Þjóðviljinn - 06.09.1961, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 06.09.1961, Blaðsíða 7
IÓÐV ð’tseíandl: Bamelningarflokkur alþýðu — Sósíallstaflokkurinn. — Ritstjórar: fcíagnÚ8 Kjartansson (áb.), Magnús Torfi Olafsson, Sigurður Guðmundsson. — fréttaritstjórar: ívar H. Jónsson, Jón Bjarnason. - Auglýsinga.stjóri: Guðgeir fcíagnúeson. - Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prenttmiðja: Ckólavörðust. 19. líml 17-500 (5 linur). Áskriftarverð kr. 45 á mán. - Lausasöluverð kr. 3.00. Prentsmiðja ÞJóðvilJans h.f. Framtíðarstefnan F’nginn trúir. lengur þeirri áróðurskennin^u her- stöðvaflokkanna að íslenzku þjóðinni sé vörn að því eða vernd að hafa bandarískar herstöðvar í land- inu. Hitt mun nú orðið flestum ljóst, að slíkar her- stöðvar hljóta að draga að sér þegar á fyrstu klukku- stundum heimsstyrjaldar hin ægilegustu árásarskeyti. Og það breytir engu, þó málgögn flokkanna, sem á- byrgð bera á því að íslenzka þjóðin hefur verið seld undir þessa óskaplegu hættu, taki að öskra enn einu sinni, að þeir sem minnast á hætturnar og vara þjóð- ina við þeim, séu að „hóta rússneskri tortímingar- árás.“ iSá íslendingur mun varla til, sem er svo skyni skroppinn að hann viti ekki, að ráðizt er á herstöðv- ar í stríði, svo framarlega að þess sé nokkur kostur. Þeir sem tefla íslenzku þjóðinni í tortimingarhættuna eru flokkarnir, sem kölluðu hingað bandarískan her og frömdu stjórnarskrárbrot til að leyfa honum afnot ís- lenzks lands. Og forystumenn sömu flokka hafa hindrað til þessa dags að íslendingar losuðu sig við ófögnuð erlendra herstöðva og tækju að framkvæma á ný yfirlýsinguna um œvarandi hlutleysi landsins. Forystumenn Sjálfstæðisflokksins, Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins hafa til þessa metið meira að blása að glóðum hernaðarstefnunnar í heiminum með þátttöku íslands í hernaðarbandalagi auðvaldsríkja og nýlendukúgara og með því að láta blöð sín japla eft- ir gagnrýnislaust áróður hins svonefnda „kalda stríðs“. Með því hafa þeir ýtt íslandi, vopnlausu og varnar- lausu, inn í þá tortímingarhættu, sem á okkar öld vofir yfir hverri þjóð sem gerist beinn þátttakandi í hernaðarbandalögum stórveldanna, takist ekki að af- stýra heimsstyrjöld. C|tefna Sósíalistaflokksins og Alþýðubandalagsins í þessum málum hefur verið og er öll önnur. í raun- inni munu fáir íslendingar efast um, að þjóðin væri ■betur komin ef þeirri stefnu hefði verið fylgt að halda íslandi utan hernaðarbandalaga, hafa engar herstöðv- ar á íslandi, og lýsa yfir ævarandi hlutleysi landsins í hernaðarátökum. Þessi stefna Sósíalistaflokksins og Alþýðubandalagsins er alger andstæða herstöðvastefnu og stríðsæsingabrölts Sjálfstæðisflökksins og Alþýðu- flokksins. Þess er skemmst að minnast að á síðasta þingi fluttu allir þingmenn Alþýðubandalagsins tillögu til þingsályktuncLr um hlutleysi Islands. Var þar lagt til að Alþingi lýsti yfir sem stefnu þjóðarinnar að Is- land skuli á ný verða hlutlaust land, svo sem ákveðið var og lýst yfir þegar ísland öðlaðist fullveldi 1918. Jafnframt tæki Alþingi ákvörðun um úrsögn Islands úr Atlanzhafsbandalaginu „og rökstyðji hana með því að íslenzka þjóðin vilji vera hlutlaus þjóð, vopnlaus og friðhelg í styrjaldarátökum og eigi sjá uand sitt undir herstöðvar né eiga á hættu að landið dragist inn í styrjöld.