Þjóðviljinn - 07.11.1961, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 07.11.1961, Blaðsíða 10
 1 1 Stjórnandi: Claude Chabrol. Aðalhlutverk: Gérard Blain, Jean-Claude Brialy og Juliette Mayniel. Claude Chabrol, höfundur þessarar myndar, er einna fremstur í flokki þeirra ungu kvikmyndamanna í Frakklandi, sem nefndir hafa verið ,.nýja bylgjan" og eru svarnir fénd- ur alls þess, sem gamalt og gelt er í kvikmyndalist. Hann er rúmlega þrítugur og er þetta önnur eða þriðja mynd hans og sú fyrsta, sem hér er sýnd. Hann bæði semur hand- ritin að myndum sínum sjálfur og stjórnar þeim. Efnið í LES COUSINS er um tvo frændur, Charles og Paul, þeir búa saman í lélegri lúxus- íbúð í París og nema lög. Paul er hinn gáfaði heimsmaður og svallari en Charles er uppalinn út í sveit og er ekki vanur hinu æðislega borgarsvalli og þarf að leggja harðar að sér við lesturinn. Hann kynnist Flor- ence í einu partýinu og verður yfir sig ástfanginn. Hún kem- ur að heimsækja hann daginn eftir, hann er ekki heima og hún háttar hjá Paul. Eftir það heldur hún til í íbúðinni sem ástmey hans. Prófin koma, og það er Paul, hinn snjalli saur- lífisse^gur, sem flýgur í gegn en Charles sá er þrælað hefur fellur. C’est la vie, voru þau vön að segja. Það er reynt að ganga í ber- högg við allar gamlar venjur hinna eldri í þessari mynd bæði siðferðislega og eins hvað viðkemur myndinni sjálfri, en fátt nýtt kemur fram. Þessa sömu karaktera þekkir rnaður úr þó nokkuð mörgum öðrum myndum svipaðs eðlis og þeir rista ekkert dýpra hér. Mikið af því sem á að vera nýtt og genialt er tekið að láni ann- arsstaðar frá, en að ölum lík- indum óafvitandi þó, því Cha- brol er að mörgu leyti ekta, en samt undir of sterkum áhrif- um hins „gamla og vanalega". T. d. byrjunin, bílferðin í gegn- um París, hvað skyldu margar kvikmyndir til þessa hafa byrj- að nákvæmlega si svona? Hin sífellda „pan“-hreyfing með myndavélina á að vera nýtt, enda er það bæði nýtt og gam- alt, því það er það fyrsta sem amatör eða 8mm kvikmynda- tökuvél gerir, hann beinir vél- inni í allar áttir og eltir með henni allt sem vekur athygli hans, í staðinn fyrir að „komp- onera“ myndina inn í ramm- ann. En það er margt vel gert ÍTændurnir og stúlkan. Sveita- pilturinn Charles er fremst, þau Paul og Florence að baki honum. í myndinni, sem ber vott um markvissa hæfileika, t.d. í klippingunni hvernig farið er beint úr kafla í kafla en ekki ihið vanalega feidát og feidinn. Einnig er það mjög mark- visst og skemmtilegt hvernig músikin er notuð. Mozart og Wagner eru leiknir undir hin- um æðisgengnu stúdentapartý- um, sem gefa fjörugustu Garðs- böllum lítið eftir. Frumsamin músik eftir mann, sem ég man ekki hvað heitir, því það stend- ur ekki í prógramminu, er líka oft mjög áhrifarík (orðið á- hrifarík táknar ekki sentimen- tal hérna). Bæði þegar hún er felld saman við hina klassisku músik og eins, þegar hún er notuð ein sér t.d. í næturferð Charles um borgina eftir að hann hefur fallið. Þrír ungir og áður óþekktir leikarar fara með aðalhlutverk- in. Jean-Claude Brialy leikur Paul snilldarlega vel, Gerard Blain, u.ndir áhrifum frá Jam- es Dean og Mbntgomery Clift, leikur : Charlep og Juliette Mayniel leikur Florence. Þau hafa nú öll náð mikilli frægð og eru orðin 'miklar stjörnur í heimahögum sínum og víðar. Það er erfitt að meðtaka þessa mynd þrátt fyrir hina ýmsu kosti hennar og þá kannski fyrst fyrir það hversu gjörsamlega hún er sneydd allri umhyggju fyrir því sem hún segir frá. En þar fyrir skyldi enginn, sem unnir betri gerð kvikmynda láta hana fara fram hjá sér — nei, alls ekki. P.s. Islenzka heiti mynd- arinnar, sem mun vara þýðing á því þýzka, er gjörsamlega út í hött. Hún átti að heita „Frændurnir" og ekkert annað. Austurbæjarbíó og nokkur önn- ur kvikmyndahús hér í bæn- um og Hafnarfirði, hafa að undanförnu sýnt