Þjóðviljinn - 28.11.1961, Síða 11

Þjóðviljinn - 28.11.1961, Síða 11
L. Budd Schulberg: rui o o m (The harder they fall) var dyggileg eftirlíking af svip Nicks, en varla eins sannfærandi. Nick gekk að glugganum, þar sem ég stóð og horfði yfir óend- anlega mergð' húsþaka. „Gerðu allt sem þú getur til að koma þessu í morgunþlöðin“, sagði hann. ,,Guð hjálpi mér“, sag'ði é, „Hvernig geturðu verið að hugsa Um það. meðan Gus liggur þarna inni með kera í höfðinu?" „Mér finnst það svo sem ekk- ert skemmtilegt heldur“, sagði Nick. ,.En einhver okkar verður að halda stillingu sinni, og þetta mál getur hæglega skaðað okk- ur. Ef blöðin fara að dylgja um það, að Gus hafi verið búinn að vera eftir, keppnina við Stein. . . Þú skilur hvað ég á við“. „Jú, þakka þér fyrir, ég vpit íullvel hvað þú átt við. Þú vilt að fólk haldi, að ekkert hafi am- að að Gus, að hann hafi ekki verið limlestur, gamall maður með heilann fullaij af blóði“. „Taktu þetta bara rólega“, sagði Nick. Það var eins og það væri hrjáðum huga mínum dálítill léttir að leysa frá skjóðunni við Nick. Ef eitthvað kæmi fyr- ir, þá var það hann sem átti sökina þrátt fyrir allt. Hann bar ábyrgðina. Ég hafði ekki haft önnur afskipti af málinu en ve'kja á því athygli. Hefði Eddie Lewis ekki verið til, þá hefði Nick getað fengið tiu aðra. Stundirnar siluðust áfram. Nick gekk eirðarlaus fram og aftur. Slátrarinn fyrir aftan hann eins og vel vaninn hundur. Það þom blaðamaður frá News sem gaf honum tækifærið sem hann óskaði eftir. „Gus hefur fyrr fallið í gólfið“, heyrði ég hann segja. ,,En ég stend í horninu hjá honum þar til yfir'lýkur“. ú t v a r p i 3 Hastir liðir eins og venjulega. 13.00 „Við vinnuna": Tónleikar. 18.00 Tónlistartími barnanna (Sigurður Markússon). 20.00 Kórsöngur: Frægir barna- kórar syngja. 20.15 Framhaldsleikritið ..Hulin augu" eftir Philip Levene; í þýðingu Þórðar Harðar- sonar; 6. þáttur: Minnis- leysi. 20.50 Frá tónlistarhátiðinni í Salzbþrg í júlí' s.l. (Hátið- lanhljómsveitin í Luzern og Heinz Holliger óbóleikari flytja. Stjórnandi: Rudolf Biaumgar,tner). a) Concerto grosso op. 3 nr. 10 í h-moll efitir Vivaldi. b) Konsert í C-dúr nr. 3 fyrir óbó og strengjasveit eftir Jean Marie Leclair. 21.15 Erindi: Eining kirkjunnar og alkirkjuráðið (Séra Ósk- ar J. Þorláksson). 21.40 Píanótónverk eftir Chopin: Ventsisilav Yankoff leikur Impromptu í Ges-dúr og Fantaisie-Impromptu í cís- moll. 21.50 Söngmáiaiþáttur þjóðkirkj- unnar (Dr Róbert A. Ott- ósson söngmálastjóri). 22.10 T,ög unsrn fólksins (Guðrún Á smund '•dót.tir). 23.00 Dagskrárlok. Hahn minjitist ekkert á það, að hann stæði lika í horninu hjá Toro. Það vissi almenningur ekkert um ennþá. Mig langaði mest til að ljósta upp fréttinni um það, að Nick hefði keypt samning Toros eftir að Gus hefði tilkynnt að hann ætlaði að draga sig í hlé. Ef Gus hrykki uppaf — þetta uppgötvaði ég allt í einu að ég var að hugsa — þá yrðum við að biða ögn með fréttina af samningnum, þar til farið væri að fyrnast yfir þessa atburði. Og nú lá Gus á skurðarborð- inu, meðan læknarnir reyndu að fá heila hans til að starfa aftur, og þarna stóð ég og jarð- aði hann. Já, ekki nóg með það, ég var strax farinn að hugsa um hvernig ég gæti bezt snúið málunum Nick hág. Hvað á að kalla slíkt? Ósjálfráð viðbrögð? Andlega aðlögunarhæfileika? Eða spillingu af versta tagi? Sem ég stóð þania og afskrifaði Gus og gerði mér ljóst