Þjóðviljinn - 14.10.1961, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 14.10.1961, Blaðsíða 1
STARFA Laugardagur 14. október 1961 — 26. árgangur — 235. tölublað Fjárlagafrumvarpið sannar skipbrot efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar Genghlœkkunin siSasfa var gerS til a3 bjarga ■ rikisstjórninni úr öngþveiti ,,viSreisnarinnar" — Varð slys? ■ a — Nei, nei, væni minn, : fólkið er allt að kaupa miða | í happdrætti Þjóðviljans. NOTIÐ HELGINA Það Bftnasðeius -l?~dagar [ þar til dregið verður í ■ fyrsta skipti í Afmælishapp- [ drætti Þjóðviljans. Margir af stuðningsmönn- [ um b'aðsir,s eiga ennþá ó- ■ lokið einhverju af þeim : verkefnum, sem þeir þurfa [ að sinna fyrir liappdrættið. ■ Þjóðviljinn treystir sér- [ liverjum velunnara lians til : að gera eftirfarandi; 1) Ilafa þegar samband [ við þá aðila, sem þeir kunna • að liafa tekið að sér að ta'.a ■ við. [ 2) Bjóða kunnirgjum sín- : um og starfsfMögum happ- [ drættismiða. ■ ■ ■ 3) Gera skil á skrifstofu j happdrættisins, Þórsgötu 1, : fyrir þær blokkir, sem þeir ■ hafa tekið. : 4) Taka viðbótarblokkir : til sölu, því að allir þurfa ■ að sameinast um að gera j þennan lokasprett sem [ glæsilegastan. ■ ■ Skrifstofan verður opin í j dag (Iaugardag) kl. 10—12 [ f.h. og 4—6 e.h. og á mánu- j dag frá kl. 10 um morgun- [ inn til 7 um kvöldið. ■ ■ Skiladagur utan Reykja- j víkur er á mánudag. Skila- j dagur í Reykjavík er á mið- • vikudag. : 1700 milljóna króna fjárlaga- frumvarp Gunnars Thóroddsens i ber skýran vott um skipbrot ^ „viðreisnarinnar“, cfnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar. Það er ljóst að ríkissjóður hef- ur verið kominn í fjárhagslegt öngþveiti, vegna þess að sam- dráttarstcfnan hafði stórdregið úr tekjum ríkissjóðs. Gengislækkunin síðasta er svo gerð ekki sízt til að komast úr þessu öngþveiti með ríkissjóð. j Fjárlagafrumvarpið, sem lagt hefur verið fyrir nýbyrjað Al- | þingi, gerir ráð fyrir að útgjöld ríkissjóðs á næsta ári verði hvorki meira né minna en 1700 milljónir króna. Af tekjum fjárlagafrumvarps- ins vekur strax athygli að af 1700 millj. krónunum er tekju- og eignaskatturinn ekki áætlaður nema 95 milljónir króna. Hinsvegar er beinn söluskattur orðinn 553 milljónir! • Þannig -stjórna mennimir, sem alltaf eru að kvarta um aukningu dýrtíðarinnar, en augljóst er hve gífurleg dýrtíðaraukning felst í því að taka sívaxandi hluta af tekjum ríkisins með söluskatti. að afgreiða fjárlögin hallalaust.; Til þess að svo megi þó líta út tekur Gunnar Thóroddsen upp á þeirri nýlundu að setja fjár- lögin upp hallalaust á þann hátt að gert er ráð fyrir að greiddir verði nokkrir tugir milljóna af beinum útgjöldum ríkissjóðs á árinu með lántökum! Þannig er t. d. framlagið sem ríkissjóður er skyldugur sam- kvæmt lögum að greiða í at- vinnuleysistryggingarsjóð, en það er um 28 milljónir kr. á ári, ekki fært sem útgjöld á fjárlaga- frumvarpinu heldur látið falla niður úr útgjöldunum, og sagt að þetta eigi að greiða með lán- töku! Á sama hátt er skýrt frá í frumvarpinu að bein útgjöld vegna undirbúnings og áætlana vegna jarðhitarannsókna og raf- veituframkvæmda, samtals 35 millj. kr., eigi að greiðast með lántöku. Auk þessa er þannig gengið frá frumvarpinu að ljóst er að framlög til verklegra fram- kvæmda eru stórlega lækkuð frá því sem áður var. f sumum til- fellum, eins og til vegamála, er Framhald á 3. siðu. Sósíalistar FUNDIR í öllum deildum n. k. mánudagskvöld. Formannafund- u.r kiukkan sex síðd. í dag — Sósíalistafélag Rcykjavíkur. Síóríelld hækkun Það sem einkennir fjárlögin fyrir 1962 er stórfelld hækkun þeirra frá því er verið hefur, en þó er gert ráð fyrir því að enn verði samdráttur á magni inn- fl.utnings af almennum vörum. Gert er ráð fyrir því að tekjur af vörumagnstolli-lækki, en jafn- fram að tekjur af verðtolli stór- hækki, vegna hinna miklu verð- hækkana. Gunnar í flækju vióreisnarinnar Fjárlagafrumvarpið ber þess ljc-st vitni að efnahagsstefna rík- isstjórnarinnar hefur verið kom- in með fjárhag ríkisins í full- komið öngþveiti. Og ein þung- vægasta ástæðan til þess að gengislækkuninni síðustu var skellt á, er þeinlínis sú að afla ríkissjóði tekna, finna ráð til að skera Gunnar Thóroddsen niður úr þeirri f jármáiaflækju sem hann var kominn í. I greinargerð frumvarpsins seg- ir, að rekstrartekjur hækki um 132 milljónir króna. ..Stafar þessi hækkun fyrst og fremst af áhrif- um gengisbreytingarinnar á að- flutningsgjöld." Hitt mun þó sannara að beinar tekjur ríkis- sjóðs vegna gengisbreytingarinn- ar verði enn meiri. Og þessar 132 milljónir varð rfkissjórnin að ná í fyrst og fremst vegna áfalla af ,,viðreisninni“ óg samdráttar- stefnunni. Feluleikur með útgjöld Þessi mikli tekjuauki dugar þó hvergi nærri til þess að hægt sé ÞRÆLAHALD PORTÚGALA í ANGÓLA Myndin er tekin á akri portúgalsks landeig- anda í Angóla. Svartir þrælar vinna á akrinum, en yfir þeim stendur Portúgali með byssu í hendi. Þeir sem til þekkja segja þetta nýjung þar í landi; áður hafi þrælahaldararnir talið sér nægja að bera svipur, — en nú minnast þeir þess að uppreisnin hófst einmitt á einni stærstu plantckrunni í landinu, „Primavera“ í norður- hluta landsins. Hefndardýrtíð ríkisstjórnarinnar Verðhœkkun á hangikjöti 15.2-18.2 prósent í gær auglýsti Framleiðsluráð landbúnaðarins nýtt verð á hangi- kjöti. Samkvæmt hinni nýju verð- lagningu kostar hangikjötslæri í smásölu nú kr. 42.20, í fyrra kr. 35.30. Hækkuit 6.40 eSa 15.2%. Frampartar kosta nú í smásölu kr. 34.50, í fyrra kr. 28.20. Hækkto kr. 6.30 eéa 18.2%. , _

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.