Þjóðviljinn - 24.12.1961, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 24.12.1961, Blaðsíða 14
FISKIMAL Framhald af 6. síðu frétt um á árinu var við Bjarna arey og Svalbarða á sl. vori, og stóð í kringum 6 vikur. Á þessum miðum væru þá rúss- neskir, norskir, þýzkir og brezkir togarar, - og öfluðu mjög vel. Nú á þessu hausti hefur aflinn hér á heimamiðum haldið áfram að vera tregur hjá togurunum, þó hefur hann heldur glæðzt -síðustu vik- urnar þegar veður hafa ekki hamlað veiðum. Á miðunum við Norður- Noreg hefur afli í botn- vörpu verið mjög lélegur í haust og stormar miklir. Hins- vegar var sæmilega góð tfeiði við Bjarnarey og Svalbarða síðari hluta október og fyrri- hluta nóvembermánaðar, bæði með botnvörpu og línu. Þá var líka góð veiði með línu í nóvembeiTnánuði hjá bát- um sem stunduðu úthafsveið- ar á grunnunum vestur af Norður-Noregi. Hér í Faxaflóa hafa bátar fengið nokkurn afla á línu nú að undanförnu eða frá 5 til 7 smálestir í róðri af þorski og ýsu. # Afkoma tog- aranna og úrræði Að vonum er afkoma tog- araflotans léleg sem heildar eftir slíkt ár; þó hafa ein- stök skip sem heppin hafa verið með ísfisksölur nú í haust á þurfandi ferskfisk- mörkum Engl. og Þýzkalands eitthvað .bætt hag sinn, þó meira þurfi til. Ríkisskipuð nefnd hefur að undanförnu rannsakað hag togaraútgerð- arinnar, með tillögur til úr- bóta fyrir augum. Hvað kem- ur út úr þeim vinnubrögðum er ekki ennþá komið í dags- Ijósið. Á sl. vori, þegar Útgerðar- félag Akureyrar hafði birt reikninga sína, sem sönnuðu stórfellt tap á rekrtrinum, þá sýndi ég fram á það hér í þessum þáttum, að af þessir togarar hefðu fengið greitt sama hráefnisverð og var gild- andi fyrir vinnslufisk á öðru lægsta verðlagssvæði Noregs í Hammeríest í Norður-Noregi, þar sem Findus starfrækir sitt mikla fiskiðjuver, þá hefðu togararnir ekki komið út með tapi, heldur staðið í járnum, eða skilað rekstrarafgangi. Þessari útkomu til grundvall- ar lagði ég verðið í Hammer- fest 0,89 norska fyrir kg. af öllum þorski sem næði 43 cm lengd; verðið er miðað við slægðan og hausaðan fisk. En það verður nú samkvæmt skáðu gengi 'fyrir slægðan fisk með haus í íslenzkum peningum kr. 4,30. Fyrir smærri fisk 0,68 norska reikn- að á sama hátt, sem verða í okkar peningum nú miðað við slægðan fisk með haus kr. 3,68. Það er mjög mikilsvert á hverjum tíma að veiði skip- anna sé sæmilega góð, en hitt er heldur ekki minna um vert og getur oltið á jafnmiklu, að verðið sem fæst fyrir afl- ann á hverjum tíma sé sam- bærilegt við það sem greitt er á sama tíma fyrir vinnslu- fisk í nágrannalandi sem verður að keppa við okkar íisk á mörkuðunum. Þá er það líka nauðsynlegt að út- gerðarkostnaður hér sé sem líkastur því sem keppinautar okkar búa við. Þetta er hvoru- tveggja hægt, og allar aðgerð- ir til viðreisnar togaraútgerð- inni sem sneiða framhjá þess- um höfuðgrundvelli, þær hljóta í reyndirmi að .verða kákaðgerðir. # Framtíðar- horfur Við höfum nýlega heyrt þann boðskap Jóns Jónsson- ar fiskifræðings, að gera megi ráð fyrir mikið auknum þorsk- afla hér við land á komandi vetrarvertíð, og er vonandi að vísindamaðurinn verði sann- spár í því efni. Þá hafa haf- rannsóknir sem gerðar voru á þessu hausti leitt það í ljós að mikil fiskigengd er nú á miðunum við Grænland, og þá sér í lagi hinum norðlæg- ari miðum þar við land. Það