að ég var strax farinn að úthugsa beztu aðferðina til að tilkynna al- menningi andlátið, kom Doxi og tilkynnti okkur að hann væri dáinn. „Ég hef ekki aðeins misst einn af beztu boxurum mínum, held- ur einnig einn af mínurn beztu vinum“, sagði Nick við fréttarit- arana. ,,Sem framkvæmdaitjóri Lennerts vil ég taka það fram, að ég ásaka ekki Molina fyrir neitt, hann barðist heiðarlega og þessi sorglegi atburður verður að kallast óhappatilviljun“. Hann er ekki ,að syrgja, hugs- aði ég. hann er að vinna. Hann er ekki að kveðja Gus. Hann er að koma sér undan, hann er að finna sér útgönguleið. Það sem hann segir er trúarjátning fátækrahverfisins, weltansch.au- ung götustráksins. En af hverju sagði ég ekki neitt? Af hverju sagði ég þeim ekki, að þetta væri engin ó- happatilviljun, það væri morð? Gus Lennert hefði orðið fórnar- lamb mannlegrar ágirndar, einn- ig sinnar eigin? Nei, ég hélt kjafti. Ég var lika að koma mér undan. Ég var meðsekur. Þegar þlaðamennirnir voru búnir að tala við Nick, leit hann á mig og það lá við að hann deplaði augunum til mín, eins og við værum samsærismenn. Já, það var jafnt á komið með okkur. Ljósmyndari frá Mirror not- aði tækifærið til að taka mynd af Toro. í glampanum sá ég að sú mynd yrði ekki til að skaða okkur. Hún var af Toro í mjög áhrifamiklum stellingum: hinn iðrandi syndari niðursokkinn í bæn. Ég varð að leiða Toro burt. Hann gekk eins og í leiðslu. Dauði Lennerts hafði ekki síazt inn í sál hans eins og sálir okk- ar, gegnum þykkt lag af skyn samlegum úrræðum og orðaflúri. Toro var hlífðarlaus. Hann hafði drepið mann. Hann reikaði ótta eins og maður sem lent hef- ur í bilslysi og ráfar eins og svefngengill frá slysstaðnum. Þegar við stóðum niðri á gang- stéttinni og biðum eftir leigubíl, kom frú Lennert út. Nick hafði boðizt til að aka henni í eigin bíl. Toro gekk til hennar. „Mig tekur þetta sárt.. Mig tekur þetta sárt alla aevi qg alla; peningana sem ég'fæ fyrir ^yöidið, þá.-gef ég yður. Ég gef .yður hvern, ein- asta eyri, ég vil ekki .þessa penT inga“. • ... „Burt með yður — morðingi", sagði frú Lennert. Hún grét ekki. „Keppnin var skipulögð fyrir- fram, en samt þurftuð þér endi- lega að drepa hann. Samt þurft- uð þér endilega að sýna fólki hvað þér eruð mikill boxari. Keppnin var skipulögð fyrir- fram og veslings Gus minn ætl- aði að koma snemma heim, vegna þess að hann var veikur. En þér, þér gátuð ekki einu sinni beðið, þér þurftuð endilega að drepa hann. Viðbjóðslegi, skítugi morðingi“. Og svo fór hún _ að gráta. Grátur hennar var ljótur og hvað eftir annað varð henni á að ropa, því að hún var mjög reið ennþá. Synir hennar hjálp- uðu henni upp í bíl Nicks og það var ekið af stað. Toro stóð kyrr og starði' á eftir 'henni opn- um munni. Svo laut hann höfði og fór að tauta: „Jesus Christo . • . Jesus Christo . . . Jesus Christo ...... « Við urðum að ýta honum með valdi inn í leigu- bíllinn. Við ókum lengi án þess að nokkur segði neitt, þangað til Danni rauf loks þögnina með ó- væntri athugasemd. „Ég veit svei mér ekki, en þegar einhver náungi hrekkur uppaf, þá finnst manni að maður þurfi að segja eitthvað fallegt um hann. En ég var nú aldrei neitt hri.finn af Gus. En ég vildi óska að ég hefði verið það. Einhvern veginn þá tekur það ekki eins á mann að missa félaga og missa einhvern sem maður hefur aldrei almenni- lega getað þolað“. „Mér líkað'i nú alltaf vel við