Þjóðviljinn - 06.09.1961, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 06.09.1961, Blaðsíða 9
Um síðustu helgi fór fram hin áriega fjögra bandalaga keppni í frjálsum íþróttum, en að hcnni standa Ihróttabanda- lag Keflavíkur, Ungmennasam- band Kjalnesþings, Ungmenna- samband Eyjafjarðar og íþrótta- bandalag Akureyrar. Það var íþróttabandal. Kefla- víkur sem upphaflega efndi til keppni þessarar. Mikill áhugi var íyrir frjálsum íþróttum í Keflávík á árunum fyrir 1950. og leituðu þeir þá samvinnu hér og þar til þess að ná sér í verkefni. Leituðu þeir til Sel- foss, Akraness og víðar en þau heltust úr lestinni, en Keflavík- ingar gáfust ekki upp þeir leit- uðu víðar. Fyrst til Ungmenna- sambands Kjalnesþings. og þar má segja að hæfist reglubund- in keppni og samstarf sem ekki hefur slitnað síðan. og síðar hafi bæzt við í keppni þessa Ungmennasamband Eyjafjarðar fþróttabandalag Akureyrar. Képpt he'fur vérið árlega síð- an 1950. og er þetta í 5. sinn sem:J 4 félög eru með í keppni þessari. Meðal þátttakenda í keppni þessari er mikill áhugi og vill enginn hætta þátttöku. Hún er viss áfangi á hverju keppnis- tímabili sem íþróttamenn stað- anna verða að búa sig undir að ná. Framhjá því verður heldur ekki gengið. að þetta er stórmót þar sem 8 menn taka þátt í hverri grein eða 2 frá hverju sambandi. Veður spillti kcppninni Meðan keppnin fór fram að þessu sinni var rok og rigning, og skemmdi það mjög fyrir. þannig urðu t. d. langstökkvar- arnir að hlaupa á móti storm- inum og rigningunni, og svipað er um hástökkvarana að segja. Eigi að síður hélt mótið áfram samkvæmt. áætlun, þótt starfs- menn og keppendur væru hold- votir meðan á keppninni stóð. Þi'átt fyrir þetta var keppnin oft jöfn og spennandi og t. d. voru 1. og 2. maður á 100 m á sama tíma og þrír næstu einn- ig á sama tíma. Stigakeppnin hjá UMSK og ÍEA var einnig mjög spennandi, því að tæpu stigi munaði á þeirh fyrir síðustu greinina, 4x100 m boðhl. iBA var á und- an en. v;.u- dæmt úr leik fyrir ranga skiptingu. Stigin voru reiknuð bannig að fyrsti maður fékk 10 stig, 2. 8 stig og 3. 7 stig o. s. frv. 1 boðhlaupunum voru st.igin reiknuð þannig 1. sveit fékk 14 stig 2. sv. 10 st. 3. sveit 8 og fjórða 6 stig. Ef. stig urðu jöfn var þeim skínt. Árangur briggja beztu manna í keppninni: Foiseti ÍSI í Nöretfi í dag fer forseti ÍSÍ Ben. G. Waage til Osló, og ætlar hann að sitja þar þing Nor- rænu íþróttasambandanna. Með hqnum í förinni er Jens Guðbjömsson. Fundir þessir eru haldnir til þess að ræða ýms sameiginleg' mál samband- anna og eru haldnir reglulega. Kringlukast: Þorsteinn Alfreðss. UMSK 45.65 Grétar Óalafsson ÍBK 40.11 Ármann J. Láruson UMSK 39,87 400 m hlaup: Guðm. Hallgrímsson ÍBK 55.4 Birgir Marinósson UMSE 56,6 Jón Gíslason UMSE 57.2 Uangstökk: Björn Jóhannsson ÍBK 5,54 Magnús Ólafsson ÍBK 5.54 Sigurður Sigmundss. UMSE 5,51 Sp.iótkast: Halldór Halldórsson iBK 46.88 Ingvi B. Jakobsson IBK 42,27 Skjöldur Jónsson ÍBK 40,18 Kúluvarp: Skúli Thornrensen ÍBK 13.15 Þóroddur Jóhannss. UMSE 13.02 Grétar Ólafsson IBK 12,91 100 m hlaup: Þóroddur Jóhannss. UMSE 11.1 Guðmundur Hailgrímss ÍBK 11,1 Magnús Óiafsson ÍBA 11,4 Hörður Ingólfsson UMSK 11.4 Ólafur Larsen IBA 11.4 Hástökk: Viðar