þykir sannað að fiskurinn leiti sífellt norðar og norðar sökum vaxandi sjávarhita. En þó fregnir berist af því að ennþá sé fyrir hendi mikill fiskur í hinum ýmsu höfum, þá er það áreiðanlega orðið tímaþært að setja skorður við rányrkju og lagaákvæði til verndar hinum ýmsu fisk- stofnum. f útvegsmálum okkar Is- lendinga eru framtíðarhorfur mest undir því komnar, hvern- ig við snúumst við þeim vanda sem hvarvetna blasir við. Á þeirri braut eru verð- lagsmálin einna þýðingarmest jafnhliða þeirri höfuðnauðsyn að iðnvæða til fullnustu fisk- og síldarvinnslu okkar til manneldis. Á þessu sviði eig- um við mikla möguleika, og getum átt bjarta framtíð sem fiskiðnaðarþjóð, ef rétt verður á málunum tekið. Að síðustu óskar þessi þátt- ur öllum lesendum sínum gleðilegra jóla og góðs kom- andi árs, með þökk fyrir ár- ið sem er að kveðja. er Gjafabók Almenna bókafélagsins Eins og undanfarin ár sendir AB öllum þeim félagsmönnum sínum sem keypt hafa 6 eða fleiri AB bækur á árinu, vandaða bók í jólagjöf. — Gjafabókin í ár er Sögur Þórhalls biskups í útgáfu Tómasar Guðmunds- sonar skálds. — Þetta eru stuttar þjóðlegar sögur, sem bregða upp skýr- um myndum af ýmsum þeim mönnum sem hæst bar á sínum tín^a og orðið hafa þjóðinni minnisstæðir. Forsetafrú Dóra Þórhallsdóttir skrifar í bókarlok merka grein um Þórhall biskup Bjarnarson, föður sinn. Jóhann Briem listmálari hefur myndskreytt bókina. Sögur Þórhalls biskups verða ekki til sölu fremur en fyrri gjafabækur AB. Almenna bókafélagið V0 Wum~Z/iMH€4fet ðezt Framhald af 4. .síðu urnir Einarssynir áttu. Þeii höíöu, útgerð, segfsiíúlu. feogu. .. vélbát síðar. Svo voru 3 norsk hús: sumafbústaður og Stein- hoit og líarnar, sem kölluð. voru; svo og Grænalón. Þetta var öll byggðin. .... Nei, þá var hér engin síld- arbræðsla. Ein 3 norsk félög höfðu haft hér síldarsöltun fyr- ir fyrra stríðið. Norðmenn kornu aftur 1922 að mig minn- ir, en bræðslu hófu þeir ekki fyrr en 2—3 árum síðar. — Fórstu strax í síldarvinnu? — Nei. Þegar ég kom hingað 1920 hafði ég kindur. Sumarið 1921 var ég við heyvinnu, upp- skipunarvinnu og sláturvinnu um haustið hjá þeim þræðrum Einarssonum. Árið eítir, 1922 vorum við útgerðarmenn í Hraunhöfn. Sveinn Einarsson og Sigurður Kristjánsson í Leir- höfn gerðu út sexæring. Við vorum 3 á bátnúm og 1 í landi ’.... Húsið var hlaðið úr malar-®' grjóti og slett í sementi, timb- ur og pappi í þakinu. Við bjuggum í öðrum endanum en fiskurinn var saltaður í hin- um. Torfgólf. Bekkir til að sofa á. Hlutaskipti. Fiskurinn var frekar lítill, það voru 300 kr. í hlut. Um haustið í slátur- vinnu. Tekjur mínar það ár með konu og þrjú börn voru að jafnaði kr. 1.50 á dag. Ég fór til Norðmanna 1922 .... Síðan hef ég unnið við þessa verksmiðju .... Ojá, það verða víst 40 ár ef ég tóri næsta sumar .... Nei, kaupið í henni hækkar ekki eftir starfsaldri! — Hvernig var þetta fyrrum? — Þetta var ófullkomið fyrst. Þeir möluðu ekkert heldur pressuðu í handpressu. Suðu með gufu í stóru suðukeri, jusu svo síldinni í dúka sem lagðir voru i pressu — og síðan press- að með handafli. Kökunum var staflað í geymslu, sekkjaðar um haustið, fluttar út og malaðar þar. Svo fór þetta að aukast ár frá ári. Þeir fengu þurrkofn og gufuvél og fóru að mala hér .... Já, það var töluverð vinna hjá þeim. Bræðslan var í mán- uð, síðan var vinna við að sekkja