Þjóðviljinn - 01.12.1961, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 01.12.1961, Blaðsíða 7
o Útgefandi: ' SamelninBarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. — Ritstiórar: Magnús Kjartansson (áb.). Magnús Torfi Ólafsson, Sigurður Guðmundsson. - FréttaritstJórar: ívar H. Jónsson, Jón Bjarnason. — Auglýsingastjóri: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 50,00 á.mán. — Lausasöiuverð kr. 3.00. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. m pgppuiikpf mfmm ■ ■ ■ Vestrænn dagur l?yrsta desember hafa íslendingar minnzt sjálfstæðis- 1 baráttu sinnar, rætt um íslenzka menningu, ís- lenzka tungu og önnur þau sérkenni sem valda því að tæpar tvö hundruð þúsundir manna telja sig verð- skulda að vera fullvalda þjóð. En nú hafa stjórnarvöld- in ákveðið að þessu, skuli breytt. í stað þess að rætt sé um sérstöðu íslands á dagurinn í dag að vera helg- ■aður „vestrænni samvinnu11. Nú á að leggja áherzlu á það að ísland sé hluti af stærri heild, dropi 1 hafi, og að það sé hafið sem' skipti máli en dropinn ekki. Þessi breyting er miklu meira en smekkleysi; hún sýnir í leiftri þá stefnu stjórnarvaldanna að við eigum að hætta að vera íslenzkir, en vera „vestrænir11 1 stað- inn. Á sviði efnahagsmála birtist sú stefna í því, að nú er að því unnið að innlima ísland í vesturþýzkt stór- veldi; á vettvangi menningarmála er það til marks að nú á að fela bandaríska hernámsliðinu að annast sjónvarp á íslandi. lTernámt,blöðin segja oft að það sýni mikið vantra;<4 á íslenzkri menningu að halda að hún muni tor- tírwast þótt hún sé hluti af stærri heild. Það hefur þó oft verið rifjað upp einmitt þennan dag hversu litlu munaði að íslenzk tunga glataðist meðan Ísland var hluti af stærri heild. Á síðari hluta 18. aldar og í upp- hafi þeirrar 19. var svo komið að naumast var hægt að segja að íslenzka væri töluð í Reykjavík, þar sem féllust í faðma dönskuskotin íslenzka og ill danska vegna áhrifa danskra embættismanna og kaupmanna. Þegar Rask kom til Reykjavíkur 1813, fullur áhuga og að- dáunar á íslenzkunni, féll honum allur ketill í eld. . Hann skrifaði þá í bréfi til íslenzks vinar síns: „Ann- ars þér einlæglega að segja held ég að íslenzkan bráð- um muni útaf deyja; reikna ég að varla muni nokkur skilja hana í Reykjavík að 100 árum liðnum, en varla nokkur í landinu þar upp frá, ef allt fer eins og hing- að til og ekki verða rammar'skorður við reistar; jafn- vel hjá beztu mönnum er annaðhvort crð á dönsku; hiá almúganum mun hún haldast lengst við.“ Dæmi urh þetta vestræna málfar finna menn í leikritinu Narfa eftir Sigurð Pétursson, og í Pilti og stúlku eftir afa , fjármálaráðherrans, en þar segir Jón Thoroddsen m.a. frá því að siður sé í Reykjavík að kenna börnunum : dönsku á undan íslenzku þár sem erfitt sé annars að . þrÖngva errinu eins langt ofan í kverkarnar og þurfa 1. þyki. Það eitt varð íslenzkunni til bjargar að. sveit- : irnar voru einangraðar frá hinúm vestrænu menning- , aráhrifum; þar lifði málið „hreint og kröptugt“ eiris og . Rask sagði af feginleik þegar hann komst út fyrir í Reykjavík. Og þar voru uppsprettulindir þeirrar end- urreisnar sem stjórnarvöldin vilja gleyma. í dag. Tjað var þannig ekki neinn dularfullur lífsmáttur ís- lenzkrar menningar sem bjargaði henni á tímum