Þjóðviljinn - 01.12.1961, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 01.12.1961, Blaðsíða 4
Markús Jónsson — 15 dagar við vatn og brauð. Dómar eru uppkveðnir yfir Ólafi Friðrikssyni og þeim sem fastast stóðu með honum í baráttunni gegn löglausu ofbeldi gagnvart einstæðings dreng. ^ Hér segir Arnór Hanni- balsson frá dómsupp- kvaðningunni og blaða- deilunum sem fóru á eftir liei'naðaraðgerð um íhalds- ins. Þann 24. nóvember hafði Al- hýðublaðið lýst ýtarlega fram- ferði hvítu hersveitarinnar dag- inn áður og birt nöfn forystu- manna. Blaðið setti fram kröfu um. að hún yrði leyst upp taf- ariaust, „eða alpýðumenn og aðrir friðsamir bæjarbúar verða að stofna varnarlið til þfcss að varðveita líf og vel- íferð. sína“: Við þetta sló miklu felmtri á íhaldsforkólfana. Samkvæmt því, sem „Vísir“ skýrði frá, hefur ætlun þeira verið sú, að halda þessu liði til áramóta, því að lögreglustjórinn. Jón Hermannsson, átti að siá um toilinnheimtu eingöneu til þess tíma, en danski sjóliðsforing- “ inn Jóhann P. Jónsson að vera lögreglustjóri á meðan. Nógu erfitt reyndist íháldinu áð ráða við nokkra verkamenn algerlega óvopnaða, og var rétt ' svo að hvítliðið hefði hug eða •dug til bess að standa í sínu stykki. Hvað hefði þá orðið, ef verkamenn hefðu í raun- irini byrjað að skipuleggja mót- ' stöðu gegn ólögum þeim og dfbeldi,. sem hvítliðaskríllinn gerði sig sekan um? Þegar í- 'íialdið Stóð frammi fyrir þess- ari ógn, skipti bað engum tog- um, að hvítliðarnir lögðu niður ' "'TÓfurja og daginn eftir fluttu Þlöðin eftirfarandi auglýsingu: ..Hér með er úr gildi numin lilskipun sú er borgarar bæj- arins hafa fengið um að að- stoða lögregluna. Skrifstofan í Iðnaðarmannahúsinu er jafn- framt lokuð. Reykjavik 24/11 — ’21. Aðstoðarlögreglustjórinn í Reykjavík. Jóhann P. Jóns- son“. Með þessu var bundinn endir á beinar hernaðaraðgerðir. Nokkur tímj leið áður en mál Ólafs Friðrikssonar var tekið til dóms. En þann 6. fe- brúar 1922 var hann sakfelldur Sf b^ejarfógeta og fimm menn aðrir. Sakarefnið var; „mót- staða gegn lögreglunni þann 18. nóvember 1921“. Sakfelldir voru; ólafur Friðriksson, sem AÐFÖRIN AÐ ÓLAFI FRIÐRIKSSYNI I NÓYEMBER 1921 - 40 ÁRA AFMÆLI hlaut 6x5 daga fangelsi upp á vatn og brauð. Hendrik J. S. Ottósson sem hlaut 4x5 daga fangelsi upp á vatn og brauð, Jónas Magnússon rafvirki. Reimar Eyjólfsson verkamaður og Markús Jónsson bryti fengu 3x5 daga fangelsi upp á vatn og brauð. Ásgeir Möller Guð- jónsson var sýknaður. Dómnum var áfrýjað til hæstaréttar, og staðfesti sá réttur dóminn Hendrik Ottósson — 20 dagar við vatn og brauð. þarin 11. maí um vorið. með þeim breytingum. að Ólafur fékk 40 daga, en þeir Reimar, Markús og Jónas 10 daga fang- elsisyist upp á vatn og brauð. - Allt frá lokum hvítu upp- reisnarinnar og fram eftir næsta ári jós Morgunblaðið dag eftir dag striðum straumi af lygum o,g óhróðri um Ólaf Friðriksson og stuðningsmenn hans. Allur sá móðursýkisvað- all bar skýran vott um það, að Morgunblaðið og íhalds- pakkið .skalf af ótta við verka- menn og var að reyna að klóra yfir ólögin og yfirtroðsl- urnar. ólafur átti að vera „fúl- menni“, „ekkj með fullri dóm- greinö'1, ..hégómlegur iygari"' o. s. frv. Morgunblaðið krafðist- þéss, að hann yrði dæmdur í þyngstu refsingar, þessi „upp- rersnarmaður“, ..foringi svarta Iiðsins“, „lögbrjótur“, söku- dólgur“, sem hefur engan rétt til að blanda alþýðu í málið. það var Ólafur sem var and- stæður henni, en „lögreglulið- ið“ sem vann með henni gegn lögbrjótum. í fyrstu reyndi Mbl. að láta líta svo út, sem hér væri um hreint sóttvarnarmál að ræða, sjálfboðalið hefði gefið sig fram til þess að brjóta á bak aftúr mótstöðu manna, sem ó- hlýðnuðust sóttvarnar.vfirvöld- um. En gríman var ekki lengi að falla. Fyrr en varði tók Morguriblaðið að æpa um það og- skrækja, að hér hafi átt að gera byltingu, brióta niður lögin, eyðileggja réttarfarið, — þessvegna hafj orðið að bjóða út liði til þess að bæla misk- unnarlaust niður allar tilraun- ir til