Þjóðviljinn - 07.11.1961, Blaðsíða 12
hugarfar sitt
Sakar júgóslavneskan skœruliÓaforlngja
um morS á þýzkum hermönnum i sfriÖinu!
Handtaka júgóslavnesks kaupsýslumanns
BONN 6/11 —
í Munchen í Vestur-Þýzkalandi og sú ákæra vestur-
þýzkra stjórnarvalda á hendur honum að hann hafi
gerzt sekur um morö á þýzkum hermönnum í síöari
heimsstyrjöldinni, þegar hann var foringi í júgóslavnesku
skæruliðasveitunum, hefur vakið gífurlega athygli og
betur en flest annað fært mönnum heim sanninn um
hið nazistíska innræti vesturþýzkra ráðamanna.
Kaupsýslumaðurinn, 44 ára
gamall maður að nafni Lazo
Yracarie,. var staddur í Vestur-
Þýzkalandi í viðskiptaerindum
þegar hann var handtekinn fyr-
ir helgina, samkvæmt handtöku-
heimild sem út hafði verið gefin
af stjórn þýzku nazistanna árið
1941!
Uppnám í Jiigóslavíu
Júgóslavneska fréttastofan
Tanjug segir að handtaka Vrac-
aric hafi komið af stað uppnámi
i Júgóslavíu.
Tanjug segir að atburður sá
sem Vracaric er ákærður fyrir
hafi gerzt 30. október 1941, þ.e.
íyrir nákvæmlega 20 árum.
Hann var einn í hópi skæruliða
undir stjórn Sibl hershöfðingja,
sem gerði árás á deild úr þýzka
flughernum í Zagreb, og hafi þá
einn flugliði fallið, en tveir
særzt. Þýzka hernámsstjórnin
fyrirskipaði handtöku Vracaric
og margra félaga hans, en tókst
aldrei að hafa hendur í hári
hans. Hann barðist í skæruliða-
hernum til stríðsioka, var þá
L^iidslíllð vfnn
Efterslægten
í gærkvöld lék danska hand-
knattleiksliðið Efterslægten sinn
síðasta leik hér, að þessu sinni
við landsliðið. Leikurinn fór
fram' að Hálogalandi og fór svo
að landsliðið vann með 18 mörk-
um gégn 10. I hálfleik stóðu 8:6.
áBerlínermörkum
BERLÍN 6/11 — Lögreglu-
menn í Vestur- og Austur-Beriín
gerðu harða hríð með táragas-
sprengjum hvorir að öðrum
á mörkum borgarhlutanna í dag.
Vesturlögregiunni taldist til að
kastað hefði verið 144 táragas-
, sprengjum yfir mötkin. Hún seg-
ir áð lögreglan í austrí hafi byrj-
að, en sprengjukastinu verið
svarað, svo að báðir skildu jafn-
ir.. hvor hafði kastað 72 sprengj-
um. Engan mann sakaði við
þetta sprengjukast.
A fundi Iðju, félags
verksmiðjufólks í Reykja-
vík í gærkvöld, var sam-
þykkt einróma að fela fé-
Iagssíjórninni að segja upp
kaupgjaldsákvæðum kjara-
samninga félagsins frá og
með 20. þ.m. hafi ekkert
jákvætt komið fram af
hálfu atvinnurekenda fyrir
þann tíma.
orðinn höfuðsmaður og hafði
særzt mörgum sinnum. Hann er
nú verksmiðiustjóri í Zagreb.
Júgóslavneska stjórnin hefur
snúið sér til vesturþýzka utan-
ríkisráðuneytisins og beðizt skýr-
inga á handtöku Vracaric, en
ráðuneytið segir að málið heyri
ekki undir það.
Ákærður fyrir árás á
liernámssveit!
Vracaric var leiddur fyrir
rannsóknardómara í Múnchen í
dag. Hann ér sakaður um að
hafa ráðizt á menn úr þýzka
hernámsliðinu í Júgóslavíu og
valdið dauða margra þeirra. Á-
kæran hljóðar því á morð!
Handtaka Vracaric og ákæran
gegn honum hefur sýnt betur
en flest annað hvers konar menn
það eru sem fara nú með völd
í Vestur-Þýzkalandi, en hér er
þó aðeins um eitt dæmi af mörg-
um að ræða.
