Þjóðviljinn - 18.07.1961, Síða 4
4) ÞJÓÐVILJINN
Þiiðjudagur 18. júlí 1961
*
«í||||
v Síld landað á Siglufirði úr Stapáfellinu frá Ólafsvik drekkhlöðnu, — Annar síldarbátur með
fullferini er í baksýn.
Jóhann
J. E. Kú
(Ljósmynd: Hannss Baldvinsson).
FISKIMÁL
Af innlendum vettvangi
Það er grundvöllur íyrir
hærra bræðslusíldarverð
Bræðslusíldarverð á Norð-
urlandssíld í sumar hefur ver-
ið ákveðið 126 kr. fyrir málið,
sem er 150 lltrar. Þar sem ég
hef enga athugasemd séð gerða
við þessa mjög svo vafasömu
verðlagningu. vil ég leyfa mér
-að varpa örlitlu ljósi á þetta
mál.
í maímánuði s.l. ákváðu
Norðmenn hvað hægt væri að
greiða íyrir bræðslusíld veidda
á íslandsmiðum í sumar, og
voru það 24 kr. norskar fram
að -1. júli, en eftir það 26 kr.
norskar fyrir hektolítrann þ.e.
hverja 100 lítra. Þetta verð
var ákveðið samkvæmt heim-
- ild í ferskfisklögunum eftir að‘
slitnað hafði upp úr samning-
um á milli síldveiðimanna og
vérksmiðjueigenda um verðið.
Það var skýrt fram tekið, að
verðið væri ákveðið útfrá
verði á síldarlýsi og mjöli, án
allra uppbóta.
Síðan þetta gerðist hefur
orðið hækkun á síldarmjöli,
sem Norðmenn reikna að nemi
tveim krónum norskum á
bverja 100 lítra af síld. Á þetta
vildu ekki a!!ir verksmiðjueig-
-endur fallast, en nú hafa end-
anlega tekizt við þá samningar
um verðið, og eru þeir þann-
ig: Útreiknaða verðið frá því
í maí til síldveiðimanna, 24 kr.
-norskar og 26 kr. norskar fyr-
ir hektólitrann, skal standa ó-
þreytt, en til viðbótar þvi
skulu verksmiðjurnar greiða
•eina krónu norska já hektólítra
í verðjöfnunarsjóð til jöfnun-
ar á milli bræðslusildar og
saltsíldar. Hinsvegar samdist
um, að verksmiðjurnar héldu
hinni krónunni og nýorðinni
verðhækkun sildarmjölsins. Þó
hafa tvær síldarverksmiðjur
meitað þessum samningum á
þeim grundvelli að þær bjóð-
ast til að greiða alla tveggja
krónu hækkunina til síldveiði-
í'i' litur no.rska bræðslusíld-
arverðið þannig út án uppbóta,
í íslenzkum krónum samkvæmt
skráðu gengi: Verðið fram að
1. júli kr. 127,92 + 5,33, sem
verksmiðjurnar greiða í verð-
jöfnunarsjóð, sem verður þá
kr. 133,25 fyrir hvern hektó-
lítra. Og eftir 1. júlí kr. 138,58
+ kr. 5,33 i verðjöfnunarsjóð,
sem gerir samanlagt kr. 143,91
fyrir hvern hektóktra þ.e.
hverja 100 mælda lítra af
bræðslusíld. Þetta er hið raun-
verulega bræðslusildarverð án
uppbóta, sem norsku síldar-
verksmiðjurnar hafa fallizt á
að greiða, og segjast nú geta
greitt samkvæmt gildandi verði
á lýsi og mjöli.
Þegar þetta verð er borið
saman við íslenzka verðið kr.
126 fyrir málið þá er rétt að
spyrja: Geta íslenzkir síld-
veiðimenn látið féfletta sig
svona miskunnarlaust án þess
að mögla? Hinsvegar get ég nú
upplýst, að norskir s'ldveiði-
menn fá greitt hærra verð en
skráð er hér að framan, að upp-
bótum meðreiknuðum, eða kr.
