ríkisstjórnina og ‘flokka hennar. enda börðust öil ■ hlöð hennar eindregið fyrir sam- þykkt tiijögunnar. hún væri raunverulegar kjarabætur, sem ekki þyrftu að koma fram i hækkuðu verðlagi. Morgunblaðið — sem Geir TTal’grímssö'n borgarstióri 'er cinn stærsli hiuthafinn í — sagði 2. júní s.i. að tillaga um 6% hækkun strax og 4% að ári. eða 10% kauphækkun á einu ári, væri raunhæfar kjarabætur Guðmundur. Ég ætiast til að borgarstjóri svari þessu skýrt og afdráttarlaust. Það er réttmæt krafa að stað- ið sé við að 6% kauphækkun hafi engin áhrif á verðlagið, sagði Guðmundur. En er þá rétt- mætt að 5—6% hækkun að auki sé notuð sem átylla til að hræra upp í útgjöldum bæjarins? spurði Guðmundur. Meðan v;si- talán var í gildi hækkaði hún öft eftir 'að íjárhagséætlun- hafði ve'rið samþykkt — án þess að það væri talin ástæða til að hræra upp útgjaldaáætlun bæj- arins á . miðju ári. Guðmúndur vék siðan að ein- stökum útgjaldaliðum bæjarins og sýndi fram á tilefnisleysi hækkaðra álagna þeirra vegna. Er ekki rúm til að rekja þær umræður að sinni. en frá ræðu hans og annarra íulltrúa Al- þýðubandalagsins og tillögum þeirra verður nánar sagt síðar. Guðmundur Vigfússon flutti að lokum eítirfarandi tillögu: „Með skírskotun til þess að útgjöld bæjarsjóðs vegna kauphækkunar þeirrar, sem samið hefur verið uni milli bæjarins og verkalýðsfé’.ag- anna. rema það sem cftir er ársins aðeins um 4f millj. kr. en heildarútgjöldin áætl- uð 289 millj. kr., og tekjur bæjarsjóðs uröu á s.l. ári nær 9 millj. kr. hærri en áætlað var, eftir að þó höfðu verið dregnar frá 11,7 millj. kr. í óinnheimtum eldri útsvörum, sem bæjarráð hefur ekki fellt niöur, og þar sem ennfremur má ætla að umframtekjur bæjarsjóðs á þessu ári verði sízt lægri en 1SG0, telur bæj- arstjórnin ekki ástæðu til þcirrar > hækkurar á útsvör- um og fjárhagsáætlun, sem tillaga borgarstjóra gerir ráð fyrir og vísar henni því frá“. íhaldið og heimilisþjónn þess, Magnús XI.. felldi þá tillögu og samþykkti síðan 22—23ja millj. króna nýjar álögur á bæjarbúa — og HLEYPTI ÞAR MEÐ AF STAÐ NÝRRI VERÐBÓLGU- SKRIÐU. Krástjoff sókr sig við Svartahaf Moskvu 13/7 — Það þótti tíðindum sæta hér í dag þeg- ai’ það fréttist að Krústjoff forsætisráðherra hefði tekið sér sumarfií og myndi dvelj- ast suður við Svartahaf næstu vikur. Erlendir fréttaritarar tóku það sem v'ísbendingu um að hann teldi að væntanlegt svar vesturveldanna við orð- serdingum sovétstjórnarinnar varðandi Berlín myndi ekki hafa neitt nýtt að geyma. vari á milli sjá. Loks tóksi Gissuri hvíta að komast fram úr og ná á undan að bryggj- unni, er liggur næst vigtar- skúrnum. HalLdór Jónsson lagðist þá við bryggju nokkru lengra frá. Stýrimenn beggja skipanna hlupu nú í land og tóku stefnu á vigtarskúrinn, og upphófst nú mikið kapp- hlaup á milli þeirra. Stýrimað- urinn á Gissuri hvíta hafði talsvert forskot, en hann er farinn að reskjast og orðinn nokkuð feitlaginn og sóttist því fremur seint. Stýrimaður- inn á Halldóri Jónssyni er aft- ur á móti ungur og frísklegur maður og hljóp eins og sprett- hlaupari. Varð þetta tvísýn keppni er lauk með mjög knöppum