Gus, olav hasholem“, sagði Doxi. „Hann var góður fjölskyldufað- ir“. „Þú með þitt gyðingshjarta11, sagði Danni. „Þér líkar vel við alla“. Við námum staðar fyrir fram- an Malkakiaskirkjuna, litlu kirkjuna sem stendur í hnipri milli vínkráa og lélegra hótela á Fertugustu og níundu götu- Öskukarlarnir voru að aka stóru ruslatunnunum út á gangstétt- ina að stóru flutningabílunum. Drukkinn maður sem enn var að lifa undangengna nótt, slangr- aði framhjá, hamfngjan mátti vita á hvaða íeið. Götudrós með andlit sem, ílja. þoldi dagsbirtuna, gekk hægt framhjá á íeið heim til að fá sér blund á brá. Ég hef aldrei verið sérlega hrifinn af kirkjum, en þegar kirkjuvörðurinn hleypti okkur inn, var eins og mér yrði ögn hughægra. Þögn og kartaljós voi-u betri fyrir hugsanir um lát- inn mann. Toro og Danni kveiktu báðir á kertum fyrir júmfrú Mariu. Svo fór Toro inn í skrúð- húsið til að ná tali af presti. Daufar umræður á þingi KSI Framhald af 9. síðu. ur milliríkjadómurum, þeim Hauki Óskarssyni, en hann hefur verið á skrá hiá FIFA frá því árið áður, en nýir. komu þeir Hannes Sigurðsson og Guðþjörn Jónsson, og hefur . stjórn ÍSÍ tilnefnt þá til FIFA. Hefur dómaranefndin unnið að þyí á árinu að skipuleggja. dpmaramálin um land allt. For- maður hennar er Einar Hjart- arson. stjórninni eru: Jón Magnússon, Ingvar Pálsson. Guðmundur Sveinbjörnsson. Sveinn Zöega, ' Axel Einarsson og Ragnar Lár- usson. í varastjórn voru kjörn- ir: Gunnar Vag'.nsson, Hai:á’idúr,4. •;? Snorrason og Hafsteinn Guð- m.pndsson. 1 . i f. t Fá rnál og daufar úmræður Landsliðsnefnd Þá fjdgdi löng skýrsla frá landsliðsnefnd oe kemur hún víða við. Aðaláhyggjur hennar er félevsi, og segir um þetta m.a.: „Nefndin vill undirstrika það. að við þessar aðstæður verður starfið allt erfiðara og árangurinn af því allur lélegri, en annars þyrfti að vera. Það þarf meira fé til starfsins, ef við eigum á annað borð að vera að burðast með landslið“. Formaður nefndarinnar var Sæmundur Gíslason. Unglinga- og tækninefnd Skýrsla er þar og frá Ung- linganefnd KSÍ, en ekki virðist hafa verið mikill árangur af starfi hennar, enda gekk illa að koma henni saman, og mun það hafa tafið störf hennar. Formaður var Grétar Norð- fjörð. Skýrsla tækninefndar KSÍ, sem skipuð var á árinu, ber með sér að þeir hafa fram- kvæmt gott undirbúningsstarf, en eins og fyrr segir reyndist áhugi forustumanna knatt- spyrnufélaganna lítill, eins og getið hefur verið. Þetta hefur þeim sem nefndina skipa, en þeir eru Karl Guðmundsson, Óli B. Jónsson og Reynir Karlsson, orðið mikil vonbrigði, því í lokaorðum segja þeir: „Að loktun vill nefndin lýsa yfir því, að hún harmar mjög hinar dræmu undir- tektir, og þá fádæma deyfð, sem sambandsaðilar liafa sýnt hinni framréttu hjálp- arliendi íþróttakennaraskóla íslands, sem af rausn og skilningi á liinu alvarlega þjálfaravandamáli innan knattspyrnukreyfingarinnar, hefur boðizt til að standa straum af kostnaði við framkvæmd knattspyrnu- þjálfaranáinskeiða. Þetta boð hefur staðið frá því í júní og hefur aðeins einn (1) aðili sent inn umsókn um námskeiðið“. Fá mál voru lögð fyrir þitig- ið. Stjórnin lagði fram tillög- ur um að fækka ársþingum, þannig að þau verðí haldin annað hvort ár, en stjórnar- og formannafundur hitt árið. Þetta virtist ekki falla í góð- an jarðveg og dró stjórnin til- löguna til baka. Samþykkt var tillaga um skiptingu á ágóða af bikar- keppni