31 norskar sem verða 165,23 ís-
lenzkar krónur fyrir hvern
hektólítra, og kr. 33 norskar,
þ.e. kr. 175,89 íslenzkar fyrir
hektólítra, þ.e. hverja 100 lítra,
eftir 1. júli. No.rska ríkið greið-
ir sem uppbætur til síldveiði-
manna kr. 7,75 (norskar) á
hvérn hektóiitra" af bræðslu-
síld, og gangá'^‘7 'króriúrnar
beinf t‘íl~feíld'veiðimáhna1,' eri 75 j
aurarnir ieggjast í áðurnefnd-
an verðjöfnunarsjóð. Það er
náttúrlega rétt,. að íslenzkir
síldveiðimenn hafa betri skil-
yrði til veiða hér heldur en
norskir, en bræðslusíldarverðið
án uppbóta á ekki að miðast
við það, heldur verð á afurð-
unum, síldarlýsi og mjöli.
Maðkar í mysunni
Ég hitti greindan og dugleg-
an útgerðarmann niðri við
höfn um daginn, og við fórum
að ræða útgerðar- og verðlags-
máj. Honum þótti alveg ó-
skiljanlegur munur á íslerizku
og norsku fiskhráefnisvérði og
var mér sammála um að á því
sviði þyrfti að fara fram ítar-
leg rannsókn. Þegar við höfð-
um rætt þetta fram og aftur
nokkra stund, varð útgerðar-
manninum þetta að órði:
,,Já, það eru áreiðanlega'
maðkar í mysunni h',á okkur
í fisksölumálunum, aðra skýr-
, ingu get ég ekki fundið á
þessu".
Þegar þessi ummæli voru
sögð. var ekki búið að ákveða
fcræðslusíldarverðið á Norður-
landssíldinni kr. 126 fyrir mál-
ið. En Norðmenn höfðu þá
reiknað út að hægt væri að
greiða sem grunnverð fyrir
hverja ,,s:ldartunnu“ í bræðslu
eftir 1. júlí kr. 26. norskar þ.e.
kr. 138,58 í íslenzkum pening-
um fyrir hverja tunnu af síld
í bræðslu. Ætli útgerðarmann-
inum þyki ekki maðkarnir auk-
ast í mysunni við samanburð-
inn á bræðslusíldarverðinu?
Viðundrið í eyjunni
Margir útlendingar sem
koma til Reykjavíkur spyrja
hverskonar stórbygging það sé
sem blasir við í Örfirsey þeg-
ar siglt er inn höfnina; ’ Að
svara þessari spurningu er
hálfgert feimnismál
sem sp|||4 eru, •‘jþví
segja vita víst fáir um hlut-
verk þessarar byggingar í ís-
lenzku atvinnulífi. En þeir sem
fróðastir eru um atvinnusögu
Reykjavíkur frá síðari árum,
þeir vita þó að þessi bygging
var í upphafi sinna vega hugs-
uð sem slldarverksmiðja.
Þetta er eitt af ævintýrum
eftirstriðrþranna, heyrði ég
velmetinn borgara segja við
danskan ferðamann, þeir voru
á skemmtigöngu meðfram
höfninní t verkfallinu. Þeir
sem fróðastir þykjast vera um
ágæti þessarar síldarverk-
smiðju. fþllyrðaað yélár verk-
smiðjunnar séu ekki nothæfar
til þeirrar vinnslu sem hún
var upphaflega . hugsuð fyxir-.
:að framleiðg mjöL-.og lýgi. Þeir
segia að úr því hiáefni sem
unnið væri með þessum vé’.um,
muni koma þriðja flokks vara.
- Mistök geía a’.Itaf átt str
stað þegar mikið á áð gera,
við því er ekkert að segja.
an.nað en að siáifsegt vifðist að
b'arga þeim verðmæ'um sem
bjargað verður. Reykjavíkur-
’bær mun eiga nokkurn hluta
af verksmiðjufyrirtækinu í
Örfirisey. Er ekki kominn
tími, að gera ráðstafanir til
að nýta hina miklu verk-
smiðjubyggingu?
