Þjóðviljinn - 26.11.1961, Page 7

Þjóðviljinn - 26.11.1961, Page 7
þlðÐVILJINN Ötgeíandi: Samelningarflokk'ur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. — RitstJórar: Magnús Kjartansson (áb.), Magnús Torfi Ólafsson, Sigurður Guðmundsson. — Fréttaritstjórar: ívar H. Jónsson, Jón Bjarnason. — Auglýsingastjóri: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 50,00 á mán. — Lausasöluverð kr. 3.00, Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. Hver er heimildin? ¥ hamagangi ráðherra og hernámsblaða út. af þeirri frásögn Þjóðviljans, að Vesturþjóðverjar hefðu kannað horfur á því að þeir fengju að koma upp her- æfingastöðvum hér á landi, er eitt atriðl sem sker sig úr eins og neyðaróp: Hvar fékk Þjúðviljinn vitneskju um viðræður sem áttu að vera meðal hinna duldustu leyndarmála? Guðmundur í. Guðmundsson hrópaði á þingi: „Ég skora á Þjóðviljann að upplýsa hver þessi örugga heimild er. Ég skora á þá að tilgreina hvaðan þeir hafa þessa heimild“. Og Bjarni Benediktsson for- sætisráðherra flutti sömu ástríðufullu kröfuna í ræðu eftir ræðu á Alþingi. Það er einmitt þetta sem veldur því ógnarlega upplosti sem orðið hefur í stjórnarher- búðunum: hvernig fer málgagn h^rnámsandstæðinga að því að komast iað leyndarmálum hernámssinna. Ör- vœnting Guðmundar í. Guðmundssonar er jafnframt persónuleg, því að hann óttast að hann muni sjálfur liggja undir grun um það að vitneskjan sé frá hon- um komin. Og leyniþjónusta Vesturþýzkalands myndi að sjálfsögðu gefa mikið fyrir það að komast örugglega að hinu rétta samhengi. íjetta er ekki í fyrsta skipti sem hernámssinnar undr- iast vitneskju Þjóðviljans um mál sem hafa átt að vera á fárra vitorði. Árið 1945 skýrði Þjóðviljinn einn blaða frá kröfu Bandaríkjastjórnar um þrjár herstöðv- tar á íslandi til 99 ára. Árið 1946 ljóstraði Þjóðviljinn upp um efni Keflavíkursamningsins löngu áður en hann hafði verið birtur. Árið 1949 rakti Þjóðviljinn ýtarlega viðræður Bjárna Benediktssonacr, Eysteins Jónssonar og Emils Jónssonar við Acheson utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, og vakti sú uppljóstrun svo mikla skelfingu að nákvæm rannsókn var framkvæmd meðal þeirra fáu sem vitneskju áttu að hafa, en án árangurs. Árið 1951 skýrði Þjóðviljinn frá samningnum um hernám Is- lands löngu áður en hann hafði verið birtur og her- námið kom til framkvæmda. I sambandi við landhelg- ismálið ljóstraði Þjóðviljinn aftur og aftur upp um leynimakk ráðamanna Alþýðuflokksins og Sjálfstæðis- flokksins við Breta og ættu svardagar ráðherranna um þau efni enn að vera þjóðinni í fersku minni — nú sem meinsæri. Fyrir því er löng reynsla að Þjóðviljanum tekst að afla sér vitneskju um þau myrkraverk sem hafa átt að vera leyndust, og reynslan sannar einnig að vitneskja Þjóðviljans er örugg. JJernámsblöðin og yfirboðarar þeirra spyrja einnig hvernig Þjóðviljinn dirfist að birta slíka frétt án þess að leggja fram áþreiíanlegar sannanir. Þjóðvilj- inn telur það sjálfsagðan rétt sinn að afla sér vitn- eskju um öll þau mál sem þjói|»a varða og heilaga skyldu sína að skýra þjóðinni frá ‘’Vitneskju sinni. Til þess er Þjóðviljinn gefinn út, þannig hefur hann