Þjóðviljinn - 10.02.1962, Síða 5

Þjóðviljinn - 10.02.1962, Síða 5
// Við til að bornunum Fyrir 3 árum unnu Kúbubúar sigur íhinni löngu baráttu sinni við Bandaríkja- leppinn Batista, sem hafði áratugum saman kúgað þjóðina á hinn hroðalegasta hátt í skjóli bandarískra auðhringa. Fidel Castró hefur lyft Kúbu úr dýpstu niðurlæg- ingu, til vegs og menntunar. Hann hefur gert upptækar allar bandarískar eignir á eynni og hlotið að launum aðdáun allra frjálslyndra manna, en fullan fjandskap bandarísku heimsvaldasinnanna og leppa þeirra, sem hafa gert ítrekaðar tilraunir til að hnekkja veldi Castrós með innrásartilraun og allskonar vélabrögðum. Þar sem málstaður Kúbu hefur verið svívirðilega affluttur og hver rógsgreinin af annarri birzt í blöðum íslenzku auðvaldspress- unnar um hið unga lýðveldi, er eltki óviðeigandi að grípa hér niður í grein, sem brezkur há- skólakennari ritaði eftir heim- sókn til eyjarinnar, þegar íbúarn- ir minntust 3ja ára afmælis bylt- ingarinnar. „Vikudvöl á Kúbu hefur ekki gert mig að sérfræðingi", segir litla reynslu í iðnaði. Guevara tók það samt fram, að aðalvand- inn kæmi ekki innanfrá, heldur héngu ógnanir Bandaríkjanna og leppa þeirra yfir höfðum Kúbu- manna eins og sverð. Þeir lifa í stöðugum ótta við aðra innrás, þeir verða að þola stórkostlegar efnahagslegar og viðskiptalegar þvinganir, (einsog allir vita hef- ur það gerst síðan þetta er rit- að, að Kúba hefur verið full- komlega einangruð frá Ameríku- Bandarísku auðhringarnir og heimsvaldesinnarnir hyggja á hefndir og Kúbumenn eru stöðugt á verði. Hér eru tveir ungir eyjarskeggjar að æfa sig að fara með vólbyssur. ríkjunum og allar lílcur benda til þess að Bandaríkin hyggi á geypilegar hefndir fyrir ófarirnar í innrásinni í fyrra). Mikill tími fé og orka, fer for- görðum í hernaðarlegan undir- búning og hlýtur það að koma meira: og: minna niður á heil- brigðri efnahagsþróun. Kúbubúar eru samt ekkert yfir sig, skelkaðir, þó þeir þurfi að1 leika hlutverk Davíðs gegn hin- um heimsveldasinnaða Golíat. Það er eitthvað bráðsmitandi við ófyrirleitni þeirra og glaðværð. Eitt vinsælasta. slagorðið hljóð- ar svo: „Ef Kanarnir þola ekki að búa í 90 mílna fjarlægð frá sósíalísku ríki hversvegna flytja þeir þá ekki?“ Þjóðnýting. Bandarísku nöfnin á hinum stóru verzlunarfyrirtækjum í Havana einsog Sears Roebuck og Woolworths eru látin standa, en undir þau er bætt einu orði á spönsku í neon ljósum og þetta orð er: „Þjóðnýtt". Þó Havana sé glæsileg borg, er hún samt ekki lykillinn að skiln- ingi á kúbönsku byltingunni, hann er að finna í landbúnaðar- héruðunum. Fyrir byltinguna áttu sykur- kóngarnir og hinir stórríku góss- eigendur allt land á eynni. Þeir voru svo ekki annað en fjarstýrð verkfæri bandan'skra auðhringa sem raunverulega áttu ekrurnar og framleiðslan varð einhæf, sykur og aftur sykur. Kúba varð að flytja inn korn og aðrar land- búnaðarafurðir. sem hagkvæmara hefði verið að rækta í landinu sjálfu, því hagsmunir sykurkóng- anna gengu fyrir öllu. Sykur- yrkjan þýddi mikið árstíðabund- ið atvinnuleysi og þar af leiðandi gífurlegan menntunarskort og fáfræði. Arið 1961 var á Kúbu ltallað „ár mcnntunaVinnar". Allir, ungir sem gamlir reyndu að tilcinka sér undirstöðuatriöi bókmenningar- innar, lestur og skrift. Hér er María Drakrus Semara, 106 áka gömul kona, að æfa sig í skrift, meðan barnabörn hennar horfa á. Þetta er allt að breytast og það er þetta, sem hefur haft rnest áhrif á gesti frá öðrum löndum hinnar rómönsku Amer- íku. „Þetta er stórkostlegt", sagði rosk- inn prófessor frá Ecuador, ,,það er ótrúlegt hverju þeir hafa komið í verk í landbúnaðarhér- uðunum á þremur árum. Þeirra vandamál, eru vandamál allra Suðurameríkuríkja og það sem þeir hafa gert, er okkur hinum opinberun". Viti hinnar rómönsku Ameríku. „Kúba, leiðarljós Ameríku", svo hljóðar slagorðið, sem banda- rísku heimsvaldasinnarnir óttast mest. Við sáum tóbaksekrur og stóra nautgripabúgarða, sem eru rekin sem samyrkjubú eða ríkisbú. 