Þjóðviljinn - 18.01.1962, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 18.01.1962, Blaðsíða 12
Hafið er fast áætlunarflug milli Moskvu og Suðurskautslands- ins, en þar hafa sovézkir vísindamenn rannsóknarstöðvar og uefnist Mirní sú helzta. Tvær flugvéiar munu fljúga á þessari lcið, af gerðunum 11-13 og AN-10 og er það sú síðarnefnda sem sést á myndinni þegar hún lagði af stað suður á bóginn. Moskva-Suðurpáll Fylgið hrundi af sósíal- demókrötum i Finnlandi Hlutfallstala þeirra lækkaði um nær helming frá þingkosningum 1958, en Lýðræðisbandalag kommúnista og vinstrisósíalista hélt sínu fylgi ISJÓÐVILIINN FLmmtudagur 18. janúar 1062 — 27. árgangur — 14. tölublað Skjaldhreið var dregin fll Sfykkisholms í gær I gærmcrgun dró varðskipið f»ór strandferðaskipið Skjald- breið til Stykkishólms og gekk sú ferð vel og slysalaust. Komu skipin til Stykkishólms um kl. 12,30 í gær. Farþegunum tveim cg skipverjum, er eftir voru um borð í skipinu, hafði liðiö vel og haft nægar vistir og hita þótt rafmagnslaust væri í skipinu. Skoðun á skemmdum á skip- inu hófst um klukkan 14 í gær og var ekki að fullu lokið í gær- kvöld en talið var þó, að skipið væri ekki alvarlegar skemmt en það. að auðvelt væri að þétta það svo að hægt myndi að draga það hingað tiJL Reykjavikur í dag, en hér mun verða fram- kvæmd viðgerð á skipinu. Skemmdir þær sem fundust á Skjaldbreið við skoðunina í gær voru um tveggja metra löng og þumlungsbreið rifa á næstu plötu neðan við veltikjöl skipsins stjórnborðsmegin undir miðri stórlestinni svo og alldjúp dæld neðan við veltikjöl skipsins bak- borðsmegin á móts við yfirbygg- ingu. Þess sáust þó ekki merki utanfrá, að þarna væri um gat á skipinu að ræða. Ilögni Jónsson, skipstjóri á Skjaldbreið í gær fékk Skipaútgerðin bát til þess að flytja skipverjana 8 af Skjaldbreið. sem í gúmmibát- inn fóru, frá Grafarnesi til Stykkishólms. HELSINKI 17/1 — Nú þegar úrslit eru kunn í finnsku íorsetakosningunum og ljóst er að endurkjör Kekkonens er tryggt, vekur það mesta athygli hve Lýðræöisbanda- 3ag kommúnista og vinstrisósíalista stendur vel að vígi gagnvart hinum sundruðu sósíaJdemókrötum, segir íréttaritari NTB. Bóluefni sent í skyndingu til landsins með flugvélum Það er ekki ofmæit að fyigið hafi hrunið af sósíaldemókrötum í kosningunum. Þeir fengu nú aðeins 13,1% atkvæða, en höfðu 23,5% í þingkosningunum 1958 og hlutfallstala þeirra hefur því lækkað um nær helming. Það Eyiabótar fá góð köst VESTMANNAEYJUM f GÆR- KVÖUD. — Bjarnarey NS fékk stórt kast í dag en reif og kast- aði aftur um kl. 9 og fékk þá 800—1000 tunnui'. Þorbjörg fékk 900 tunnur. Gjafar er á leið í iand með rifið. Eitlhvað mun hafa bilað hjá Leó. og bíður hann nú eftir lóðsinum til að draga sig í land. Ófeigur er bú- inn að fá 500 tunnur og nokkr- ir aðrir bátar munu hafa fengið ,100—200 tunnur. er þeim lítil huggun að flokks- brotinu sem klauf sig úr flokki þeirra fyrir nokkrum árum und- ir forustu Emils Skog gekk ekki betur, fékk aðeins 3% atkvæða. Lýðræðisbandalagið fékk hins vegar 20,4% atkvæða, en hafði fengið 23.5" o í þingkosningunum 1958. Þó hiutfallstalan sé held- ur lægri, þarf það alls ekki að þýða að fyigi bandalagsins hafi minnkaö sem því nemur, þar sem vitað var fyrjrfram að kjör- menn bandalagsins myndu styðja Kekkonen í