Ef ekki þykir gerlegt að
nota vélar verksmiðjunnar, þá .
er þó alltaf hægt að r;fa vél-
arnar i burtu, en breyta hús-
unum síðan fyrir aðra fram-
leiðslu. t.d. til vinnslu á faxa-
síld til manneldis. Þannig get-
ur máski draumurinn um síld-
arverksmiðju í Öríirsey orðið
að veruleika á ennjyí hagnýt-
ari hátt en upphaflega var
hugsað.
Draumurinn um síldina
í gegnum hin mörgu síldar-
leysisár fyrir Nqrðurlandi.
hefur þó alltaf draumurinn um
síldina lifað. Á Siglufirði. bæn-
um sem í upphafi vega var
grundvallaður af Norðmönnum
sem hófu hér s.ldarvinnslu og
síldarútgerð, en svo síðar var
yfirtekinn af lahdsmönnum
sjálfum. þar hefur draumurinn
um síldina verið dreymdur
hvert vor. Á þessum stað hef-
ur íólk' í áratugi elskað meira
og heitar hinn silfurglitrandi
fisk heldur en allstaðar ann-
arsstaðar. Og þrátt' fyrir af!a-
léysi margra ára ÍifiV' trúin á
bihn máttuga fisk, síTdina.' ■
Já, sildin kemur aftur fég-
urri en nokkru sinni fyrr, og
Norskar fréttir:
Gréði á frysti
A nýafstöðnum aðal-
fundi hjá „Skude Erys-
eri" sýndu reikningarnir
að rekstur frystihússins
hafði orðið hagstæður á
sl. ári. þar sem hreinn
gróði var kr. 236.000
norskar. sem verður í ís-
lenzkum kr. 1.157,880.0..
(Heimild Fiskaren).
Hliitur togara-
hásets 133.669
Samkvæmt frásögn í
Finnmark Dagblad, j ,ú
er reiknað með að há-
setahlutur á togurunum
hjá Findus í Hammerfest
í Norður-Noregi verði í
ár ekki undir kr. 25.000
norskar. Þetta verða
133.250.00 íslenzkar krón-
ur samkvæmt skráðu
gengi.
þá verður gaman að lifa, fyrir
þá sem eru ungir, segja gaml-
ar konur og gamlir menn, en
endurskin minninganna spegl-
ast í mildu brosi. Á dimmum
vetrarkvöldum segir þetta fólk
barnabörnum sínum frá hin-
um gömlu góðu dögum, þegar
slld var söltuð á öllum plönum
bæjarins, nótt sem dag, allt
sumarið fram á haust. Þá var
gaman að lifa. Það var þessi
dulmagnaði fiskur, sem lét
fólkið ganga glatt til starfa
þrátt fyrir þreytu og vökur.
Á s’íkum sumrum þagnaði
hljómkviða vinnunnar aldrei.
Kliður frá starfandi fólki,
Fr'amhald á 2. síðu.
Valdimar Björnsson, fjármálaráðherra Minnesotafylkis í
Bandaríkjunum, lcom liingað til lands í gærkvöld ásamt fjöl-
skyldu sinni til hálfsmánaðar dva,lar. Fóru þau vestur á Isa-
fjörð í gær, en þa,ðan er Guðrún Jónsdóttir kona hans ættuð.
Miðviltudaginn í næstu viku, 26. júlí, flytur Valdimar svo er-
indi á fundi íslenzk-ameríska félagsins í Þjóðleikhúskjallaran-
um. Myndin var tekin af fjölskyldunni á flugvellimun í Arg-
entia á Nýfundnalandi. Valdlmar og frú Guðrún eru til hægri
en börnin heita Maja sex ára, Valdimar átta ára, Jón 12 ára,
Kristín 13 ára og Helga 15 ára.
manna.