“ Þingmenn Alþýðubandalagsins lögðu enn- fremur til í tillögu þessari, að Island sneri sér til allra ríkja utan hernaðarbandalaga í heiminum, með tilmæl- um um að fulltrúar þeirra kæmu saman til ráðstefnu til þess að ráðgast um hvernig þessi ríki gætu bezt beitt sameiginlega áhrifum sínum á vettvangi Samein- uðu þjóðanna og annars staðar til þess að tryggja hlut- leysi og sjálfstæði sitt, koma á fullum friði og algerri afvopnun í heiminum og upplausn allra hernaðar- bandalaga. ji bar ekki gæfu til að fallast á þessa stefnu Sósíalistaflokksins og Alþýðubandalagsins. Getur ihver litið í sinn ibarm, einmitt þessa dagana, og gert það upp við sig, hvort öryggi þjóðarinnar og álit ís- lands í heiminum væri ekki meira ef Alþingi hefði tekið þessa stefnu sem hlýtur að verða framtiðar- stefnan. — s. versnaði um armnar Áróðursfölur ríkisstiórnarmnar um 240 milli. króna bcetta gjald- eyrisstöðu hraktar og leiðréttar Fulltrúaráð Alþýðubandalags- ins í Vesturlandskjördæmi á- kvað á fundi sínum í sumar að hefja reglulega útgáfu á mál- gagni sínu, Vestlendingi. Er ætlunin að blaðið komi út mán- aðarlega, og er fyrsta tölublað þessa árs nýlega komið út. Er það fjölbreytt að efni, og þar er m. a. að finna athyglisverða grein um gjaldeyrismál eftir Inga R. Helgason. Þykir Þjóð- viljanum rétt að hún komi fyrir fleiri manna augu en Vestlend- inga einna og tekur hana því upp til birtingar. Ríkisstjórnin og málgögn hennar hafa sífellt verið að tönnlast á því, að gjaldeyris- staðan hafi batnað síðan „við- reisnin“ byrjaði og birt margs- konar tölur í því sambandi. Flestar þær tölur, sem ábyrgir aði'lar hafa birt til stuðnings ríkisstjórninni eru út af fyrir sig réttar, en þær eru þó þann- ig, að þær gefa alranga mynd af stöðunni eins og hún er í raun og veru. Mun ég í þess- ari grein minni fylla upp í eyðurnar, svo að almennlngl megi ljóst vera, hvernig gjald- eyrishag þjóðarinnar er háttað og hver var þróu.n gjaldeyrismál- anna fyrsta ár „viðreisnarinn- ar“, 1960. Það sem einna mest hefur blekkt almenning í þessum efn- um, er sú yfirlýsing ríkisstjórn- arinnar, að á árinu 1960 hafi gjaldeyrisstaða bankanna batn- að um 240 milljónir króna. — Þegar ekki er meira sagt, þá heldur almenningur, að þar sé átt við gjaldeyrisstöðu landsins, en það er auðvitað hinn hrapal- legasti misskilningur. Þarna er átt við bankakerfið eitt út af fyrir sig. Langmestur hluti erlendra lána kemur aldrei inn á bankareikningana, því að það eru ekki bankarnir sjálfir, sem taka þau, heldur aðrir aðilar í landinu, opinber- ir aðilar og einkaaðilar. Og sér- staklega er þetta villandi fyrir þá sök, að