Þjóðviljinn - 13.01.1962, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 13.01.1962, Qupperneq 4
Áramótin eru tími ærsla og andvaraleysis. Þá kveikja menn bál, sprengja púðurkerl- ingar, Kínverja, rakettur og hvað það heitir nú alltsaman þetta drasl. Og þá reyna þeir í útvarpinu að bregða svolítið á leik og þá trommar Svavar Gests yfir manni alla þá slag- ara, er orðið hafa manni til einna mests angurs á hinu út- líðandi ári. Minnfu á daucSann En áramótin eru einnig tími hinna miklu reikningsskila. Þá eru víxlar. afsagðir nokkrum dögum áður en þeir falla, þá er kallað eftir opinberum gjöldum af meiri einbeitni en nokkru sinni endranær, og þá láta forsjármenn tímanlegs og eilífs velfarnaðar ljós sitt skína og segja okkur hvað við eigum að gera og hvað við eigum ógjört að láta á hinu nýja ári, svo að okkur vegni vel og verðum langlíf í land- inu. Já, langlíf í landinu. það er nú víst helzt til ofmælt.' Okkur var semsé alls ekki heitið langlífi í landinu. Þrír, eða réttara sagt tveir og hálf- ur, af þeim andlegu leiðtog- um, sem töluðu um áramótin, minntu okkur á dauðann. (Útvarpstjórinn er hálfur í efninu, en hálfur í andan- um). Ekki hinn kristilega og skaplega dauða, sem allir geta átt von á, heldur gereyðingu heimsbyggðarinnar. Vilhjálm- ur tók þetta reyndar ekki al- varlega, fannst mér. En við skulum kjóta því á frest um sinn að ræða þessar dapur- legu nýjárshugleiðingar, en víkja aftur að því sem er létt- ara á metunum. FriSar- boSskapur Á gamlárskvöld flutti þá- verandi forsætisráðherra Bjarni Benediktsson boðskap ríkisstjórnarinnar. Það var sannkallaður friðarboðskapur og var mikið logn og mikil værð, næstum angurværð, um- hverfis ráðherrann. Hann vildi frið við alla menn, einkum þó pólitíska andstæðinga, og nefndi sem dæmi þess hvernig ríkisstjórnin hefði rétt fram höndina, jafnvel ibreitt út faðminn móti tillögum stjórn- arandstæðinga á Alþingi. Engu skal um það spáð, hvort raunverulegt háþrýsti- svæði hefur myndazt utan um ríkisstjórnina, eða hvort hún muni vera stödd í djúpri lægð- armiðju, og er þá hætta á að lognið verði skammvinnt, þeg- ar fárviðrin geysa allt í kring. En við skulum samt vona hið bezta. Þegar maður er að bíða eft- útvarpsannáll VIKAN 31. DESEMBER 1961 XIL 6. JANtíAR 1962. ir kosningafréttum í útvarp- inu, þorir maður aldrei að loka því þá á maður á hættu að mis-sa af fréttum. sem koma ávallt fyrirvaralaust. Stundum finnst manni fréttirnar góðar, stundum slæmar. Manni var ekki ólíkt farið á gamlárskvöld, meðan gam- anmálin voru flutt. Maður þorði ekki að loka fyrir hann Svavar , af ótta við að missa af einhverjum brandara. Og það var með brandarana eins og kosningafréttirnar: Stund- um þótti manni þeir slæmir, stundum hvorugt og stundum dálítið góðir, og skal ekki nánar út í það farið, en sem heild var þetta allt dálítið skárra en í fyrra. Forsefinn þakkar Um Vilhjálm er eiginlega ekkert nýtt að ségja, annað en að nú hafði hann meðferðis eldfjall, og skildist manni að á því væri sjálf annálsbygg- ingin reist að þessu sinm. Sennilega er það öskjugosið sem hefur upptendrað þessi hugrenningatengsl. Ef nokkurs staðar er réttur maður á rétt- um stað, þá er það Vilhjálm- ur í þessu áramótahlutverki. Hann tengir árin bókstaflega saman. Ef hann hætti þessu starfi, myndi mönnum finnast sem óbrúað bil yrði milli hverra t.veggja ára, og ósýnt hvernig mönnum tækist að komast þar yfir, ef brú Vil- hjáims yrði burtu kippt. .Að liðnu hád.e.gi mánudags- ins, nýjársdags, flutti forsetinn boðskap sinn frá Bessastöðum. Þetta var þakklátur maður, sáttur við guð og menn og að því er virtist ánægður með hlutskipti sitt í lífinu. Hann minntist þess, að hafa búið í tíu ár á Bessastöðum. Hann minntist. frumbýlingsáranna, meðan allt var að komast í fastar skorður og fá á sig hefðbundið snið. En nú voru þakkirnar til þjóðarinnar og forsjónarinn.