Þjóðviljinn - 18.01.1962, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 18.01.1962, Blaðsíða 4
I marzmánuði 1961 var tveimur stúdentum frá Banda- ríkjunum vísað úr landi. Ekki var vitað um neitt, sem þeir grátu hafa uniíið sér tii sak- ar í Bandaríkjunum, en hins- vegar hiifðu þeir haft forystu fyrir frjálslyndum, írönskum stúdentum þar í landi, sem voru á móti rikisstjórninni heima fyrir. Allir, sem ein- hverja þekkingu hafa um á- standið í íran, vita, að heima fyrir bíður stúdcntanna ekk- ert annað en hörmuleg fang- elsisvist. í kjölfar þessarar brottvís- unar sigldu mótmæli íranskra stúdenta hvaðanæva að úr heiminum. í London stóðu stúdenitar frá íran í marga daga fyrir után bandaríska sendiráðið í mótmælaskyni. í hefndarskyni svipti þá rík- isstjóm írans ýmsa helztu forystumennina í mótmælun- uin vegabréfum sínum. Þar sem þeir voru þá orðnir vega- bréfalausir, var þeim vísað úr þeim litwdum, þar sem þeir stunduðu nám. Merkilega hljótt hefur verið um þetta mál. Það er eins og allir hafi keppzt við að þegja það í hel. Ég tel því rétt að kynna lesendum Æsku- lýðssíðunnar bæði mál stúd- entanna og einnig þær að- stæður og orsakir, sem vald- ar eru að því. Fyrri hluti greinar minnar birtist hér á síöunni í dag; seinni hlutinn birtist á morgun. Ég held að miirgum sé hollt að lesa þessa lýsingu á „fr jáls- lyndi og umburðarlyndi“, bandamanna okkar í hinum „frjálsa heimi“, sem grein þessi fjallar um. Einkum vona ég, að ýmsir forystumenn ís- lenzkra stúdenta sjái sér fært að lesa hana. Bæði ÆTTU þeir að verja skoðanafrelsi stúdenta BÆÐI VESTAN- TJALDS og austan, og líka er „vestræn samvinna“ mörg- um þeirra allmjög liugleikin. Gísli Gunnarsson. © Asía er stór heimsálfa, og Iran er land 1 Asíu. í Vestur-Asíu. © En hva'ð kemur okkur Iran viö? Hvaö kemur okk- ur viö land, sem er langt í burtu? Hvað kemur okkur við þjóð, sem er langt í burtu? Mega þeir ekki þjást og hvað sem er fyrir okkur? Þeir eru ekki einu sinni skyldir okkur. — Eg skal útskýra máliö seinna. Yfirstéttir hafa komið og farið.. Afæturnar, sem fyrir 2500 ár- um áttu ekki nema hestvagna aka nú kádiljákum. Ríki hafa hrunið í rústir og önnur risið á grunni þeirra. Stundum hef- ur yfirstétt Irans ráðið öðrum þjóðum. Stundum hefur hún lot- ið boði og banni annarra. — En bóndinn, sem nú lifir í víti sveitaþorpsins er landeigandinn kúgar, lifir í sama vítinu og bóndinn á dögum Dareiasar III. sem Alexander mikli felldi. Menningarstigið er svipað. Hann á „enga sögu“. SAGA UM BANDAMANN Andstæðingar stjórnarinnar í Iran teknir af lífi. • Sögufræg þjóð Já, Iran er land í Asíu, sem á merkilega sögu. Þeim, sem hafa séð örsnauða bændur og 1 hungruð börn þeirra þjást í skítugum sveitaþorpunum þyk- ir þetta ef til vill undarlegt, — en eigi að síður: Iran er land, sem á merkilega sögu. Iran hefur átt marga konunga, mörg stórveldi, margar skraut- legar hallir. margar áfjáðar yf- irstéttir. Þess vegna á Iran merkilega sögu. Saga mann- kynsins hefur að mestu leyti verið hingað til saga áfjáðra yfirstétta, — saga um baráttu þeirra um völd og auð, — um réttinn til að kúga út úr al- þýðunni eins mikið og hægt er án þess þó að hún deyi al- mennt úr hor. Það er lélegur bóndi, sem lætur skepnur