starf- að og þannig mun hann starfa meðan prentfrelsi er, á , íslandi. Aðferð stjórnarherranna í sjálfstæðismálum Íslendinga hefur ævinlega verið sú að reyna að vinna hin verstu verk d laumi og láta þjóðina ekkert vita fyrr en iallt var um garð gengið. Uppljóstranir Þjóðvilj- ans hafa aftur og aftur orðið til þess að hik hefur kom- ið á valdhafana og að þeir hafa jafnvel Jíorfið frá fyrirætlunum sínum. Þjóðviljinn fékk örugga vitn- eskju um áþreifingair Vesturþjóðverja meðan þær voru enn á byrjunarstigi, og vonandi verður það til þess að bundinn verði endir á þau áform. Því skyldi þó eng- inn treysta. Reynslan hefur sýnt að í sjálfstæðismál- unum getur þjóðin engu treyst nema sjálfri sér, vök- ulu almenningsáliti og baráttu fólksins í landinu. — m. Við hittum fyrst að máli Gunnar Bjarnason skólastjóra og spjöllum við hann stundar- korn á skrifstofu hans um skól- ann og kennsluna, en á eftir fylgir hann okkur um skóiann og sýnir okkur vélasalinn, raf- magnsdeildina og rannsóknar- stofun.a, þar sem nemendurnir eru að störfum við tækninám- ið undir leiðsögu kennara. — Hvenær var Vélskólinn stofnaður, Gunnar? — Hann tók til starfa haustið Í915 en 1911 var byrj- uð kennsla í véifræði við Stýrimannaskólann og var það fyrsti vísirinn að Vélskólanum. M. E. Jessen var fenginn til þess að veita honum forstöðu og lengi vel var hann eini mað- urinn hér, sem eitthvað kunni að fara með vélar. Annars voru engar vélar til hér á landi fyrr en eftir fyrra stríðiá, nema helzt saumavélar og þess hátt- ar. Landið var algerlega tækni- vana. — Hvað er þetta margra ára skóli? — Þetta er þriggja vetra skóli en starfar í tveim deild- um, vélstjóradeild og rafvirkja- deild. Vélstjóradeildin er 3 vet- ur en rafvirkjadeildin 2 vetur. Rafvirkjadeildin tók til starfa 1936 en aðsókn hefur verið dræm, þar sem þeir hafa ekki fengið nein sérstök rét.tindi út á námið í henni. En þetta er nú að breytast, segir Gunnar og sýnir okkur nýjustu,. samn- inga Félags íslenzkra rafvirkja og Rafveitna ríkisins, þar sem eru ákvæði um það, að raf- virkjar. er lokið hafa námi í rafvirkjadeild Vélskólans skuli eiga rétt á 10% hærra kaupi en aðrir rafvirkjar. Undanfarið hefur rafvirkjadeildin aðeins starfað annað hvort ár, þ.e.a.s. aðeins fyrsti bekkur .annað ár- ið og annar bekkur hitt árið. I vetur er annar bekkur starf- andi og eru í honum 12 nem- endur. Um fyrsta bekk sóttu aðeins tveir nemendur í haust, en það er alltof lítil aðsókn til þess að hægt sé ,að starfrækja hann. —- Hvað eru marair nemend- ur í vélstjóradeildinni? — f vetur eru 28 nemendur í fyrsta bekk, 16 í öðrum bekk og 36 í þriðja bekk, sem kall- ast rafmagnsdeildin. Nemenda- inni að vera frystivélar, en upp yfir þeim hluta er ætlunin að innrétta ioft þar sem á að vera kennslustofa fyrir eðlis- fræði. Frystivélarnar varitar skólann ennbá alveg. en þarna á að setia upn kerfi, sambæri- leg við frystikerfi í skipum og í frystihúsum. í hinum hluta gamla vélasalarins eiga að vera gufuvéfar. Er þar þegar kom- inn geysistór gufuketill. svo og gufuvélar, sem hann á að knýja. Afastur gam’a vélasalnum er nýi vélasalurinn, sem þegar er orðinn stolt skó.ans, bótt hann sé