Þjóðviljinn - 07.11.1961, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 07.11.1961, Blaðsíða 1
Stórbruni í ' KópesogL — Sjá 2. sifa Þriöjudagur 7. nóvember 1961 — 26. árgangur — 256. tölublað VAR FRAMKV/EMD 99 Ilaldlansar afsakanir orsök gengislækktm- arinnar sé aficibresíu?, verSfaSi útflnimngs- vará eSa kanpltæklsanií. Hvorki aflabrestur, verðfall á útflutningsvörum né kauphækkanirnar á si. sumri verður fært fram með réttu sem afsökun hinnar csvífnu gengislækkun' r er Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn létu frarn- kvæma í ágústbyrjun. !, Gengislækkunin var gerð vegna bess aö ríkisstinrnin vissi að „viðreisnin“ var komin í algjört strand. Ríkis- stjórnin var komin í önvþveiti með fjármál sín. Þess vegna m. a. var gripið til óyndisú'rræða gengislækkun- 1 arinnar. I I Sjálf aðferðin var stjórnarskrárbrot. Engin nauðsyn, hvað þá ,,brýn nauðsyn" var að svipta Alþingi gengis- skráningarvaldinu. Og nýir skattar varu lagðir á með bráðabirgðalögum, þvert ofan í ákvæði stjórnarskrár- ; innar. I var fengið vald það til gengis- skráningar, er Alþingi hefur haft. Lúðvík hóf ræðu sína með því að sýna fram á, að ríkisstjórnin hafi framið stjórnarskrárbrot með því að taka valdið á geng- isskráningunni af Alþingi og fá það Seðlabankanum með bráða- birgðálögum. Ríkisstjórnin hefur ekki reynt að rökstyðja, að „brýna nauðsyn“ hafi borið til þeirrar breytingar. Vegna þeirrar afstöðu taldí Lúðvík ekki ceðlilegt að sú til- gáta hafi komið upp að ríkis- stjórnin hafi viljað forðast að láta alþingismenn greiða beint atkvæði um hina nýju gengis- skráningu, eins og þeir hefðu orðið að gera, ef bráðabirgðalög- in hefðu fjallað beint um sjálfa gegnislækkunina. Blekkingar um aflaleysi og verðfall Meginhluti hinnar ýtarlegu ræðu Lúövíks, er stóð hátt á aðra klukkustund, fjal.Iaði um röksemdir Gylfa Þ. Gíslasonar fyrir nauðsyn gengislækkunar- innar á sl. sumri en þær hafði ráðherrann talið stórfelldan afla- brest og verðlækkun á íslenzk- um útflutningsafurðum árið 1960 auk . of mikilla kauphækkana. Lúðvík tók hverja af þessum röksemdum ráðherrans lið fyrir Framhald á 3. síðu. Þetta voru nokkur atriði í efn- ismikilli og ýtarlegri ræðu sem Lúðvík Jósepsson, formaður þingflokks Alþýðubandalagsins, flutti á Alþingi í gær, er fram fór 1. umræða í neðri deild um breytinguna á Seðlabankalögun- um, sem gerð var í sumar með bráðabirgðalögum, er bankanum ir Askja ú fær- ast í aiikana á ný I gærkvöld hringdi mað- ur til blaðsins og sagðist hafa verið að hlusta á stuttbylgjusendingar og heyrt þá m.a. sendingu frá Guðmundi Jónassyni, sem verið hefur við öskju með ferðamannahóp. Hefði sagt í sendingunni, að gosið væri aftur að færast í auk- ana, nú gysi úr þrem gígum, þar af einum nýj- um, og væri stórfengleg sjón á að horfa. Blaðið reyndi í gær- kvöld að ná sambandi við Guðmund til staðfestingar á þessari frétt en tókst það ekki. Frásögn af gos- inu um helgina er á 3. síðu Afmælishappdrætti Þjóð- viljans. — Umboð: Æskulýðsfylkingin. Vinnings má vitja í skrif- stofu happdrættisins, Þórsgötu 1, sími 22396. þetta númer hlaut fyrstu Volkswagen-bifreiðina í Súrsuð síld frá BÚR fer á markað ytra en óþekkt hér 1 ísbirninum var mikið um að vera í gær. Þar var síldin sölt- uð og fryst. 1 hádeginu var auglýst eftir söltunarstúlkum og þær létu ekki á sér standa. Þessi stúlka heitir María og hún og vinkonur hennar sögðu að þetta væri skemmtilegasta verk sem þær ynnu. Allt væri fulikomið ef síldin væri stærri og jafnari. Ein kona sagðist hlaupa á brott frá karli og börnum um leið og hún ætti færi á að salta síld. Tii Isbjarnarins kom síld af fjórum bátum: Birni Jónssyni, Ásgeiri, Hafþóri og Pétri Sigurðssyni, a. m. k. rúmlega 1000 tunnur. Talsvert magn af síld barst til Reykjavíkur í gærdag og var unnið hér í frystihúsum að nýtingu hennar. Síldin var söltuð og fryst og hjá Bæjar- útgerð Reykjavíkur var hún einnig sett súrsuð í tunnur. Verkstjórinn hjá BtJR, Matt- hías Þ. Guðmundsson, skýrði fréttamanni Þjóðviljans frá verkun súrsuðu síldarinnar. Hann sagði að Síldarútvegs- nefnd hefði í fyrra byrjað með tilraunir á súrsun síldar og hefðu þær gefizt vel. BÚR fékk síðan vél frá Síldarút- vegsnefnd, sem flakar síldina og haussker. Þessi vél er þýzk, % af gerðinni Baaden. Tvær kon- í ur sitja við hana og raða síld- inni fyrst í plastbakka. Vélin hausar síðan síldina og lang- sker hana. Vélin flytur síldina áfram í gegnum þvottahólf. i Síöan er síldin sett í hrærivél og hrærð þar saman við súrs- aðan vökva í 4—5 mínútur, eða svo lengi að öruggt sé að hvert flak hafi tekið í sig súr- an vökvann. Síðan er síldin sett í tunnur. Matthías sagði að ef stúlk- urnar við vélina væru hand- fljótar skilaði vélin 120 stykkj- um á mínútu. Síldin, sem er verkuð þannig, fer á markað í Vestur-Þýzkalandi. Síld sem fer á Ameríkumarkað er sporðskorin og súrblandan er nokkuð fróbrugðin. Norskar flökunarvélar eru betri við verkun síldarinnar sem fer á Ameríkumarkaðinn. Matthías sagði ennfremur að , þes-si vél væri með þeim beztu á landinu og hefði reynzt vel í alla staði. Hann áleit að fleiri aðilar 'nefðu í hyggju að Framha’d á ?. síðu Flökunarvélin hjá BtJR í fulium gangi. Tvær konur sitja við hana og raða síldunum í á færibandi. — ( Ljósm. Þjóðv.)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.