sín- ar deyja úr hor. y En almenningur allra landa á sér hvergi griðland í sögu- bókum. Um hann finnast eng- ar skrifaðar heimildir nema einstöku sinnum. Það er í þess- um bænda- og þrælauppreisn- t um, sem alltaf voru að koma fyrir í öllum löndum og á öll- um tímum. Hermennirnir létu lífið í styrjöldum herkonung- anna, — en það voru herkon- ungarnir, sem hlutu heiðurinn. Bændumir plægðu og sáðu, og þrælarnir strituðu, og þeir gerðu listir og hetjudáðir og „mikil- menni“ fortíðarinnar möguleg. En laun þeirra voru hungur og örbirgð í þúsundir ára. j Einmitt þannig er saga Irans. fylkingartfréiftir Hún er þara ein í dag o.g það er mál málanna. Það er málfundahópur Æ F R sem byrjar í kvöld klukkan 9. . Félagar, fjölmennið! • Nútíminn gengur í garð Iran var aðeins venjulegt mið- alda- eða fornaldarríki í byrj- un 20. aldarinnar. Bretar höfðu að vísu ítök þar, svo að Rúss- ar hefðu þau ekki, en meira var það ekki. 1 stuttu máli sagt: Iran var landbúnaðarland, þar sem yfirstétt átti landið og átti auk þess keisarann með Bret- um. Þá fannst olía. Það er eins og enginn hlutur hafi eins mikla peningalykt og olía. Anglo-Iran- ian Oil Company var stofnað. Sem sagt: Það var brezka ljón- ið, sem hlaut írönsku olíuna. En um leið hélt nútíminn innreið sína. Iðnaður efldist. Borgir efldust. Borgarastétt varð til. — Og verkalýður varð til i borgunum. Iran breyttist meira á fáeinum áratugum en það hafði gert í áraþúsundir. ' - *, flOJ Sveitaþorpin eru að vísu enn þá eins og þau voru: Skítug og full af fátækum bændum. En ýmislegt hafði breytzt. Nýjar hugmyndir höfðu rutt sér til rúms meðal bændanna. Ásamt verkamönnum bæjanna fóru þeir að hata yfirstéttina heitar en nokkru sinni fyrr. Og bændauppreisnirnar fóru að öðlast meiri tilgang og verða hættulegri en áður. Árið 1917 ráku verkamenn og bændur í löndum rússneska sarsins yfirstétt sína af hönd- um sér. Áhrifin í Iran urðu víðtæk. Uppreisn hófst meðal bænda í norðurhéruðunum og sovét voru stofnuð. En upp- reisnin var bæld niður með hjálp brezkra hersveita og rússneskra hvítliðasveita. Mikil uþplaúsn ríkti í land- inu á næstu árum. Keisarinn var duglaus maður og heita mátti að brezki sendiherrann i Teheran væri voldugasti maður landsins. Spilling var geysimik- il. Og við þessar aðstæður kem- ur fram nýr herkonungur, — ný keisaraætt. Þetta var Riza Khan Pahlevi. • Riza Khan og sérvizka hans Riza Khan var af fátækum ættum. Enginn veit uppruna hans. Atvinna hans var her- mennska og herinn ruddi hon- um braut til æðstu metorða. Undir stjórn Riza Khan varð Iran óháðara Bretum; hagstæð- ari samningar voru gerðir við ensk-iranska olíufélagið og ýmsar verklegar framkvæmdir ui-ðu í landinu. En hins vegar hélt Iran áfram að vera það sem það var; frumstætt land- búnaðarland, og Bretar héldu áfram að græða á iranskri olíu. Því er ekki á móti mælt að Riza Khan var með afbrigðum sérvitur maður. Þannig taldi hann ekki aðeins nauðsynlegt að berja niður bændauppreisn í Iran árið 1937 heldur líka að drepa 20.000 bændur é eftir. Sömuleiðis tók hann upp á mjög undarlegum sið. Hvenær, sem honum leizt vel á einhverja jarðeign eða annað verðmæti gaf hann út keisaralega fyrir- skipun um, að þetta yrði per- sónuleg eign hans. Þannig