Þjóðviljinn - 28.11.1961, Síða 12

Þjóðviljinn - 28.11.1961, Síða 12
1 ofviðrinu fyrir helgina urðu allmiklar skemmdir á hafnar- mannvirkjum norðan og norðan- Jands og einnig í Bolungarvík. Þjóðviljinn átti í gær tal við Aðalstein ■ Júlíusson vita- og hafnarmálastjóra óg innti hann Jrétta af tjóninu. Sagði Aðal- steinn, að enn væru skemmdir ekki fullkannaðar, en þá væri Ijóst, að þrátt fyrir mikið tjón af völdum óveðursins, væru skemmdirnar hvergi þess eðlis að ekki væri tiltölulega auðvelt að gera við þær. Um skemmdir á einstökum stöðum gaf hann eftirfarandi upplýsingar. Austasti staður, sem vitað er um skemmdir á, er Bakkafjörð- ur. Þar brotnaði skjólveggur og kafli af þekju á bryggju. Á Þórshöfn skemmdist mjög mikið fremstu 15 metrarnir af garði, sem var f byggingu og því ekki fullfrágenginn. Aðalsteinn taldi þó að hann hefði átt að standa af sér öll venjuleg veð- ur. 1 su.mar var 'grafið framan við garðinn og áttu þar að koma ker. Kvað Aðalsteinn hætt- við því, að rifið hefði úr garðinum ©g fyllt upp í þennan gröft. Ekki er kunnugt um neinar skemmdir á Raufarhöfn eða Húsávík en við Eyjafjörð urðu á nokkrum stöðum allmiklar skemmdir. Á Árskógssandi brotnaði bryggja, en Aðalsteinn kvaðst ekki hafa fengið nánari fréttir þaðan. Á Dalvík skemmdist nýr hafn- argarður, sem ekki var búið að ljúka við til fulls. Þetta var grjótgarður og mun grjótið hafa færzt til í sjávarganginum. Á Ólafsfirði brotnaði bryggju- partur og einnig var búizt við því, að eitthvað af- möl og sandi hefði borizt inn í höfnina. Um það var þá ekki vitað til fulls. Framhald á 5. síðu. Félagsfundur ÆFR Næstkomandi miðvikudags- kvöld kl. 9 efnir ÆFR tij félags- lundar í félagsheimili sínu, Tjarnargötu 20. Á dagskrá eru: a) félagsmál, b) önnur mál. Fé- lagar eru hvattir til að mæta stundvslega. Kosningar eru hafnar í Sjó- mannafélagi Reykjavíkur og bjóða starfandi sjómenn fram B-lista til baráttu fyrir hags- munamálum sínum sem liafa verið hörmulega vanrækt af nú- Jón Tímótheusson verandi forustu sjómannafélags- ins. Kosið er á skrifstofu félags- ins kl. 3—6 daglega. B-listi starfandi siómanna er skipaður þessum mönnum: Formaður: Jón Tímótheusson, b.v. Víkingi. Varaformaður; Gunnar Jóhanns- son, m.s. Tröllafossi. Ritari; Hreggviður Daníelsson m.s. Vatnajökli. Féhirðir: Hjálmar Helgason, m.b. Þristi. Varaféhirðir; Ingibergur Vil- mundarson, m.s. Esju. Meðstjórnendur: Sigurður Breið- fjörð Þorsteinsson b.v. Hvalfelli, Guðmundur Guðmundsson m.b. Hermóði. Varamenn; Dagur Halldórsson m.b. Von, Gísli Guðmundsson b.v. Víking, Brynjólfur Kristins- son b.v. Hvalfelli. Allir hafa bessir menn gert Framhald á 4. síðu. Alger samstaða BSRB um almeima launahækkun og um samningsrétt Á þingi BSRB, sem haldið launahækkunar til handa opin- var um síðustu helgi, rikti ein- berum starfsmönnum, þar sem hugur um að krefjast almennrar verðhækkanir hafi vegið á móti Flokksstjórnarfundi Sósíalista- flokksins lauk ó sunnudagskvöld Flökksstjórnarfundi Sósí- alistáflokksins lauk um miö- nætti aöfararnótt mánudags eftir ýtarlegar og ánægju- legar umræöur. Voru þá samþykktar stjórnmáláá- lyktun, ályktun um afstöð- una til Efnahagsbandalags- ins, ályktun um menningar- mái og ávarp til íslendinga. Veröa ályktanir þessar stö- ar birtar hér í blaöinu. Eins og skýrt var frá í síðasta blaði