^r efstar í huga forsetans. fyrir, að þessir að- ilar hefðu leyft honum að halda þennan stað svo lengi. Á hinn bóginn finnst mér að þjóðin megi vera jafnþakklát forseta sínum og hann er henni. Það er ómetanleg guðs- gjöf, á þessum órólegu tímum, að eiga forseta sem er svo ró- legur í tíðinni, að hann lætur það ógjört í sínum nýjársboð- skap að hræða þjóð sína með spádómum um yfirvofandi eyðingu heimsbyggðarinnar, svo semmjög.jei-komiðJUifttú.,, Um kvöldið mun svo hafa verið fluttur hinn raunveru- legi annáll hins liðna árs, en þeim lestri hlýddi ég ekki. Hvar er nú trúin? Eins og áður er að vikið, voru þeir séra Jakob og herra Sigurbjörn mjög ábúðarfullir og hálfgerður hregghams á þeim, út af yfirvofandi tor- tímingu mannskepnunnar. Vit- anlega eru þeir ekki að dikta þetta upp, heldur aðeins að endurspegla þá yfirþyrmingu, sem fallið hefur í þeirra hlut af hinni vestrænu spennu. En hvar er nú trúin? Getum við ekki blátt áfram neitað að trúa því. að slík ósköp muni yfir okkur ganga? Og ef við getum það ekki, getum við þá ekki verið svo stórir í snið- um. að láta það ógjört að fjasa um hið ímyndaða endadæg- ur? Það er mála sannast. að þeir sem liggja fyrir dauðans porti, horfandi fram á veg allrar veraldar, eins og meist- ari Jón orðar það. gera yfir- leitt ekki mi.kið að því að tala um dauðann. Hinir, sem á- lengdar bíða og gera sér von u.m gálgafrestinn, eru yfirleitt f jölorðari. Og auk alls þessa má svo minna á það. að einhver hugg- un ætti okkur að vera í því, af áðurnefnd örlög bíða okkar, að við erum þó alltént að fórna okkur fyrir frelsið og fyrir vestræna samvinnu, og við getum minnzt þeirra orða, er útvarpið okkar hafði eftir einhverjum mektarmanni kirkjunnar, gott ef það var ekki sjálfur erkibiskupinn af Kantaraborg. nú fyrir nokkr- um árum, að það væri betra að heimurinn færist í kjarn- orkueldi en yrði kommúnism- anum að bráð. MórauSu sokkarnir Skulum við nú taka hinar dapui'legu áramótahugleiðing- ar andlegra leiðtoga út af dagskrá um sinn og minnast þess sem kerlingin sagði, þegar hún kom heim frá að fylgja bónda sínum til grafar: Ég held að ég smeygi mér nú úr svörtu sokkunum og í þá mórauðu, því nú er sorgin bú- in. Og á þriðjudagskvöldið var svo útvarpið aftur komið í hversdagssokkana mórauðu. Ásgeir Þorsteinsson verk- fræðingur flutti erindi, sem hann nefndi Tæknimenntun og tilraunaskip. Það verður að segja hverja sögu eins og hún gengur. Ef maður hlustar eingöngu af samvizkusemi og skyldu- rækni við sína, .annálsrifun, hendir stundum það slys, að maður sofnar. Svo fór í þetta sinn. Eftir að ég hafði hlýtt á ýmiskonar fróðleik og endur- samningu á stundatöflum skólanna nokkra Stund, sofn- aði ég og vissi því miður aldrei neitt um tilraunaskipið. Lesfur Thors Thor Vilhjálmsson las síðar um kvöldið upp úr nýrri frum- saminni bók. I-Ivort það voru ferðasöguþættir, skáldskapur, eða eitthvert sambland af þessu tvennu, veit ég ekki. En hvað sem þetta hefur átt að heita, komu fram í því marg- ir athyglisverðar myndir og skarplegar athuganir. Thor hefur mjög sérkenni- legan lestrarhreim, sem minn- ir á húslestrarlag. einkum minnir það mig á lestrarlag Elínar gömlu Halldórsdóttur, ep , Ijúb^. jzar húsgangskona norður á Ströndum um og eft- ir síðustu aldamót og þótti forkunnargóður píslarhug- vekiulesari. Kvöldvaka miðvikudagsins hófst með Eyrbyggjulestri Helga Hjörvar. Þá flutti Snorri Sigfússon eri.ndi um Magnús Einarsson. klerk frá átjándu öld, að Tjörn í Svarf- aðardal. Sá var sálmaskáld, forspár, ákvæðaskáld og hald- inn fjölkunnugur, auk þess nokkuð ölkær. en að öllu hinn ágætasti maður. Var erindi þetta hið