forsetastólinn á ný, ef þess þyrfti með, og margir fylgjendur þess hafa kosið að greiða honum atkvæði. þegar í upphafi. Formaður sósíaldemóki’ata, Vaino Tanner, viðurkenndi ó- sigur flokks síns, kenndi hann sundrunginni í flokknum. en huggaði sig við það að flokks- brot Skogs væri nú úr sögunni. Leiðtogi kommúnista, Hertta Kuusinen, sagði að úrslit kosn- inganna sýndu að þjóðin vildi að áfram yrði haldið friðar- og hlutleysisstefnu. Hún hefði kveð- ið upp áfellisdóm yfir hægri- mönnum og þá einkum sósíal- demókrötum sem unnið hefðu gegn þessari stefnu. Allir eru á einu máli um það að Kekkonen hafi unnið mikinn Framhald á 10. síðu. LONDON 17/1 — Kúabóluefni er nú á þrotum í Bretlandi og hafa Danir verið beðnir um hjálp, ef þörf krefur. Hafa þeir orðið við beiðninni, enda eiga þcir birgðir bóluefnis handa milljón manns. 1 Leeds í Englandi var kallað á lögreglu til að dreifa stórum hópi æstra mæðra sem safnazt í gær var enn bólusett margt manna hér í Reykjavík gegn bólusótt en aðsókn að bóiusetn- ingunni í Heilsuverndarstöðinni var þó mun minni en í fyrradag. þegar 3500 manns komu þangað til bólusetningar. höfðu fyrir framan bólusetn- ingarstöð, en fengu að vita að bólueinið væri gengið til þurrð- ar. Þær hrópuðu í kór að þær vildu hafa börn sín bólusett og engar refjar. Einnig í London og Bírmingham varð að ioka bólusetningarstöðvum af því að bóluefnið þraut. í gær auglýsti héraðslæknirinn í Keflavík, að bóluefni væri þar á þrotum og væri af þeim sök- um ekki hægt að bólusetja aðra en þá, sem sérstök óstæða þætti til vegna ferðalaga út eða sam- skipta við ferðamenn utanlands frá. Þjóðviljinn sneri sér af þessu tilefni til lyfsölustjóra Krist- ins Stefánssonar prófessors, og spurði hann um hvort bóluefni væri á þrotum í landinu. Krist- inn sagði að þær birgðir sem til hefðu verið væru nú að ganga til þurrðar en lyfjaverzlunin væri búin að panta bóluefni frá Kaupmannahöfn og var fyrsta sending af því væntanleg með flugvél til landsins í gærkvöld og önnur sending á að koma í dag. Sagði Kristinn. að þegar Jiessar sendingar væru komnar ætti að vera til nægilegt bóluefni hér. Boluefni á þrotum hjá Bretum, Danir hjálpa Það ióðar á nokkrar torfur, én þær standa djúpt. Torfumar eru smáar en þéttar og nást góð köst út á þær. Búizt er við að síldin komist ofar þegar lídur á nóttina. Síldin er 12 mílur SA' af Bjarnarey. Tuttugu brunnu inni í Niirnberg NURNBESiG 17/1 — Óttazt. er að tuttugu mtmns a.m.k. haíi farizt þegar eldur kom upp í vörugeymsluhúsi hér í dag, Vitað er með vissu að þrettán manns urðu eld- inum að bráð, en fjórir biðu bana þegar þeir stukku út úr brennandi húsinu. Talið er að enn fleiri hafi brunnið inn. SÁU SPORIN ÚR LEITARFLUGVÉLINNI Áhöfn einnar af bandarísku flugvélúnum, sem leitað hai’a herílugvélarinnar af Keflavík- urflugvelli er týndist í könn- unarleiðangri yfir hafinu milli íslands og Grænlands' sl. ' föstudag, 12. janúar, kom auga á gönguslóð í snjónum á Grænlandi á dögunum óg þá var þessi ljósmynd tekin. Við athugun þótti ljóst að um bjarndýraspor í snjónum væri að ræða og veitlu þau því enga vitneskju um afdrif hinn- ar týndu ílugvélar eða 12 manna áhafnar. Flugvélarinn- ar hefur nú verið leitaí í sex daga en án nokkurs órangurs.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.