Þjóðviljinn - 27.09.1961, Side 4

Þjóðviljinn - 27.09.1961, Side 4
Rœff v7ð SnorraJónsson um />ing sœnska og brezka verkalýÓssambandsín Það eru ekki launin, i * sem ráða mestu í efnahagskeríinu Framkvæmdastjóri Alþýðusambands Islands, Snorri Jónsson, er nýkom- inn úr ferðalagi til Svíþjóðar og Bretlands þar sem hann sat þing verka- lýðssambanda þessara landa. Snorri sagði blaðinu að því miður hefði hann ekki átt bess kost sökum tímaskorts að sitja þingin allan tímann, sem þau stóðu, hinsvegar hefði hann kynnst helztu viðfangsefnum þeirra, skipu- lagi og vinnubrögðum og væri það næsta lærdómsríkt. Þá hefði hann feng- ið í hendur öll gögn þinganna, tillögur ca álitsgerðir. Snorri Jónsson íramkvæmdastjóri A.S.f. ? Sænska þingið 1 Ég hitti Snorra að máli nú ! íyrir helgina og átti við hann eftirfarandi samtal: — Hvað segirðu um ferða- \ iagið? — Ég var þarna á tveimur þingum á einni viku. — Hvenær fórstu? ' — Fyrsta september, og þá til Stokkhólms á þing sænska i verkalýðssambandsins, 16. í röð- j inni, ef ég man rétt. Þeir halda Arne Geijer forseti sænska Alþýðusambandsins sín þing á fimm ára fresti, svo þú getur nærri að það safnast mikið fyrir af verkefnum hjá þeim. — Og ailt er náttúrlega vel undirbúið? — Þetta er þannig undirbú- ið, að tillögur bera einstakling- ar engar fram á þinginu. Það eru félögin eða réttara sagt undirsamböndin og þeirra stofnanir, sem undirbúa till. og bera þær fram. Þær þurfa að koma til miðstjórnar löngum tíma fyrir þing. Síðan liggja þær fyrir þinginu í prentaðri bók og í annaari bók liggja svo fyrir till. miðstjórnarinnar og athugasemdir við þær tillögur sem miðstjórninni hafa borizt. Maður getur því nokkurnveginn séð, hvað sænska þingið muni samþykkja og í fiestum tilfell- um er það það sem miðstjórnin leggur til. — Og hvar er þá rifizt? — Það er rifizt um hlutina í félögunum og síðan í sambönd- unum. Þar eru málin rædd niður í kjölinn. Ekki svo að skilja að það komi ekki fram skiptar skoðanir á þingunum. — Kom mikill ágreiningur fram í umræðunum? — Ekki þann tíma sem ég var á sænska þinginu. Verkefnin. — Hver voru helztu verkefni sænska þingsins? — Það voru kjaramálin, ýms innri mál samtakanna, og svo kom markaðsbandalagið á dag- skrá. — Hver heldurðu að afstaðan verði til markaðsbandalagsins hjá sænsku verkalýðsfélögun- um? — Það er mikil andstaða gegn því, og þeir sem nú eru þess talsmenn innan verkalýðssam- takanna, og þeir eru fáir,eru það með mörgum og miklum fyrirvörum sérstaklega í sam- bandi við Rómarsamninginn. Þeir sem ég talaði við úr þeirra hópi sögðu, að það þyrfti að vera alg.iört skilyrði, að þeir réðu sjálfir heima, sinni efna- hagspólitík. — Hvar var sænska þingið haldið? — Það var haldið í hátíða- sal verkalýðssamtakanna í Stokkhólmi. Það eru stór og glæsileg húsakynni, enda voru þeir, sem þingið sátu hátt á fimmta hundrað, ásamt gestum. — Og mikið af erlendum gestum? — Já, þeir voru margir, bæði frá Norðurlöndum og víðar. Þingið í Portsmouth — Skiptar skoðanir. — Svo flaugstu yfir til Lundúna? — Já, og þaðan fór ég með lest til Portsmouth, þar sem þingið var haldið. — Og hvernig var umhorfs þar? — Það er sérstakur og frjáls- legur bragur á þessum brezku þingum og þau eru haldin ár- lega. Þar fannst mér fulltrú- arnir tjá sig meira og koma fram skiptari skoðanir. Það var mikið rætt um kjaramál- in á brezka þinginu, og það virtist ríkfa algjör einhugur um það. að félcgin yfirleitt þyrftu að búast til sóknar um kiara- málin. Þar var líka mikið tal- að um markaðsbandaiagið og skiptar skoðanir um það. — Um skipulag þessa þings má segja svipað og um það sænska, að málin eru undirbúin löngu fyr- irfram og oftast ræður mið- stjórnin úrslitum mála. Þó var þarna a.m.k. ein mikilsverð til- laga, sem samþykkt var í and- stöðu við miðstjórn sambands- ins, var það tiilaga, sem fól í sér mótmæli til ríkisstjórnar- innar gegn því að þýzkum her- flokkum væri leyft að þjálfa í Bretlandi. — Hvað var brezka þingið fjölmennt? — Þar voru samankomnir 1000 fulltrúar og gestir og þing- ið var haldið í ráðhúsi Ports- mouth, mjög skemmtilegum húsakynnum. Það kostar