Þjóðviljinn - 24.01.1962, Page 6

Þjóðviljinn - 24.01.1962, Page 6
V 1959: fullgerðar 740 íbúðír 1960: fullgerðar 648 íbúðir 1961: fullgerð 541 íbúð VARÐBERGSFUNDURINN Félagið Varðberg boðaði til fundar í Hafnarfirði 16. þ.m. Var auglýst að umræður yrðu frjálsar að loknum ræðum frummælenda. Ákveðið var að umræðuefnið skyldi vera ísland og vestræn samvinna. Með tilliti til þess að félag- ið Varðberg er einskonar út- breiðslustofnun og forsvarsaðili þeirrar stefnu að halda hinni sárfámennu, íslenzku þjóð í hernaðarbandalagi, gat maður látið sér detta í hiig að frum- mælendur ætluðu nú 'að gefa yfirlit yfir reikninga íslenzka ríkisins og vesturveldanna um gagnkvEém viðskipti á grund- velli stríðsundirbúnings þess, sem nú er allstaðar í al- gleymingi. Mundi þá talið fram hverra lána og gjafa við hefð- um notið fyrir veitt tillæti, hverra styrkja við hefðum orð- ið aðnjótandi, hverjir og hvað margir hefðu þegið heimboð og uppihald um lengri tíma eða skemmri, hverjir fengið lán úr Mótvirðissjóði, að því auðvit- að ógleymdu hvern stuðning og fyrirgreiðslu við hefðum hlotið frá fóstbræðrum okkar í þeim stórmálum, sem við áttum und- ir líf okkar og framtíð, svo sem landhelgismálinu, markaði fyrir saltsíldina okkar ofl. ofl. Þá var sennilegt að bera myndi á góma, hversu mikið íslenzkt vinnuafl hefði verið lagt fram til þess að reisa hervirki í þessu landi, hvern ágóða Al- mennir verktakar, Sameinaðir verktakar, Verktakar Suður- nesja og fleiri vinnumiðlarar hafa haft af viðskiptum sínum við herinn og þar með stór- aukið þjóðarauðinn, ennfremur hverri feiknar fúlgu Sölunefnd setuliðseigna hefur skilað í bú- ið á hinn óeigingjarnasta hátt, og hefði þá mátt sleppa að geta um það hagræði, sem íslenzkir borgarar hafa af því að hirða drasl við Stapa eða úr sorptunn- um hersins á Vellinum. Þá hefði og ekki verið úr vegi að telja fram allt það, sem banda- lagsþjóðir okkar hafa gert til þess að öryggi okkar yrði sem fulikomnast ef til styrjaldar dregur, bæði í byggingum loft- varnarbyrgja, sem vernduðu okkur fyrir atómsprengjum, sem og birgðum lyfja og hjúkr- unargagna og öðru því, sem að gagni mætti koma í vondu til- felli. En því miður létu frummæl- endur hjá líða að tala um ís- land og vestræna samvinnu. Þeir tveir, sem fyrstir töluðu, héldu báðir sömu ræðuna að heita mátti, og var það sama Rússlandsníðið og maður hefur átt kost á að lesa undanfarin ár í Alþýðublaðinu og Morgun- blaðinu dag hvern, og í Tím- anum jafnan þegar hann hefur talið sig vera að hagræða mál- efnum í samræmi við flokks- hagsmuni undir kosningar. Þriðji frummælandi, sem virtist vera hernaðarsérfræðingur, tal- aði um herstyrk Nato og kvað hann ógnlegan og okkur betur borgið en ekki, að eiga að baki okkar svo öflugt virki, ótil- kvæmilegt slíkum árásarhund- um sem Rússum. En ég er ekki viss um að fu.ndarboðendum og frummæl- endum hafi þótt nógu góðar þær undirtektir, sem ræður þeirra fengu á þessum fjöl- menna fundi. Var greinilegt að hernaðarsinnum kom á óvart sú andstaða, sem þeim þar var veitt. Því hefur þótt mikils