Þjóðviljinn - 29.10.1961, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 29.10.1961, Blaðsíða 7
Aðalsteinn Eiriksson sextugur Það var á árunum skömniu fyrir 1930, að ungur maður átti oft leið um Laufásveginn fræga í Reykjavík. Hann skom au§tan að og hélt niður í miðbæinn, en átti jafnan viðdvöl í gömlu og virðulegu húsi við Tjörnina. Hann var fríður sýnum, föl- leitur, dökkhærður og hárprúð- ur, dökkbrýndur, og undir brúnum voru djúp augu, full af draumaþokka. En jafnframt sá þar í glóð, sem skyndilega gat hafizt í blossa og heitan log- andi eld. Hann hafði mjúklegt fas, en þó einarðlegt, var kurt- eis og aðlaðandi, án þess að opna faðm sinn öllum viðhlæj- endum. Það var glæsimennska yfir svip hans og framkomu. Undir hendi bar hann leður- tösku, sem oft var talsvert þrýstilega úttroðin af nótum. Þetta voru tvennskonar nótur og mjög fjarskyldar, þó að þær lægju í sátt og samlyndi, í tösku Aðalsteins Eiríkssonar. Þetta voru sönglaganótur, því að Aðalsteinn var orðinn söng- kennari við Miðbæjarskólann, hitt voru reikningsnótur yfir skuldir í frumbókum, þar eð hann hafði reikningshald fyrir þekkt fyrirtæki í miðbænum. Vafalaust var þetta samfélag í töskunni tákn þess, að efnið og andinn toguðust á um manninn, svo sem ég hygg að jafnan hafi verið á lífsleið hans. Hann var listelskur og söngvinn og sótti mjög inn á svið ljóða og laga, en á hinn bóginn var brauðstritið byrjað fyrir alvöru, svo að utan hugðarefna sinna vann hann í aukavinnu við að afrita skuldanótur og reikna út talnadálka. Það virðist vera langt að horfa frá þessum érum Aðal- steins fram til ársins 1961, svona hartnær eins og fyrir börn hans nú að líta fram til ársins 2000. En þessi ár eru nú liðin og Að- alsteinn Eiríksson stendur á sextugu. Þegar litið er á Aðalstein í dag, virðist flest vera með sömu ummerkjum og fyrr. Hann ber unglegt yfirbragð, hláturinn brýzt upp úr heitri uppsprettu hjartans, varmur og smitandi, limaburðurinn er léttpr og hisp- urslaus og eldur augnanna log- ar glatt. En margt hefur gerzt á þessum árum í lífi Aðalsteins, sem sýnir og sannar, að hann hefur gengið „götuna fram eftir veg“ í þjóðfélaginu, og á þeim vegi munu spor hans lengi sjást. Aðalsteinn er Þingeyingur að uppruna, fæddur í Krossavík í Þistilfirði 30. október J.901. For- eldrar hans voru hjónin Kristín Jónsdóttir frá Steinkirkju í Fnjóskadal og Páil Eiríkur Bálsson frá Kverkártungu í Norður-Múlasýslu. Að loknu námi í Eiðaskóla hóf hann nám í Kennaraskólanum og tók kennágapróf vorið 1924, sigldi þá samsumars til námsdvalar á Norðurlöndum, dvaldist eihkum í Noregi til þess að kynna sér söngkennslu í skólum, og sótti einnig almennt kennaranám- skeið á vegum kennaraháskól- ans í Niðarósi. Hann hafði með námi í Kennaraskólanum stund- að söngkennslu við barnaskól- ann í Reykjavík, . starfaði þar síðan sem fastúr kennari 1924 til 1934. Þá var hann skólastjóri héraðsskólans að Reykjanesi um 11 ára skeið, hefur síðan unnið margskonar störf í þágu fræðslumálanna, verið fulltrúi í fræðslumálaskrifstofunni, náms- ■stjóri héraðs- og gagnfræða- skóla, en situr nú í miklu trún- aðarstarfi sem eftirlitsmaður skólafjármála, en það embætti var stofnað eftir lagasetningu 1955, og tck hann þá þegar við því. Hér er aðeins stiklað á hinu stærsta í starfsferii Aðal- steins, en ótalin hin fjölmörgu verkefni önnur, sem hann hef- ur verið þátttakandi í og leyst af hendi á sviði félagsmála og kennslumála. Það er erfitt að titla Aðal- stein eftir starfi hans. En ef það væri ekki útjaskað að kalla hvern þann skólamann, sem : við kennslu fæst, þá ætti hann að bera titilinn: skólamaður. Það hefur henn verið í beztu merkingu þes-s orðs. Hann var einn af frumherjum nýskóla- hreyfingarinnar, sem hófst í kringum árið 1930, og hafði víð- tæk áhrif til hins betra á allt skólakerfi land-sins. Hann var vinsæll og ágætur kennari og síðar styrkur og mikilhæfur skólastjóri héraðsskóla, en segja má, að stofnun Reykjanesskól- ans sé einvörðungu verk Aðal- steins. f samvinnu við fremstu forystumenn