Þjóðviljinn - 17.02.1962, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 17.02.1962, Qupperneq 5
Verður hœtt við að senda Glenn? KANAVERALHÖFÐA 16/2 — Ferðalagi Glenn majors í geimskipi umhverfis jörðina var frestað í 10. sinn í dag. Sagt er að það sé vegna veðurs. Þekktur bandarískur sérfræð- ingur Constantíne Generales að nafni, sagði í gær, að stjórnendur tilraunarinnar ættu að velja nýj- an mann til fararinnar, þar eð hin langa bið gæti hafa haft þau áhrif á Glenn að hann gerði einhverjar vitleysur, sem hann annars hefði ekki gert. Sjálfur tók Glenn fréttinni með mestu ró, bjóst enda við henni. Einn af læknum Glenns sagði í dag, að sér virtist ekki ástæða til að skipta um mann í tilraun- Lagðist á blið- ina í reynsluför KIEL 16/2. — Er sovézka hval- veiðiskipið Vladivostok var að leggja af stáð í reynsluför, lagð- ist það skyndilega á hliðina. Um 300 manns voru að vinnu í skip- inu er óhappið varð og lokuðust nokkrir þeirra inni. öllum tókst þó að bjarga, en 30 manns meiddust. inni, þar sem majorinn sýndi engin merki þess, að frestandrn- ar hefðu haft slæm áhrif á hann. Liðsflutningar í Nepal-ríki KATMANDU 10/2 — Stjómin í Neapal hefur í miklu skyndi sent herlið með flugvélum og bílum til Bharatpur-svæðisins í suður- hluta landsins, þar sem upp- reisn mun hafa brotizt út. Ekki hafa borizt nákvæmar fréttir -af þessum atburðum; en fréttir að austan herma að upp- reisnin sé alvarlegasta ógnunin, sem stjórn Mahendra konungs hefur orð:'ð fyrir síðan óeirðir urðu í landinu í árslok 1960. Fregnir frá Bharatpur benda til þess að snarpir bardagar séu háðir milli uppreisnarmanna og herliðs stjórnarinnar. LONDON 12/2 — Levin O’Brien sigraði í Twistkeppnínni miklu, dansaði í 33 klst. Hann var hinn hressasti eftir þessa þrek- raun og fékk sér nokkra snún- inga af rokki eftir að hann hafði verið útskrifaður sigur- vegari. Einstæð rödd á Portágals-þingi LISSABON 10/2. — Dr. Victor Barros, þingmaður fyrir Angóla, stóð upp í portúgalska þinginu og gerði tillögur um víðtækar þjóðfélagslegar og efnahagslegar umbætur í nýlendunni, sem myndu þýða miklar lífskjara- bætur fyrir hina innfæddu. Barr- os sagði ennfremur, að öll ný- lendupólitík Portúgala yrði að endurskoðast og .slaka yrði á stjórnartaumunum þar. Þjóðir Afríku sættu sig ekki lengur við yfirráð hinna hvitu og ógnarstjórnin í Angóla kynd- ir að mun undir óánægju blökku. manna með nýlendupóljtík Vest- ur-Evrópuríkjanna, sagði Barr- os. - Meðan á ræðu hans stóð, voru sífelld frammíköll úr salnum og klerkur nokkur, Pinto Carneiron, sem fékk orðið á eftir Barros, lýsti því yfir m.a. að hann, sem Portúgali, katólikki og föður- landsv'nur mótmælti harðlega öllum breytingum á núverandi ástandi, sem gætu leitt af sér að nýjar öldur uppreisnar og ó- róa flæddu yfir nýlenduna. Handrft Heming- ways finnast KEY WEST 9/2. Allmörg hand- rit Nóbelsverðlaunahafans Ern- est Hemingways hafa fundizt í Sloppy Joes bar í Key West í Fórída, þar sem þau hafa leg- ið í yfir 2o ár. Eigandi krárinnar er Joe Russ- el, en hann fór oft í fiskiróður með Hemingway heitnum. Með- al handritanna er skáldsagan Einn gegn öllum (To have and have! not). Ekkja Hemingsways vinnur nú að því að rannsaka handritin, en ekki er vitað hvort þarna leynist verk, sem ekki hafa verið gefin út. Glenn major. Kúbubúar hafa undanfarið batrizt harðri og hetjulcgri baráttu við ölæsið sem þeir tóku í arf frá einræðisstjórn Batista. 