skýrslugerðinni um gjaldeyrisstöðu bankanna var breytt á árinu 1960, þannig að út úr stöðunni eru teknar skuld- ir vegna venjulegs innflutnings upp á hundruðir milljóna kr. og þeirrra skulda ekki getið um leið og gjaldeyrisstaða bank- anna er birt. Til þess að gera sér grein fyrir hinum raunverulega gjaldeyrishag þjóðarinnar á til- teknum tíma, þarf að sjálf- sögðu að leggja saman annars vegar allar erlendar skuldir landsmanna (bankakerfisins, opinberra aðila og einkaaðila) og hins vegar að leggja saman allar inneignir landsmanna í útlöndum, gulleign okkar og útflutningsbirgðir, og bera þess- ar tölur saman. 1. GjaldejTisstaða bankanna Samkvæmf reikningum og skýrslum Seðlabankans árið 1959 var gjaldeyrisstaða bank- anna í árslok óhagstæð um 54,4 millj. kr. eftir þáverandi gengi. Þessi tála táknar nettóslculd bankanna við útlönd og er tæmaridi fyrir allar gjaldeyris- breytingar landsins á árinu. Heiidarfjárhæð fastra lána, 934.1 millj. kr., er þó ekki inni í þessari nettógjaldeyrisstöðu bankanna, en afborganir og vexti af föstu lánunum á árinu 1959 hafa bankarnir annazt og þær greiðslur eru að sjálfsögðu inni í gjaldeyrisstöðunni. Gull- eign bankanna er inni í þessari tölu. Þessi nettóskuld bankanna við útlönd í árslok 1959 er því fundin þannig, að frá öllum gjaldeyrisskuldum bankanna vegna inriflutnings og dulinna greiðslna er dregin gulleign þeirra, erlend verðbréfaeign og innistæður þeirra erlendis. Til að geta borið árið 1960 saman við árið 1959 er nauð- synlegt að umreikna tölur árs- ins 1959 með gengi ársins 1960 (Bandaríkjadollar = 38 krón- ur). Við þann umreikning hækkar nettóskuld bankanna í árslok 1959 úr 54,4 millj. kr. í 127.2 millj. kr. Samkvæmt reikningum og sk.ýrslum Seðlabankans árið 1960 var gjaldeyriseign bank- anna í árslok hagstæð um 112,3 millj. kr. á þáverandi gengi. Samkvæmt þesssari tölu átti gialdeyrisstaða bankanna að hafa batnað á áiánu 1960 úr 127,2 millj. kr. í -f- 112,3 millj. kr., eða um 239,5 millj. kr., og þeirri tölu hampa stjórnarlið- ar framan í hvert mannsbarn í landinu. Þessi tala er röng og mjög villandi. Talan -f- 112,3 millj. kr. er gersaml. ósambæri- leg við gjaldeyrisstöðutöluna í árslok 1959 fyrir þá sök, að við gerigislækkunina 1960 heimilaði ríkisstjórnin innflytjendum að tollafgreiða og byrja að selja innflutta vöru á innlendum markaði án þess að bankarnir greiddu vöruna erlendis, heldur var látið nægja að inn- flytjandinn samþykkti gjaldeyr- isvíxil til hins erlenda selj- anda. Þegar þessir vörukaupa- víxlar eru í gjalddaga greiða bankarnir þá af gjaldeyriseign sinni, koma þeir þá fyrst inn í gjaldeyrisstöðuna, en á hverjum tíma eru. ógreiddir erlendir vörukaupavíxlár vegna vara, sem komnar eru til neyzlu inn- anlands svo hundruð millj. kr. skiptir. Á árinu 1959 höfðu bankarnir hins vegar innt af hendi gjaldeyrisgreiðslur fyrir allar vörur, sem komnar voru til neyzlu innanlands. Af þessu er ljóst, að gjaldeyrisstöðutalan í árslok ,1959 >,er . allf annars eðlis en gjaldeyrisstöðutalan í árslok 1960, ,og munar þar > hundruðum milljóna, Það eru því fullkomnar -blekkingar að bera þessar tvær tölur saman án þess að nefna:um, leið. fjáiv hæð vörukaupavíxlanna, en það gera áróðursmeistarar ríkis- stjórnarinnar ekki. gagnvart útlöndum á hverjum tíma. imflíl | ' Hér við bætist, að hin upp- gefna gjaldeyrisstöðutala 31. ■ deS.; 1960; er áhjjipg. Hún er um ‘ 70' mílfi.