Daníelsson UMSE 1.60 Hörður Jóhannsson UMSE 1.60 Sveinn Kristdórsson IBA 1.60 1500 m hlaup: Jón Gíslason UMSE 4.49.4 Vilhj. Bjarnason UMSE 4,51.8 Guðm. Hallgrímsson ÍBK 5,02,1 Þrístökk: Sig. Sigmundsson UMSE 12.66 Hörður Ingólfsson UMSK 11,88 Skjöldur Jónsson IBA 11.71 4x100 m Sveit UMSE 50.6 Sveit ÍBK 51.7 Sveit IJMSK 53,5 Sveit ÍBA ógilt hlaup Breiðablik heimsœkir Tindastól Um síðustu helgi heimsóttu handknattleiksstúlkur úr Breiðabliki í Kópavogi og knattspyrnumenn úr sama fé- lagi Tindastól á Sauðárkróki. Fór keppni fram á milii fé- laganna bæði laugardag. og sunnudag. Á laugardag fóru ieikar þannig að í kvenna- flokknum unnu stúlkurnar frá Breiðabliki með 11:7. og síðari daginn unnu þær líka og þá með 11:3. Knattspyrnumennirnir frá Breiðabliki unnu einnig leik- inn á laugardag unnu þeir með 1:0 en á sunnudag unnu þeir með 4:2. í liði Tindastóls voru yfir- leitt ungir menn og margir þerra eru efnilegir og hafa þegar náð töluverðri leikni, miðað við aldur. í fyrra nutu þeir tilsagnar Ellert Sölvason- ar. í ár er Einar Valur leið- beinandi og þjálfari knatt- spyrnumanna á Sauðárkróki. Rómuðu þeir Kópavogsmenn móttökur allar á Sauðárkróki, og var förin öll hin skemmti- legasta. Heildar stigatala varð þann- ig: 1. Ungmennasamband Eyja- fjarðar 117.’ :i stig Keflavíkur 111,1 — 2. Iþróttabandalag 3. Ungmennasamband Kjalarnesþings 74' % — 4. Iþróttabandalag Akureyrar 66,2';'. — Næsta keppni fer fram á Ak- ureyri í umsjá Ungmennasam- bands Eyjafjarðar. Slæm aðstaða í Keflavík DanWaern frá keppni ^ Bæði alþjóðlega frjálsíþróttasambandið og skattadeild lögregl- unnar hafa lagt fram ákæru á hinn heimsfræga sænska hlaup- ara Dan Waern fyrir atvinnumennsku í íþróttum. Um leið og alþjóðlega frjálsíþróttasambandið ákvað að banna Waern þátttöku í alþjóðlegum mótum, lögðu skattayfirvöldin hald á leyniskjöl sænska íþróttasambandsins um athafnir Waerns. £ Þessir síðustu atburðir í máli Waerns hafa komið miklu róti Það er í raun og veru að- dáunarvert hvað eldur áhug- ans log'ar glatt hjá íþrótta mönnum í Keflavík, ef mið- , að er við þær aðstæður sem þeir eiga við að búa. Má segja að þeir séu mjög á hrak- hólum með keppnisvelli og^ einnig æfingasvæði, þó að hægara sé að verða sér úti um blett til að æfa á en það er ekki samkvæmt eðlilegri kröfu tímans. Ekkert mun fast ákveðið um slikan völl og því síður hvenær byrjað verður að byggja hann. Frjálsíþrótta- menn hafa því orðið að flýja í annan hrepp til þess ,að halda mót sem þetta og þar er heldur ekki um góða aðstöðu að ræða. Vissulega stendur þetta frjálsum íþróttum mikið fyrir þrifum, og ef ekki verður að hafst á næstunni verða þeir ekki margir sem bætast við í fxjá'if)ai' íþróttir í Keflavík. Þar er þó mikill efniviður og áhugi. ef aðstaðan drægi það ekki niður. Það er því von frjálsiþróttamanna þar syðra að næsta fjögra héraðamót sem fara á fram í Keflavík eftir 4 ár verði háð á for- svaranlegum velli í Keflavík sjálfri. Annað er tæpast sæm- andi svo. ágætum bæ, með svo marga ágæta efnilega íþrótta- menn. á hugi manna í Svíþjóð. Dagens Nyheter segir þetta mikið á- fall fyrir sænska íþróttasambandið, sem áður hafði fjallað urn þetta mál en aðhafðist ekkert frekar. Dan Waern dvelst nú á hinu þekkta