sigri stýrimannsins á Gissuri hvíta, en lionum tókst að ná með hendinni á hurðar- húninn á vigtarskúrnum. and- artaki á undan stýrimanninum á Halldóri Jónssyni. Vakti keppni þessi mikla kátinu hjá áhorfendum. Bæjerstjórnin í Róm setl frá Róm 13/7 1— Gronchi forseti notaði í gær stjórnarskrárheim- ild sína til að setja bæjarstjórn- ina í Róm frá völdum, þar. sem henni hefur ekki tekizt að koma sér saman um kosningu borgar- stjóra og annarra æðstu emb- ættismanna síðan Ciocetti borg- arstjóri neyddist til að segja af sér fyrir þremur mánuðum. Rómaborg hefur verið stjórnað af samsteypustjórn kaþóiskra og nýfasista. Fólkið tekur sér frí fró heyskapnum til að vinna við síldina á Seyðisfirði Seyðisfirði i gærkvöld; frá fréttaritara. — Hér hafa verið saltaðar yfir 700 tunnur í dag og nemur heildarsöltun hjá' Ströndinni (Sveinn Guðmunds- son) yfir 2500 tunnur, en ekki er vitað um heildarsöltun hjá Haföldunni (Sveinn Benedikts- son) því það virðist leyndarmál. Lokið er við að bræða 16 þús- und mál síldar og búizt við að síldarþrærnar fyllist í nótt. Skipin sem koma inn eru smekk- full og eins og fjalir á sjónum er þau sigla inn,/éndá var rffpkveiði hér í dag. Síldin er mjög góð og ein sú allfa beztá sém hér hefur sézt. Fólki hefur fjölgað hér mikið og hefur það verið sótt upp á Hérað og það tekið sér frí frá heyskapnum. Um 60 stúlkur vinna á hvoru plani, en; Valtýr Þorsteinsson á Akureyri ætlar að salta hér á þriðja planinu en ekki er vitað hvenær það tekur til starfa. Veður var ágætt í dag, en nú er regn Qg dumbungur. Konan mín og móðir okkar, ASTRÍÐUR ODDSDÓTTIR, Hringbraut 88 andaðist á Landspítalanum, ,fimmtudaginn 13. júlí. Þorsteinn Guðlaugsson, börn og tengdabörn. og samþykkt hennar myndi „koma i veg fyrir að kauphækk- uninni verði velt yfir þá sjálfa“ þ.e. verkamenn. F.vrst 6% kauphækkun strax — og 10% hækkun á einu ári þurfti ékki að takast af verka- mönnum aftur 2. júní s.l. — hversvegna þarf 10-—13% kaup- hæ’kkun að valda 13% hækkun á álögum? . Hversvegna tekur bo.rg^rísyór- inn þá ekki aðeins muninn á 6% og 10—13% ? sagði Guð- mundur Vigfússon. I-Iin fyrrnefnda yfirlýsing Morgunblaðsins hlýtur að hafa verið gefin í. samráði við borg- •arstjórann og einn aðaleiganda blaðsins sem er einn og sami maður. Átti þá aldrei að standa við stóru orðin um. að 6% kauphækkun skyldi ekki velt yfir á launþegana aftur í hækkuðu verðlagi? spurði FyrSt var að koma vélir.ini í gang. Tií allrar hamingju kunni hásetinn á hana og Léon aðstóðaði hann. Hór- as tók að sér að' stýra. Gætilega stýrði hann bátn- um <*neðfram klettaveggnum í átt að sjónum. En það reyndist ekki eins einfalt og fiann: hafði haldið að láta bátinn halda réttri stefnu, og kuk þess var komið rót á sjóinn vegna stormsins útifyrir. Blaskó, sem enn var algerlega á valdi Jacks skálf af ótta- Hvernig myndi skipinu hans reiðii af? Fyrir úfan var áreiðaniega entfþá'' storntuf og þessir tveir herrar,. eem höfðu ráðið hánn'í þ'Jpnustú siiiá, kuntíu sýnilega. • i-rá s.i'- •.? £,y • •/ .. oíc • i ■, >. ekkeit að íara rneÖ skipið.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.