Þjóðviljinn - 09.08.1961, Side 7
Á meðan blaöamaður og ljósmyndari frá Þjóðviljanum dvöldu á heimili Emils Tómassonar kom
þangað í heimsókn annar gamall glímusnillingu r og áhugamaður um íslcnzka glímu, Helgi Hjör-
var. Kom hann til þess að ræða við Emil um glímuna, einkum gömul fásén brögð, heiti þeirra
og hvernig þau hefðu verið tekin. Heyrði blaða maðurinn útundan sér, að þar bar á góma nöfn
cins og skólahnykk og skessubragð svo að fátt eitt sé nefnt. Gömlu kempurnar létu ekki um-
ræðurnar einar nægja heldur tókust fangbrögðum og sýndu hvor öðrum, hvernig brögðin hefðu
verið lögð á. Þá notaði ljósmyndarinn tækifæriið og tók af þeim þessa mynd. Hvað bragðið heit-
ir kann blaðamaðurinn því miður ekki skil á. Eins og myndin sýnir höfðu þeir mjög áhuga-
saman áhorfanda. Hann hcitir Emil Tómasson í höfuðið á afa sínum. Hver veit nema hann eigi
—-eftir að verða frægur glímukappi eins og nafni hans og afi. (Ljósm.: Þjóðviljans, Ari Kárason.)
andskotann grátandi,
að flugna óbjart forhert lið
fari í svarta helvítið.“
Ég kunni vísuna og hafði
hana stundum yfir, þegar mér
þótti mikið við liggja. Það var
nærri eins og mér þætti batna
í bili. Já, ég var oft í helvítis
stríði við mýbitið. Þetta voru
svo miklar mýrar og flóar. Það
á við varginn.
Þarna á Fljótsheiðinni er það
mesta fuglalíf, sem ég hef
kynnzt. Kjóinn var óvinur
minn. Hann renndi sér niður að
hundinum mínum og hundur-
inn stökk í loft upp á eftir
honum og gelti, þá styggðust
ærnar. Mér þótti vænt um
smalahundinn minn. Hann var
skottlaus.
— Veiztu hyað það var lengi
fært frá k þessum slóðum?
— Það hélzt fram um 1916—
1920, a. m. k. sums staðar. Ég
man síðast eftir fráfærum 1918
en þá var ég kominn austur á
land. Þær voru viðar miklu
lengur, t. d. á Hornströndum.
Menn lifðu svo mikið á því að
taka mjólkina frá lömbunum og
drekka hana sjálfir. Lamba-
reksturinn frá Úlfsbæ tók tvo
sólarhringa. Þau voru rekin
fram fyrir Mjóadal, sem þá var
í byggð. Hann fór i eyði 1894
og íshóll 1897. Ég þekkti þau
heimili bæði. Ekkert var sofið
meðan á rekstrinum stóð og ég
man, að ég varð stundum svo
syfjaður að ég fór að sjá of-
sjónir og heyra ofheyrnir á
heimleiðinni. Þóttist heyra
jarmið í lömbunum og fannst
ég allt í einu vera kominn inn
í miðjan hópinn.
Þetta voru örðugir tímar en
það kvartaði enginn um það.
Þetta varð að gerast og um
það fékkst enginn. Það var t.
d. ekki svo lítil vinna að
mjólka á annað hundrað ær.
Síðan þurfti að setja mjólkina
alla í bakka, þar sem hún var
látin standa í sólarhring a.m.k.
Eg man, að ég var stundum
að styðja á rjómaskánina of-
an á trogunum, og hún var
svo þykk, að ég var að hugsa
mér, að |ef þetta væri úti eins
og ís á polli, þá myndi hún
halda mér. Svo var undan-
rennan látin renna undan
rjómanum úr bökkunum og
strokkuð. Eg man líka eftir
skyi-tunnunum í Úlfsbæ. Þær
voru í kjallaranum undir búr-
inu. Þar var líka afarstór sár
þar sem súrsuð voru svið, slát-
ur og lundabaggar.