enn langt frá bví að vera fullgerður eða fuilbúinn tækj- um. Byriað var á byggingu hans 1957 og er þetta þriðji veturinn, sem hann er notaður til kennslu. í honum fer fram mótorkennslan og hefur skól- inn þegar eignazt allmikið af vélum, flestöllum gömlum, sem hann hefur keypt eða fengið gefigs. Salurinn er reistur fyr- ir fjárveitingu bá, sem Sjó- mannaskólinn fær til þess að ljúka byggingum sínum. Er sú fjárveiting 500 þúsund krónur á ári, og sagði Gunnar skóla- stjóri, að salurinn yrði seint fullbúinn með bví fé, allt væri enn hálfkarað, t.d. vantar enn útihurðirnar og eru aðeins flekahurðir í þeirra stað. Full- búinn mun salurinn í engu standa að baki sambærilegum vélasölum við erlenda vél- skóla. Það sem sérstaklega ein- kennir þennan vélasal, segir Gunnar er ‘gólfið, en allur að- alflötur þess er lagður járn- plötum á bita. Þetta gerir kleift að setja niður vélar, hvar sem er í salnum með lítilli fyrirhöfn. Eru allar leiðslur lagðar .undir gólfinu og auðvelt að þeim að komast. Er við komum í salinn eru nemendur fyrsta bekkjar að vinna við nýkeyptan mótor niðri í salnum. Fékk skólinn hann gamlan fyrir 50 þúsund krónur, en samsvarandi ný vél myndi kosta 800 þúsund krón- ur. Nemendur i fyrsta bekk eru látnir byrj,a á því að taka sundur vélarnar, kynna sér eiginleika beirra og setja þær saman aftur, en í öðrum bekk iæra þeir aftur á móti með- ferð þeirra í einstökum atrið- um. Meðfram veggium salarins á tvo vegu eru allbreiðar svalir og fer þar uppi fram ýmis kon- ar kennsla. Uppi á svölunum hittuni við Jóhann Pétursson kennara ásamt hóp annars bekkjar nema, sem eru að stilla og prófa olíuverk í díselvél. Annar hópur nemenda er þar að taka sundur og setia sam- ■an olíuverk. Þarna sjáum við m.a. fyrstu vélina, sem Gunnar segist hafa keypt til skólans, en það er rennibekkur. borvél, fræsivél og hefill, allt sam- byggt í eina vél. Gunnar seair okkur, að nem- endurnir siálfir hafi sett nið- ur allar vélarnar, sem kornnar eru í vélasalinn, en þær eru þegar orðnar margar, bótt enn vanti þar ýmislegt. t.d. hrað- genga tvígengisvél, svo að eitt- hvað sé nefnt. Niðri í salnum sýnir Gunnar okkur hel.iarmik- ið nýtt tæki, rafmagnstöflu fyrir jafnstraum, sem skólinn keypti í fyrra fvrir 250 þúsund krónur. Á að tengja mótorana í salnum við þessa töflu, þeg- ar búið er að setja þær niður. Þá vantar töflu fyrir riðstraum, en hana er ætlunin að smíða í skólanum. Fjrrir enda salarins er Framh. á 10. síðu. I siSustu viku fóru hlaSa- maSur og l]ósmyndari frá Þ]ó<5vH]anum i heim- sókn i Vélskólann hér i Reykjavik, en sá skóli er fvimœlalausf einn merk- asfi tœkniskóli íslend- inga og flesfallir, sem þaSan Ijúka prófis fara beint til starfa viS at- vinnulif þ]ó<$arinnar — flestir á sjóinn en all- margir einnig fil starfa i landi i smiÓjum og raf- orkuverum ari. íslendingar eru á ákaflega lágu tækniþróunarstigi. Eftir þessar uppiýsingar um skólann os námið fyigir Gunn- ar skólast.ióri okkur í kennslu- stundir. þar sem piltarnir eru að verklegu námj undir leið- sögn kennara sinna. Fyrst för- um við í rannsóknarstofuna, sem innréttuð var á lofti yfir miðstöðvarklefa. Hún tók fil starfa um nýár 1957. Þegar