Þjóðviljinn - 10.02.1962, Síða 12
ru sinni fyrr
Samkvæmt upplýsingum Mjólkureftirlits ríkisins nam
heildarmjólkurmagn samlaganna á síðasta ári 81.545.343
kg., sem er 5.878.142 kg meira magn en 1960 eöa 7,77%
aukning. í 1. og 2. flokk fóru 97,81%, í 3. flokk 2.06%j
og í 4. flokk 0,12%.
Hjá mjólkurstöðinni í Reykja-
vík reyndist innvegin mjólk á
síðasta ári 6.869.637 kg sem er
1,21% minna magn en 1960.
Hjá Mjólkurstöð Kaupfélags
Suður-Borgfirðinga, Akranesi, —
jókst innvegið mjólkurmagn um
6,97",'o, hjá Mjólkursamlagi Borg-
firðinga, Borgarnesi, nam aukn-
ingin 10,20%, hjá Mjólkurstöð
Kaupféiags Isfirðinga, Isafirði,
5,75%, hjá Mjólkursamlagi Kaup-
— TJ
Flugstöðvarhús q
Reykjaví ku rveí I i
Nýrri flugstöðvarbyggingu á
Reykjavíkurflugvelli, íburðar-
lausri en þokkalegri, er ætlað að
skapa aðstöðu til mun betri af-
greiðsluþjónustu við þá 120—
130 þúsund farþcga sem árlega
fara um flugvöllinn en nú cr
unnt að Iáta í té í þeim skúrum
sem bæði flugfélögin verða að
notast við.
Eitthvað á þessa leið mælti
Ágnar Kofoed-Hansen flugmála-
Stjóri í stuttu viðtali við Þjóð-
viljann í gærkvöldi, er blaðið
hafði samband við hana í tilefni
af samþykkt borgarráðs Reykja-
víkur í gærdag, þar sem flug-
málastjórninni var heimilið að
reisa flugstöðvarbygginguna eftir
fyrirliggjandi teikningum.
Flugmálastjóri sagði, að hafist
yrði handa um byggingarfram-
kvæmdir þegar í vor, en gangur
framkvæmda færi að sjálfsögðu
fyrst og fremst eftir fjárveiting-
um til þeirra. Aðspurður, hvort
rétt væri að Loftleiðir hefðu
hoðið flugmálastjórninni lán til
hyggingaframkvæmdanna, sagði
flugmálastjóri að þeir Loftleiða-
menn hefðu ymprað á slíku en
skrifiegt boð lægi ekkert fyrir.
Hinsvegar teldi hann ugglaust að
bæði flugfélögin myndu styðja
þetta mál sem bezt mættu, eins
og þeir aðilar aðrir sem um það
hefðu þurft að fjalla: flugmála-
ráðherra, ríkisstjóm, borgarstjóri
og borgarráð. Kvaðst flugmála-
stjóri þessum aðilum öllum afar-
þakklátur fyrir ágætan skilning
á málinu.
Flugstöðvarbyggingin nýja verð-
ur reist norð-vestur af ílugturn-
inum nýja, áföst við hann. Þetta
verður tveggja hæða hús. Grunn-
flötur neðri hæðar um 1200 fer-
metrar en efri hæðar rúmir 700
fermetrar. Teikingar að húsinu
liggja þegar fyrir, en nefnd vinn-
ur nú að nokkurri endurskoðun
þeirra, jafnframt því sem unnið
er að öðrum nauðsynlegum und-
irbúningi hússmíðarinnar.
Flugmálastjóri kvaðst að lok-
um vilja taka það fram, að smíði
flugstöðvarbyggingarinnar myndi
á engan hátt binda flugvöllinn
við núverandi stað. Húsið yrði
þannig úr garði gert, að það
myndi falla inn í hverfisskipu-
lagið, ef ákveðið yrði að leggja
flugvöllinn þarna niður og reisa
annan á öðrum stað.
félags Vestur-Húnvetninga og
Kaupfélagi Hrútfirðinga. Hvamms
tanga, 19,07%, hjá Mjólkursam-
lagi Húnvetninga, Biönduósi,
4,73%, hjá Mjólkursamlagi Skag-
fi.rðinga, Sauðárkróki, 4.24" „, hjá
Mjólkursamlagi Kaupfélags Ól-
afsfjarðar, Ólafsfirði, 2,95%, hjá
Mjólkursamlagi KEA, Akureyri,
5,57%, hjá Mjólkursamlagi Þing-
eyinga, Húsavík, 8,92%, hjá
Mjólku.rsamlagi K.M.B. Egilsstöð-
um 66,37%, hjá Mjólkurbúi Kaup-
félagsins Fram, Neskaupstað,
3,37%, hjá Mjólkurbúi. Kaupfé-
lags Austur-Skaftfellinga. Höfn í
Hornafirði 16,14% og hjá Mjólk-
urbúi Flóamanna, Selfossi, nam
aukningin á árinu 9.08%.