óhlýðni við lögin, þ.e.a.s. við vilja peningaskrílsins. Fyrst í stað hétu þessar að- farir ,,mannúð“ á máli Mogga, síðan „aðstoð -við lögregluna til að setja lögin í gildi“, síð- an „ofurefli gegn uppþots- mönnum“. En svona lýðræðis- tal gufaði fljótt upp. Mogginn segir þann 25. jan. 1922: „Hvíta - liðið er staðráðið í því að láta ekki svarta liðið (verkamenn) vaða hér uppi með lögbrotum og yfirgangi. Það ætlar að mæta svartliðum hvar sem er og hefta framrás þeirra“. Kannast menn við tóninn? Svona var einmitt nazistum títt að tala hér fyrir stríðið, 12— 15 árum seinna en þessi orð voru skrifuð, nema hvað í stað ,,svartliða“ var þá talað um ,,marxista“. í bæði skiptin var átt við verkalýðsstétt landsins og forystumenn hennar. En Morgunblaðið vildi láta gera meira. Það segir 7. des. '1921: ,,Og það þarf að láta þá vita það skýrt og skilmerki- lega, að einmitt sömu tökum og þeir voru nú teknir verða þeir einnig aftur teknir ef þeir rísa í annað sinn upp á móti lögum og rétti í landinu. Hér í Rej-kjavík þarf að vera til taks sterk lögreglusveit, sem landið kosti, og það er verk- efni fyrir næsta alþingi að koma því máli í framkvæmd“. Hugmyndin um íslenzkan her er eldri en Bjarni Benedikts- son. Hún er jafngömul þeirri draumsýn íhaldsins að geta hvenær sem er barið niður hverja viðleitni verkalýðssam- takanna til að bæta kjör alþýð- unnar, viðleitni hennar til auk- ins þroska og menningar. f- haldið hefur síðan þetta var margsinnis gert tilraun til þess að koma íslenzkum verkalýðs- samtökum á kné, og nú síðast vorið 1961. Eln þær tilraunir íhaldsins hafa ætíð endað með ósigri þess, og svo mun einnig verða í framtíðinni. Hernaðaráætlunin, sem íhald- íð hafði dregið upp fyrir þessa fyrstu vopnuðu sókn gegn al- þýðunni í landinu, var þessi: Fá ótíndum lýð í hendur skot- vopn, kylfur, kaðalspo.tta og önnur barefii, úthluta honum brennivíni og sleppa svo þess- um ölóða skríl eins og Ijóni úr búri gegn albýðu í von um að honum tækist að vinna ein- hver hermdarverk, drepa menn eða limlesta. Síðan átti að kenna Óiafi Friðrikssyni um þetta og dæma hann til langr- ar fangelsisvistar, 5—10 ár eða lengur. Þar með væri búið að vinna Alþýðuflokknum álits- Jóhann P. Jónsson — ólöglegur lögreglustjóri. hnekki og dæma hann úr leik í stjómmálabaráttunni um langan tíma, svo að ekki þyrfti að óttast andstöðu hans við kosningar. Þessi var hugmynd íhaldsins. En framkvæmd hennar fór öll í hund og kött. Ólafur Friðriks- son og menn hans komu fram af þeirri festu o.g virðuleik, að íhaldið og morðlið þess gat ekki hengt hatt sinn á nein glappa- skot af hans hálfu. Þessvegna kom ekki til neinna blóðsút- hellinga — ekki vegna Þess að íhaldið hefði ekki stofnað til þeirra. Og þessvegna linnti ekki ramakveinum Morgunblaðsins. Skrækir þess voru eins og í krakka, sem einhver hefur tek- ið af leikföngin, og fyllist van- megna heift: „Þú skalt fá að kenna á því, þegar ég verð stór!“ Ekki skortir Morgunblaðið hæfileikann til að hræsna: Málalokin voru góð, því að „engin meiðsl, barsmíðar eða blóðsúthellingar áttu sér stað . . (Mbl.,24. nóv.). Það var sem sagt ágætt, áð enginn var drepinn, úr því að ekki tókst að velta sökinni yfir á Ólaf Friðriksson! En skyldi Morg- unblaðið ekki hafa hlakkað, hefði áætlunin tekizt?! FARGJALDALÆKKU LOFTLEIÐUM hefur nú tekizt að fá sam- þykki hlutaðeigandi yfirvalda til lækkunar á fargjöldum námsmanna fram og til baka á flugleiðinni milli íslands og Bandaríkj- Fargjaldið er nú: Báðar leiðir: ísl. kr. 9.580.00 (söluskattur inniíalinn). U.S.ií 216.00. Námsmenn skulu vera búsettir á Islandi eða Bandaríkjunum, og þurfa þeir að skila vott- orði um að þeir ætli að stunda nám í öðru hvoru landanna. Þeir séu á aldrinum 15— 30 ára. Sami afsláttur er gefinn maka og börnum námsmanna. Farseðlar gilda í tvö ár. Nánari upplýsingar eru gefnar í skrifstof- um LOFTLEIÐA. Sími 18440. %) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 1. desember 1961

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.