Eg mátti koma heim með
ærnar, þegar sólin var yfir
miðju Ljósavatnsskarði, þá
átti klukkan vera hálf níu, þá
var eftir að mjólka og ganga
frá öllu. Er búið var að smala
ánum þurfti ég að leita að
kúnum. Það var oft, að ég fór
seint til rúms, kom stundum
ekki með kýrnar fyrr en í
svarta myrkri. Unglingunum
var ekkert vorkennt á þessum
árum. Það gerði menn harða.
Þá vakti einhver stúlka eftir
kúnum til þess að mjólka. Og
þetta fólk fór ekkert seinna á
fætur en aðrir. Eg finn svo
mikið til þess núorðið hve
veslings kvénfólkið átti þá oft
bága daga. Það var helvítis
þrældómur á kvenfólkinu. Þær
þurftu að yóna karlmönnun-
um eftir eiginlegan vinnutíma.
Það var ekki talið til vinnu.
Þær brutu sokkana þeirra á
hæl, létu illeppana í skóna
og stöguðu í þá. Þá voru ekk-
ert nema skinnskór og þeir
fóru fljótt sundur. Eg man eft-
ir því, að á sunnudögum voru
hafðir bryddaðir skór með
hvítu eltiskinni, einkum ef
farið var til kirkju og þá voru
menn gjarnan í bláum sokkum.
Það var eins til eins og hálfs-
tíma gangur á beitarhúsin frá
Úlfsbæ. Fóstri minn sagði mér,
að á morgnana hefði sér verið
skammtað í 4—5 marka skál, er
hann gekk á beitarhúsin. mest
skyr, og með skálinni fékk
hann stykki af freirðum mör.
Þá var mörinn tekinn og
geymdur hrár. Þetta var
kjarnamatur, einkum mörinn,
og beitarhúsamennina skar
ekki innan. En svo fengu þeir
ekki neitt fyrr en þeir komu
heim á kvöldin.
Það komst fljótt í mig döng-
un, þegar ég fór að lifa á þess-
um mat. Eg var alveg krafta-
laus, er ég kom að Úlfsbæ,
en fjörugur. Þá var stelpa á
heimilinu, einu og hálfu ári
eldri en ég, og hún gat tekið
mig í bóndabeygju, þegar hún
vildi. En þegar við hlupum
rann ég fram úr henni eins og
skeiðhestur. Mér veitti ekki af
því að fá skvrið og mörinn. Eg
held það hafi verið á öðru ár-
inu, sem ég var í Úlfsbæ, að
ég knúsaði hana niður fyrst, og
ég lét hana ekki fara fram úr
mér eftir það.
— Var ekki mikið glímt í
Þingeyjarsýslu, þegar þú varst
að alast upp?
— Það var mikið glímt í
Bárðardal en í Mývatnssveit
var hún alveg annáluð. Ég
sá enga glímu, sem hreyf mig,
fyrr en ég sá tvo Mývetningaj
glíma er voru að kenna í Úlfs-;
bæ. Þeir voru að kenna son-1
um fóstra míns og þangað
gengu einnig ungir menn að
utan og sunnan af næstu bæj-
um, Sá fyrri var Hjálmar frá
Skútustöðum, síðar bóndi á
Ljótsstöðum í Laxárdal, bróðir
séra Árna á Skútustöðum.
Hann var í Úlfsbæ mánaðar-
tima eða fimm vikur. Þetta
voru allt fullorðnir menn, sem ■
hann var að kenna, og hann
glímdi við þá og lagði þá
alla. Mér fannst hann vera fyr-
irmynd í glímu. Veturinn eft-
ir kom annar maður að kenna,
Kristján Guðnason frá Græna-
vatni í Mývatnssveit. Ég varð
reglulega hrifinn af hans glímu.