við þurfa eftir á og íhaldsmál- gögnin, Morgunblaðið, Alþýðu- blaðið og Tíminn, skarað hvert fram úr öðru í rangsnúnum frásögnum af fundinum, Varð- bergsmönnum í vil. Liggur nærri að ætla að Varðbergs- menn hafi verið þar sjálfir að verki, af minnimáttarkennd, og ræðumanna hernaðarsinna misst.i fram úr sér það roð, sem verið hafði að bögglast fyrir brjóstinu o.g galaði fram í sal- inn: Við skulum sprengja þenn- an eina kommúnista út úr bæj- arstjórn Hafnarfjarðar! — Og um leið var sem kastljósi hefði verið varpað y.fir allan gaura- ganginn: framundan eru bæjar- GuðinundiSr Böðvarsson. fyllt sig upp af svo hroðalegu sjálfshóli að slíks eru fá dæmi. Má geta nærri að þetta hefur fallið í góðan jarðveg hjá þeim stríðsæsingamönnum, sem þess- um blöðum stýra, og er það jafnan svo að þegar málstaður- inn er sem verstur, þarf öllu til að kosta um fegrunarlyfin, að hann geti þó litið sem skárst út í andlitinu. Þegar sýnt var að heyrðum ræðum frummælenda á marg- nefndum fundi, að ekki var meiningin að tala um ísland og vestræna samvinnu, heidur beita sameinuðum kröftum þriggja stjórnmálaflokka að margjórtruðu níði um eina helztu viðskiptaþjóð okkar, þá varð ekki varizt þeirri áleitnu spurningu hvers vegna ræðu- menn Varðbergs sniðgengu hið áður auglýsta fundarefni. Með tilliti til þess, sem hér að framan hefur verið talið upp að komið gæti til mála á þeim grundvelli, getur maður látið sér detta í hug að annað hafi þótt æskilegra en það, að fara að velta fyrir sér nöktum sannleikanum um fsland og vestræna samvinnu. Enda kom að því von bráðar að einn Það er ekki til það ríki á jarðarkringlunni, að meðferð forystumanna þess á hinum ýmsu málefnum, sem úr þarf að skera á hverjum tíma, ekki orki ,að einhverju leyti tvímæl- is. Því miður virðist enn þá óralangt til þess að mannkyn- ið hafi þroskað með sér við- unanlegt siðsæði. Os hvar sem bólar á slíkum gróðursprota eru niðurrifsöflin þegar yfir honum eins og stefnivargar og neyða hann til að beita sömu vopnum sér til bjargar og á hann eru borin. Hvar sem kúgaðar þjóðir hafa reynt að hrista af sér okið á undangengnum árum hefur hinn kapitaliski heimur æpt einum rómi: Uppreisnar- seggir! Byltingarlýður! Skemmd- arverkamenn og kommúnistar! Hvar sem smáríki hefur freist- að þess að standa utan þess sjóðandi vítahrings, sem stór- veldi heimsins hafa um sig dregið, gellur við sama hróp- ið. Það er orðin mikil viður- kenning fólgin í því að vera kallaður kommúnisti. og sveitastjórnarkosningar um land allt, nú ríður á því að plægja jarðveginn í tíma og sá í sálirnar þeim fræjum, sem bera skulu ríkulegan ávöxt og fagran gróða á sjálfan kjördag. Svo langt eru nú sótt um- ræðuefni í undirbúningi bæjar- stjórnarkosninga, að innanrík- ismál fjarlægrar viðskiptaþjóð- ar okkar, rangfærð og -afflutt eftir hentugleikum, þykja heppilegri til umræðu, heldur en atvinnu- og fjármál þeirra bæjarfélaga, sem á næstunni skulu velja sér forystu. Og kannski eru þau það. Kannski þarf maður ekki að láta sér verða stórum bilt. Platan sem spiluð er, er ekki ný, sá