Þannig iýsti blaðafulltrúi
dómsmálaráðuneytisins í Slésvík-
Holtsetalandi því yfir í dag við
danska biaðið Berlingske Aften-
avis að svo kynni að fara að
menn sem störfuðu í dönsku
andspyrnuhreyfingunni á stríðs-
árunum yrðu handteknir ef þeir
kæmu til Vestur-Þýzkaiands.
Blaðafulltrúinn sagði að morð-
ákærur fyrndust fyrst eftir 20
ár og nefndi hann sem dæmi að
þýzkur ríkisborgari hefði verið
handtekinn í Grikkiandi og á-
kærður fyrir glæpi sem hann
hafði framið á stríðsárunum.
„Við Þjóðverjar getum ekki
látið bjóða okkur allt“, sagði
blaðafulltrúinn. Hvers vegna
ættu þýzkir hermenn sem vegn-
ir voru í stríðinu að liggja
óbættir hjá garði?“
Framhald á 5. síðu.
2 sovézkar listakonur i
heimsákn hér i boði MIR
Sl. laugardag komu hingað til
Reykjavíkur í boði MÍR tvær sov-
ézkar listakonur, óperusöngkon-
prnar Valentina Maximova frá
Leningrad og píanólelkarinn frú
Podolskaja frá Moskvu. Þær
munu koma fram á 7. nóvember
samkomu MlR að Hótel Borg í
kvöld og einnig heldur Maximova
söngskémmtanir hér og á Akur-
eyri við undirleik frú Podolskaju.
mílu í Rúslan og Ljúdmíla, Ant-
onídu í Ivan Susanin, Volkhovu
í Sadko, Víolettu í La Traviata,
Gildu í Rigoletto, Rósínu í Rak-
aranum frá Sevilla og mörg fleiri.
Hún hefur einnig oftsinnis kom-
ið fram á Glier-hljómleikum og
haft á hendi sönghlutverkið í
Konsert fyrir rödd með hljóm-
sveit eftir tönskáldið.
Þá hefur Maximova haldið
hljómleika víðsvegar um Sovét-
ríkin og í mörgum löndum bæði
í Austur-Evrópu og Vestur-Ev-
rópu og einnig utan Evrópu, svo
sem í Pakistan og Sýrlandi.
Frú Pödolskaja starfar í
Moskvu bæði sem einleikari og
undirleikari og mun hún leika
Framhaid á 5. síðu.
Þriðjudagur 7. nóvember 1961 — 26. árgangur — 256. tölublað
jarnorkuvopn
á Islandi?
Natosendlar afhjúpaðir ausianljalis
Mennirnir, sem kalla sig vini „vestrænnar samvinnu" og
lýst hafa því yfir, að þeir líti á samtök almennings og fundi
sem „samsafn fífla einna“ efndu til almenns fundar á Scl-
fossi á sunnudagskvöld —en þorðu ekki að bera framkomna
tillögu undir atkvæði fundarmanna.
Fundur þessi var sá fyrsti, er hinir ungu Natovinir efna
til utan Reykjavíkur, og var þar svo að þeim þjarmað að
væntanlega verður bið á að þeir efni á ný til slíkrar sam-
komu.
SMALAÐ A FUNDINN
Smalað hafði verið á fundinn af miklu ofurkappi og var
hann allfjölmennur, en mikið var um unglinga um ferm-
ingaraldur.
Málshefjendur á fundinum voru auglýstir sem íuJltrúar
lýðræðisflokkanna og voru þeir Guðmundur Garðarsson,
sem kynnti sig sem Heimdelling, Pétur Pétursson toppkrati
og sá þriðji Tómas Árnason „á teppinu" fyrrv. formaður
varnarmálanefndar, er skyldi mæla fyrir munn framsókn,-
armanna, en hætt er við að þunnskipaður yrði sá hópur
framsóknarfólks er viðurkenndi það fulltrúaval, sem her-
mangarar íhaldoins þarna gera fyrir framsóknarmanna
hönd.