varð hann fljótt auðugasti maður landsins. Bretar eru umburðarlyndir menn, og allt þetta gátu þeir þolað. En eftir 1933 tók Riza Khan upp nýjan sið. Hann fór að vingast við Hitler. Þjóðverj- ar streymdu til landsins og leystu Breta af hólmi. Þessa sérvizku gátu Bfetar ekki þol- að. Og árið 1941 héldu brezkar hersveitir inn í landið og Þjóð- verjar voru reknir burt. Og Riza Khan var rekinn frá völd- um og sonur hans, Múhameð Riza Pahleví, var gerður keis- ari. • Bretar aftur við stjórn Bretar stjórnuðu nú landinu. Að sjálfsögðu hélt Iran áfram að vera sjálfstætt ríki. Iran hefur alltaf verið sjálfstætt ríki. Og eins og ég sagði hér að framan eru Bretar umburðar- lyndir menn. Við engri siða- venju var hróflað, allra sízt eig- um landeiganda. Nýi keisarinn hlaut allar eigur föður síns ó- skertar. Og Bretar innleiddu jafnvel aldagamla siði, sem Riza Khan hafði af einhverri rælni hróflað við. Þannig komst mútukerfið í stjórn landsins i fullan gang á nýjan leik. Og óþarfi er að taka fram að sam- starf Breta og hins unga, glæsi- lega keisara var mjög gott, — já, fjarskalega gott. Smáörðugleikar urðu í íran eftir 1945. Nýjar bændaupp- reisnir o.s.frv. Að sjálfsögðu var þetta allt runnið undan rifjum kommúnista, enda gátu allir menn séð að sovézkar hersveit- ir voru í norðanverðu landinu. Að vísu hreyíðu þær hvorki legg né lið með eða á móti uppreisnarmönnum og hurfu úr landinu jafnskjótt og búið var að undirrita samning um sam- eiginlega -vinnslu Sovétríkjanna og Irans á olíu í Norður Iran. Þá var hægt að berja niður uppreisnina með brezkri og bandarískri hernaðaraðstoð. Að því búnu rauf iranska ríkis- Framhald á 10. síðu. Á laugardaginn var birti Al- þýðu.blaðið leiðara um viðtalið við Guðrúnu Hallgrímsd. form. ÆFR, sem birt var á síðustu Æskulýðssíðu. Það gat auðvitað naumast hjá þessu farið, því Guðrún er eins og leiðarahöf- undur Alþýðublaðsins segir: „falleg og nokkuð farahdíbuleg ung stúlka“. Annars gengur leiðarinn út á það að segja iþeim lesendum Alþýðublaðsins, sem áhuga hafa fyrir stjórn- málum frá jólasveininum Stalla, sem heimsótti jólakvöldvöku ÆFR svo sem frægt er orðið. 1 lok leiðarans er borin fram mjög þýðingarmikil spurning: „Hvenær skyldu ungir komm- únistar fá að skemmta sér með jólasveininum Krúsa?“ Og get- ur nú hver maður séð, að stjómmálaritarar Alþýðublaðs- ins hafa glöggt áuga með þýð- ingaármestu atburðunum í stjórnmálaheiminum og hafa skemmtileg áhugamál. Okkur langar svo að komá hérna með eina litla sögu handa Alþýðublaðinu til að ræða í leiðurum sínum næstu viku. 1 síðustu skálaferð ÆFR bar svo við, sem verða vill í slíkum ferðum, að þátttakendur fóru í leiki um kvöldið. Var m.a. farið í „Frarn, fram íylking“ og kos- ið milli Stalíns og Krústjoffs. Allir kusu Stalín, nema einn, en svo kom það upp úr kafinu að það var fyrir misskilning að hann fór Krústjoffs-megin. Alþýðublaðið getur nú rætt þennan atburð frá ýmsum hlið- um. Til dæmis mætti benda á, að ungir kommúnistar hylli gamla harðstjórann í hjarta sínu — eða þá að: ungir komm- únistar haldi alltaf með þeim, sem eru minni máttar o.s.frv. Möguleikamir eru margir. — ÞJÖÐVILJINN — Fimmtudagur 18. janúar 1962

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.