til- gangur, sem á bakvið liggur, er heldur ekki nýr. Samt skal nú gamla.platan spiluð enn á ný og enn á hana treyst þó gölluð sé, því bæjar- stjórnarkosningar eru framund- an. Og þar að auki ber svo vel í veiði -að Rússar hafa, að dæmi Bandaríkjanna, sprengit nokkrar kjarnasprengjur o.g ennfremur játað mistök sín í vissum málum heima.fyrir. Þess vegna skulu nú Varðbergs- menn_sendir fram til áhlaups og hertur róðurinn. og skulu nú allir vinstri-sinnaðir menn í landinu og allir beir, sem óska því út úr hrunadansi heims- veldanna, falla fram endilang- ir og biðia Morgunblaðsíhaldið fyrirgefningar á bví að hafa nokkurntíma haft aðra skoðun á málunum en það: og heita því að láta það framvegis leiða sig blindandi það sem eftir er, í Atlanzhafsbandalag, í efna- hagsbandalag og hvert á land þangað sem hermangarar þess og stórspekúlantar telja sér hent- ugast á hverjum tíma, að stundarhagsmunum þeirra sé betur borgið. Og svo heillandi þykir nú Tímanum hljómur hinnar -gömlu plötu að hann dallast með, gerandi sér gullnar vonir um nokkurn skerf úr væntan- legu dánarbúi frjálslyndra manna og hernámsandstæðinga á íslandi. En það skal að lokum sagt að Varðbergsfundurinn í Hafn- arfirði ýtti síður en svo undir þær vonir. Viðbrögð og undir- tektir þeirra er þann fund sátu, -gáfu það fyllilega til kynna, að stórníð um fjarlægar þjóðir, sem aldrei hafa til okkar lagt, er ekki eimhlítt til þess að draga dómgreind og sjálfsvirð- ingu íslenzkrar -alþýðu út í hin yztu myrkur til hægri. Guðmundur Böðvarsson. TBL AÐ RÆTA 8 JACKSON — Stjórn háskóla- sjúkra-hússins í Jaekson í bandaríska fylkinu Missisippi aug-lýsti á laugardaginn eftir tillögum um aðferð sem að gagni rnegi koma til að girða fyrir að börn hvítra manna og svertingjaböm leiki sér saman. í sjúkrahúsinu ríkir ströng kynþáttaaðgreining, hverri sjúkrahússdeild er tviskipt milli hvítra sjúklinga og svertingja. Þegar fullorðnir eiga í hlut er þetta engum vandkvæðum bundið, en öðru máli gegnir um börnin, segir Robert Martson, framkvæmda- stjóri sjúkrahússstjórnarinnar. Það hefur gengið í mesta basli að hindra að hvít börn og svört umgangi-st hver önn- ur. Á barnadeildinni er þröngt, og það eru hreinustu vandræði að koma í veg fyrir að börn af báðum kyn-þáttum, sem hafa fótavist leiki sér saman í for- salnum. Við höfum reynt allt sem okkur hugkvæmdist, sagði Martson framkvæmdastjóri, en það kom fyrir ekki. Nú setjum við traust okkar á tillögur frá almenningi, en munum eftir sem áður gera það sem við getum til að hindra samskipti barna af mismunandi kynþátt- um. Við vonum að foreldrarn- ir leggist á sveif með okkur og áminni börn sín um að umgangast ekki börn af öðrum kynþætti. Lánsfjárskorturinn og vaxtaolírið gera fjölda fólks ókleift að koma sér upp þaki yfir höfuðið. Þeir sem þrátt fyrir alia erfiðleika ráðast í að byggja eiga við rnikla erfiðleika að stríða af sömu or- sökum, ónóg lán valda því að húsin eru margfalt lengur í smíðum en vera þyrfti ef ekki stæði á fé og þessi (^ráttur stórhækkar byggingarkostnaðinn. GUÐMUNDUR VIGFÚSSON: