Þjóðviljinn - 01.12.1961, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 01.12.1961, Blaðsíða 12
Margt fogurra muna á Iðnsýningu í Bogasalnum Sýning á iðnminjum var opnuð í Bogasal Þjóðminja- safnsins í gær. Iðnaðarmála- ráðherra, Jóhann Hafstein, öphaði sýninguna með stuttri ræðu. Margt gesta var við opnunina, m.a. ýmsir framá- menn á svíði ísle'nzkra iðn- aðarmála, Geir Hallgrímsson borgarstjóri og fleiri. Það er Iðnminjasafnsnefnd sem gengst fyrir sýningunni og á henni eru margir fagr- ir, gamlir munir; snilldarvel gerðir, verkfæri, sveins- og meistarabréf, Ijósmýndir og fieira. í Iðnminjasafnsnefnd starfa þeir Sveinbjörn Jónsson for- maður nefndarinnar. Björn Rögnvaldsson, Jónas Sól- mundsson o-g Guðbjörn Guð- mundsson. Þjóðviljinn náði við opnunina tali af Svein- birni Jónssyni og sagði hann m.a. að þetta væri fyrsti vís- irinn að iðnminjasafni fram- tíðarinnar. — Við eigum miklu fleiri muni, en völdum ýmsa sér- staklega vel gerða gripi, göm- ul sveinsstykki, einkennileg verkfæri, uppfinnirigar, mynd- ir, heiðursskjöl og eitt lítið verkstæði, hattasaumastofu. Við erum jafnframt að kynna nýútkomið ritverk um mæt- an smið og athafnamann 19. aldar, Þorstein á Skipalóni, sem gefið er út af Menning- arsjóði. Iðnaðarmenn og iðju- höldar geta fengið tölusett eintak af ritinu hjá Lands- sambandi Iðnaðarmanna. Hér er líka sveinsstykki Þorsteins til sýnis, saumaskrín, sem hann smíðaði 1820 og gaf konu sinni. — Hvenær gerið þið ráð - Stofuorgel og fiðla, hvorttveggja smíðað af Einari Jónssyni spillemann skömmu fyrir aldamótin. fyrir að Iðnminjasafnið kom- ist upp? — Það vitum við ekki. Það fer eftir fjárhag, en við höf- um ætlazt til að Iðnminja- safnið yrði deild úr Þjóð- minjasafninu. Iðnminjasýningunni í Boga- salnum er sérstaklega smekk- lega og skemmtilega fyrir komið þótt hún sé ekki stór. Uppsetningu sýningarinnar ; hefur Iðnminjasafnsnefnd annazt- sjálf með aðstoð Egg-, erts Guðmundssonar listmál- ara Qg Gísla Gestssonar. Föstudagur 1. desember 1961. — 26. árgangur — 277. tölublað NEW YORK 30/11 — Atlanzhafs- bandalagið beið mikinn ósigur við atkvæðagreiðslu í stjórn- málartefnd al'sherjarþings SÞ í dag. Samþykkt var með miklum atkvæðamun tiHaga frá Svíþjóð og sjii öðrum ríkjum, sem stefn- ir að því að takmarkai útbreiðslu kjarnavopna, en langf’est ríki Atlanzhafsbanda'agsins greiddu atkvæði gegn henni. Tillagan var sambykkt með 57 atkvæðum gegn 12, en fulltrúar 32 ríkia sátu hjá. Fréttaritari Reuters segir samkvæmt NTB að „flest jSTatoriki hafi verið á móti, en Noregur og Danmörk | greiddu atkvæði með“. (Af þessu verður ekki ráðið hvernig ■ fulltrúi íslands hefur greitt at- kvæði, en ráða má af líkum að hann hafi a.m.k. ekki greitt tii- iögunni atkvæði, heldur setið hj á.). Það voru höfuðveldi Atlanz- hafsbandalagsins, Bandarikin, Bretland og Frakkland, sem voru 'þelztu andstæðinga'r til- lögunnar. Hefur það aldrei kom- ið fvrir áður á þingi SÞ að forysturíki Atlanzhafsbandalags- ! ins hafi staðið uppi jafn fylg- I issnauð oct í bessari atkvæða- , greiðslu. Öll sósialistísku ríkirt greiddu . til’ögunni atkvæði. Mynctarlegt hefti Nýja stúd- entablaðsins kemur út í dag „Vísindin efla alla dáð“ í öörum löndum. Á Fróni eru þau fjötruð, smáð, í feigðar böndum. Með þessari vísu m.a. fylgir ritstjóri Nýja stúdentablaðsins, Finnur T. Hjörleifsson, 1. tölu- blaði þessa árgangs úr hlaði, en það kemur út í dag, 1. desember. Blaðið íjallar að mestu leyti um kjör háskólamenntaðra manna o,g hefur ritnefnd þess fengið þrjá kunna menn úr þeirra hcoi til að skrifa um þau mál. Þeir eru dr. Björn Jó- hannesson jarðvegsfræðingur, sem