-'úír. df'hagstæð. Það er gert með því, að kröfur Seðla- inrrténda aðila eru ., J> Viyl WBSi'n *?• 55P töíúfia úm áramót- in sem gjaldeyriseign! Rétt gjaldeyrisstöðutala er því -f- 40.4 niillj. kr. en ekki + 112,3 millj kr., Jogécttölulegur bati gjaldeyrisstö'ðúnnar er því 169 millj, kr. en etekh 240 millj. kr. sem upp iér :gefið. Ég mun þó ekkiú þessari grein minni leið- i'étta gjaldeyrisstöðutöluna á þennan hátt, þótt réttast væri, heldur- halda mig við hina upp- gei'nu telu Seðlabankans, en láta þessar leiðréttingar koma HÆKKUN IASTRA LÁNA IMINDIS Þetta líuurit 'S'ýnir aukningu fastra lána þjóðarinnar erlcndis á árinu 1960 og áhrif gengislækkananna á f járhæðirnar í íslenzkum krónum, en í þeirri íliynt borgar íslenzkur almcnningur þessi lán. í árslok 1959 námu fösíu lánin 934,1 millj. kr. Vegna gengislækk- uninnar 1960 (í febr.) hækkuðu sþau eum 133,7'í/o upp í 2183 millj. kr. eða um 1248,9 millj. kr.- Á árinu varð mikil aukning erlendra fastalána og námu þau í árslok 1960 2514 millj. kr. og höfðu þá hækkað á fyrsta viðreisnarárinu •um 1579,9 millj. kr. — Hin nýja gengislæklcun um 13,15%. Cykur skuldabyrðina enn, og ef maður reiknar skuldafjárhæðina ía árslok 1960. eftir hinu nýja gengi hækkar hún um 330 .miHjónir cða upp Í..2844 millj. kr. og hefur þvi viðreisnin aukið erlenda skuldabyrði þjóðarinnar um 1909,9 millj. kr. og sett algcrt heimsmei. ;irr (Það er.-.í fyllsta • máta : ámæl- isvert ,af Hagfræðideild’ Lands- bankans að .breyta úá þennan hátt inntaki hins klassíska hug- taks: gjaldeyrisstaða bankanna, gera það ósambærilegt frá ári til árs og að pólitísku bitbeini. Þetta hugtak-lárað fá að vera í friði fyrir úróðursmeisturum hinna ýmsu ríkisstjóma sem söna.* •og' samhærileg. mælistika á gjaldeyrisstoð.u bankakerfisins rmfram..í Ltölujium ' yfir. erlendu :/.,kkiuldlmar/.;s€Írh eru utan við ; ..gjaldeyirjsstöðútölU' bankanna, • ógi-égi nma birita síðar í grein- i en' þessai’.••kfiði'éttingar eru •::58,9 iinaáji.'iteE:) vegna viðskipta víð,-Sovétríkín og 13. millj kr. ; i vfegna &iðskiþtá3þ •'við. Austur- ,;í;Þýzkalámdi) li’i v.i iin.'öi.új:ijía namý *>+ rilssm 2i Vörukaupavíxlarnir .ISamkiæmt&áraOTarisögðu þarf að bæta vörukaupavíxlunum inn í gjaldeyrisstöðutöluna fyr- ir 1960 til þess að fá sambæri- lega tölu við 1959. Þegar þetta er gert detta allar skrautfjaðr- irnar úr viðreisnarhattinum. í árslok 1960 námu ógreiddir vöru.kaupavíxlar vegna varnings sem kominn var til néyzlu inn- anlands um 156 millj. kr. Við þessa tölu þarf að bæta rúss- nesku skuldinni, sem getið er hér að framan, 