Þjóðviljinn - 04.02.1962, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 04.02.1962, Blaðsíða 12
Stundum hlýtur það að vera spennandi að vera á varðskipi, a.m.k. þcgar verið er að elta uppi þrjóta þá sem stelast inn í Iand- hclgi. En stundum liggja varðskip í höfn, og þá er allt friðsamlegt. Þannig var það kvöld eitt fyrir nokkru, að Óðinn lá úti á ytri höfninni, og þá komu íjréttamenn í heim- sókn og þáðu góðar veitingar um borð. Þess- ir þrír piltar, sem heita Eggert, Ormar og Jóhannes, gengu um beina það kvöld og að máltið Iokinni gengu þeir frá matarílátum. Þá íók fréttamaður blaðsins þessar myndir í eldhúsinu um borð í Óðni. Akureyri, njóta beztu trygginga Félagið nú langfjölmennasta verkalýðsfélagið þar í bænum, fé- lagar 660 talsins — Jón Ingimarsson endurkjörinn formaður AKUREYRI 2/2 — Aðalfundur gjald félagsmanna í 300 kr. fyrir Iðju, félags verksmiðjufólks á Akureyri, var haldinn sl. sunnu- dag, 28. janúar. í stjórn félags- ins voru kjörnir: Jón Ingimars- son formaður, Arnfinnur Arn- finnsson varaformaður, Ingiberg Jóhannesson gjaldkeri, Páll Ól- afsson ritari og Hallgrímur Jóns- son meðstjórnandi. Fjiilmennasta verkalýðs- féiagið á Akureyri Iðja, félag verksmiðjufólks á Akureyri, telur nú 660 félaga og er því orðið langfjölmennasta stéttarfélagið í bænum, með um 200 fleiri félagsmenn en Verka- mannafélag Akureyrarkaupstað- ar. sem til skamms tíma var f jölmennast. Rekstrarhagnaður hjá félaginu var á sl. ári 207.800 krónur, en þá eru meðtaldar 100 þús. krón- ur, sem verksmiðjur S.Í.S. færðu félaginu að gjöí á 25 ára af- mæli þess, sem var snemma á árinu. , Samþykkt var að hækka ár- Þjóðviljafundur Fundur nýbyggingarnefndar Þjóðviljans og umboðsmanna happdrættisins og blaðsins á svæðinu frá Stokkseyri til Borg- arness verður haldinn í Tjarn- argötu 20 í dag og hefst kl. 2 síðdegis. Allir þeir, sem boðaðir hafa verið á fundinn, eru beðn- ir um að mæta stundvíslega. karla og 250 kr. fyrir konur. Langfullkomnustu tryggingarnar Þá var gengið frá reglugerð fyrir sjúkrasjóð félagsins. Sam- kvæmt samningum við verk- smiðjur S.f.S. og KEA njóta Iðju- félagar í slysa- og sjúkdómstil- fellum fullra launa í 3 mánuði og hálfra launa í aðra 3 mán- uði, en sjúkrasjóður félagsins greiðir síðan dagpeninga i allt að 6 mánuði. Eru því tryggingar Iðjufélaga á Akureyri vegna sjúkdóma og slysa orðnar þær langfullkomnustu sem þekkjast hjá nokkru verkalýðsfélagi hér á landi. Morgunveik Vailarlögreglu Jón, Ingimarsson Kðttum þfÓÐVILJINN Sunnudagur 4. febrúar 1962 — 27. árgangur — 29. tölublað Yíirvöld í Leopoldville óttast uppþot LEOPOLDVILLE V — Fyrrver- andi varaforsætisráðherra Kongó, Antoine Gizenga, var í nótt flutt- ur úr búðum kongóskra fallhlíf- arhermanna í Leopoldville til Moanda við ströndina. Þetta er haft eftir góðum heimildum í kongóska binginu, segir í frétt frá AFP-fréttastof- unni. Sameinuðu þjóðirnar hafa hvorki neitað þessari frétt né staðfest hana. Moanda liggur við mynni Kongó-fljóts, nokkra kílómetra frá herstöð S.