Þjóðviljinn - 28.11.1961, Síða 1

Þjóðviljinn - 28.11.1961, Síða 1
VILIINN Þriðjudagur 28. nóvember 1981 — 26. árgangur — 274. tölublað Sl. laugardag sendi ríkis- stjórnin nefnd manna utan til samninga við vesturþýzk stjórnarvöld. I nefndinni eru Davíð Ólafsson, einn helzti forstumaður félags- ins Germanía, Jónas Har- alz ráðuneytisstjóri, Sig- tryggur Klemenzson ráðu- neytisstjóri og Einar Bene- diktsson deildarstjóri. Einn- ig verður í ncfndinni Pétur Thorsteinsson sendiherra í Bonn. Nefndin á að halda áffkm þeim viðræðum sem Gunnar Thoroddsen fjár- málaráðhcrra og Gylfi Þ. Gíslason viðskiptamálaráð- herra áttu fyrir nokkru við vesturþýzk stjórnarvöld. Að sögn Vísis í gær á nefndin einkum „að fá upp lýsingar um ýmis atriði í sambandi við Efnahags- bandalagið“. að treysta styrkja varnir SfjórnarblöSin magna áróður sinn fyrir síór- auknu hernámi lslan,ds í umræðunum á þingi sl. föstudag lýsti utanrík- isráðherra yfir því að heræfingastöðvar handa Vest- urþjóðverjum á íslandi væru í samræmi við utanríkismálastefnu ríkisstjórn- arinnar. Jafnframt herða stjórnarblöðin áróður sinn fyrir því að nú verði (íað treysta og síyrkja varnir íslands”, eins og Bjarni Benediktsson kemst að orði í Morgunblaðinu í fyrradag. Hin mikla vanstilling sem greip ráðherrana á þingi s.l. föstudag stafaði af bví einu, að Þjóðviljinn hafði ljóstrað upp um leyndarmál á tíma sem kom vesturþýzku herstjórninni mjög illa. Hin raunverulegu viðhorf ráðherranna birtust hinsvegar í því að þeir NEITUÐU að lýsa yfir því að Vesturþjóðverjum yrði ekki Iátin í té nein aðstaða til heræfingastöðva hér á landi. Og það er mjög athyglisvert að stjórnarblöðin lyppuðust að mestu niður í umtali um Vestur- þjóðverja á sunnudaginn var, en lögðu þeim mun meiri áherzlu á nauðsynina á stórauknum her- húnaði hér á landi. Askosun til Framséknar Reykjavikurbréf MorgunblaðS- ins í fyrradag fiallaði svo til einvörðungu um hermál, og var höfundurinn.. Bjarni Benedikts- son forsætisráðherra. Hann birti þar með mikilli velbóknun og til eftirbreytni kafla úr ræðu eftir Kennedy Bandaríkjaforseta, þar Sósíalistafélagsfundur verður haldinn kl. 8.30 annað kvöld, miðviku- dag, í Tjarnargötu 20. — Nánar auglýst í blaðinu á morgun. sem hann talar um nauðsvn þess „að styrkja varnir okkar — að auka eldflaugaafl, að hafa fleiri f’.ugvélar reiðubúnar, að hafa, við hendina farartæki bæði til flutniisga í lofti og á sjó og fleiri fullbúnar her- sveitir.‘‘ Síðan beinjr forsætisráðherra máli sínu sérstaklega til Fram- sóknarf’okksins og segir: „Ánaegju'.egt verður einnig, ef Tíminn lærir af þessari ræðu Kennedys, hvernig bregðast eigi við yfirvofandi hættp utanfrá. Eru Fram- sókEarmenn nú með því að treysta og styrkja varnir ís- Iands.“ Þarna er semsé stefnt að því að toga Framsóknarforustuna inn í það óhreina bræðralag, sem kallaði herinn inn í landið 1951 þvert ofan í alla eiða sina. „Borgaravarnir" Alþýðublaðig fær annað verk- efnj á sunnudaginn; að halda uppi áróðri fyrir svokölluðum ,,borgaravörnum“. Það skrifar um nauðsyn þess að grafa loft- varnabyrgi inn í Arnarhól, en það er eitt af þeim verkefnum sem norskur NATÓ-hershöfðingi hefur verið látinn athuga að undanförnu. Allir vita að umtal stjórnarblaðanna um svokallað- ar borgaravarnir og störf hinnar alræmdu loftvarnanefndar hafa þann einn tilgang aó reyra að hræða íslendinga með því að styrjöld sé á næsta leiti og fá fólk til þess að sætta sig við hvað sem er af ótta við þennan áróöur. Engin tilviljun Auðvitað er það engin tilvilj- un að þessi áróður er magnað- Framhald á 5. síðu. kommúnistum ætti eftir atS tak- ,, hvort J>að er hér á annaifs em- hverjar .