og ennfremur tillaga um kærufrest. Urðu litlar umræður um þessi mál, og á þinginu yfir- leítt, og var það dauflegt, þrátt fyrir það að mikil vandamál hvíla á herðum stjórnar og þings, eins og t.d. fjármálin, þjálfaramálin, fyrirkomulag ' knattspyrnumótanna sem er í mesta ófremdarástandi. eins og hér hefur oft verið bent á. Sem sagt þing, sem ekki markaði djúp spor fyrir framtíðina. Forseti þingsins var Her- mann Guðmundssón og annar þingforseti var Guðmundur Sveinbjörnsson. Ritari þings- ins var Eiriár BjÖrnsson. Frímann. fhsld Reykjsvíkur SamúSarkort Reksturshalli rúm 22 þúsund I af stað, lamaður, gagntékinn Slysavarnafélags íslands kaupa flestir. Fást hjá slysa- vamadeildum um land allt. I Reykjavík í hannyrðaverzlun- inni Bankastræti 6, Vorzlun Gunnþórunnar Halldórsdóttur, Bókaverzluninni Sögu, Lang- holtsvegi og ( skrifstofu fé- lagsins i Nausti á Granda- garði. Afgreidd f síma 1-48-97. Gjaldkeri sambandsins Ragn- ar Lárusson las reikninga sam- bandsins og báru þeir með sér að sparnaðar hefur verið gætt, miðað við undanfarin ár, og allvel tekizt að höggva í skuld- ir frá fyrra ári, og sýndu reikningar 22 þús. kr. halla. í umræðum um reikninga og skýrslu, sem aldrei hafa verið minni í 15 ára sögu sambands- ins, kom þó fram að fjárhagur þess væri svo slakur að vart væri um að rseða eðlilega stdrf- semi til útbreiðslu’ og annars sem til þarf. Stjórnin endurkjörin Þing KSÍ hélt áfrnm á sunnu- dag og fór stjómarkosning þá fram. Var hún endurkjörin, einróma. Formaðdr • Björgvin Schram, og m«ð honum í Framhald af 7. síðu. foringjans (sem þó var aldrei birt) um að allir borgarar væru skyldaðir til þess að aðstoða lögregluna. Ólafur nokkur Thors, sem þá vár stólsetumað- ur í hinu gjaldþrota fyrirtæki Kveldúlfur h.f. og veitti verka- mönnum þau gæði að útvega þeim vinnu, ef þeir kusu íhald- ið, tók virkan þátt í þessum undlrbúningi. Skyndilega var eins og Morg- unblaðið vissi ekki neitt um málið. Þann 22. nóvember stein- þagði það um Ólaf Friðriksson, rétt eins og það vissi ekkert hvað gekk á — og brá eitthvað nýrra við eftir allan fúk.vrða- austurinn um „fólskuverk" Ól- afs. En Morgunblaðið vissi vel, hvað var í aðsigi. Hvítliðaupp- þot íhaldsins á íslandi átti að hefjast hvað úr hverju, og að sjálfsögðu var Morgunblaðið ekki svo skyni skroppið að ljósta upp áætlunum herfor- ingjaráðsins við óvininn. Hið vopnaða bjórkiallaralið var reiðubúið til hernaðarað- gerða að morgni þess 23. nóv- ember. Þegar um miðnætti dag- inn áður — í sama mund og sambandsstjórnarfundi Alþýðu- flokksins lauk — höfðu vopnað- ir verðir verið fluttir til mikil- vægustu staða í bænum. Stóðu þeir vörð um stjórnarráðið, fangahúsið, íslandsbanka og aðrar opinberar byggingar, við hús forsætisráðherra og aðra hernaðarlega mikilvæga staði. c I G.i.'tcmplarahúsinu við Vonar- r.lræti hafði verið komið upp hermannaskála. hjúkrunar- og líkskoðunarmiðstöð. Sjúkrabörur vpru búnar út og þeim hlaðið á vörubíla. sem leigðir voru hjá Bifreiðastöð Reykjavvkur. Voþn voru tilreidd og áhlaupasveit- irnar sldpulagðar. Gekk svo alla nóttina. og klukkan 11 að morgni þess 23. kom skipun frá herforingjaráðinu um að leggla upp til orrtistu Aður cn Tiðið -rauk af riað. var hvcrjum her- manni úthlutað 200 gifimmum af brennivfni. 'LH -.tsox .m: i lit 5:: >riðjudagur.28,.nóvemb«r 1991 — ÞJÓÐVILJIN' ~ nt m

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.