Þjóðviljinn - 17.02.1962, Síða 3

Þjóðviljinn - 17.02.1962, Síða 3
 f FYRRADAG, íimmtudag, var leikrit Sigurðar A. Magnús- sonar blaðamanns og rithöf- undar, „Gestagangur“, frum- sýnt í Þjóðleikhúsinu. Var leiknum ágætlega tekið af frumsýningargcstum og höf- undur, leikstjóri og IeSkend- ur kallaðlr fram á sviðið i leikslok hvað eftir annað. SVO SEM AÐER hefur verið skýrt frá í fréttum, hefur Benedikt Árnason haft leik- stjórniná með höndum, en „Gestagangi tekið Ff 0 sýningu Ieiktjöldin málaði Gunnar Bjarnason. Lcikendur eru 5 talsins: Herdis Þorvaldsdóttir, Kristbjörg Kjeld, Gísli AI- freðsson, Gunnar Eyjólfsson og Róbert Arnfinnson. GlSLI KEMUR nú í fyrsta skipti fram á Iciksviði Þjóð- leikhússins, en hann er ungur Keflvíkingur sem Iagt hefur stund á Ieiklistarnám í Mun- chen í Vestur-Þýzkalandi und- anfarin ár. Sést Gísli Alfreðs- son hér fyrir ofan í hlutverki sínu í „Gestagangi", ásamt Kristbjörgu Kjeld. „GESXAGANGUR“ verður næst sýndur annað kvöld, sunnu- dag; eftir helgina mun birt- ast leikdómur Ásgeirs Hjart- arsonar hér í blaðinu. Tannlæknar leggja til- lögu fyrir borgarstjóra Vegna fyrirspumar borgarstjór- ans í Reykjavík dags. fimmtu- daginn 15. febrúar 1962 og frá var skýrt hér á síðunni í gær, óskar stjórn Tanniæknafélags Islands að taka fram eftirfarandi. Á fundi sem fyrirhugaður er með borgarstjóra á mánudag 19. febrúar verður lögð fyrir hann tillaga varðandi skólatannlækn- ingar, sem stjórn Tannlæknafé- lags Islands mælir með. Helge Ingstad væntanlegur til Reykjavíkur Norski landkönnuðurinn og rit- höfundurinn Helge Ingstad mun koma til Reykjavíkur á mánu- dag'nn kemur. Með honum er kona hans, fornleifafræðingurinn Anne Stine Ingstad. Eins og kunnugt er telur Ingstad að þau hjón hafi fundið v.'stir no.rrænna miðaldamanna á norðurodda Ný- fundnalands. Þau hjón munu dveljast hér á landi nokkra daga, hafa tal af íslenzkum fræðimönn- um og kynna sér þær íslenzkar rannsóknir, sem varpað gætu ein- hverju ljósj á það sem fram hef- Ur komið á Nýfundnalandi. (Frétt frá Þjóðminjasafninu) 40 gráðu hita- mismunur OSLO 16/2. — Hitamismunur frá nyrsta odda Noregs til þess syðsta var í' morgun yfir 40 stig. 1 Karasjók ;var 43 stiga frost,' en 7 stiga hiti var i Kristiansand. Rætt um undir- skriftasöfnun rithöfunda Á fundi Rithöfundafélags fslands sl. miðvikudags- kvöld var m.a. rætt um undirskriftasöfnun að mót- mælum rithöfunda gcgn stækkun sjónvarpsstöðvar bandaríska hernámsliðsins á Keflavíkurflugvelli. Einnig fóru fram umræð- ur um rétt höfunda og var í því efni samþykt tillaga þar sem lýst er algerri sam- stöðu með stjórn Rithöf- undasambands fslands vegna aðgerða hcnnar gegn Tímanum. Bandarískir studentar sýna í Þjóðleikhúsinu Um miðja næstu viku er væntanlegur hingað til lands leik- flokkur frá háskólanum í Suður- Illinoisriki i Bandaríkjunum og hcldur hann hcr eina leiksýn- ingu í Þjóðleikhúsinu