Þjóðviljinn - 04.02.1962, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 04.02.1962, Blaðsíða 11
Frqnfis Clifford : 38. dagur Djöfullinn sjálfur! Gaman væri að sjá framan í lögguna í Los Angeles.“ Kveikjari Franklinns féll á jörðina rétt hiá ho.num. Hann hristi bogna sígarettu ur pakk- anum, kveikti í henni og reykur- inn leið letilega upp í kyrrt loftið. Svo renndi hann særða handleggnum inn í jakkaopið og horfði á þá alla þrjá á víxl. Þeir voru tæpast sömu mennirnir og setið höfðu með honum í vél- inni og hann gladdist yfir ræfils- legu útliti þeirra. Þrátt fyrir kvalirnar í handleggnum glotti hann fyrirlifléga 'þegar hann horfði á þá. Franklinn var verst á sig kominn. Hann lá á hliðinni, hvíldi höfuðið á kryppluðum leifum hattsins. Jafnvel núna, klukkustu'ndu eitlr áð þelr höfðu lagzt útaf, var andardráttur hans másandi og urgandi. Stórgert andlit hans var gráhvítt eins og blautt kítti, og augun virtust hafa sokkið inn í tóftirnar. Regnið hafði límt niður hárið á honum i ótótlegar flyksur sem flettu frá skallabletti í hvirflin- um. Hann sýndist gamall og hrumur. Alltaf öðru hverju upp- hóf tungan ferð síraa um efri hluta munnsins og sljór svipur hans varð enn ruglaðri. Hayden sá ekki andlitið á hon- um, aðeins krypplað. svert bak- ið sem minnti á poka. Það var erfitt að finna til, samúðar, en þó vorkenndi hann honum. Hann velti sér á bakið og starði upp í lof'tið og hann verkiaði í hvert bein. Mistrið var að dreifast, leið y.fir auðan himininn eins og slæður frá reykelsi. Hann hugs- aði sem snöggvast um skólakirkj- ^ una og velti fyrir sér hver syngi fyrstu messuna. Sennilega fað- ir Harivel — sá með mölétna nefið og barkakýlið skagandi út í loftið. En gáfaður var hann, já, svo. sannarlegia — og svo ör- uggur og viss. Hann hafði öf- undað hann þessar vikur á und- an . .. Hugur hans reikaði lengra. Vandamál gærdagsins virtust eins fjarlæg og skólinn sjálfur. Gult fiðrildi flögraði fyrir ofan hann og hann fylgdist með því, settist upp til að horfa á það eins og það skipti hann miklu máli að vifa hvert það færi. Drengurinn sat líka uppi og var að eiga við umbúðirnar um fótinn. Þótt fótabúnaðurinn gerði hann býsna flækingslegan, var hann ekki mjög illa a sig kominn. Hayden sneri til höfð- inu og leit í aðra átt, en dreng- urinn hélt áfram að horfa á hann. Með annan handlegginn ermarlausan og krímótt andlit- ið, hefði hann næstum getað verið fuglahræða sem stormurinn hafði velt um koll. Drengurinn hafði ekki veitt honum mikla athygli í flugvélinni og eftir það, áður en myrkrið skall á, hafði hann verið of hræddur til að itaka eftir útliti eins eða neins. Hann var búinn að gleyma stríðu, dökku hárinu, þunnum vörun- um o.g hvössu, stuttu nefinu; hann hefði aldrei trúað því að eitt tillit gæti vakið svo mikið traust. Það birti meira og meira. Hæð- irnar liðu út úr skuggunum og inn í langa, skáhalla sólargeisl- ana. Loftið var svalt og regnið hafði hresst upp á föla liti stein. anna og gróðursins. Á alla vegu voru rauðbrúnir litir og mörg litbrigði af gulleitu og grá- grænu —- og dauðakyrrð. Eina hreyfingin var á himninum, þar sem mistrið var að leysast upp í þunnar tætlur, en umhverfis heyrðist fjörlegt kvak í ósýni- legum fuglum. „Komdu nú með músikina, stubbur.