58,9 millj. kr, Nema því stutt vörukaupalán í árslok 1960, sém ekki eru inni í gjaldeyrisstöðutölu bankanna 214,7 millj. króna. Við þessa leiðréttingu verður raunveruleg gjaldeyrisstaða í árslok 1960 ekki hagstæð um 112,3 millj. kr. heldur óhagstæð um 102,4 millj. kr. og hefur því batnað á árinu 1960 um 24,8 millj. kr. en ekki um 240 millj. kr. eins og stjórnarliðar haida fram. 3. Útflutningsbirgðir Með réttum samanburði hefur gjaldeyrisstaða bankanna batn- að um 24,8 miilj. kr. á árinu 1960. Hverjar eru ástæður batans? ■Útflutningsframleiðslan minnk- aði á árinu 1960 um tæp 10%, svo að ekki var það fram- leiðsluaukning, 513 tonn veidd- ust á móti 564 tonnum árið 1959. Ártæður batans cru . tvennar: (a) dregið var úr innflutningi og (b) gengið var á útflutnings- birgðirnar. (a) Almennur innflutningur 1960 annar en skip og flugvél- ar varð 2768,7 millj. kr. á móti 3099,5 millj. kr. árið 1959 eða um 10% minni. Þar eru aug- ljós áhrif viðreisnarinnar: minnkandi kaupgeta almenn- ings. (b) Útfh’tningsbirgðir lands- manna námu í árslok 1960 521,2 millj kr. á móti 725,8 millj. kr. í árslok 1959 (umreiknað) eða minnkuðu um 204,6 inillj. kr. Þannig er raunar á fyrsta „við-- reisnarárinu" gengið á gjald- eyrisvarasjóð landsmanna: út- 'flutningsbirgðirnar, og hann skertur um rúml. 200 millj. kr. án þess, að það með 1Q% minnkandi innflutningi bætti gjaldeyrisstöðuna um nema 24,8 milli. kr. Þecsu var alveg öfugt farið árið 1959, Þá ju.kust út- flutningsbirgðirnar á umreikn- uðu gengi um tæpar 200 millj. kr. Nú er bað öllum lióst. að aukning útflutningsbirgða bæt- ir gjaldeyrisstöðuna og skerðing útflutningsbirgða rýrir gjald- evrisstöðuna. Það er því orða- leikur einber ,i,ð hælast um yf- ir bættri gjaldeyrisstöðu sem á rætur a,ð rek.ia til skerðingar útflutningsbirgða og því frcmur sem batinn er 1 8 af birgða- rýrnuninni. Að vísu verður að segia, að útflutningsbirgðir í árslok 1959 séu metnar fullhátt miðað við söluverð lýsis og mjöls 1960, en eigi að síður er þessi birgðarýrnun alvarieg og táknar versnandi gjaldeyrishag þjóðarinnar. .Jir 4. Föstu lánin Þá barf að taka föstu lán- in með í reikninginn, sem eru ekki og hafa ekki verið inni í gjaldeyrisstöðutölunni. Nú er það að vísu svo um föstu. lánin svokölluðu, að þau eru mest megnis erlend fjár- festingarlán til framkvæmda hér innanlands og til atvinnu- uppbyggingar. Þau stuðla því að aukinni framl.getu þjóðar- innar, ef þeim er rétt varið. Lánin skipta máli fyrir gjald- eyrisstöðuna vegna árlegra af- borgana- og vaxtagreiðslna, sem er vaxandi þáttur gjaldeyrisút- gjaldanna. Sósíalistar hafa aldr- ei gagnrýnt hinar erlendu lán- tökur sem slíkar innan eðlilegra marka til atvinnuuppbyggingar, þótt þeir hafi bent á hagkvæm- ari lán, en tekin hafa verið, en postuli „viðreisnarinnar" Jónas Haralz býsnaðist mjög í hinni frægu desemberræðu yfir þeirri hættu, sem þjóðinni væri bú- in vegna hinna vaxandi erlendu lána á undanförnum árum. Fjárhæð hinna erlendu lána á hverjum tíma skiptir auðvitað miklu máli fyrir gjaldeyrishag þjóðarinnar. 