afbragðs myndir, og er það vel, og von- andi að áframhaid verði á og fleiri hús geri slíkt hið sama. Ég leyfi mér að benda á þrjár myndir núna, sem ekki hafa sézt hér enn: A Bout de Souffle, L’Avventura og t. d. ■ Ballad of a Soldier. -r- Efterslœgfen vann FH Framhald af 9. síðu. " * áttu góðan leik og yfirleitt var liðið samstillt. Lið FH lofar góðu Hafnfirðingar léku nú fyrsta leik sinn á keppnitímab.Tinu, og er ekki hægt að segja að ílla hafi verið af stað farið. l,eikurinn bar þó nokkurn keim af því að vera fyrsti leikur. Hraðj þeirra var oft mikill, en leikur ekki eins skjpulegur og oft áður. Það var eins og þeir væru ekki búnir að fella sam- an hraðann, öryggið og ungu vnennina sem voru með, en þeg- ar það hefur tekizt þurfa þeir ekki að kvíða. Þeír voru líka óvenju seinir í vörnina, og létu Efterslægten koma sér í opna skjöldu, sem var þeim afdrifa- rikt, bæði fyrir þá og úrslit leiksins. Pétur, Einar, Örn og Kristj- án áttu góðan le.k, og virðast í allgóðri æfingu. Hjalti varði oft vel, en það er eins og manni finnist hann svolítið þungur. Birgir virðist ekki kominn í þjálfun ennþá. Ungu mennirnir sem FH tefldi fram lofa góðu. Leikur þessi er sjálfsagt góð Teynsla fyrir FH á þessu augnabliki og þejr geta lagað veilurnar fyrir Iandsmótið sið- ar í vetur. Eftir leik þeirra í heild verður ekki séð að Reykjavíkurfélögin geti ógnað þeim e ns og er. Dómari var Karl Jóhanns- son og hafði hann erfitt hlut- verk, því lögbrot voru mikil og höfðu Danirnir þar forustu. Slapp Karl sæmilega frá leikn-^. um, en hefur oft tekizt betur. KR íapaði í tveim leikjum Á undan aðalleiknum fóru fram tveir leikir, sá fyrri var á milli KR og Keflvikinga í 2. flokki og lauk honum með sigri Keflavikur 5:3 eftir að jafnt var í hálfleik 2:2. Eiga Keflvíkingar þar efni á ferð- inni. Hinn leikurinn var á milli KR og Kópavogs í meistara- flokki kvenna, og lauk honum með sigri Kópavogs. Var þarna enn staðfest að hér er lið á ferðinni sem mikils má af vænta. í hálfleik stóðu leikar 4:2 fyrir Kópavog og um skeið í siðari hálfleik stóðu leikar 6:3 og rétt þar á eftir mis- heppnaðist þeim tvisvar að skora úr vítakasti. Undir lokin sótti KR-liðið I sig og hafði nærri jafnað, því leiknum lauk með 7:6 fyrir Kópavog. KR-liðið er ekki eins sterkt og það var fyrir nokkrum ár- um, og er Gerða Jónsdóttir sú sem ber það uppi. Kópavogsstúlkurnar hafa náð undragóðum samleik, og skot- hörku, miðað við hve ungar þær eru og að þær vantar enn keppnireynslu. heldur LANDMANNALAUGAR- KVÖLDVÖKU í Sjálfstæðishúsinu miðviku- daginn 8. nóv. 1961. Húsið opnað klukkan 20. Fundarefni: 1. Hallgrímur Jónsson sýnir litskuggamyndir og útskýr- ir þær. 2. Sigurður Þórarinsson talar um eldstöðvar á Land- mannaleið. 3. Jón Eyþórsson, upplestur. 4. Myndagetraun, verðlaun veitt. 5. Dans til klukkan 24. Aðgöngumiðar seldir í Bóka- verzl. Sigfúsar Eymundssonar og ísafoldar. Verð kr. 35,00. MIHNIHGAR- SPJÖLD DAS Minningarspjöldin fást hjá Happdrætti DAS, Vesturveri, sími 1-77-57. — Veiðarfærav. Verðandi, sími 1-37-87 — Sjó- mannafél. Reykjavíkur, sími 1-19-15 — Guðmundi Andrés- syni gullsmið, Laugavegi 50, sími 1-37-69. Hafnarfirði: Á pósthúsinu, sími 5-02-67. Eftirsóttar bækur Hinar vinsælu bækur Vig- fúsar: FRAMTÍÐARLANDIÐ og ÆSKUDAGAR fást enn í einstaka bóka- búðum, þar á meðal Máls og menningar og Kron. Samúðarkort Slysavarnafélags Islands kaupa flestir. Fást hjá slysa- vamadeildum um land allt. I Reykjavík í hannyrðaverzlun- inni Bankastræti 6, Verzlun Gunnþórunnar Halldórsdóttur, Bókaverzluninni Sögu, Lang- holtsvegi og i skrifstofu fé- lagsins í Nausti á Granda- garði. Afgreidd í síma 1-43-97. HiV£,R&v' Munið að gera skil í Afmœlishappdrœttinu - Skrifstofan er ó Þórsgötu 1 80) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 7. nóvember 1961

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.