var á laugardag rætt um starfsáætlun flokksins og stjórn- málaástandið og héldu þær um- ræður enn áfram á sunnudag. Auk þeirra sem áður hefur verið getið í fréttum tóku til máls Tryggvi Emilsson, Stefán ög- mundsson, Guðmundur Jóhann- esson, Einar Olgeirsson, Lúðvík Jósepsson og Oddbergur Eiríkss. Síðan var samþykkt starfsáætlun Þriðjudagur 28. nóvember 1961 ÞJÓÐVILJINN flokksins fyrir næstu tvö ár. Þessu næst flutti Guðmundur Vigfússon framsögu um bæjar- stjórnarkosningarnar, og auk hans tóku til máls um þann dagskrárlið Ölafur Jónsson og Einar Olgeirsson. Þá flutti Sigfús Daðason fram- sögu um menningarmál, en auk hans tóku til máls Stefán ög- mundsson, Gunnar Guttormsson, Ásgeir Blöndal Magnússon, Arnór Kristjánsson, Ásmundur Sigurðsson, Sigurður Brynjólfs- son, Jón Böðyarsson, Einar Ol- geirsson, Kristján Andrésson, Eysteinn Þorvaldsson og Gunnar Benediktsson. Einar Olgeirsson ræddi því næst um alþjóðlegt samstarf Sósíalistaflokksins, en aðrir ræðumenn voru Eysteinn Þor- valdsson, Sigurður Brynjólfsson, Kristján Andrésson, Guðmundur Jóhannesson, Steinþór Guð- mundsson, Arnór Kristjánsson, Eggert Þorbjarnarson og Finnur Hjörleifsson. Á sunnudagskvöld skiluðu nefndir álitum, og skýrðu Sigfús Daðason, Björn Jónsson, Einar Olgeirs-son, Brynjólfur Bjarnason og Lúðvík Jósepsson frá störfum þeirra. Voru ályktanir flokks- stjórnarfundarins síðan sam- þykktar einróma. Að lokum þakkaði Einar Ol- geirsson flokksstjórnarmönnum góð störf og gagnlegar umræður, en fulltrúar risu úr sætum og sungu alþjóðasöng verkalýðsins. kauphækkununum frá í sumar. Verður nánar skýrt frá tillög- um um þessi efni síðar. Annað aðalmál þingsins var frumvarp til laga um samnings- rétt opinberra starfsmanna, sem fulltrúar BSRB í stjórnskipaðri nefnd þeir Guðjón B Baldvins- son og Eyjólfur Jónsson hafi lagt fram um það efni. Er þetta mik- ill lagabálkur, sem gerir ráð fyr- ir samningsrétti opinberra starfsmanna og verkiallsrétti, sem er þó háður allmiklum tak- mörkunum. I byrjun umræðnanna gerðist sá einstæði atburður, að flestir Framhald á 4. síðu. Brotizt inn, stol- ið og eyðilagt Um sl. helgi var framið inn- brot á skrifstofu olíuhreinsunar- stöðvarinnar að Sætúni 4 og stolið þaðan 17 brúsum með frostlegi og 300—400 krónum í peningum. Auk þessa hafði þjóf- urinn unnið mikið tjón á reikni- og ritvélum í skrifstofunni með því að fleygja þeim í gólfið og stórskemma þær- Frá hvalskurði í Reykjavík í gœr Allmiklar skemmdir á hafnar- mannvirkjum á 7— 8 stöðum 1 gær tók ljósmyndari Þjóð- viljans þessar myndir af tveim hrefnum, sem Fiskhöllin fékk sunnan úr Grindávík. Á þrí- dálka myndinni ■ sést önnur hrefnan í heilu lagi, en á tví- dálka myndinni sést, þegar verið er að skera hvalinn, en hvalskurður er óvanalegt fyr- irbrigði hér í Reykjavík. Þjóðviljinn íékk þær upp- lýsingar hjá St^ingrími í Fiskhöllinni í gær, að hrefnur þessar hefðu veiðzt í net í Grindavíkursjó og voru iþær þrjú til fjögur hundruð kíló hvor. Ekki vissi Steingrímur, hvaða bátur hefði veitt hrefn- urnar, en hann fékk þær send- ar með bíl sflfínanað. Hann sagði að mjög óvanalegt væri að fá hval á þessum tíma en hann fengi stundum hnísur á vorin. Ekki er hægt að nýta nema kjötið af hrefnunum, en það er aðeins lítill hluti af skepnunni.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.