þær yfirlýsingar, sem þýddu það, að þeir væru að víkja frá þeirrx stefnu, sem þeir hing- I að- til hafa fylgt 1 „..r.nríkismái- Ekki víkja frá stefnunni! Þannig rökstuddi Guðmundur 1. Guðmundsson þá afstöðu sína, að ríkisstjórnin gæti EKKI lýst yfir því að Vestur- þjóðverjum yrði neitað um hcræfingastöðvar á fslandi. Vestrœnn áróður gagnar ei málstað Finnlands segir Kekkonen að loknum viðrœðum HELSINKI 26/11 — „Krústjoff forsætisráðherra hefur nú sem fyrr sýnt mikinn skilning á að- stöðu Finnlands, sjónarmiðum Finna og óskum“, sagði Kekkon- en Finnlandsforscti í sjónvarps- ræðu á sunnudagskvöld eftir að hann kom heim til Finnlands frá fundinum með Krústjoff í Novo- sibrisk í Síberíu. Krústjoff og aðrir ráðamenn Sovétríkjanna hugsa auðvitað fyrst og fremst um velferð eigin lands í samningaviðræðum. En Krústjoff er jafnframt góður vin- ur Finnlands og það sama má segja um marga samráðherra hans. Velviljaður skilningur hans gagnvart Finnlandi á skyldar þakkir. Ég hef tekið eftir því að margir eru gjarnir á að aðhyllas^ gagnrýni vesturveldanna á Krúst- joff, en með tilliti til minnar löngu reynslu fullyrði ég, að slík Ráðstafanir séu gerðar til að koma á átta stunda vinnudegi verkafólks Fjórir þingmenn Alþýðu- bandalagsins, þeir Biörn Jóns- son, Eðvarð Sigurðsson, Hannibal Vaidimarsson og r Gunnar Jóhannsson, hafa lagt fram í sameinuðu þingi til- lögu til þingsályktunar um ráðstafanir til að koma á 8 stunda vinnudegi verkafólks. f tillögu þessari er gert ráð fyrir að Alþingi kjósi 5 manna nefnd „til að rann- saka á hvern hátt verði með mestum árangri unnið að því að koma á 8 stunda vinnu- degi meðal verkafólks. Skal nefndin framkvæma athugun á lengd vinnutíma verkafólks, eins og hann er nú, og á á- hrifum hans á heilsufar, vinnuþrek og afköst, svo og hag atyinnurekstrar. Skal nefndin á grundvelli þessara athugana gera tillögur um lögfestingu 8 stunda vinnu- dags sem hámarksvinnutíma í þeim atvinnugreinum, sem fært þykir, og endurskoða gildandi lagaákvæði um al- mennan lágmarksvinnutíma verkafólks.“ Tillögu þessari fylgir ítar- leg greinargerð, sem nánar verður rakin síðar í blaðinu. gagnrýni gagnar ekki málstað Finnlands, sagði Kekkonen. Hann minnti einnig í upphafi ræðu sinnar á þau ummæli Passikivis, fyrrverandi Jorseta, að stefna Finnlands mætti undir engum kringumstæðum vera óvinsamleg Sovétríkjunum. Finnar hefðu við- haldið þessari stefnu ásamt hlut- leysisstefnunni undanfarið og vegnað vel í utanríkismálum. Kekkonen fordsemdi það mold- viðri, sem rótað hefði verið upp í kringum orðsendingu Sovét- stjórnarinnar frá 30. október. Orðsendingin hefði ekki gert ráð fyrir neinni grundvallarbreytingu á samskiptum Sovétríkjanna og Finnlands. — Ég er hæstánægður með ferð mína og þann árangur sem ég hef náð. Sovétríkin viðurkenna hlutleysisstefnu Finnlands, og það er mikilvægt að allir geri sAr ijóst að Sovétríkin álíta hlutlew- isstefnu Finnlands mikilvæg» Framhald á 5. síðu. Alger samsstaða á þinai B.S.R.B. síðu. S'ú írctt á 12,

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.