Innvegið mjólkurmagn hefur
bví aukizt hjá öllum mjólkur-
búum og samlögum landsins á
síðasta ári nema hér í Reykja-
vík. Þess má geta, að fyrsta
starfsár Mjólkurstöðvarinnar í
Reykjavík árið 1920, var mjólk-
urmagnið um 1.700.000 kg,. en nú
— á síðasta ári — 6.869.637 kg
eins og áður var sagt. Mjólkur-
magn þriggja samlaga á landinu
varð meira á árinu en hér í
Reykjavík. Við Jangmestu magni
tók Mjólkurbú Flóamanna á Sel-
fossi eða 32.800.450 kg, þá kemur
Mjólkursamlag KEA á Akureyri
með 15.098.062 lftra og í þriðja
sæti Mjólkursamlag Borgfirðinga,
Borgarnesi, með 7.759.804 kg.
Franco-Spánn
í Efnahags-
bandalagið
RÍADRID 9/2 — Fasistaríkið
Spánn hefur nú formlega farið
fram á viðræður um .aðild að
Efnahagsbandalagi Evrópu. Var
þetta tilkynnt samtímis.í Madrid
og París í dag. Var þess getið að
Spánn vildi fyrst aukakaðild með
fulla aðild síðar fyrir augum.
Umsókn Spánar var send í bréfi
frá spánska utanríkisráðherran-
um, Castiella, til utanríkisráð-
herra Frakklands, Couve de Mur-
ville, sem er formaður í ráðherra-
nefnd Efnahagsbandalagsins.
Laugardagur 10. febrúar 1962 — 27. árgangur — 34. tölublað
Nýjung í Fylk-
ingarheimilinu
Annað kvöld, sunnudag,
verður fitjað upp á nýjung
í starfi ÆFR í félagsheimil-
inu, Tjarnargötu 20. Er ætl-
unin að hafa þar, hálfsmán-
aðarlega, dagskrá frá ýms-
um þjóðum. Fenginn verður
fyrirlesari sem dvalizt hefur
í viðkomandi landi og
kynntir vissir þættir úr bók-
menntum og tónlist þjóðar-
innar. Fyrsta kynningar-
kvöldið veröur helgaö Dan-
mörku.
Enda þótt íslendingar hafi enn
mikil samsk'pti við Dani og
skiiji mál þeirra, hefur þekk-
ing okkar á dönskum bók-
menntum ekki orðið ýkja mikil
og ýmsir góðir höfundar þar í
landi óþekktir hér. Á kynningar-
kvöldinu í Æ.F.R.-salnum verð-
ur lesið úr verkum þriggja
skálda: Mart'n Andersen Nexö,
sem e.t.v. er kunnastur danskra
höfunda hér á landi, Hans Kirk
sem er alþekktur af a.m.k. fjór-
um skáldsögum, sem birzt hafa
á íslenzku, og loks Hans Scher-
fig. sem er lítt þekktur hér.
Hann hefur beitt penna sínum
með bitru háði eegn ýmsum
meinsemdum þjóðfélags'ns og
m.a. skrifað skólaskáldsögu, þar
sem hæðst er að úreltum og
lífvana aðferðum, sem þó þekkj-
ast enn hér sem í Danmörku.
Hörður Bergmann mun tala
um róttæka danska rithöfunda,
og einkum verk þeirra, sem
kynntir verða.
Fyrirlesari þetta kvöld verður
Guðmundur Magnússon, sem tal-
ar um Danmörk og íslenzka
Hafnarstúdenta.
Öllum er heimill aðgangur að
þessu kynn'ngarkvöldi og kaffi-
veitingar verða að sjálfsögðu á
boðstólum.
Tala dauðra 315
í Saarbrucken
Saarbriicken 9/2 — Tala
dauöra í námuslysinu mikla
við Saarbrucken fyrr í vik-
unni er komin upp í 305.
Þetta er eitt stærsta námu-
slys, sem orðiö hefur í Evr-
ópu.
Námuslysið varð sl. þriðjudag,
þegar gífurleg gassprenging varð
í námunni, þar sem 480 menn
voru að vinnu. Síðan hefur' stöð-
ugt verði unnið að því að ná
upp líkum hinna dauðu og bjarga
meira og minna særðum mönn-
um. Eftir því sem fleiri lík hafa
náðst upp á yfirborðið hafa von-
ir fólks um að enn lifi einhverjir
niðri í námunni dofnað. I gær-
kvöld náðust 15 lík upp úr nám-
unni. Um 80 sluppu með meiðsli
og nokkrir alveg ómeiddir.
Enn er saknað tíu námumanna,
og telja flestir öruggt að þeir séu
dauðir í námunni. Þannig er lík-
legt að þetta hörmulega slys muni
kosta 315 mannslíf.
Ingemar lék sér
að Bygraves '
í gær kepptu þeir í hnefaleik-
um Ingemar Johannson og By-
graves, blökkumaður frá Jama-
ica. Þeir slóust í Gautaborg og
urðu úrslit þau, að Ingó vann
í 4. lotu á svokölluðu teknísku
rothöggi.
Bardaginn einkenndist af al-
gjörum yfirburðum Svíans, sem
lék sér að fórnarlambi sínu, er
vafraði ruglaður og blóðugur um
hringinn þangað til dómarinn
stöðvaði leikinn í 4 lotu, sem
fyrr er sagt, og úrskurðaði Ingó
sigurvegara.