Þjóðviljinn - 04.02.1962, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 04.02.1962, Blaðsíða 4
LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR: er sannleikur? eftir JOHN BOYNTON PRIESTLEY Leikstjóri: INDRIÐI WAAGE Helga Bachmann, Guöriín Stephenscn, Guðrún Ásmundsdóttir og Sigríður Hagaiín í hlutverkum sínum Ýmsir höfðu ætlað að Leik- félag Reykjavíkur myndi ráð- ast í eitthvert stórvirki að ný- lo.knu sextíu og fimm ára af- mæli, eða freista þess að koma mönnum á óvart með nokkrum hætti, en reyndin varð önnur. ,.Hvað er sannleikur?" eins og ,,Dangerous Corner‘‘ nefnist í þýðingu Ingu Laxness er ekki stórbrotið verk og því síður nýstárlegt og hefur verið flutt tvisvar í útvarpinu íslenzka, að vísu fyrir allmörgum árum. Það er fyrsta leikrit Johns Boyn- tons Priestley, hins víðfræga, mikilvirka og mistæka skálds og minnir að vissu leyti á þau verk hans sem mestrar hylli hafa notið á landi hér, „Ég hef komíð hér áður“ og „Tíminn og við“. Og um e.fnisskipan og byggingu er hin hugvitssama frumraun hans náskyld ,,Ó- væntri heimsókn“ — atburða- rásin er með öllu óslitin í báð- um og álger eining staðar og tíma’, í báðum er blæjum harkalega svipt af skuggalegri fortíð og leyndum afbrotum á nærri ibsenskan hátt, en leiks- lokin óvænt og snjöll; að öðru leyti er þýðingarlaust að bera verk þessi saman. Sjálfur seg- ist Priestley litlar mætur hafa á „Hvað er sannleikur?“ enda hafi hann öðru fremur samið það til að sanna löndum sínum að hann væri engu minna leik- skáld en skáldsagnahöfundur, og það tókst honum mætavel sem frægt er orðið. ,,Ein hreyfing, eitt orð — og á örskotsstund örlaga vorra grunn vér leggjum“, kvað Einar Benediktsson og gætu verið eínkunnarorð þessa leiks, þau sannindi eru höfundinum efst í huga. Við dveljum í tæpar tvær stundir í visflegri 'ög rík- mannlegri setustofu í útjaðri Lun'dúna, húsbóndinn er bóka- útgefandi og gestirnir sifjalið hans og samstarfsmenn; ánægju- leg 'kvöldstund virðist fara í hönd. Þetta er ósköp venju- legt: fólk af efnaðri millistétt, glaðvært, fágað og hamingju- samt við fyrstu kynni, samræð- urnar léttar og alúðlegar og ekki sérstæðar í neinu. Þá mælir ein konan í hópnum fá- ein gálausleg orð — orð sem hleypa af stað þeirri geigvæn- legu skriðu sem ekkert fær stöðvað; og áður en varir er loft allt lævi blandið. Hús- bændur og gestir beita óspart sárbeittum vopnum rannsóknar og spurnar, rifa grímu hins borgaralega velsæmis hver af öðrum vægðariaust, fletta ofan af hneykslanlegu einkalifi, duiflum glæpum, svívirðingu og smán; þétta fólk er að innan serri kalkaðar grafir. Loks verð- ■ur 'nakinn og ömurlegur sann- leikurinn húsbóndanum um megn, hann þýtur út í örvænt- ingábæði og skýtur sig — en í sama vetfangi færir skáldið atburðina aftur til upþhafs síns^ leikurinn hefst að nýju á sama hátt og fyrr. En að þessu sinni er örugglega siglt fratnhjá hinum válegu skerjum, viðskipti fólksins ijúfmennskan tóm og samkvæminu haldið á- íram í gleði og sátt eins og ætl- azt var til. Þannig klýfur skáld- ið tímann í tvennt, sýnir okk- ur að í einu augnabliki eru ýmsir möguleikar faldir, og birtir með