við komum þarna í heimsóknina voru þar fyrir piltar úr öðrum bekk ásamt Andrési Guðjóns- syni kennara við ketilvatns- rannsóknir. Þeir Gunnar og Andrés segja okkur, ®ð hlut- verk ketilvatnsmeðferðarinnar sé að koma í veg fyrir tær- ingu og myndun ketilsteins (sjá mynd). Verða vélstjórarn- ir að kunna að mæla ketilvatn- ið til þess að geta fylgzt með samsetningu þess, að hún sé. ætíð þannig. að það hindri myndun ketilsteinsins. Það at- riði hefur ekki svo litla þýð- ingu eins og sjá má af því, að um 20% brennsluoliu sparast við það að losna við ketilstein- inn. Á rannsóknarstofunni framkvæma nemendurnir einn- ig reykgreiningu, sem er í því fólgin að kanna, hve mikil verð- mæti fara til spillis í reykn- um, ennfremur læra þeir þarna olíuereiningu o.fl., en að sjálf- sögðu er ölium vélstjórum mik- il nauðsyn að þekkja vel ol- íurnar. sem beir nota, og kunna skil á eiginleikum hinna ýmsu tegunda. Til þessara rannsókna alira þarf að siálfsögfðu mörg og dýr tæki. Skólinn hefur síðustu ár haff 90 þúsund króna styrk frá rikinu til allra áhaldakaupa til sinna þarfa, en það hrekkur að sjálfsögðu skammt. Þar af rennur svo um það bil helm- ingurinn aftur til ríkisins í tollagreiðslum af tækjunum, því skólinn hefur engar íviln- ánir fengið um tollagreiðslur. Mörg tæki hefur skólinn hins vegar fengið gefin, bæði frá fyrrverandi nemendum og öðr- um aðilum, t.d. oiíufélögunum tæki notuð til olíurannsókna. Allir bekkir skólans taka þátt í þessum rannsóknum og ljúka nemendur prófi í þeim upp úr þriðja bekk, fengum við að siá nokkrar - skriflegar próflausnir,. mjög snoturlega af hendi leystar. Hefur Andrés samið kennslubók, sem notuð er við olíurannsóknir og sömuleið- is hefur Gunnar Bjarnason samið kennslubækur fyrir skól- ann um ketilvatn og kælitækni, en engar íslenzkar kennsiubæk- ur hafa verið til í þessum greinum. Úr rannsóknarstofunni fylg- ir Gunnar okkur niður í véla- salinn. Fyrst komum við í gamla vélasalinn. Honum er nú verið að skipta í tvennt. í öðrum hlutanum eiga í framtíð- fjöldinn er mjög misjafn frá ári til árs. Það liggur í því, að inntökuskilyrði í skólann, er að nemandinn hafi lokið fjögurra ár.a námi á vélaverk- stæði og fer nemendafjöldinn því eftir því, hve margir eru teknir inn í smiðjurnar árlega. Þegar vel árar og vel liggur á smiðjueigendunum, taka þeir marga nemendur og öfugt, þeg- ar illa árar. Ég tel, segir Gunnar, að fyr- irkomulagið á iðnnáminu hér sé orðið algerlega úrelt, enda gamalt og miðað við allt aðr- ar aðstæður en nú eru. Ég hef gert það >að tillögu minni, að stofnuð verði verkleg undirbún- ingsdeild við skólann, þar sem þeir sem koma úr Gagnfræða- skóla verknámsins geta lært á einu ári það, sem nú er kennt í smið.junum og Iðnskólanum á 4 árum. Nefnd, sem verið hef- ur starfandi í þessum málum, hefur einnig skilað áliti og til- lögum, er ganga í þessa átt. Þá hefur verið rætt um það að sameina mótornámskeiðin, sem Fiskifélag íslands heldur, Vélskólanum, og með undir- búningsdeiid væri hægt að tengja þetta tvennt betur sam- an. Með núverandi fyrirkomu- lagi er vélstjórastéttinni skipt í tvennt eftir menntun, sem er óeðlilegt og skapar ríg á milli