1 árslok 1959 námu umsam- in föst erl. lán einkaaðila og op- berra aðila 934,1 millj. kr. Ó- notað var af lánsheimildum 200 millj. kr. Þessi lán höfðu hækk- að á árinu 1959 um 207,8 millj. kr. á þáverandi gengi, Gengis- lækkunin 1960 stórhækkaði er- lendu lánin í íslenzkum krón- um og rúmlega tvöfaldaði skuldabyrðina á almenningi, sem þurfti að standa undir hin- um erlendu lánum með skertri krónu. Er þetta mjög tilfinn- anlegt fyrir mörg bæjarfélög. Þegar lánin í lok 1959 eru um reiknuð til samanburðar með gengi ársins 1960 liækka þau úr 934,1 mijjlj. kr. í 2183 millj. kr. í árslok 1960 námu hin um- sömdu lán erlendis um 2501 millj kr. Við þá tölu þarf að bæta austur-þýzku skuldinni, sem getið er hér að framan, um 13 millj. kr., og nema föstu lánin því 2514 millj. kr. í árs- lok 1960 og hafa hækkað á ár- inu um 331 millj. kr. (Við hina nýju gengisfeilingu 13,15° o hækka erlendar skuldir enn meira. eða um 330 millj. kr., og áramótatalan 2514 miilj. kr. hækkar upp í 2844 millj. kr.) 5. Gjaldeyrishagurinn Ég hef nú rætt og reifað þá þætti efnahags- og viðskipta- lífs okkar, sem segja tii um það, hvernig gjaldeyrishagur þjóðarinnar er á hverjum tírna. Ég hef borið saman tölur tveggja ára, 1959 og 1960, til þess að sýna gjaldeyrisþróun ársins 1960. Niðurstaða mín er allt ennur en talsmanna ríkis- stjórnarinnar og mér þykir rétt sem fulltrúi Alþýðubandalags- ins í bankaráði Seðlabankans að birta niðurstöður mínar op- inberlega, enda hef ég undirrit- að skýrslu Seðlabankans 1960 með fyrirvara. Samandregin niðurstaða mín birtist í meðfylgjandi töflu. Þar er þess að geta, að við liðinn um rýrnun útflutningsbirgða þarf að taka tillit til verðlækk- unar á árinu 1960, en þær tölur hef ég ekki. 1. Bætt gjaldeyrisst. bankanna á árinu 1960 2. Leiðrétting v. stu.ttra vörukaupavíxla .... + 239,5 millj. kr. -í- 214,7 millj. kr. 3. Raunverulegur bati gjaldeyrisst. bankanna .. + 24,8 millj. kr. 4. Rýrnun útflutningsbirgða .................. 204.6 millj. kr. 5. Aukning erlendra lána ..................... -f- 331,0 millj. kr. 6. Versnandi gjaldeyrish. þjóðarinnar 1960 um 510,8 millj. kr. heyrt og Kuala Lumpur 5/9 — Saknað er tuttugu manna og einum betur sem voru í íljótabát sem rakst á sandpramma við Ku- ala Selangor í miðhluta Vest- ur-Malaja. 19 mönnum var bjargað. Helsinki 5 9 — Víða í Finn- landi hefur verið frost síðustu næstur og fyrsti snjórinn féll í nótt í Lapplandi. Nína Krústjova, eiginkona sovézka forsætisráðherrans, var í síðustu viku kosin í stjórn stofnunar sem annast á menningartengsl Sovétríkj- anna og Bandaríkjanna. Með- ,al annarra sem eru með henni í stjóminni eru Tat- jana Semoilova, hin víðkunna k vikmy ndaleikkona, k j arn- eðlisfræðingurinn Emiljanoff, rithöfundurinn Korneisjúk, kvikmyndastjórinn Gerasim- off, ballettstjórinn Moissei- éff. Montgomery markgreifi, hinn sigursæli brezki hershöfðngi í síðustu heimsstyrjöld