áheyrilegasta, en helzt til miklum tíma eytt í ættfærslur og niðjatal, og hefði verið hægt að segja fleiri sögur af klerki þessum, ef ættfræðin hefði ei reynzt svo tímafrek. Að síðustu flutti Bergsveinn Skúlason fyrri hluta erindis ‘ um Höskuldsey á Breiðafirði, og stóðst það rétt á endum, að höfundur var kominn út í ey þessa er lestrinum lauk, svo margar lykkiur lagði hnnn á leið sfna út bangað. En h.lustandanum varð þó eng- in ofraun að fylgja Bergsveini alla bessa króka. bví hann er skemmtilegur ferðafélagi. Gervisamfal Á fimmtudagskvöldið var Austfirðingavaka, sem ég að vísu heyrði ekki upphafið á, en held samt að ekki hafi tek- izt eins vel að þessu sinni sem stundum áður. Það heyrði ég fyrst af vöku þessari, að einhver var að lýsa umhverfi Loðmundarfjarðar, að því er ég held. Mun þetta hafa verið allvel unnið, því höfundur fléttaði land og sögu saman á mjög viðfelldan hátt. Þá kom þáttur frá Eiða- skóla, var sá frekar leiðinleg- ur, enda byggður upp í sam- talsformi, sem hlustandinn finnur að er ekki ekta. Ein- hver kemur og leggur ein- hverja spurningu fyrir ein- hvern. Sá sem spurður er setur sig í stellingar og flytur langa ræðu. Ef spyrjandinn skyldi, svona undir lokin, grípa framí fyrir ræðumanni, þá er hlustandinn alveg bú- inn að gleyma því að um sam- tal hafi verið að ræða og hrekkur við og finnst sem spurningin komi eins og fjand- inn úr sauðarleggnum. Svona var þetta Eiðamanna- samtal samansett. Þá voru flutt ljóð og stök- ur ertir Jóhannes frá Skjögra- stöðum, austfirzkt alþýðuskáld frá fyrri hluta þessarar ald- ar. Þetta var gott og ósvikið og sómdi sér vel í þessum dagskrárlið. Að síðustu flutti svo aust- firzkur löggæzlumaður erindi um skemmtanalíf austur þar, athyglisvert — en átti þó varla heima í þessum dagskrárlið. Upprennandi fasistaleiðtogi vestur í Bandaríkjum, var einna efst á baugi á föstudags- kvöldið, öldungadeildarmaður og tilvonandi keppinautur nú- verandi forseta um gistingu f Hvíta húsinu; hefur hann það sér meðal annars til ágætis, að elska Biblíuna, hata komm- únista, og að vera ekki sendi- bréfsfær. Beð/ð um hœgfleyga sfund Eftir fréttir síðari, flutti Stefán Jónsson fréttamaður þáttinn um fiskinn. Reyndar var þetta þó nokkurskonar gabb, því Stefán dró upp úr pússi sínum viðtöl frá liðnu sumri, er hann hafði átt við aldna Vestfirðinga, og hefur Stefán fiskað vel þar vestra í sumar. Á laugardagskvöldið, þrett- ándanum, var flutt leikrit eft- ir Halldór Stefánsson. í dufts- ins hlut. Þetta var óhugnan- legt verk og einhver ömurleg- asta mynd sem ég minnist úr íslenzku þjóðlífi. En höfund- ur missir ekki marks, og hann skilst ekki við þetta umkomu- lausa fólk fyrr en það er ann- aðhvort dautt, eða heyrandinn getur verið nokkur veginn viss um hver muni verða örlög hinna er eftir lifa. Og til þess að kveðja jólin, kom hin hraðfleyga stund Jónasar, næstum eins og ut- an dagskrár með miklum söng, hlátrum og lófaskellum. Hvenær fáum við, sem aldn- ir erum, notalega, rólega, hæg- fleyga stund, okkur til skemmtunar og dægradvalar? En þátturinn inni í þættin- um, Á elleftu stund, er af allt öðru sauðahúsi en þátturinn sjálfur. Þessi hnyttni . þáttur skilur svolítið eftir hjá hlust- andanum og gefur tækifæri til íhugunar og ályktana sérhverj- um eftir þeíjrri gáfu, kímni eða alvöru, sem honum hefur verið af skaparanum gefin. éffir SKÚLA GUÐJÓNSSON fró Ljotunnarstöðum KNATTSPYRNU- FÉLAGEÐ FRAM í Lídó á sunnudagskvöld (annað kvöld) — Sóíasett — húsgögn — myndavél o. fl. úrvalsvinninga að verð- mæti kr. 25.000300. Kvöldverður framreiddur frá kl. 7. — Stjórnandi: Svavar Gests. — Dansað til klukkan 1. 4) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 13. janúar 1962

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.