“ Drengurinn lét ekki segja sér það tvisvar. Þrjózka kom iað engu haldi; svo mikið hafði hann lært. Hann dró munnhörpuna uppúr vasanum á köflóttu skyrt- unni og lék sama þunglyndis- lega smálagið. Nú mundi hann hvað það hét: það var úr næst- síðustu kvikmyndinni, sem móðir hans ha.fði leikið í. Hann skotr- aði augunum til Boogs meðan hann lék og hann var dálitið ánægður yfir því að vita nafnið á laginu án þess að Boog hefði pínt hann fil að láta það uppi. Um nóttina hefði hann sagt hon- um það, ef hann hefði getað munað það. En ekki núna. Hann hataði Boog. Hann hafði aldrei fyrr kynnzt ruddaskap eða. of- 1 beldi og viðbrögð hans höfðu orðið þau að stappa í hann stálinu. Lagið var kallað „Eld- ur“. Hann vissi ekki hvort til var texti við það, en móðir hans hafði raulað lagið heima meðan hún var að leika í kvikmynd- inni og það hafði festst í hon- um. Hún var í huga hans meðan hann var að leika, faðir hans líka og sársaukinn náði aftur tökum á honum, langt niðri. En í þetta skipti komu engin tár. Hann var staðráðinn í því að hann ætlaði ekki að láta Hayd- en sjá sig gráta framar. Veikir ómar munnhörpunar runnu út í þögnina. Franklinn lá á hliðinni með lokuð augu og féll í þreytumók. Boog blés reykskýi útúr sér og drap í stubbnum á steini. Og Hayden sat með handleggina um hnén og fylgdist með vaxandi birtunni, horfði á himininn verða fölblá- an. Þeir hlutu nú að vera búnir að koraa auga á flakið. Þeir höfðu haft nægan tíma ... Um nóttina hafði hann gert sér í hugarlund, að í dögun myndi himinninn mora af flugvélum. Boog var búinn að koma þeim í felur, en ef þeir heyrðu eitt- hvað — jafnvel i órafjarlægð — þá hyrfi þeim vonleysískenndin sem farin var að gera vart við sig: , . . . .■ Hann hugsaði um Lauru Chandler, um ofsahitánn og reykmökkinn frá brennandi flakinu þegar hann hljóp þang- að; frussið í logandi kaktusunum. Og enn sóttu að honum spurn- ingarnar. Hvers vegna hrapaði flugvélin? Hvað orsakaði þessa skelfilegu martröð . . .? Áður en klukkustund var lið- in var Boog búinn að koma þeim af stað á ný. Hann hafði næstum verið að niðurlotum kominn, þegar hann lét þá stanza, en hvíldin hafði endur- nært hann, rekið burt nætur- kvíðann fyrir dagsbirtunni. Hann þóttisit öruggur í bili og hann skipaði þeim niður að brún sléttunnar, þar sem aúðveldára var að ganga. Franklinn virtist engu hress- ari þrátt fyrir hvíldina. Göngu- lag hans var óstyrkt eins -og hjá sjómanni í landlegu. Hann gekk ekki