Þjóðviljinn - 24.12.1961, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 24.12.1961, Blaðsíða 15
Francis Clifford: 11. dagur á þá nokkra stund, en svo lét hann fallast á kné hiá stúlk- unni. Jafnvel núna, þegar hann aðgætti vandlega hvernig kom- ið var fyrir henni. fann hann til undarlegrar vantrúar. Alit hafði gerzt í svo miklum flýti, að það þurfti átak til að átta sig á því. Bakvið sig heyrði hann Boog og Franklinn tala saman. Lengra burtu heyrðist snarkið í eldinum eins og þurr sprek væru að hrökkva í sundur. I-Iann laut nær Lauru Chandl- er. Hjarta hennar sló enn. ..Röðin er víst komin að yð- ur“, hafði Franklinn sagt. Hann fór að biðja. ! Boog kveinkaði sér þegar hann iosnaði úr handjárnunum. Hægri hönd hans dinglaði eins og á brúfíu. r : . , .. ,,Er það slæmt?“ urraði Frank- linn irneð vott af fsamúð. Honum var óskiljanlegt hvers vegna hans' éigin ■ úlnlíður haíði ekki farið jafnilla. ,,Hefurðu nokkuð til að láta utanum hann? Belti?“ Boog hristi höfuðið og vætti varirnar með tungubroddinum. Hann var í ljósum buxum og dökkbláum jakka með rennilás. Augnakrókar hans voru fullir af þvítum óhreinindum. Franklinn tók af sér bindið, batt það saman og smeygði lykkjunni um hálsinn á Boog. „Við verðum að notast við þetta fyrst um sinn.“ Jakkinn var fráhnepptur og Boog sá ólina sem hélt uppi byssubeltinu. Andartak, eitt ein- asta andartak, hefði hann getáð teygt sig upp og náð í byss- una, ef hann hefði verið nógu ið hjá næstum um leið og það birtist honum. Lögreglufulltrú- inn steig fjær honum. í fyrsta skipti, síðan Boog komst til meðvitundar, fann hann til annars en sársauka og ógleði. Allt í einu evgði hann von og um leið skaut lævísin upp kollinum. (Um leið varð hann hræddur um, að Franklinn tæki eftir þvi að hann var að horfa á byssubeltið, og hann flýtti sér að líta á úlnliðinn á sér og lyfti honum í fatlann með góðu hendinni. Hann fann brot- in beinin urga hvert við annað og svitinn spratt fram á enni hans en hin nýja eftirvænting dró úr kvölunum. „Hvar erum við?“ sagði hann án þess að líta upp. „Ég veit það ekki.“ Hann skalf. „Hvað eru margir lifandi?“ ,,Fimm,“ sagði Franklinn. Fimm.,. í>að var ekki svo afleitt. Drengurinn skipti ekki máli og ekki heldur þessi á tepp- inu. Þá voru beir bara tveir eftir — pokapresturinn og lögg- an... það ætti ekki að vera svo erfitt þegar ég kemst aftur í færi við byssuna. Hann leit upp til Franklinns, pírði saman augun og geiflaði sig af taugaóstyrk. Það þarf ekki annað én jiessi fituhlunk- ur komi aftur nálægt mér ... ..Hvernig er hin höndin?“ spurði Franklinn. ..Það er allt í lagi með hana.“ Hann lyfti henni ög gleymdi sér andartak. Stóri maðurinn var furðu snar i snúningum og greip um handlegg hans. Hann varð sárgramur, þegar hann fann handjárnin lykjast um sig að nýju. Ráðagerð hans var eyðilögð. Næstum áður en hann vissi af, var hann aftur hlekkj- aður við sætið. Reiðin ólgaði í honum og hann fór að berjast um, reyna að losa sig. ..Cþokki!“ hrópaði hann. Það glamraði í handjárnunum við níálmgrindina. „Óþokkinn þinn!“ „Ég hef um íleira að‘ hugsa 1 en þig,“ sagði Franklinn stuttur í spuna. Andlif hans var náfölt; holdið hékk í pokum undir kjálkunum. Boog spýtti. „Farðu.......“ Franklinn sneri sér frá hon- um. ..Komdu,“ sagði hann við drenginn. „Ko.mdu með mér.