40% af öllum landbúnaðarafurð- um eyjarinnar eru framleiddar á slíkum búum. Húsnæðisvanda- mál landbúnaðarverkafólks hefur verið leyst á athyglisverðan hátt, því Kúbumenn vita hvernig þeir eiga að notfæra sér milt loftslag og gamla hefð í spánskri bygg- ingarlist. Dæmisaga. Réne Martinez vinnur í, verzl- un, í Havana. Fyrir byltinguna borgaði hann 30 pesos á mánuði, fyrir að fá að hýrast í eins her- bergis skúrræfli með sex manna fjölskyldu. Nú hefur hann á leigu hæð í fjölbýlishúsi, stóra stofu tvö svefnherbergi, bað, salerni og eldhús með stórum ísskáp. Fyrir þetta borgar hann 10% af launum sínum, eða 17 pesos. Leiftrandi ákafi unga fólksins, er eitt af því. sem veldur manni mestri furðu. Ég held hann stafi fyrst og fremst af því að þarna renna saman þrautreynd grund- vallaratriði sósíalismans og virð- ing fyrir sérstökum aðstæðum bjóðarinnar. Kúbumenn hafa dregið bað saman í eina setn- ingu: „Bylting okkar er sósfalísk, en hún er bvlting hinnar sósíal- ísku rómönsku Ameríku". Ein tillagan í malayiska þinginu hljóðar svo: Múham- eðstrúarmcnn, scm eiga 4 kon- ur, ættu að borga lægri skatta. Árnold Kettle, „en hún hefur haft slík áhrif á mig að ég mun ávallt taka málstað hennar“. Kettle segir frá því, er hann ók inní Havana og heyrði eina af ræðum Castrós um bílútvarp- ið. Hann talaði þá til barnanna og sagði meðal annars: „Við gerð- um byltinguna, til þess að börnin mættu verða hamingjusöm". Á götum Havana er geysimikil umferð bíla af bandarískri gerð og við aðalgöturnar standa stór- hýsi, hótel og skemmtistaðir, sem Bandaríkjamenn byggðu á sínum tíma til þess að lifa þar í vel- lystingum praktuglega, en Kúbu- búar hafa nú tekið allt þetta til eigin afnota. Kettle og félagar hans áttu við- tal við Guevara iðnaðarmálaráð- herra, sem var ómyrkur í máli um þá erfiðleika sem iðnaður eyjarinnar á við að stríða. Ögnanir Bandaríkjanna. Þrátt fyrir hinn miklá guð- móð og sigurvilja, sem komið hefur fram í byltingunni og upp- byggingunni, hafa Kúbubúar sára London 8/2. I gær var á- kveðinn sá dagur, er Jamaica skal fá sjálfstæði. Bretar og Jamaicamenn komust að sam- komulagi um þetta á samn- ingafundum í London, en hvorugur aðilanna vildi ljóstra upp, hver hinn stóri dagur er. New Yorlc 7/2. Kvikmynda- félagið Warner Brothcrs hef- ur keypt réttinn til að kvik- mynda óperettuna My fair lady fyrir 5.5 millj. dollara, en það mun vera hæsta verð, sem greitt hefur verið fyrir kvikmyndatökurétt. París. Lengsta og nýtízku- legasta farþcgaskip hcimsins, franska stórskipið France, hreppti í jómfrúferð sinni yfir Atlanzhafið hið versta veður. Hjó það í 12 metra háar öld- ur og helmingur farþeganna banki Vestur-Þýzkalands, Deutche Bank, hafi lánað Suður-Afríku 40 millj. mörk. Lánið á að cndurgreiðast inn- an tveggja ára. var illa haldinn af sjóveiki. Miklar skemmdir urðu á gler- vörum og leirtaui. Lissabon. Réttarhöld eru hafin í Lissabon yfir Galvao höfuðsmanni og félögum hans, vegna tökunnar á farþegaskip- inu Santa Maria í fyrravetur. Allir eru sakborningarnir fjarverandi, en þeir eru sak- aðir um manndráp, tiiraunir til drápa og hótanir um dráp. Bonn. Lögrcgluliðþjálfi í vesturþýzka bænum Bochum, hefur verið tckinn fastur grunaður um að hafa tekið þátt i morðum mörg hundruð þúsund Gyðinga í seinni heimsstyrjöldinni. Ilann mun hafa verið í lögreglusveit, sem ók Gyðingum til gasklefanna í Kulmhof skammt frá Poznan. New York. í Ncw York borg voru framin 483 morð á árinu 1961. Það er 23.8% meira en árið áður. önnur afbrot jukust um • 4.8%. Efnahagsmálaráðherra Suð- ur-Afríku, Eben Dongcs, hef- ur skýrt frá því, að stærsti 5 manna fjölskylda fannst meðvitundarlaus í íbúð sinni í Englandi fyrir skömmu. Eor- rfdrarnir og eitt barnanna dó skömmu siöar, cn tvö börn liggja á spítala lífshættulcga veik. Orsökin var gaslcki. 12 ára brezkur drengur, scndi bankastjóra nokkrum hótunarbréf, þar sem hann krafðist 2000 stpd, ella myndi kona bankastjórans dcyja. Þegar drengurinn var hand- tekinn og yfirheyrður, játaði hann að hafa fengið- hugmynd- ina úr sjónvarpsleikriti. Laugardagur 10 febrúar 1962 — ÞJÓÐVILJINN — ($!

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.