hinnar stóru heildar, heldur einangrunin. Sú einangr- un er liðin og kemur aldrei aftuf. í stað hennar verða Islendingar nú að varðveita tungu slna og menningar- leg sérkenni með markvissu starfi, með skólakerfi sínu og vísindastörfum, með bókmenntum og listum, með útvarpi og sjónvarpi. Ef stjórriaryöld landsins skilja ekki þessa nauðsyn, heldur láta erlend ríki hafa for- ustu um menningar- og skemmti-starfsemi á íslandi mun hin svartsýna spásögn Rasks rætast á skömmum tíma, þótt á annan hátt verði pn hann ímyndaði sér fyrir hálfri annárri óldl Og þá verður engin goðgá að hafa fyrsta desember vestrærian dag en ekki íslenzk- an. — 171,, ■ . ■ ■ ...... .iVm —■■■■ ............«.iiiii..afiiiaMí|-iaai,#~ ■»rrr.r.-i .. i Sjálfstæðisbarátta smáþjóðar er ævarandi og snar þáttur hennar er baráttan fyrir efnahags- legu sjálfstæði, en glatist það er stjórnarfars- legt sjálfstæði nafnið tómt. Þessara sanninda er ástæða til að minnast á fullvéldisdaginn 1961. Uppi eru háværar raddir um að Islendingum beri að sækja um inngöngu í EfnaHíágsbandalag Evrópu, ríkjasamsteypu þar sem flutningur fjármagns og vinnuafls á ekki að vera neinum takmörkunum háður. Rek- inn er ákafur áróður fyrir að erlendu einka- fjármagni verði gefnar frjálsar hendur til að athafna sig á íslandi eins cg eigendum þess þykir bezt henta. Síðast á þriðjudaginn skýrði einn ráðherrann frá að viöræður færu fram í Sviss um stofnun alúminíuverksmiöju á íslandi í eigu útlendínga. Á fundi Stúdentafélags Reykjavíkur fyrir mánuði flutti Alfreð Gíslason alþingismaður framsöguræðu um erlent einkafjármagn á ís- landi, sýndi fram á hverjar afleiðingar það myndi hafa að fá erlendum aðilum í gróðaleit lykilaðstöðu í íslenzku atvinnulífi. Jafnframt benti hann á hversu okkur er innan handar að auka afrakstur atvinnuveganna stórlega af eig- in ramleik sé að því unnið af fyllstu þekkingu og verksviti. Hér birtist fyrri hluti ræðu Alfreðs, en síöari hlutinn kemur í næsta blaöi. ERLEN / Islendingar hafa einir byggt upp atvinnuvegina í landi sínu og til þess varið jöfnum hönd- um fé úr eigin vasa og lánsfé erlendis frá. Atvinnutækin, stór og smá, hafa þeir átt sjálfir og borið allan veg og vanda af rekstri þeirra, enda hagnaður- inn fallið þeim óskiptur í skaut. Þennan hé.tt höfum við haft á hérlendis, en það er önnur leið til í þessu efni, — leið, sem tíðkazt' hefur lengi víðsvegar um heim. Hún er, sú, að útlend- ir menn stofni til atvinnurekst- urs í landinu í stórum eða smá- um stíl. Þá i’eisa þeir fyrirtækin á eigin kostnað og stjórna rekstrinum á sína ábyrgð, enda hirða þeir þá allan hagngðinn, sem fyrirtækin kunna að skila. Það er þessi leið, sem við er átt, þegar talað er um erlenda einkafjárfestingu. Mörg ár eru liðin síðan því var fyrst ‘hreyft, að við ættum að veita útlendingum réttindi og- aðstöðu til stofnsetningar stóriðju á ísiandi, en undirtektir hafa jáfnan verið daufar og því hefur málið legið niðri lang- tímum saman. Nú hefur það verið endurvakið fyrir nokkru, og óvenju háværar raddir heyrzt um. að okkur Islending- um beri að fara hið allra fyrsta út á þéssá braút við uppbygg- insu atvinnuveganna. Er þess krafizt úr vissum áttum, að allt verði gert, sem auðið er, til þess að hæna erlent einkafjár- magn inn í landið. Skulu eig- endur þess fjármagns