á vegum íslenzk-ameríska félagsins. Flokk- urinn sýnir bandaríska gaman- leikinn „Fædd í gaar“ eftir Garson Kanin. Þessi leiksýning fer fram fimmtudaginn 22. febrúar n.k., og hefst kl. 8,30 e. h. Leikflokkur sá, sem hér um ræðir, nefnist The Southern Players. Hefur hann sýnt þennan vinsæla gamanleik, ásamt öðrum leikhúsverkum, víða um Banda- ríkin og hlotið miklar vinsældir fyrir. Flokkinn skipa aðallega nemendur í Southern Illinois Uni- versity, sem eru komnir að því að ljúka háskólaprófi í leiklist og leikhúsfræðum, en þær fræði- greinar eru kenndar við flesta há- skóla í Bandaríkjunum. Aðal- hlutverkin eru í höndum þeirra Susan Pennington, sem leikur BiIIie Dawn, ungu unnustu skran- salans Harry Brock, en það hlut- verk er í höndum Alan Roth- mans. Blaðamanninn, Paul Verrall, sem sér of vel um menntun unnust- unnar, leikur Joseph Ridér. Leik- stjóri er Archibald McLeod. Þessi gamanleikur hefur not- ið feykimikilla vinsælda og var á sínum tíma sýndur meir en 1.600 sinnum samfleytt á Broad- way. Lék þá Judy Holliday að- alhlutverkið, og síðar einnig í kvikmyndinni, sem gerð var eft- ir leikritinu. Hlaut hún mikla frægð fyrir og Óscar-verðlaunin fyrir leik sinn í hlutverki Billie Dawns. Einnig hefur þetta leikrit not- ið vinsælda hér, en fyrir nokkr- um árum var það sýnt í Þjóð- leikhúsinu. Aðalhlutverkin voru þá í höndum þeirra Vals Gísla- sonar, Þóru Friðriksdóttur og Benedikts Árnasonar. Leikstjóri var Indriði Waage. Verð á aðgöngumiðum að þess- ari einu sýningu hefur verið í hóf stillt, og kosta þeir kr. 60,—, kr. 40,— og kr. 25,—. Forsala hef- ur staðið yfir á aðgöngumiðum fyrir meðlimi íslenzk-ameríska félagsins, en frá og með mánu- deginum 19. þ. m. verðg aðgörigu- miðar seldir í Þjóðletíhúsinu. Athygli skal vakin á því að leiksýníngin hefst kl. 8,30, en ekki kl. 8, eins og venja er með leiksýningar Þjóðleikhússins. (Fréttatilkynning frá Islenzk- ameríska félaginu.) Rafveita ísafjarðar 25 ára ÍSAFIRÐI 14/2 — Rafveita Isafjarðar og Eyrarhrepps varð 25 ára 13. febr. sl. og var afmæl- isins minnzt með hófi þá um kvöldið. Þar voru haldnar ræður og elzti starfsmaður veitunnar Guðmupdur G. Kristjánsson, heiðraður með 10.000 kr. heiðurs- gjöf fyrir frábæra þjónustu, en hann hefur unnið við veituna frá upphafi. Einnig var hann verkstjóri við fyrstu stíflugerðina árið 1928. , Fyrsta árið sem veitan starfaði var orkuframleiðslan 405.000 kwst. Fyrsta árið nam orkusalan 53.500 kr. en 1960 3.7 millj. króna. Bókfærður byggingarkostnaður við fyrstu virkjunina var 806.600 kr. en árið 1938 var kostnaðurinn kominn uppí rúma milljón. 1 árslok 1960 var stofnkostnaður allra stöðvanna 9.5 millj. Rafveiturnar á Isafirði og á Bolungavík hafa nú verið sam- einaðar Mjólkárvirkjuninni. 