Hann glímdi allt öðruvísi en
Hjálmar. Kristján stóð svo' fall-
ega að glímunni og þeir þveng-
lágu svo fallega þessir stóru
menn. Hafi ég stælt eitthvert
glímulag, þá er það eftir
Kristjáni. Kristján kom af
Möðruvallaskólanum 1893 og
bekkjarbróðir hans var Guð-
mundur Friðjónsson á Sandi.
— Hvenær byrjaðir þú sjálf-
ur að glíma?
— Eiginlega barnungur. Það
ólst upp með mér í Úlfsbæ
drengur, sem hét Kristján
Rafnsson. Hann er faðir Rafns,
sem er formaður á Gjafari frá
Vestmannaeyjum. Ég fylgist
alltaf með honum og bið honum
allrar blessunar. Ég þekki fátt
af bátum, það eru 4 eða 5, sem
ég fylgist með, og Gjafar er
einn af þeim. Þessi Kristján
var heldur yngri en ég en miklu
stærri, beinamikill og varð
heljarmenni að burðum. Það
var oft að við tókum saman.
Ég lagði hann alltaf, ég var svó
miklu liðugri en hann. En hann
var mér miklu fremri skíðamað-
ur. Ég man eftir brekku, sem
við renndum okkur oft í. Ég
Framh. á 10. síðu
Nokkur orð til
Bjöms Franzsonar
Þeir sem lásu grein yðar í
Þjóðviljanum 2. ágúst um
málverkagjöf Ragnars Jónsson-
ar komust ekki hjá því að
veita athygli stórri fyrirsögn á
annari grein á sömu síðu, en
hún hljóðar þannig: „Dæmið
ekki, til þess að þér verðið
ekki dæmdir". Hefði sannar-
lega verið þörf á því, að þér
hefðuð haft þessa setningu í
huga þegar þér settuð saman
þennan vísdóm yðar um mál-
aralist, og hefði þá betur far-
ið. Þótt fullyrðingar yðar séu
furðulegar þá er hitt þó enn
furðulegra að þér skuluð
hvergi gera tilaun til að finna
orðum yðar stað, rétt eins og
það sé sjálfsagt að allir líti
á yður sem óskeikulan páfa.
Ef þér teljið mynd góða þá er
hún góð, ef þér hinsvegar telj-
ið hana slæma þá er hún
slæm og þar með er málið af-
greitt.
Þótt svona ^leggjudómar
kunni að hafa eitthvert gildi
fyrir yður sjálfan eru þeir
móðgun við lesendur sem yf-
irleitt eru þroskaðri en það að
taka gildar fullyrðingar án
þess að nokkur rök séu fyr-
ir þeim færð. Hversvegna álít-
ið þér t.d. að Hellisheiði og
Fjallamjólk Kjarvals séu tví-
mælalaust verðmætustu mál-
verk safnsins? Hversvegna telj-
ið þér fráleitt að telja Jón
Stefánsson jafnoka Ásgrims og
Kjarvals?
Hvar eru rökin fyrir því
að þriðjungur safnsins sé
hálfgert rusl? Hversvegna fell-
ið þér þann dóm um myndir
Lqvise Matthíasdóttur og
Kristjáns Davíðssonar að þær
séu „dárlegt afskræmi nýrrar
ísjenzkrar málaralistar“?
Já, hversvegna allar þessar
fullyrðingar án raka?
Ég veit að þér munuð svaýa
þessum spurningum á þann
veg að þegar Björn Frans-
son fellir dóm um myndlist
þá sé ekki þörf útskýringar,
þeir dómar séu réttir. Mjá
vera að svo sé, þótt þér séúð
sjálfsagt einn um þá skoðun,
því að almenningur tekur ekk-
ert mark á sleggjudómum. ?
Karl KvaranJ
- O
Miðvikudagur 9. ágúst 1961 — ÞJÓÐVILJINN