nógu rösklega til að þóknast Boog og hann hrópaði til hans hvað eftir annað að ganga hraðar. En hann sinnti því engu og eftir nokkra stund skip- aði Boog Hayden að taka for- ustuna. Sólin var nú risin upp fyrir sjóndeildarhringinn, nokkur hænufet upp fyrir hæðirnar í austri. Svali sólaruppkomunnar var þegar horfinn. Svitinn fór að streyma niður skeggjaða kjálk- ana: : 'síðasti rakinn gufaði upp úr föturn þeirra. Til hægri risu hæðirnar ósléttar og skörðóttar og alls staðar voru hinir regn- fersku litir að dofna. Flatneskj- an teygðist í norður mynztruð sandgróðri unz hún rann saman við óljósan, daufbleikan sjón- hringinn. Stöku fugl lyfti sér upp fyrir hamrana, sveif hátt yfir auðnina. Annars var him_ inninn auður og ekkert hljóð heyrðist nema marrandi, skóhljóð þeirra. Þeir héldu áfram og eirðarleysi Haydens fór váxandi. Hvað e.ftir annað sneri hann sér við, leit upp í loftið. Hvað eftir annað lagði hann við hlustirnar, taldi sjálfum ,sér trú um að hann heyrði eitthvað. En það var ekki neitt, . aldrei neitt. Einu sinni þegar hann hor.fði aftur fyrir t í \ f A \y' ' Fenner Brockway, brezkur þingmaður úr Verkamanna- flokknum, skýrir frá því, að stjórn Suður-Afríku sé að stór- auka herafla sinn í þvi skyni að berja niður með valdi all- ar kröfur þeldökkra manna um aukin mannréttindi. Hafi í þessu skyni verið fjölgað í hernum um 10.000 manns. ★ ★ ★ Salvador Dali, heimsfrægur málari og furðufugl, vinnur nú að því að mála mynd af stórorustu. Sagt er að þetta verði eitthvert margbrotn- asta mál- verk allra tíma. Á mál- verkinu eiga að sjást 500 menn. Salvador Dali Frol Kozlov, miðstjórnarritari í Kommúnistaflokki Sovét- rikjanna, opnaði s.l. miðviku- dag ráðstefnu í Moskvu, sem fjallar um kennslu í þjóðfé- lagsfræðum í Sovétríkjunum. Dalai Lama, andlegur höfð- ingi frá Tíbet, hefur selt bandarísku fyrirtæki útgáfu- réttinn á endurminningum sín. um fyrir 175.000 dollara. ★ ★ ★ Nicolas Diederichs, efnahags-1 málaráðherra Suður-Afríku,' skýrði frá því í þinginu í| Höfðaborg fyrir skömmu, að, 15 ríki hefðu algjörlega hætt; að kaupa vörur frá Suður- Afríku til þess að mótmæla' þannig kynþáttakúgun stjórn-l arvalda í landinu. Þau lönd, sem beita slíkum efnahagsleg-| um refsiaðgerðum gegn Suð- ur-Afríku eru: Líbería, Níger- ía, Sierra Leone, Súdan, Sov- étríkin, Indland, Kína, Anti-1 gua, Barbados, Jamaica. Suri-I nam, Malaya. Brezka Guyana, Etíópía og Ghana. T' ínni; .0 6; Hjartanlcgustu þakkir vottum við öllum þeim mörgu sveitungum okkar og öðrum, sem styrkt hafa okkur mcð fata- og peningagjöfum og sýnt liafa okkur óeigingjarna hjálpsemi og góðvild. Guð blessi ykkur öll í nálægð og fjarlægð. HALLDÖRA og MAGNÚS H. MAGNÚSSON, Sveinsstöðum, Mosfcllssveit. > .1 ov ■- ‘3C( U Konan mín og mcöir ASTRÍÐUR RUNÓLFSDÓTTIR, Urðarstíg 12 andaðist 28. jan. Balför hefur farið fram. Bóas Pálsson, Jón Bóasson. 