skrifar „um brottflutning ís- lenzkra háskólakandidata til annarra landa“, Ólafu.r Jensson læknir skrifar greinina „Vett- vangur vísinda á íslandi" og Höröúr Bergmann B.A. „Launa- kjör menntamanna". Þá er í blaðinu ýtarleg grein um Efnahagsbandalag Evrópu eftir Hjalta Kristgeirsson hag- fræðing, grein um handritamál- in efti.r Einar Laxness cand. mag. sem hann nefnir „Handritin og skyldur okkar“ og grein um vestræna samvinnu eftir Gísla Gunnarsson auk ritnefndargreina, ljóða, háskólapistils og fleira- Blaðið er prentað á góðan pappír, myndskreytt og frá- gangur a'lur hinn bezti. Útgef- andi er Félag róttækra stúdenta og ritnefnd skipa þeir Finnur T. Hjörleifsson, Gísli Gunnarsson, Gunnsteinn Gunnarsson, Jórt Gunnlaugsson og Kristján Thorl- acius. Búðum lokað 1 og 12 Kaupmannasamtökin hafa beðið Þjóðviljann að vckja rthygli lesenda á því, að þau hafa mælzt til þess við kaup- menn að þeir hafi ekki leng- ur cpið í dag en til kl. 1 og má fastlega gera ráð fyr- ir að kaupmcnn Ioki þá. Einnig eru lescndur beðnir að athuga það að opið er til kl. 1 á Iaugardag. Mjólkurbúðir loka kl. 12 á hádegi í dag og kl. 2 á morg- un. Líkan af brú yfir Skíðadal^á gert 1895 af Gísla á Ilofi í Svarfaöardal sem einnig smíðaði brúna árið cftir, 1896. TIL SJÓS OG LANDS -4 SIGUREÍUR INGIMUNDARSON, vjitnsgæzlumaður . . í ÁburðárVQrksiYiiðjunni kaus nýlega við stjórnarkjör í Sjómanna- télagi Reýkjavíkur. — Hverra hagsmuna hefur hann að gæta? Starfandi sjómenn, kosið er alla virka daga frá kl. 3—6 í skrif- stofu S.R., Hverfisgötu 8—10. Kjósið lista starfandi sjómanna B- listann. , 1 j X B-lisfi V Yíirlýsinga kraíizt en án árangurs • Við umræður í neðri deild Alþingis í gær skoruðu ræðumenn stjórnarandþtöð- unnar alvarlega á ríkisstjórnina að hleypa ekki íslenzka togaraflotanum inn 1 land- helgina frekar en orðið er. Forsætisráðherra neitaði að gefa nokkrar yfirlýsingar í þessu efni. Allur fundartíminn í gær fór i að ræða ráðstafanir vegna á- kvörðunar um nýtt gengi. Var þetta framhald 1. umræðu og varð umræðunni enn ekki lokið. Þeir sem töluðu í gær voru Bjarni Benediktsson forsætis- ráðherra, Eysteinn Jónsson og Lúðvík Jósepsson. Eins og skýrt hefur verið frá hér í blaðinu, vakti það, at- hygli við upphaf umræðna um þetta mál á Alþingi sl. þriðju- dag. að Bjarni forsætisráðherra virtist telja að hagur togaraflot- ,ans ísienzka yrði ekki bættur nema á kostnað bótaflotans, en j þau ummæli urðu naumast skil- . in öðruvísi en ríkisstjórnin hefði til athugunar að hleypa togurunum inn á bátamiðin, inn fyrir fiskveiðitakmörkin í ríkara mæli en nú er gert. Eysteinn Jónsson kvað þessi uaimæli hafa vakið mikla at- hygli og ótta um að þetta stæði til. Mótmælti hann eindregið slíkum aðgerðum og skoraði á ríkisstjórnina að láta ekki tíma- bundna erfiðleika togaraflotans verða til þess að beim yrði aft- ur hleypt inn á bátamiðin við landið. Jafnframt skoraði hann á forsætisráðherra að lýsa því yfir fyrir rhönd ríkisstjórnarinn- ar að slíkt kæmi ekki til greina. Lúðvík Jósepsson benti í ræðu sinni á að fjárhagur togaranna myndi ekki batna nema þá að sáralitlu leyti þó að þeir ferigju að veiða allt að 4 mílunum, en slíkt myndi hinsvegar valda bátaflotanum verulegu tjóni. Þegar á heildina væri litið myndi slík róðstöfun því til tjóns fyrir þióðarbúið en lítils hags fyrir togaraútgerðina. Lúð- vík skýrði frá því að sér væri kunnugt um að nefnd hefði að undanförnu starfað á vegum ríkisstjórnarinnar til athugunar á þessu máli og a.m.k. meðal nefndarmanna hefðu komið I íram tillögur um gjörbreyting- Framhald á 5. síðu. I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.