hljóta ' hina þæailegustu aðstöðu hér, ef beir fást til að koma á fót einhverskonar iðjuverum, og að- gang að •ódýrri orku eiga þeir að fá. þar sem jarðhitinn er og fossarnir. Á síðustu tímum hafa þessar raddir gerzt svo háværar, að mest líkist því sem um skipu- lagðan áróður sé að ræða. 1 blöðum og tímar. birtast grein- ar, bar sem því er f jálglega lýst, hvílíkt haþp það yrði þjóðinni að fá útlendá kaþítalista til að festa fé sitt í fyrirtækjum hér. Fyrir röksemdum fer lítið í 1 ibessum áróðri, enda er höfuðá- herzlan lögð á að sefja fólk til átrúnaðar á hinn erlenda gull- kálf. Það er talsmönnum þessarar fjárfestingar til mejns, að þjóðin hefur sitt hugboð. Hún er ekki viss um nema galli kunni að fylgja gjöf Njarðar. Erlent auð- magn kann að hafa upp á ann- að að bjóða en dans á rósum og ekki að vita, nema það jafn- vel dylji klær undir silkihönzk- unum. Hugboð þjóðarinnar er um háska, og við það hugboð er að kljást. Sumir formælendur erlendrar fjárfestingar neita því, að nokkrar hættur séu til í sam- bandi við hana. I því efni er ekki þörf neinnar vaníðar, sagði Morgunblaðið í vor, og studdist þar við álit ráðherra nokkurs frá ísrael, svo að elcki þurfti frekar vitnanna við. Aðrir við- urkenna vissar hættur og þó ekki stórar, en telja auðvelt að girða fyrir þær með nokkrum pennastrikum. 'Þeir fullyrða, að hætturnar séu hverfandi litlar, en ávinningurinn svo stórkost- Jegur, að einskis megi láta ó- freistað til þess að hreppa hnossið, — erlend stórfyrirtæki á íslenzkri grund. II Hverjar eru þá þessar hættur, sem málflytjendur erlendrar fjárfestingar eru stundum að tæpa á, en vilja gera sem minnst úr? Svar við þeirri spurningu má finna m. a. í mál- gagni íslenzkra iðnrekenda. Þar birtist í febrúar sl. forustugrein um möguleika útlendrar einka- fjárfestingar á íslandi. Segir orðrétt svo í þeirri grein: „Islendingar virðast margir hverjir óttast, að með erlendri fjárfestingu nái útlendingar heljartökum á atvinnulífinu og auki þar með pólitísk áhrif sín og sé þá búið með sjálfstæði okkar.“ Síðan bætir greinarhöf- undur við frá eigin brjósti þess- um orðum: „Að vísu er lítilli iþjóð þarna meiri hætta búin en iþeim, sem stærri eru — — Hér lýsir rhálgasn iðnrekenda ótta margra Islendinga, og.sjálft viðurkennir það vissa hættu, og hana óneitánlega alvarlegs eðl- is, í sambandi við erlenda einkafjárfestingu yfirleitt, og sér í lagi, að sú hætta sé því meiri , sem þjóðfélagið er’ minna,'. er þessarar fjárfestingar nýtur. Það hefur verið sýnt í verki að við íslendingar getum komið upp stórum iðnfyrirtækjum með erlendu lánsfé og eigin fjármagni án þess að þurfa að leita á náðir erlends einkafjármagns. Svo er bæði um Sementsverksmiðjuna og Áburðarv erksmiðjuna. Myndin er af Sementsverksmiðjunni. . : |í mm ■■■■t ■ Wm t fiskvinnslu eiga Islendingar næstum óþrjótandi möguleika til að auka verðmæti framleiðslunn- ar. Aukin þekking og verkkunnátta og bætt skipulag eru ráðin tii að hagnýta þá. Myndin er af hinu glæsilega húsi Fiskiðjunnar í Vestmannaeyjum. Margur mundi nú hika and- spsenis öðrum eins háska og hér er drepið á, en meirihluti iðnrekenda virðist hvergi smeykur, þótt sjálfstæðið sé í húfi, því að í marz skoraði árs- þing þeirra á ríkisstjórnina að auðvelda flutning erlends einka- fjármagns inn í