1 s Dagskráin £ dag 8.30 Létt morgunlög. 9.20 Morgunhug’eiðing um mús- ik: Da.nska tónskáldið Carl Niolsen. 9.35 Morgumtónieikar: a) St.rengjakvartett nr. 4 í F- dúr op. 44 eftir Carl Nielisen. b) A. S;c.hiöt.z syngur löe eftir Carl Nie'ken. c) Sinfón- ia. nr. § ,í» D-dúr op. 29 (Pó’iska hljómkviðan) eftir Tia.ikovskv. 11.00 Mesm, í F'iiheimiilinu Grund: Séra. Sivurhiörn Á. Gisiason. Einar Sturlueon osr félavar hans svnr'ia. Orsra.nleikari: Gúistaif Jóihainnss.on. 13.15 Erindi: Sir Thomas Moore o v bióðfélaie’s’les'a.r draum- siónir (iHannes Jónsson). 14.00 Miðdegistónleikar: Atriði úr óperunni Manon eftir Mn,ss- enet (Victoria de los Ange- les, Henrv Tjega.v. Michae1 Dens, Jean Borthayre o. fl. svntrja með kór oe hijóm- sveit L’Opéra„Comioue í ParjiS. Stjórnandi: Pierre Monteux. (Þor.steinn Hannes- son kvnnir). 15.30 Kaffitíminn: a) Óskar Cort- es og fé’ajrar hans leika. b) Ted Steel leikur á orgel. 16.20 Endurtekið efni: a) Láttu a.’tdrei fánann fa.lia: Dagskrá á 50 ára afmæli ÍSf e1. sunnuda.sr, tekin saman af Sio-urði Sigurðsisyni. b) J. Viðar kvnnir ís'enzk visna- löv með aðstoð Þuríðar Páls- dóttur. 17.30 Bs'rna.t'mi (Helva osr Hu’ida Valtýsdætur). a) Framhalds- savan: TToktor Dýragoð: — (F'nsi Ölafsson). b) Sk’ða- eleðinn. sagr, eftir Bertii Mafimiberg. c) Nokkrar unp- iýsin'rar um himimhvnlfið (St.eindór Hiörleife"nn). 18.30 Bí bí oít blakla,: Göm’u lög- in sunvin og leik’n. 20.00 Igor fursti: FoHeikur og mil’tiibáittale'kivr úr óneru Borodins (H’iómsv. Phil- hairmonia i Lundúnum leik- ur- Lov.ro von Matacic sti.). 20.15 Fáðu bér skudda. ka.fli úr endurminnineum Jéngeirs D. Evrbekks (Jónas Árnason rithöfundur). 20.35 Einveran, söngverk eft.ir Schubert Diet.riah Fischer- Dieskau svngur; Karl Engel leikur undir).. 20,55 Spurt og s,nja.Uiað í útvarpsT sa.l. — Þátttakendur: Btarni Vii’jhjálmsison cand. mag., Einar Sveinsson. Jón Sig- urðsson og Þráinn Bertelsi son: Sigurður Ma.gnússon stýi'ir umræðum. 22.05 DanS’ög. \ Dagskráin á morgun 13.15 Búnaðarþáttur: Á enskunt búgarði (Matth'nq Eggerts- son búfræðikandídat). 13 30 Við vinnuna: Tónleiikar. 17.05 Sturd fvrir 'stofutónúst. Guðm. W. Vi’ihiáimsson). 18.00 I sróðu tómi: Erna Aradótti" talar v.’ð unga. hlnetendur. 1880 Þingfréttir. — Tónleikar. 20.00 Daglegt mál (Bjarni EinarS son cand. mag.). 20.05 TTm daginn ogveginn (Magnt Guðmundsson harfr.). 20.25 Einsöngur: Sigurður BIörns«" son svngur: Guðrún Krisfc inisdóttir leikur undir. 20.50 Tfr heimi mynd’istaninn’air: TTm efni-va.1 og aðferðir (Df Selma. Jónsdéttir). 21.10 Tón’eikar: Gömul nm-sk TÓmnnsa með tiibrigðum op. 51 eftir Grieg. 21.30 títvarpssaigan: Seiður Sat- únnuaair eftir J. B. PriestleJ. 22.10 Hliómplötusafnið (Gunnar Guðm u n d-sso n). 23.00 Dagskrárlok. ''l Sunnudagur 4. febrúar 1962 ÞJÓÐVILJINN — ílll

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.