“ Hann gekk til baka hin um megin við stélið, svo að þeir færu ekki nærri tepp- inu. Logarnir dönsuðu enn í fjarlægð og hann herti gönguna þegar hann kom auga á þá. Drengurinn elti hann og þeir nálguðust eldinn saman, maður- inn stór og þyngslalegur eins og hann væri með blý í skónum. Fyrir aftan heyrðu þeir enn forælingarnar í Boog og ofsa- legt glamrið handjárnunum. I Það liðu tuttugu minútur áð- ur en Hayden gat farið að biðja af sannfæringu. Alltaf var ein- hverju að skjóta upp í huga hans og það var ekki fyrr en núna, þegar hann tók að róast, að hann gat einbeitt huganum nægilega til að tina til röð af samhangandi setningum. Fram að þessu hafði dauðinn birzt honum sem snyrtilegt fyr- irtæki, samkvæmt ' uppskrift. Hljóð svefnherbergi, kyrrlátar sjúkrastofur, þreytuleg, föl and- lit á hvitum koddum, handlegg- ir á hreinum rekkjuvoðum ... kertaljós og hvísl. Hinir látnu voru líka fólk sem hann þekkti, þvegnir og vel snvrtir, sem gáfu upp öndina stundvíslega með augun á krossmarkinu um leið og þau brustu og bænirnar urðu veikari og birtan dvínandi. En aldrei á ævinni hafði hann staðið andspænis neinu slíku; aldrei séð neitt sem líktist Lauru Chandler. Vöðvarnir hnykluðust ósjálf- rátt í mjóbakinu á honum. Hann hélt krossmarkinu með svörtu perlunum yfir .luktum augum stúlkunnar, reyndi að halda hug- anum við efnið. Óhreinir svita- dropar féllu af höku hans og niður á brunnin föt hennar. Boog var ekki sjáanlegur, en hann heyrði formælingar hans. Öðru hverju glamraði í hand- járnunum við sætisgrindina og röddin var ‘"’æwndi ýlfur. Það 'r rétt élns bg þarna væri hundur að reyna að losa sig' úr hlekkjum. Hayden reyndi að loka eyrun- um fyrir þessu. Það fór hroll- ur um hann. Varir hans bærð- ust og venjubundnar setningar urðu til. Hann starði á skað- brennt andlitið, leitaði að ein- hverjum votti meðvitundar, tók eftir rauðum bogunum, þar sem augabrúnirnar höfðu verið, sært vinstra gagnaugað, sviðnar leif- ar af hári, óeðlilega rauðan munninn eins og skurð í kol- 1 krímóttu andlitinu. Og allan GleB'rleg jól! Alþýðusamband íslands Heima my ndatökur Þeir sem hug-sa sér að fá ljósmyndara í heimahús yfir jólin eru vinsamlega beðnir að panta þær með góðum fyrirvara. — Myndataka á stofu er aðeins kr. 140,00, í heimahúsum kr. 175,00. Fjórar stillingar, en fullunnin, vönduð vinna. Fljót afgreiðsla. GLEÐILEG JÓL! StjÖrnu-ljósmyndir FÍókagötu 45. Sími 23414. Senduni öllum viðskiptavinum vorum og félagsmönnum beztu jóla- og nýárskveðjur. Bakarameistarafélag Reykjavíkur. Landssamband bakarameistara. Félags járniðnaðarmanna í Reykjavík verður haldin, laug- ardaginn 30. desember kl. 3.00/e. h. í Iðnó. Sala aðgöngumiða fer fram í skrifstofu félagsins, Skip- holti 19, þriðjudaginn 26. desem'oer kl. 3 til 5 og föstu- daginn 29. des. kl. 5 til 7 e. li. Síldarverksmiðj ur Fiskim ur Getum afgreitt síldar- og fiskimjölsverksmiðjur frá A/'S DAN-THOR í Esbjerg. Hið þekkta fyrirlæki hefur margra ára reynslu í byggingu á síldar- og fiskimjölsverksmiðj- Um bæði í landi og á skipum. A/S DAN-THOR hefur byggt síldar- og fiskimjölsverk- smiðjur eftir nýju-stu tækni á hverjum tíma. A/S DAN-THOR hefur byggt síldar- og fiskimjölsverk- smiðjur 1 Esbjerg án þess að borgararnir verði fyrir . - ‘ . . .... •: 1 óþægindum. Leitið upplýsinga og tilboða hjá Vélaverkstæði Sig. Svein6|örnsson hi. Reykjavík. i ■ 4 í í 13 ■ ‘ \ \ 1 * - - ■ F.Í.L. RYLGJAN. Loftskeytamenn: Jólatrésskemmtun verður haldin í Iðnó, miðvikudaginn 27. desember og hefst kl. 15.00. Árshátíðin í Glaumbæ sama dag kl. 21.00. Fjölmennið. Heimilt að taka með sér gesti. Óskum viöskiptavinum vorum GLEÐIIEGRA JÖLA j og farsæls komandi árs og þökkum viöskiptin á liöna árinu. Kaupfélagið Ingólfur, ] Sandgeröi , . , .1 >. J i.j/L'.'* Sunnudagur 24, desember 1961 — ÞJÖÐVILJINN — <15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.