landið. Er þetta ofdirfska eða er ef til viil sitt- hváð til eftjrsólcnarverðara en þjóðfrelsið? , 'Það skal viðurkennt hér, að hættan af erlendu fjármagni er ekki alltaf og allsstaðar jafti mikil, og kemur þar lýmislegt til greina, Því arðvænlegri sfem atvinnurek-stur - reynist fjár- magnseigendum, þeim mun ár fjáðari verða þeir í að styrkja aðstöðu sína í landinu og auka þar áhrifavald sitt Það er jafri- an fast sótt á, þegar gróðirín et’ annarsvegar. Þessi hætta fer að öðru leyti mest eftir því, hvort útlenda fjármagnið =jer að vöxt- um mikið eða Utið á mæli- kvarða þjóðarinnar, sem við það býr. Sé fjármagnið sterkt á þann mælikvarða, þá er hættan mikil, en ef það er veikt, er hættan að sama skapi lítil. Þeir menn íslenzkir, sem nú mæla ákafa3t méð erlendri fjár- festingu, munu yfirleitt hugsa sér hana- í stórum -stíl á okkar vísu. Flestir tala um stóriðju í því sambándi, t. d. vinnslu al- úminíums, og fyrir fáum mán- uðam sagði Morgunblaðið orð- rétt, að „slífct fyrirtæki yrði gífurlega stórt á íslenzkan mæli- kvarða.“: •.» ... . • . Það iilutverk að stofnsetja og reka stóriðjuver hér á landi er ekki annarra meðfaeri én auðfé- laga. Slfkt- félag •gæti sem bezt átt heimilisfang í.Sviss eða Sví- þjóð, en þó verið háð alþjóðleg- um auðhríng.. Þannig er alúm- iníum-vinnslan einokúð af vissri auðhringa-samsteypu, sem spennir net sitt um allan heim, og líkt mun ástatt í fleiri grein- um stóriðju. Það yrði þannig voldugt erlent auðfélag, sem hér ætti hagsmuna að gæta og réði yfir stærsta fyrirtækinu í land- inu. Hver trúir þvf, að slíkt fé- lag léti sig til lengdar engu varða innanlandsmálin? Það er ■ að minnsta kosti ótrúlegt, að stærsti atvinnurekandinn í land- inu hefði ekki áhuga á launa- •málum og léti þau elcki eitthvað til sín ta-ka, en þegar afskipti af einu stórmáli eru hafin. mun skammt í afskiptin af öðrum, — eða hver hefur reynsla ann- arra þjóða orðið í þessum efn- um? III Flutningur einkaf jármagns. úr einu. landi í. annað, er ekki nýtt fyrirbæri í heiminum, þótt Is- iand hafi sloppið við það til þessa. Af erlendri fjárfestingu er fengin löng reynsla og flest- um þjóðum hefur hún orðið dýrkeypt. Ég skal aðeins minna á örfá alkunn dæmi. Allan fyrri helming tuttugustu aldarinnar var óhernju miklu fjármagni veitt inn í Kína er- lendis frá. Erlend félög börðust um það innbyrðis að fá aðstöðu í Kína og nutu til þess aðstoðar ríkisstjörna sinna. Það sem öðru fremur laðaði fjármagnið til Kína, var ódýr vinnukraftur og ódýr hráefni. Þessum félög- úm tókst smárn saman að leggja námuvinnslu og iðnað Kínverja undir sig, og um leið lenti fjár- málakerfi landsins allt í þeirra höndum. Þegar kínverskir verkamenn kröfðust launahækk- unar og gerðu verkföll, þá heimtuðu fulltrúar útlendu fyr- irtækjanna af kínversku stjórn- inni, að verkföllin yrðu bæld riiður, og bæri sú krafa ekki árangur, skirrðust auðfélögia ekki við að beita sjálf vopna- valdi. Kína átti að heita sjálf- stætt ríki á þessum árum, en í reynd var það nýlenda er- lendra auðfélaga, sem kúguðu verkamenn og mergsugu þjóð- ina alla í slcjóli inniendra aft- urhaldsstjórna. Á þann veg reyndist erlend einkafjárfesting í þessu landi. I löndum Suður-Ameríku hef- ur mikið orð og illt farið af er- lendu einkafjármagni. Þar hafa bandarískir auðhringar um langt skeið rekið risastór fyrir- tæki í hverju ríki. Vegna hags- •muna sinna hafa hringarnir fátt tali.