mikið fé að hafa allt í bezta lagi. — Telur þú ekki að við get- um margt lært af skipulagi og vinnubrögðum þessara verka- lýðssambanda? — Jú, vissulega, ekki hvað sízt um undirbúning mála. En þetta eru sterk samtök fjár- hagslega og það kos+ar mikið stárfslið cg fé að ha+'a undir- búning allan eins cg hann þarf að vera. Eins og bú manst er gert ráð fyrir því í lögum Albýöusambands íslands, að tillögum þurfi að skila mánuði fyrir þing, en það hefur ekki verið framkvæmt hér og svo bera þingin oft svip af því. — Telur þú ekki að Alþýðu- sambandið þurfi að taka upp fastari form hvað þetta snertir? — Það væri æskilegt að ýmsu leyti. Það hefur að vfsu sína galla líka, en þetta á að tryggja það, að mál verði bet- ur undirbúin. f Framhald á 10. síðu. || . . . En þeir, sem ríktu hefðu setið í hægara sæti án min, sú var mín von. Bertold Brecht. • Þeir, sem eru á ferð margir saman og eiga langa leið fyrir höndum, telja það til góðra siða að staðnæmzt sé öðru hverju, hugað að vist- um og velferð manna og hvernig þeir séu til göngunn- ar búnir. 0 íslenzk alþýða er nú í einum slikum áfangastað. Hún bjó sig til nýrrar göngu fyrir tæpum fjórðungi ald- ar, þegar hún stofnaði Þjóð- viljann. Síðan hefur hann verið skjöldur hennar og sverð, rödd hennar og vegvís- ir á torsóttum leiðum. • Þegar ég minnist Þjóð- viljans nú koma mér í hug ofanrituð orð þýzka skálds- ins Brechts, Eem ég las fyrir nokkru í þýðingu Sig- fúsar Daðasonar. Þau eru úr kvæðinu: „Til hinna óbornu“. Þannig er það líka um blöð alþýðuiuíar, sem haldið hafa viiku sinni, þau eru skrifuð fyrir hina óbornu ekki síður en samtíðina. Jafnvel þótt all- ir hafi gleymt orðfæri ein- stakra greina hefur boðskap- ur þeirra fest rætur í hugum fólksins, borið ávexti í mennt- un þess og skilningi á gildi samhjálpar og samtaka. • Þannág hefur Þjóðviljinn verið. Hann hefur verið slík- ur að erfitt er að gera sér liugmynd um hvar í dag væri komið reisn, ekki aðeins ís- lenzkrar alþýðu, heldur fs- lendinga yfirleitt, ef hans hefði ekki notið við. Ég held að við fáum bezt skilið það með því að ímynda okkur að blað eins og t.d. Alþýðublað- ið er, væri í dag sterkasta málgagn islenzkra launþega, íslenzkra landsréttinda, liug- sjóna vinnandi fólks um ráð yf- ir landi sínu, framleiðslutækj- um þess og auðlindum, — í einu orði sagt sterkasta mál- gagn íslenzkrar menningar. • Þegar við nú í áfanga- stað hugum að því, hvernig við crum til göngunnar bú- in, þá sjáum við að hann, sem mestu varðar er vanbú- ’irth: Þjóðviljann ífiortir ldæði, hann er ekki þannig úr garði gérður, að1 við getum haldið um illfærur þegar veð- ur spillast, fyrr en úr er bætt. • Við vitum, að eftir að auðstéttin glataði valdinu til algjörra yfirráða um hagi vinnandi fólks, þá á hún þó eitt vopn, sem hún notar til hius ýtrasta, það eru fjár- munirnir, sem hún eys í á- róðurstæki sín. Hún veit að hvergi er betri arðs von, en af því fjármagni, sem í blöð hennar fer, og hún mun fara nærri því sanna, þegar pen- ingar eru annarsvegar. En líka á þessu sviði hefur hið vinnandi fólk yfirburði, að- eins ef það gerir sér þess grein hve fjölmemit það er, live ríkt það er í „fátækt“ sinni en sameinuðu afli. Það kann að vera, að i þeirri sókn. sem nú er hafin fyr- if., Þjóðviljann, náum við því ekki að jafnast við áróðurs- tæki peningavaldsins. Hitt vitum við þó, að með því að afla Þjóðviljanum nýrra tækja. og bæta aðstöðu hans og útbreiðslu, staékka hann um þriðjung og gera. hann að öðru leyti betur úr garði, þá mun málstaður hans vega upp það sem á skortir um orðafjölda við biöð auð- maimastéttarirjnar. • Og hann mun ekki í fram- tíðinni fremur en til þessa bregðast þeirri von, að þcir sem n'ktu hefðu sctið í hæg- ara sæti án hans. — St. ÍÍilillliiiiiliiililillllllllllliiiiilillillilillllllilililiiiiillilliliiiillllllUIIllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllilllllllllllllllllllllllllllllllliIlilllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllilliElllllllllllllllllllll: j£J — ÞJÖÐVILJINN — Miðvikudagur 27. september 1961

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.