4 listeverkabæk- ur á döfinni hjá ’ Helgafelli 1 Ragnar Jónsson skýrði frétta- mönnum frá því í gær að nii væru í prentun fjórar nýjar bæk- ur í flokknum Listaverkabækur Helgafells. Bjóst hann við að þeirra fyrst kæmi út bók með myndum af verkum Sigurjóns Ól- afssonar myndhöggvara. Þá kem- ur út ný bók með verkum Ás- gríms Jónssonar, en sú fyrri er uppseld. Tómas Guðmundsson skrifar um listamanninn. Bók með myndum af verkum Gunn- laugs Scheving verður með for- mála eftir Hörð Ágústsson og Eggert Stefánsson skrifar formála fyrir bók með verkum Gunnlaugs Blöndal. VOPNAFIRÐI 13/2 — Rekstun síldarverksmiðjunnar hér gekk mjög ókjósanlega á órinu. Þessa dagana er verið að skipa Út síð- ustu afurðunum. ^■■”T" Um mútur Morgunblaðið kveinkar sér undan því í gær að Þjóðviij- inn ta]j um mútur i sambandi v.’ð samskipti íslands og Bandaríkjanna. Ekki verður þó um það deilt að í hvert einasta skipti sem íslending- ar hafa tekið stórákvörðun í utanrík'smálum hefur verið borið á þá bandarískt fé. Þeg- iar Bjarná Benediktssyni, Emil JónsSyni og Eysteini Jónssynj var steínt utan til þess að ganga frá þátttöku íslands i Atianzhafsbandalaginu var ís- lendingum samdægurs afhent stórgjöf i dollurum. Þegar fs- land var hernumið 1951 kom ný fúlga. Þegar Framsóknar- flokkurinn og Alþýðuflokkur- inn sviku loforð sitt um brott- för hersins haustið 1957 stóð ekki á nýrri fjárhagsaðstoð Bandaríkjanna. Þegar íslenzka stjórnin gerði landhelgis- samninginn við Breta kom enn e:tt lán frá Bandáríkjun- um. Seinast í gær var skýrt frá því í blöðum að Alþjóða- bankinn sem Bandarikin stjórna hefðj nú veitt lán til hitaveituíramkvæmda og fylgdi það fréttinni að „þetta Alþjóðabankalán er h:ð fyrsta 29 nemendur luku gagnfræðaprófi j VESTMANNAEYJUM 13/2 — Fjórða bekk Gagnfræðaskólana var slitið sl. sunnudag. 29 nem- endur þreyttu gagnfræðapróf og stóðust allir. Hæstu einkunn í bóknámsdeild hlaut Sigríður Jakobsdóttir, fékk hún bókaverð- laun frá skólanum og önnur frá skólastjóra fyrir námsafrek. Hæstu einkunn í verknáms- deild hlaut Guðmundur Svein- bjömsson og hlaut hann einnig bókaverðlaun frá skólanum fyrir námsafrek. Sigfríð Konráðsdóttir hlaut fagran silfurbikar frá Fé- lagi kaupsýslumanna sem verð- laun fyrir góða frammistöðu I bókhaldi og vélritun. Kristíri Brynjólfsdóttir fékk bókaverð- laun frá Rotaryklúbbnum fyrir bezta frammistöðu í íslenzku. sem bankinn veítir ríkinu eftir nær 9 ára hlé‘‘. Það er á allra vitorði að Alþjóðabankinn neitaði að veita íslendingum lán vegna þess að hann vildi knýja landsmenn til að breyta efnahagskerfi sínu. Viðreisnin er runnin undan rifjum bank- ans, og því kemur umbunin nú í beinhörðum peningum. Grein Morgunblaðsins um þetta efni er prentuð á banda- ríska hraðpressu. Blaðið fékk vélina á sínum tíma sem Mar- shallaðstoð, og auðvitað fylgdi það með í kaupunum að vél- ina mættj aðeins nota til að prenta áróður sem Bandaríkin hafa velþóknun á. — Austri. Laugardagur 17. febi-úar 1962 — ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.