ð sér óviðkomandi í þessum löndum og ekki aðeins haft 'hönd í bagga með atvinnulífinu, heldur einnig stjórnmálunum, svo sem alkunna er. Hvert sinn snm auðfélögin hafa taiið að- stöðu sinni í Suður-Ameríku ógnað, hafa þau beitt öllum til- tækum ráðum. Margoft hafa þau kollvarpað löglegum ríkis- stiórnum og sett aðrar sér hlið- hollari á laggirnar. Þannig var lvðræðið í Guatemala kæft í blóði árið 1954 til þes-s eins, að gróði auðhringsins United Fruit yrði efcki skertur. Á Kúbu höfðu erlendir fjár- magnseigendur mikil umsvif um lanat skeið, enda náðu þeir undir sig miklum hiuta sykur- piantekra landsins og svo til allri olfunni. Þeir græddu á tá og fingri, yikalipur stjórnar- völd landsins lifðu ásamt liði smu f vellystingum praktuglega, en albýða landsinsc þorri þjóð- arín.uar, bjó við sult og seyru, kúmið og .menntunarsnauð. Þptta er myndin af erlendri fmrfestingu í.Iitlu éylandi. Eiga ÍRlenzkir fiármáiamenn við bei ja, ibegar beir tala urn „stór- kostieg tækifæri“„ sem grína y.frði , „þ.ið ,. bráðasta“ (sbr. MorgunbWðið ,27. maf sl.). Ég. þarf eicki að lýsa þeim hörfyiinfnjip sfhi dti,r>\ð hafa vf- ir , Kongö að undanförnu. Þær eru fyrst og . fremst að kenna tilvgru erletids einkafjármagns bar.f iandi. BeJfff°k stjó.rnar- völd, y]Idu ,gefá Kongó . frjálst, én belgísk auðfélög sögðu nei og þeirra nei mátti sín mikils. Það er táknrænt, að auðugasta héraði Kon.gó hefur aldrei ver- ið stjórnað frá ráðuneytunum í Bruxelles, heldur beint frá skrifstofum vissra auðfélaga þar í borg. Anriars eru það ekki belgísku auðfélögin ein, sem nytja auðlindir Kongó, Brezk, frönslc og bandarísk félög koma þar einnig við sögu, og hefur sú staðreynd sannarlega ekki orðið til þess að auðvelda lausn vandamálsins. Erlendir fjár- magnseigendur hafa ekki feng- izt til að láta laust tangarha.ld sitt á atvinnu- og fjárhagslífi landsins, og því er öll ógæfan. Þ&ssvegna var löglegri og ó- háðri ríkisstjórn Lúmúmba stjakað til hliðar og sjálfur hann myrtur, en hlífiskildi haldið yfir leppstjórnum. Það varð Dag Hammarskjöld að fjörtjóni, að útlendingar höfðu endur fyrir löngu fest fé sitt í fyrirtækjum í Kongó. Þessi dæmi frá þrem heims- álfum eru deginum ljósari. Er- lent fjármagn laðaðist þangað, því að hráefni og orka voru ó- dýr og vinnulaun lág. Fjár- magnið streymdi inn í löndin og fjárfestingin varð gífurlega mikil á þeirra mæliikvarða. Að •sama slcapi styrktist aðstaða auðfélaganna til afskipta af innanlandsmálum; og sú að- staða var óspart notuð. Hvar- vetna lögðust fjármagnseigend- ur af aiefli gegn kauphækkun- um og öðrum kjarabótum al- mennings, enda litu þeir á allt slíkt sem skerðingu á eigin gróða. Til liðs við sig fengu þeir spilltar og afturhaldssamar innlendar yfirstéttir, og í sam- einingu beittu þessi tvö öfl sér gegn hagsmunum vinnandi fólks og gegn lýðræði og ,þing- ræði. Þessi er reynslan, sem fjölmargar þjóðir hafa haft af erlendri einkafjárfestingu. // Nú kunna einhverjir að halda því fram, að þessi dæmi eigi ekki við hér, að þau séu sótí til nýlendna og annarra van- þróaðra landa, tæknllega og stjórnarfarslega, og að önnur lögmál gildi í þessu efni fyr- ir lönd í Evrópu. ísland er að vísu ekki nýlenda