^ VAKTI LITLA IIRIFNINGU
Var málflutningur þremenninganna allur með því sniði að
litla hrifningu vakti hjá fundarmönnum, enda láðist þeim
algerlega að færa að því rök, hvaða erindi Island ætti í
■stríðsbandalagið Nato eða hvaða gagn okkur væri að her-
námsliðinu á Keflavíkurflugvelli í stríði eða friði.
Virtist skilningurinn á viðhorfum hér við ölfusá á Islandi
í bágbornasta lagi en þeim mun hærra galað um atburði við
Volgu í trausti þess að fjarlægðin gerði örðugra fyrir urn
að rekja sundur biekkingavefinn.
Framhald á 4. síðu.
IVMIIIIIBIIillÍIIIII
V. Maximova.
í gær átti fréttamaður frá
Þjóðviljanum tal við listakonurn-
ar að Hótel Borg, þar sem þær
búa. Valentína Maximova er ein
af kunnustu söngkonum Sovét-
ríkjanna. Hún er fædd í Lenín-
grad og lauk námi við tónlistar-
skóla ríkisins þar í borg árið
1950. Var hún síðan ráðin ein-
söngvari við Akademiska óperu-
og ballettleikhúsið í Leníngrad.
Árið 1957 var hún sæmd heiðurs-
titlinum „Heiðraður listamaður
Sambands rússnesku sovétríkj-
anna. Hún hefur einnig hlotið
alþjóðleg verðlaun í tónlistarsam-
keppni t. d. á heimsmótinu í
Berlín 1951, er hún hlaut lávið-
arsveig.
V. Maximova hefur sungið
fjölda óperuhlutverka t. d. Ljúd-
IIELSINKI 6/11 — í útvarpsræðu sem Kekkonen forseti
hélt 1 gær, nýkominn heim frá Bandaríkjunum, lét hann
í ijós áhyggjur yfir hinni öru hervæöingu í Vestur-Þýzka-
landi og sagðist skilja ótta manna í Sovétríkjunum við
þá þróun. Jafnframt lagði hann megináherzlu á nauð-
syn þess að Finnar stæðu allir sem einn saman um
hlutleysisstefnuna sem ein gæti tryggt framtíö þeirra.
Kekkonen minntist á orðsend-
ingu sovétstjórnarinnar, þar sem
hún fer fram á viðræður við
þá finnsku vegna vaxandi hættu-
ástands í löndunum við Eystra-
salt.
— Ég veit vel, sagði forsetinn,
að í Sovétríkjunum óttast menn
mjög hina öru hervæðíngú í
Vestur-Þýzkalandi og ég hef í
viðræðum mínum við vestræna
stjórnarleiðtoga ekki dregið dul
á að ég sjálfur sem Finni er
uggandi af sömu ástæðum.
— Það er ástæða til, sagði
Kekkonen, að vísa á bug þeim
ástæðúlausu staðhæiingum að
sjálístæði Finnlands sé í hættu,
að íram verði settar kröfur um
herstöðvar, u.m ógnanir til að
valda stjórnarskiptum o.s.frv.,
sem birtar hafa verið í vissum
erlendum blöðum.
Það sem langmestu máli skipt-
ir í orðsendingu Sovétríkjanna
er það viðhorf til utanríkisstefnu
Finnlands sem þar er látið í ljós.
Sovétríkin virða hlutleysisstefnu
Finnlands og Finnar geta því
haldið áfram á þeirri braut sem
hlotið hefur viðurkenningu stór-
veldanna bæði í austri og vestri.
Grundvöllur öryggisins
Kekkonen sagði að varðveizla
hlutleysisins væri sér öllu öðru
mikilvægara. Hann minntist
cröa Pkasikivi forseta 1955: „Ut-
anríkispólitískt öryggi er hverri
þjóð mikilvægast, en Finnum þó
fremur en öðrum. Séum við . ör-
uggir að þessu leytinu, bjargast
allt annað“. Og Kekkonen bætti
við: „Utanríkispólitískt öryggi
okkar grundvallast á traustu
sambandi við Sovétríkin, á hlut-
leysissteínu okkar sem er því
nátengd, og á viðurkenningu
vesturveldanna á þessari stöðu
okkar. En um þessa stéfnu
verðum við að standa einbuga
saman, í því meiri eindrægni því
meiri torfærur sem eru á vegin-
um“.