sem nú er staddur í Kína í boði Mao Tsetungs, hefur verið ákærður af lögregiunni í London fyrir þrjú brot á um- ferðarlögunum og er sagðúr hafa stofnað lífi annarra veg- farenda í hættu hvað eftir annað. Shane O’Neill, 42 ára gamall sonur bandaríska leikskálds- ins Eugene O’Neill og eini sonur hans sem er á lífi, var um daginn settur í fang- elsi fyrir að vanrækja fjög- ur börn sín. Shane hefur ,al- ið mikinn hluta ævi sinnar í fengelsum og í sjúkrahúsum vegna eiturlyfjaneyzlu. Osýnilegi maðurinn Undanfarnar vikur höfum við hlustað á útvarpssöguna „Ósýnilegi maðurinn“. Saga þessi segir frá ógæfumanni sem hafði gert sig ósýnlegan og notaði þann eiginleika sinn til þess að féfletta, limlesta og myrða saklaust fólk. Þótt undarlegt megi virðast þá 'er til hér „ósýnilegur mað- ur“ sem eltir hverja einustu alþýðufjölskyldu betur en nokkur skuggi. Þessi ósýnilegi maður er auðvaldið sem kemur fram gagnvart okkur í skött- um, tollum og gengisfellingum. Þegar við göngum inn i verzlun og kaupum á okkur klæðnað eltir ósýnilegi maður- inn okkur og þar sem við borg- um fötin okkar með tvöföldu verði greiðum við lika andvirði klæða hins ósýnilega. Þegar við setjumst að snæð- ingi, sezt hinn ósýnilegi við borðið hjá okkur og etur ó- sleitilega. Við sjáum hann að vísu ekki en sá milliliðagróði, sem liggur í verði máltíðarinn- ar er ósýnilegi maðurinn. Þegar verkamaðurinn og verkakonan fá laun sín út- borguð kemur ósýnilegi maður- inn og hrifsar til sín drjúgan skerf af þeim. Ósýnilegi mað- urinn er í þessu tilfelli vinnu- veitandinn sem stingur arðin- um af vinnunni í vasa sinn ■og greiðir af honum smánar- laun sem er ekki nema lítill hluti af gildi vinnunnar. Þegar bóndiim selur fram- leiðslu sína: dilka og mjólk kemur ósýnilegi maðurinn í kerfi milliliðakostnaðar, drekk- ur hluta af mjólkinni og hleyp- ur í burtu með nokkra kjöt- skrokka. Þegar hinn sami kaup- ir eldsneyti á dráttarvélina, er hinn ósýnilegi nálægur og það lendir á bóndanum að bo.rga fyrir þá báða. Hér táknar sá ósýnilegi olíufélögin þrjú og hin kostnaðarsömu dreifingar- kerfi þeirra. Af sams konar ástæðum verður hinn almenni borgari að greiða upphitunar- kostnað ósýnilega manssins. En ósýnilega manninum þyk- ir þetta ekki nóg: Að við skul- um fæða hann og klæða, að hann skuli stela af okkur fjár- munum sem veita honum nærri öll heimsins þægindi, það nægir honum ekki. Nú vill hann skipa okkur að tengjast efnahagslega, nýlendukúgurum Vestur-Evrópu, svo hann geti veitt „ósýnilegum mönnum“ þeirra landa jafnréttisaðstöðu á við sig til arðráns á okkur. Ósýnilegi maðurinn í út-; varpssögunni stefndi of hátt' og hlaut því dauðdaga sem' ekki er eftirsóknarverður. Stefnir „ósýnilegi maðurinn“: okkar þ.e.a.s. auðvaldið á ís- landi að því að hljóta sams konar endalok? G. Bj. G. '£) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 6. september 1961 Miðvikudagur 6. september 1961 — ÞJÓÐVILJINN — (7i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.