A að leiða húsnœðisskort á ný yíir almenning? Það er viðurkennd staðreynd, studd af opinberri rannsókn, sem framkvæmd var fyrir 15 árum, að hér í Reykjavík þarf að fullgera 600 íbúðir árlega til að fullnægja þörf fyrir fjölg- un íbúða sem stafar af nýjum fjölskyldumyndunum. Til við- bótar kemur þörfin fyrir nýj- ar íbúðir til að útrýma lélegu og óhæfu húsnæði og fyrir íbúðir sem ganga úr sér af ýmsum ástæðum. Á s.l. ári náði íbúðafjöldinn sem lokið var við ekki þessu lágmarki. Hér var fullgerð að- eins 541 íbúð og byrjað var á aðeins 391 íbúð. Árið 1960 voru 642 íbúðir fullgerðar í Reykja- vík og 1959 740 íbúðir. Ibúð- um sem lokið er við og teknar til notkunar hefur þannig fækkað um 101 á einu ári en um 199 á báðum árum viðreisn- arinnar. Augljóst er að útkoma þess árs sem nú er byrjað verður enn verri en þess sem var áð líða. Þeim fer sífækkandi sem treysta sér til að ráðast í bygg- ingu íbúðar og það tekur sí- fellt lengri tíma að ljúka þeim íbúðum sem eru í byggingu. Skorturinn á fjármagni til byggingarstarfseminnar stendur í vegi fyrir nauðsynlegri þróun í byggingariðnaðinum. Það er kjaraskerðingarstefna ríkisstjórnarinnar, viðreisnar- stefnan, sem er að stöðva íbúða- byggingarnar í Reykjavík og sama er að gerast úti um allt land. Það var byrjað á um helmingi færri íbúðum í kaup- stöðum og kauptúnum utan Reyk.iavíkur árið 1960 en 1959, og það er víst að útkoman 1961 er enn verri, að það ár var byrjað á enn færri íbúðum í kaupstöðunum og kauptúnun- ur en vinna fyrir allra brýn- ustu lífsnauðsynjum þrátt fyrir allan vinnuþrældóminn. Ggn- valdur dýrtíðarinnar er að sliga - f járhagsafkomu alþýðuheimil- anna. Afgangsaurarnir í íbúða- byggingu, eða í vexti og af- borganir af lánum, ef þau eru þá fáanleg, eru að verða óvíða fyrir hendi. Einu „viðreisnar11 ráðstafan- ir ríkisstjórnarinnar á þessu um úti um land en árið á und- an. Hér er því ríkisstjórnin að ná árangri sem hún hefur eftir sótzt. „Batamerkin“ eru aug- ljós og fátæktin farin að segja til sín. Dugnaðurinn og bjart- sýnin, sem einkenndi tímabil vinstri stjórnarinnar í íbúða- byggingamálum, hafa orðið fyr- ir þungum áföllum. Kaup- skerðing, tollaklyfjar og tvenn- ar gengislækkanir núverandi ríkisstjórnar segja greinilega til sín í stórfelldum samdrætti -íbúðabygginganna. Og hvemig á annað að vera? Alþýða manna gerir vart bet- sviði hafa verið að hækka byggingarkostnaðinn. Gengis- fellingarnar hafa lagzt af full- uni þunga á allt innflutt bygg- ingarefni og Sementsverksmiðja ríkisins hefur heldur ekki lát- ið s'inn hlut' éftir liggja í verð- hækkunum. Sjálft tekur ríkið tugi þús. (ca. 40—70 þús. á íbúð) af hverri íbúð sem reist er með aðflutningsgjöldum og sölu- skatti á efni til bygginga. Ekki auðvelda þessar álögur ríkis- stjórnarinnar almenningi bar- áttuna fyrir að eignast íbúð. Það má segja að ríkið taki bróðurpartinn af hinum opin- beru lánum, sem almenningur fær, aftur í gegnum tollana. Lánsmöguleikar íbúðabyggj- enda eru með öllu óhæfir. All- ur almenningur fær seint og í smápörtum 1'4 til 1/5 af