íþróttaheimili Valödalen og býr sig undir landskeppnina við Finnland nú um næstu helgi. Akureyri í I Um helgina komu hingað suður handknattleiksmenn frá Akureyri í boði Ármanns. Handknattleiksfólldð að norð- an er 2. fl. kvenna og 2. og 3. fl. : karla. Á laugardag kepptu norðan- menn við gestgjafana. í kvennaflokkinum sigraði Ár- mann með 5 mörkum gegn 4, í þriðja flokki skildu liðin jöfn skoruðu samanlagt 16 mörk, í öðrum fl. kigraði Ár- mann með yfirburðum með 16 mörkum gegn 9, KA-pilt- arnir fengu fjögur vítaköst á Ármann en skoruðu úr engu! Á sunnudag var haldið smá mót í tilefni af komu Akur- eyringanna, í öðrum fl. og öðrum fl. kvenna. ÚRSLIT: 2. fl. kvenna Ármann—FH margframlengö* ur leikur 2:3 KA—Týr 2:1 KA—Fram 2:1 KA—FH úrslitaleikur 2:3 2. fl. karla Víkingur—KA 4:4 Ármann—FH 6:4 Ármann—KA 3:2 \ FH—Víkingur 3:3 Ármann—V.íkingur 7:0 FH—KA 9:7 ' Úrslit: Ármann 6 stig, FH 3, Vik- ingur 2 og KA 1. Framhald á 10. síðu. Körfuknattleikssambandið fœr bandarískan þgálfara Körfuknattlcikssambandi fs- Iands hefur nú tekizt að fá hingað til lands snjallan bandarískan þjálfara, Clar- cncc Hodges Wyatt að nafni. Háhn er nú á leið til Pakist- an til kennslu þar en mun dveljast hér um mánaðartíma. Wyatt er fæddur í Kentucky 1909 og starfar nú við Berca College í samau-íki sem körfu- knattleiksþjálfari og yfirmað- ur íþróttakennslu. Hann hef- ur M.A. grúðu í íþróttafræð- um og auk þess B.A. gráðu í ensku og sögu, KSl hefur því fengið hingað vel mennt- aðan og færan kennara. Þar sem íþróttakennara- skóli Islands hefur nú und- irbúið námskeið fyrir íþrótta- kennara varð að ráði að Wyatt tæki að sér kennslu í körfuknattleik á námskeiðinu og er það starf nú hafið. í þessum mánuði verður efnt til tveggja námskeiða á vegum KKl. I fyrsta lagi dómaranámskeiðs og í 2. lagi þjálfaranámskeiðs. Dómara- námskeiðið verður sem hér segir: Laugardaginn 9. sept kl. 2 til 4 og 5 til 7. Sunnudag 10. sept. kl. 10 til 12 og 2 til 4. Laugardag 16. sept. kl. 2 til 4 og 5 til 7. Sunnudag 17. sept. kl. 10 til 12 og 2 til 4. Framangreinda daga verður farið yfir regiurnar með hin- um nýju breytingum. sem samþykktar voru í Róm 1960 og gengu í gildi nú í sumar. Er hér um að ræða allmiklar breytingar, sem allir körfu- knattleiksmenn verða að kynna sér. Dómæfingar verða svo væntanlega einhverjar í sambandi við þjálfaranám- skeiðið. Þessa \ daga verður námskeiðið haldið að Grund- arstíg 2 í húsi Í.S.l. Eru körfuknattleiksmenn hvattir til að sækja þctta námskeið. Námskeiðið fyrir áhuga- þjálfara og aðra, er vilja, hefst svo mánudaginn 11. sept. og stendur til föstudags 22. sept. Tímar verða daglega frá kl. 5—7 og 8,30—10 á kvöldin. Kennarinn Wyatt mun í fyrri tímurh fara yfir ýmis tæknileg atriði sem þjálfarar verða að kunna, en í kvöld- tímunum mun hann svo reyna að sýna þessi o.fl. atriði með hjálp körfuknattleiksmanna. Námskeiðið verður haldið í Gagnfræðaskóla Austurbæjar, en tvisvar í viku verða kvöld- tímar í íþróttahúsi KR. Það þarf vart að taka fram, að körfuknattleiksmenn verða að nota þetta einstæða tækifæri til þjálfunar og lærdóms. ritstjóri: Frímann Helgason Miðvikudagur 6. september 1961 — ÞJÓÐVILJINN —

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.