og þrífa til. Þá fóru menn að flykkjast hingað .... Já, menn lifðu á þessu. Þóvar eiginlega ekki hægt að kalla það lff; menn neituðu sér um alla hugsanlega hluti. .. Nei, Islendingar áttu ekk- ert við að salta hér neitt telj- andi, nema Hólmsteinn Helga- son eitt sumar, en það seldist ekki og varð ónýtt. .. Já. Norðmenn voru hér á hverju sumri til 1935 að ríkið kaupir verksmiðjuna. Núver- andi verksmiðja var byggð 1939 og starfrækt fyrst 1940. Þá var eitt albezta síldarárið og annað 1944. Þau ár var hér vaxandi vinna. , Efnahagur manna byggðist ekki á öðru en síldarframleiðslunni. Það var sárlítið um aðrar fiskveiðar, þó svo hafi verið nokkúð síðustu tvö ár .... Já, það er enginn vafi að fiskur jókst hér mik- ið við landhelgisstækkunina. — Þú munt hafa verið stofn- andi verkamannafélagsins hér. — Já, ég var stofnandi að Verkamannafélagi Raufarhafn- ar. Var gjaldkeri þéss í 3 ár. Þegar við stofnuðum félagið var kau.pið 75 aurar í dagvinnu og 85 í eftirvinnu. Þá þekkt- ist ekki að greiða næturvinnu með hærra kaupi. Við mörðum dagvinnuna upp í 85 aura og eftirvinnuna í 95 aura. Nætur- vinna hefur verið greidd hér sfðan 1940. T4) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 24. desember 1981 v- * / '« * i '1 5 ■ * i| -'■ ' i* ■' i undir síldinni — Hvernig gátu menn komizt hér .af á sumarvinnunni? - — Það var misjafnt hvernig' menp lifðu á síldinni. Menn höíðu kýr Og’túnbletti og kýrin lagði- mi.kið í búið. Margir hofðu kindur og talsvert gagn af þeim. Margir voru sarnan um árabáta og reyttu eitthvað í soðið. Nokkrir menn eiga kindur hér enn, en kúm hefur fækkað, einkum seinni árin eftir að vegasamband komst á og hægt var að fá mjólk aðal- lega frá Húsavík. .. Já, ég kann ágætlega við fólkið og staðinn. Hér er gott fólk. . . Já, menn komast fremur vel af — nema hvað „viðreisn- in“ hefur nú þrengt hag manna, hér sem annarstaðar. Á meðan atvinnan er nógu mikil balla menn, — ef hún bregst er allt búið. Lífið er komið undir síldinni. J. B. SKÁKIN Framhald af 13. síðu leikinn í miklu tímahraki. 33. — Bd7 mundi vafalítið vinna skákina.) 34. exf5, Hxe2 (Svörtum eru allar bjargir bannaðar héðan- af). 35. Hg6, Ha8 c8; 36. Dg5, Dxg6; 37. Dxg6t, Kh8; 38. f6, Hxg2t. (Taimanoff heldur húm- or sínum fram í andlátið.) 39. Dxg2, Hg8; 40. d6 — og Taimanoff gaf. Skákþátturinn óskar lesendum sínum gleðilegra jóla. Deilan við höfnina Framhald af 1. síðu. sem er unnin á helgidagataxta á sunpudögum og þar að auki verða skipin oft fyrir töfum af þessum sökum. Verkamenn sjá þvi að nóg fé er til að verða við kröfu þeirra, það sem vant- ar er viljinn hjá atvinnurekend- um. Neita eftirvinnu í síðustu viku neituðu svo verkamenn hjá Eimskip að vinna eftirvinnu til að herða enn á kröfu sinni um helgidagakaup eftir hádegi á laugardögum. Var vinnu hætt klukkan fimm, og eru verkamenn þar í fullum rétti, því þeir eru ekki skyldir til ,að vinna eftirvinnu frekar en þeir vilja. í fyrradag var haldið áfram að vinna eftir fimm í einu skipi, en þar unnu skólapiltar og aðrir sem ekki vinna að staðaldri hjá Eimskip og voru því ókunnugir málavöxtum. Þeir sem þarna áttu hlut að máli hættu svo vinnu á hádegi í gær eins og aðrir sem unnu í skip- um Eimskip. ------------------------ t—naviMMusTor* flO UPUUBM Laufásvegi 41 a ■— Sími 1-36-73

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.