kostnaðarverði íbúðar, sem orð- ið er 400 til 500 þús. á með- alíbúð í sambýlishúsi. Hitt verða menn að leggja til sjálf- ir af launatekjunum. Aðeins betur settir eru þeir sem byggja í verkamannabú- stöðum eða fá lán hjá lífeyris- sjóðum. En það er bitamunur en ekki fjár. Og svo er allt kórónað með svo snarvitlausri vaxtapólitík að þau litlu lán sem fást eru sem helsi um háls lántakenda, hvað þá ef lánsu.pphæðin hækk- aði án þess að vaxtaokrið væri afnumið um leið. Allir sjá að ekki . verður haldið áfram á þessari braut nema með algjöru hruni íbúða- ’ bygginga í landinu. Það þarf bæöi p.ð stórauka lánastarfsemi til íbúðabygginga og Iækka vextina. Lágmarksframlag ríkis- ins sjálfs er að fella niður að- flutningsgjald og söluskatt af efni til hóflegra íbúða. Með því væri um leið lækkaður bygg- ingarkostnaðurinn og mönnum auðveldaður róðurinn. Fyrir þessu berjast nú Alþýðubanda- lagsmenn bæði á Alþingi og í borgarstjórn. Þverskallist ríkisstjórnin og flokkar hennar við kröfunum um stóraukna lánamöguleika og lækkaða vexti á lánum til íbúðabygginga, verður ekki um það deilt að þessir aðilar vilja leiða húsnæðisskortinn að nýju yfir alþýðuna eins og hann var verstur fyrir nokkrum ár- um, eða áðu.r en sú byggingar- alda reis sem fylgdi í kjölfar vinstri stjórnarinnar og þeirra umbóta sem hún beitti sér fyr- ir í húsnæðismálunum. Og húsnæðisskorti fylgir ó- hjákvæmilega hækkandi húsa- leiga, og þar með enn versn- andi afkoma almennings. Fyr- ir þessu hafa menn reynsluna. Takist ríkisstjórninni að halda áfram að lama íbúðabygging- arnar eins og hún hefur gert það sem af er valdatíma sínum, verður iþeirri þróun ekki af- stýrt. Fœkkun á tveim viðreisnar- órum nemur 199 íbuðum Miðvikudagur 24. janúar 1962 — ÞJÓÐVILJINN — þlOÐVILJINN Útgefandl: Samelnlngarflokkur altýBu — Sósíallstaflokkurlnn. — Rltstjórari Magnús KjartaDsson (áb.), Magnús Torfi Olafsson, Sigurður Guðmundsson. — PréttaritstJórar: ívar H. Jónsson, Jón Bjarnason. — Auglýsingastjóri: Ouðgelr Magnússon. - Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Bimi 17-500 (5 línur). Áskriítarverð kr. 50,00 á mán. — Lausasöluverð kr. 3.00. PrentsmiÖJa Þjóðviljans h.f. Örlagarílmr alþýðusigur j J þessum mánuði, janúar 1962, eru rétt tuttugu ár i liðin frá því að sameinað iafturhald landsins lagði f til atlögu við verkalýðshreyfinguna. „Þjóðstjórnin“ ■ alræmda setti þá bráðabirgðalög, gerðardómslögin sem svo voru nefnd. Átti gerðardómur að kveða á um kaup- I gjald í landinu, en þó miða við að grunnkaup hækk- | aði ekki frá því sem var í árslok 1941. Verkföll voru | bönnuð, og gífurlegar sektir lagðar við ef útaf var ■ brugðið; sektirnar hefðu tæmt sjóði verkalýðsfélaganna á skömmum tíma. Ætlun -afturhaldsins var augljós: I Það átti með lögum að lama verkalýðshreyfinguna | í eitt skipti fyrir öll og banna allar kjarabætur sem > nokkru næmi. Ef sameinuðu afturhaldi landsins hefði tekizt þetta tilræði við verkalýðshreyfinguna og kjara- I baráttu fólksins hefði hlotizt af því stórkostlegt tjón, | ekki einungis fyrir alþýðuna, heldur beinlínis