lengur, en tæknilega vanþróað munu ýms- ir telja það enn og vanmáttugt öllum þjóðum fremur. Við er- um því að sumu leyti í sama báti og þær þjóðir, sem harð- ast hafa verið leiknar af er- lendu f jármagni. Islenzkir talsmenn þessa f.iár- magns láta sér fátt um finn- ast reynslu fjarlægra þjóða. en minnast þeim mun oftar á Ev- rópulöndin í þes-su sambandi. Seint og snemma benda þeir á hinn mikia áhuga Norðmanna, Dana, Hollendinga og fleiri þióða á að laða til sín erlent e.inkcffjármagn. Hvað serh þeim áhuga líður, er sannleikurinn þó sá, að í öUum bessum lönd um er útlend fjárfesting enn i dae miög óveruleg í saman- þurði við inplenda fjárfestingu. ★ Þctta er stíflugarðurinn við ★ Irafossstöðina í Soginu. ís- ★ ienzk vatns- cg hitaorlca á ★ að vera lyftistöng innlendra ★ atvinnuvega cn ckki féþúfa •k alþjóðlegra gróðabralls- ★ manna, sem aöeins hugsa ★ um fljóttekinn gróða cn láta ★ sig hag lands og þjóðar engu ★ skipta. Þar er hvergi um útlend fyrir- tæki að ræða, er séu gífurlega stór á þeirra þjóða mælikvarða, eins og Morgunblaðsmenn dreymir um að hér verði, og það er einmi.tt þetta sem ger- ir gæfumuninn hvar á jörðinni sem er. Ef svo slysalega tækist til, að erlend einkaf.iárfesting yrði hlutfallslega mikil í þessum Evrópulöndum, þá skapast sam- stu.ndis þær hættur, sem ég hef lauslega drepið á. Takist Trygve Lie að iokka erlent fjármagn inn í Noreg í stór- u.m stíl ó mælikvarða Norð- manna, þá munu hinar leiðu fylgjur þess ekki láta á séi’ standa. Enn hefur ekki til þess komið, og megi hamingjan forða Norðmönnum frá því, að Lie reynist mjög fengsæll. I Bretlandi starfa erlend auð- félög. Miðstjórn brezka alþýðu- sambandsins sá ástæðu til þess í haust að vara við þessum fé- • lögum. Fól hún framkvæmda- stjórn sambandsins að hafa vakandi auga með útlendum auðfélögum í landinu. því að í 'ljós hefði komið, að þau virði- að vettugi samninga verkalýðs-, félaganna við vinnuveitendur. Þetta gerist innan dyra hjá stórveldinu. Hvað þá um hinar smærri þjóðir? Þeir sem ákafast mæla með erlendri einkafjárfestingu á Is- landi, láta sér sitthvað kynd- ugt um munn fara. Þannig halda sumir því blákalt fram, að auðhringarnir séu búnir að skipta um eðli og innræti, — að þeir muni nú og eftirlfeiðis, sýna fulla sanngirni í stað yf- irgangs og rangsleitni áður. í „Látil og vanmáttug lönd geta notfært sér erlent einka- fjórmagn með meira öryggi en nokkru sinni fyrr.“ Þessi orð skrifar íslenzkur viðskiptafræð- ingur í Fjármálatíðindi fyrir tveim árum, og hann bætir við: „Reynsla undanfarinna ára hef- ur sýnt, að erlendir fiármagns- eigendur geta því aðeins vori'4 azt eftir hagnaði af fjárfest ingu sinni, að heir k'omi fram‘ : af sanngirni við lönd þau, þar. sem þeir hafa fest fé sitt.“ Þessi b.iartsýni og þessi trú' á sinnaskipti auðfélaga er látiri- í ljós á órinu 1959, og síðan héfur hún dag hvern orðið- sér; til skammar. Síðan hafa þessir- sömu erlendu fjármagnseigerid- ur víðar en á einum stað f heiminum efnt til blóðugra. á- taka, einungis í því skyni„gri vemda aðstöðu- sína -til • arð- ráns og undirokunar. „Eri^nt fiármaen leitar eftri* Framhald á 10. síðu. *#■ — ÞJÖÐVILJINN — Föstudagur 1. desember 1961 . Föstudagur 1, desember 1961 — ÞJÖÐVILJINN — (7]

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.