ljósu dæmi hvort- tveggja: það sem hefði getað gerzt og það sem gerðist í raun og veru. Það er auðgert að dást að sniðfastri byggingu þessa leiks, verklegri snilli skáldsins og listrænni bragðvísi. í ann- an stað eru mannlýsingarnar fremur lauslegar og grunnar og jafnvel reyfarakenndar í meira lagi, og þarf ekki annað en minna á aðalhetjuna í sög- unni, Martin Caplan, sem raun- ar er dauður þegar leikurinn gerist, en hann er allt í senn: kynvillingur og kvennaflagari, eiturlyfjaneytandi og sadisti, á- gætur starfsmaður og hvers manns hugljúfi. Flóknar, óhrjá- legar og næstum kerfisbundnar ástir þessa fólks eru lítt sann- færandi, á þeim lýsingum sjást alstaðar fingraför höfundarins. Og þó að sagan sjálf sé að vísu æsileg og skemmtileg á ýmsa lund virðist hún fremur rislág og undarlega slitin í mínum augum óg ástæðulaust að vekja hið þrítuga sögufræga leikrit upp að nýju. Indriði Waage er gestur fé- lagsins að þessu sinni og fer urh efnið nærfærnum höndum, vándar verk sitt til fullrar hlít- ar, skilningsglöggur á blæ- brigði leiksins og markmið skáldsins. Indriði hefur sýnilega ánægju af viðfangsefni sínu, enda er enginn íslenzkur leik- húsmaður eins gagnkunnugur verkum J. B. Priestleys og hann, og einmitt þeim eru sum- ir helztu sigrar hans tengdir. Sterkar andstæður og snögg umskipti leiksins urðu s-kemmti- lega lifándi í höndum hans og dauð atriði hVergi að finna. Þögul túlkun leikendanna og samstilling skiptir afr sjálfsögðu engu minna máli en orðsvörin og átökin sjálf, og yfir þeim málum lítil ástæða ,að kvarta; þó eru sumir leikendahna ekki nærri nógu góðir áheyrendur þegar Olwen skýrir frá hrylli- legum dauða Martins Caplan. Sviðsmynd Steinþórs Sigurðs- sonar er verulega falleg og gerð af listrænni hugkvæmni, málar- anum tekst með snjöllum ein- földum ráðum að skapa óvenju- lega dýpt á hinu grunna sviði. Það verður tæplega sagt að leikendurnir ungu vinni sérstök afrek að þessu sinni, enda eru hlutverkin ekki líkleg til mík- illa sigra, en þeir starfa af alúð og áhuga, liggja ekki á liði sínu. Einna mest kveður að Helga Skúiasyni í hlutverki Roberts Caplan, en hann er sá sem ákafast leitar sannleikans og þolir ekki að horfast í augu við hann er á reynir. Það mætti ímynda sér mann þennan öðru- visi í sjón og framgöngu, en skapgerðarlýsing Heiga er sann- færandi og orðsvörin sterk og skýr; Robert er dugandi verzl- unarmáður, virðulegur og traustur á ytra borði, en draumlyndur og öðrum við- kvæmari og veiklundaðri undir niðri. Örvænting hans og æði undir lokin eru ekki á annarra fær en mikilhæfra og reyndra leikara, og Helgi slapp ósár- úr þeirri raun. Túlkun Guð- mundar Pálssonar er ekki eins heilsteypt í öllu, en bezt þegar átökin eru hörðust og mest æs- ing í lofti. Guðmundur gerir það lýðum ljóst að Stanton er ekki vandur að ráðum, kald- rifjaður og þó mannlegur á ýmsa lund, þreklegur og vörpu- legur og ber sýnileg merki almúgamannsins sem hafizt hefur til allmikils frama af eigin ramleik. í annan stað ræður Birgir Brynjólfsson ekki til hlítar við hlutverk Gordons, þriðja og yngsta forstjórans, hann leikur af æskufjöri og talsverðum þrótti