fyrir _ þjóðina alla. Þetta er augljóst, þó ekki væri^ annað ■ haft í huga en sú staðreynd, að án hinna miklu kaup- f hæikkana sem verk-alýðurinn knúði fram 1942, hefði g ekki farið mikið fyrir erlendum innstæðum íslendinga _ í stríðslok, þeim erlendu innstæðum er gerðu nýsköp- 1 unina mögulega; þann grunn sem íslenzkt atvinnulíf | hefur -síðan byggt á. þegar þetta gerðist, fyrir réttum tuttugu árum, var I Alþýðusambandið enn undir einokunarstjórn Al- ■ þýðuflokksins, endia þótt flobkurinn hefði neyðzt til að afnema þá einokun að því er tók til lagalegs að- ■ skilnaðar flokksins og Alþýðusambandsins. Dagsbrún | var þá undir stjórn sem Sjálfstæðisfl. réði mestu í. ■ Iðnaðarmannafélögin sem áttu í verkfalli um áramótin 1 urðu undan að láta. Hvaðan var vamar að vænta fyrir * verkalýð landsins er svo grátt var leikinn af valdhöf- | um landsins og sameinuðu afturhaldi þess? Andstað- ■ an gegn ofbeldisaðgerðum þjóðstjórniarvaldsins var 9kipulögð af Sósíalistaflokknum, aðalmálgagni hans | Nýju dagblaði og öðrum blöðum flokksins og vinstri I mönnium í verkalýðsfélögunum. Og afturhaldinu var - efcki rótt. Seint í janúar setur ríkisstjómin ný bráða- ■ birgðalög til að „fresta“ bæjarstjórnarkosningum í | Reykjavík. En þær voru haldnar úti um land 27. ■ janúar og urðu stórsigur fyrir Sósíalistaflokkinn. Og , í febrúarbyrjun vinna vinstri menn úrslitasigur í ■ Verkamannnafélaginu D-agsbrún, er Sigurður Guðna- | son og félagar hans tóku þar við stjórn. ■ JJg næstu mánuði hefur verkalýður Reykjavíkur og | verkamenn víðsvegar um land eina hina árangurs- ■ ríkustu kjarabaráttu, sem nokkru sinni hefur verið háð 1 á íslandi. í febrúar hvetur Nýtt dagblað, málgagn Sósí- ■ alistaflok-ksins, verkamen-n til að hefja kjarab-arátt- | una með hinni sérkennilegu aðferð skæruhernaðarins. ■ Verkalýðsfélögin fóru ekki í verkfall, en vinnuhópar lögðu niður vinnu með svo markvissum hætti og skipu- ■ lega að sameinað afturhald Vinnuveitendasambands- I ins og ríkisstjórnarinnar réð ekki við neitt, engar . kúgunartilraunir þessara aðila megnuðu að berja þessa * nýstárlegu kjarabaráttu á bak aftur. Þegar kom fram I á sumar va-r ljóst að verkamenn höfðu unnið stórsig- I ur, grunnkaupið var stórhækkað, afturhaldsríkisstjórn- , in sundr-aðist, gerðardómurinn (sem í sátu m.a. Gunnar ■ Thoroddsen og Vilhjálmur Þór) var orðinn brosleg og | máttlaus stofnun sem enginn tók mark á, og höfund- I ar igerðardómslaganna lögðu svo rækilega niður skott- _ ið að biðja sjálfir Alþingi að afnema þau lagaslitur ■ sem þessi kúgunarlög voru orðin. En hollt er að minn- | ast þess nú, á tuttugu ára afmæli skæruhernaðarins I og gerðardómslaganna, hvernig íhaldið kemur fram _ gagnvart verkalýðshreyfingunni þegar það telur sig ■ hafa afl til að berja hana niður. Sá vilji afturhaldsins | á íslandi er enn samur og jafn, þó bardagaaðferð- l ir þess gegn verkalýðsfélögunum séu aðrar sem stend- _ ur. — s. ■ £) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 24. janúar 1962

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.