Djúpmanna hóf hann baráttu fyrir stofnun skól- ans, ferðaðist um þar vestra og hóf stemmningu fyrir málinu meðal héraðsbúa, sótti síðan til stjórnarvalda. landsins um stuðning. En róðurinn var erf- iður, því að ekki lá laust fyrir að fá viðurkenningu á stofnun nýs héraðsskóla. í því máli kom glöggt fram dugnaður Aðal- steins og málafylgja. Skólinn var reistur á hinum jarðheita stað og hóf sig brátt til vegs og virðingar undir stjórn hans. Héraðsbúum þótti svo vænt um þetta framtak í menningarmál- um héraðsins, að segja má, að þeir hafi fært fyrir það fórnir og síðan farið þangað píla- grimsferðir. í riúverandi starfi hefur Að- alsteinn haft með höndum stórmál, sem hann hefur leyst og leitt til lykta af festu og djúpum hyggindum. Hafa sum þessara mála legið þannig fyrir, að trauðla er hægt að ræða þau opinberlega, án þess að svipti- toyljir geisi um heimili, skóla og jafnvel heil héruð, að ó- gleymdum háum embættum. Að þess.um málum hefur Aðalsteinri unnið í svo mikilli kyrrþey, að undrast má, og telja verður Framhald á 10. síðu.- i- SuupudaBur 29k október 1961 — ÞJÓÐVILJINN (3 Grænlenzkur umiak ‘með meiðum til að skinnið eyðileggist ekki þcgar . báturinn er dreginn á land. rrfv 'i 'nv.-l?iUiind • Indverskur katamaran SIIPSINS Bókin um sögu skipsins Björn Landström uð að öllum frágangi og hann hefur séð um að aldrei þyrfti að fletta blaði til að finna teikninguna af því sem verið er að lýsa. Það er Gyldendal forlagið sem gefur bókina út á átta tungumálum en hún hefur þeg- ar verið þýdd á fjórtán. Búast má við að hún komi bráðlega í bókaverzlanir hér á einhverju norðurlandamálanna og ensku. Sjálfsagt veýður hún nokkuð dýr, hún kostar 125 Dkr í Dan- mörku (um 780 íslenzkar). Saga skipsins er um 8000 ára gömul og þáð eru stórar eyður í vitneskju jokkar um það á ýmsum tímijm — oft ná þær yfir nokkur hundruð ór, en í bók Björns Landströms fæst ó- metanleg yfirsýn yfir það sem rannsóknir hafa leitt í ljós varð- andi skipið, niðurstöður sem byggðar erd á fornleifarann- sóknum, rannsóknum á skips- flökum sem náð hefur verið upp úr sjónum, á gröfum og á gripum skipasafna um allan heim. Það hefur tekið Björn Land- ström tólf ár að skrifa þessa bók en ekki er annað hægt að segja en að Þau ár hafi verið vel notuð. Hann hefur skrifað bók sem lengi hefur vantað. Saga skipsins er nærri jafn löng sögu mannsins. Við kunn- um að sigla löngu áður en við lærðum að aka og fljúga. Samt er það fyrst nú að skrifuð hef- ur verið nákvæm saga skips- ins. Það er einn maður sem hefur gert það, sænsk-finnski teiknarinn málarinn og rithöf- undurinn Björn Landström. — Hann er sjálfur reyndur sigl- ingamaður en hann hefur ekki skrifað bókina af ást til hafs- ins. Það er ást hans á „skip- inu“ sem hefur knúið hann til þess og verkið á engan sinn líka í skipsbókmenntunum. Bók Landströms er rúmlega 300 síður og í henni eru hvorki meira né minna en 807 teikn- ingar. Við hliðina á frumstæð- um myndum af skipum og bát- um sem gerðar hafa verið af listamönnum fortíðarinnar eru endurmyndir höfundarins. Sum- ar teikningar hans sýna allt skipið, smíði þess og útbúnað, aðrar einstaka hluta þess. Meira að segja skreytingin er sýnd á stórum litmyndum og margar myndirnar eru með töluskýringum. Fyrsta enska gufuskipið með skrúfu, „Rattler“ sem var 888 lestir og með 200 hestafla vél. um„ nú var líka farið að sigla niðrí honum. Nú á tímum sigla kjamorku- knúin-sk p bæði ofan og neð- ansjávar og fundnir hafa ver- ið upp flugbótar — bátar sem nærri því fljúga og sigla í einu. Það er ekki komið að öid gufuskipsins fyrr en eftir 200 síður en það -er svo sem ekk- ert skrítið þar sem saga þess hefst ekki fyrr en um 1700. Bjöm Landström hefur vitað nákvæmlega hvemig hann vildi hafa bókina. Hún er mjögvönd- ir úthöfin og fundu ný lönd, hermenn og kaupmenn fylgdu í kjölfar þe.rr.a o^ nýlendurnar urðu til. Gufuskip tóku við af segl- skipunum og síðan komu vél- .skipin. Menn létu sér ekki lengur nægja að sigla á sjón-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.