þessara. tveggja hópa. Með undirbúningsdeild «r einn- ig hægt að fá betri kunnáttu nemendanna en með núverandi fyrirkomulagi. Það er hrein tilviljun, hvað nemarnir læra í smiðjunum. Þeim er ekki kennt þar neitt kerfisbundið, heldur látnir læra eftir bví, sem verk- efnin gefast. Áður, meðan verk- stæðin voru Jítil, settu meist- ararnir metnað sinn í að kenna nemunum sem bezt, en nú, í þessum stóru smiðjum, sjá nemarnir varla meistarana. Er- lendis er verkkennsla í sérstök- um skólum líka farin^að ryðja sér til rúms, t.d. hafa Norð- menn komið á fót slíkum skól- um við vaxandi vinsældir. — Hvernig er kennslunni háttað hjá ykkur? — Hún er bæði bókleg og verkleg. Við kennum fjögur tungumál, íslenzku, dönsku, ensku og þýzku og ennfremur mikið í stærðfræði og eðlis- fræði. í öðrum greinum eins ‘li og mótorfræði og rafmagns- fræðinni í þriðja bekk er kennslan bæði bókleg og verk- leg. Lengi var kennslan í skól- anum eingöngu bókleg. Það var ekki fyrr en nokkru eftir að skólinn fluttist hingað í Sjó- mannaskólann og vélasalurinn var byggður eða um 1950, að verklegia kennslan hófst, en nú er stöðugt verið að .auka hana. íslendingar hafa alltaf haldið, að þeir gætu lært allt ,af bók- um, en inenn læra ekki á vélar nem.a æfa sig sjálfir á því að fara með þær og vinna með þeim. Það er alveg eins og að ætla að læra á skautuni með því ,að lesa um skautahlaup í bók og horfa á myndir áf því. Annars er reglugerðin um kennsluna og prófin orðin úr- elt, t.d. öðlast nemendurnir réttindi á 1300 ha. gufuvélar eftir próf upp úr öðrum bekk en fá engin réttindi á mótora fyrr en þeir hafa verið í raf- magnsdeildinni. þar sem engin mótorfræði er kennd. Fyrir- komulagi vélfræðikennslunnar þyrfti öllu að breyta eins og ég sagði ykkur áðan og ég hef gert tillögur um, en mönnum er illa við allar breytingar og finnst allt gott sem gamalt er. — Hvað hefurðu verið lengi skólastjóri Vélskólans? — Síðan 1955, en ég hef ver- ið kennari við skólann frá 1945. —- Hvað eru mareir fastir kennarar við skólann? . — Fastir kennarar eru 4 en venjulega eru kennararnir sam- tals 16—17. Það er erfitt að fá fasta kennara. Launin eru samkvæmt áttunda launaflokki eða um 6 þúsund krónur á mánuði, en menn með þá menntun, sem kennararnir þurfa að hafa, geta alls staðar fengið atvinnu með 10 þúsund króna launum á mánuði við önnur störf. Eins er það ákaf- lega ömurlegt, að vélstjórarnir fá ekki það kaup, sem þeir eiga skilið, þegar þeir fara á sjóinn að loknu námi. Þeir hafa miklu betra uppúr iðn- réttindunum á verkstæðunum í landi. Það eru margir vélstjór- ar, sem fara í land af þessum sökum. Það er skortur á vé> stjórum og verður alltaf meiri og meiri eftir því sem vélarn- ar verða stærri og margbrotn- Gunnar Bjarnason skólastjóri Vélskólans og tveir nemendur í nýja vélasalnum. Tveir nemendur í rafmagnsdeild Vélskólans. — (Myndirnar tók Ari Kárason Ijósm. Þjóðviljans). Andrés Guðjónsson kennari aðstoðar nemendur við ketilvatnsrannsóknir í rannsóknastofu skólans. — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur ?6. nóvember 1961 Sunnudágur 26. nóvember 1961 — ÞJÓÐVILJINN — (7

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.