Þ. í Kitona, þar sem þeir Adoula og Tschombe náðu samkomuiagi í desember. Gizenga hefur verið komið fyr_ ir í hóteli í Moanda, og mun framvegis nióta verndar kong- óskra hermanna. í Reuters-frétt segir að eitt fylki kongóskra hermanna og 6 skriðdrekar séu komnir til Leo- poidviile, vegna ótta stjórnar- valdanna við ólguna út af hand- töku Gizenga. Kindu hertekin Etíópíumenn úr liði Samein- uðu þjóðanna hertóku í dag að nýju bæinn Kindu í Kivu-héraði. Lið S.Þ. hafði yfirgefið Kindu í janúar, segir talsmaður S.Þ. Hann sagði að etíópísku her- mennirnir hefðu komið til Kindu með flugvél frá Stanleyville snemma í morgun. Þessar að- gerðir eru liður í tilraunum til að binda enda á ofbeldisaðgerð- ir á þessum slóðum. Flökkuher- menn myrtu t.d. 22 trúboða á Kongóló-svæðinu á nýársdag. Talsmaðurinn sagði einnig að herfl. S.Þ. sem hafi farið frá Bakavú fyrir fjórum dögum séu nú komnir til Kama, 200 kíló- metrum fyrir suðaustan Bukavú. Þar ætla þeir að reyna að kom- ast í samband við amerísku trú- boðsstöðina í Kama. Langt er orðið siðan nokkuð hefur heyrzt frá trúboðsstöðinni. VESTMANNAEYJUM 3/2 — Hér hefur verið iðulaus stórhríð og er nú allt á kafi í snjó og bílar standa víða fastir í snjósköflum á götunum. Er þetta mjög ó- venjulegt hér í Eyjum. Valdimar Lárusson Spilakvöld Sésíal- islafélagsins Kl. 8.30 síðdegis hefst spiia- kvöld Sósíalistafélags Rcykjavík- ur í Tjarnargötu 20. Auk féiagsvistarinnar verður þar til skemmtunar upplestur. Valdimar Lárusson leikari les upp. Veitingar verða að venju á boðstólum. Félagar eru hvattir til að fjöl- menna og taka með sér gesti. Kennedy bannar Kúbu- viðskipti WASHINGTON 3/2 — Kennedy Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að banna allan innflutning frá Kúbu. Þetta bann mun koma einna harðast niður á tóbaksiðn- aði eyjarinnar, en hún hefur flutt út til Bandarikjanna tó- baksvörur að verðmæti 35 millj- ónir dollara. Kennedy er sagður hafa tekið þessa ákvörðun, eftir að hafa kynnt sér skýrslu Dean Rusk ut- anríkisráðherra um ráðherra- fund Samtaka Ameríkuríkjanna, sem nýlokið er í Punta Del Este í Uruguay. lógoð kl. 08.30, skrifstofun sótt kl. 09.00 Miðvikudaginn 3. janúar 1962 er eftirfarandi skráð í dagbók r'íkislögreglunnar á Kef lavíkurf lugvelli: * ★ * * Kl. 08,30 skaut lögreglan tvo kettlinga er skildir höfðu verið efitir í Grænáshliði, til aflífg- unar. Kl. 09,00 skrifstofan sótt. Bókun þessi er merkilegri en virðist í fljótu bragði. Svo er mál með vexti að fyrr í vetur þurfti eitt sinn að stytta tveim hundum aldur hjá sama emb- ætti. en þeim var gert hærra undir höfði en köttunum. Gerður var út leiðangur, tveir lögreglumenn í lögreglubíl, tii að flytja dýrin að Keldum í Mosfellssveit, með skipun um að nota sírenur og rautt Ijós eftir þörfum. + ★ ★ Ekkert var því til sparað að hundarnir mættu ljúka ævi sinni á vísindalegan hátt. Ekk- ert slíkt umstang var gert með kettina, sem þarna hafa verið beittir hróplegu misrétti. Síðari liðurinn í framan- greindri bókun er stuttur og laggóður, en dálítið torskilinn fyrir ókunnuga. Má geta þess til að átt sé við skrifstofu embættisins.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.