á köflum, en orð hans eru oft reikul og ó- skýr og svipbrigði og limaburð- ur með ýmsum ólíkindum; og leiðir kækir, smávægilegir að vísu, óprýða túlkun hins unga geðfellda leikara. Það er ótvíræð reisn yfir Helgu Bachmann, frúnni á heimilinu, hún er glæsileg kona og fríð sýnum, geðrík og föst fyrir og kann að stjórna skapi sínu, dálítið meinleg og kald- hæðin þegar því er að skipta. Tilsvör Helgu eru að ja.fnaði hnitmiðuð og skýr og hitta í mark, traust túlkun hennar eykur enn hróður hinnar far- sælu og hugþekku leikkonu. Sigríður Hagaiin hefur líka vaxið af sínu hlutverki, leik- urinn ekki verulega tilkomu- mikill, en yfirleitt gerhugull og raunsannur. Hún túlkar sálar- líf ógiftrar geðfelldrar skrif- stofustúlku blátt áfram og inni- lega, konu sem er bljúg og dá- lítið mædd vegna þess að hún fær ekki að njóta mannsins sem hún ann; heiðarleg og sak- laus þó að hún verði af slysni völd að dauða hins dáða og fáránlega Martins Caplan. Þá er Guðrún Ásmundsdóttir ung kona, fríð og skartgefin o.g hikar ekki við að halda fram- hjá manni sínum, enda er hjónabandið tóm látalæti, von- laust og ástarvana. Guðrún heldur á sínum hlut með full- um sóma, þótt leikurinn sé ekki alltaf nógu öruggur og áreynsl- an of auðsæ á stöku stað. Loks birtist skáldkonan Mockridge aðeins í upphafi og í leikslok, mjög ánægð með sjálfa sig og ærið forvitin um annarra hagi. Guðrún Stephensen fer um hana mildum höndum — eðli- leg túlkun, skemmtileg og við- feldin. Áhorfendur hlýddu á leikinn með sýnilegum og óskiptum á- huga og færðu leikendum mikl- ar þakkir að lokum og þó mestar Indriða Waage, hinum vinsæla og virðulega leikstjóra sem lengi og ötullega starfaði í Iðnó gömlu við ágætan orð- stír, og hverfur þangað aftur um stund eftir þrettán ára fjarveru. — Leikfélagi Reykja- víkur færi ég þakkir og miklar árnaðaróskir á tímamótum, fullviss bess að það bregðist ekki hárri köllun sinni á ó- komnum árum. Á. Hj. Hvarerviljinn? Framhaid af 1. síðu. „8 stunda vinnudagur verði Iögfestur sem hámarksvinnutími í þeim atvinnugreinum sem fært þykir og yfirvinna takmörkuð sem allra mest að öðru leyti án skerðingar lieildarlauna. Jafn- framt verði yfirvinna barna og unglinga innan 16 ára umfram 8 stundir á dag bönnuð með öllu“. í þessari tillögu felst að sjálf- sögðu ekkert um lögbindingu kaups. Þetta er hliðstæ.ð tillaga og þegar verklýðshreyfingin knúði fram lögskipaðan hámarks- vinnutíma á togurum án skerð- ingar á kaupi sjómanna. Sjó- menn hafa auðvitað eftir sem áð- ur rétt til þess að berjast fyrir hækkuðu kaupi og öðrum kjara- bótum, og sama gildir um verka- fólk í landi þótt hin ósæmilega vinnuþrælkun yrði takmörkuð með lögum. Hér er um að ræða vísvitandi hártogun, og spáir hún ásamt annarri framkomu rikisstjórnar- innar ekkii góðu um vilja stjórn- arflokkanna ttl ,,raunhæf ra kjarabóta“. Sviðsmynd úr leikritinu „Hvað er sannleikur?". Fri vinstri; Guðmundur Pálsson, Hclgi Skúlason, Guðrún Asmundsdóttir, Guðrún Stephensen, Birgir Brynjólfsson, Sigríður Hagalín og Helga Bachmann. — ÞJÓÐVILJINN —• Sunnudagur 4. febrúar 1962

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.