100.000 sjálfboðaliðar hafa farið um eyjuna og kennt fólki lestur og skrift og árangurinn hefur orðið mjög góður. Hér á myndinni ar Castro að þakka sjálfboðaliiðum vel unnið starf. Spænskð lög- reglan hsndtek- nr vinstri menn MADRID. — Spánska lögreglan handtók nýlega 4 vinstrisinnaða stúdentaforingja. Tilgangurinn mun hafa verið sá að koma í veg fyrir andfasistíska stúdenta- hópgöngu, sem undirbúin hafði verið þann 9. febr. Gönguna átti að fara til minningar um blóðug- ar óeirðir sem urðu þann dag fyrir 6 árum, milli falangista og andfasistískra stúdenta. Mikil óánægja hefur ríkt með- al spánskra stúdenta undanfarið, einkum við háskólana^ TÖadrid og Barcelona, er það vegna þess að stúdentasamtökunum hefur verið bannað að skipta sér af stjórnmálum. Andvígir aðild Spánar að EBE BRUSSEL — Hið svokallaða Samband frjálsra verkalýðsfé- laga, skoraði á mánudag á Efna- hagsbandalagið að hafna eindreg- ið öllum viðræðum við Spán um aðild að bandalaginu. I áskorun- unni segir að á Spáni séu bar- óttumenn fyrir frelsi og lýðræði hundeltir af miskunnarlausum einræðisöflum, því megi Spánn ekki fá nein-skonar aðild að bandalaginu. Katangsþing veitir umboð ELISABETIIVILLE 16/2. — Tshombe segir nú að Katanga- þing hafi gefið sér umboð til að staðfesta Kitona samninginn, sem hann gerði við Adoula forsætis- ráðherra sambandsstjórnarinnar í Leopoldville. Allir 42 viðstaddir þingmenn greiddu samkomulag- inu atkvæði, en 27 voru fjarver- andi. Tshombe- var hinn gleiðasti yf- ir úrslitunum og sagði að þingið virti stefnu þá|. sem hann hefur fyigt. . Konudag/urinn er á morgun Gleymið ekki að gef a konunni blóm Sem túlípana, er hátt sinn bikar ber mót bjartri himinveig, þar einatt jer, þú sömu moldar barn, unz tímans tafl sem tazmdri skál til jarðar hverjir þér. BLÓMAVERZLUNIN FLÓRA Austurstræti 8 — Sími 2-40-25 Lít þessa rós! Hve sœl hún er að sjá! Hún segír: „Veröldin er björt og há, ég opna í skyndi silkisjóðinn minn og sóa glöð því bezta sem ég á“. BLÓMABÚÐIN KJÖRBLÓMIÐ Laugavegi 59 — Sími 1-65-13 Ojt jinnst mér rósin rauðust þar um slóð sem rann til moldar hetjukonungs blóð, og liljan fegurð fá aj meyjarkinn sem jyrr á tíð var mjúk og œskurjóð. BLÓMIÐ Austurstræti 18 — Sími 2-43-38 Og við sem höjum vinajlokknum bætzt er vorið angar þar sem jyrr var mœtzt, við hjöðnum líka í mjúkan blómabeð og blómgum nýjan, — handa hverjum næst? ALASKA Gróðrarstöðin við Miklatorg’’— Simi 22-8-22 og 19-7-75. Og þar sem skuggsœll blómabaðmur rís, með brauð og vín og Ijóð ég dvelja kýs ■ við þína hlið, er ómar óður þinn um auðnar kyrrð, þar finn ég Paradís. LITLA BLÓMABÚÐIN Bankastræti 14 — Sími' 1-49-57 Mig dreymdi rödd: „Sjá, rósin rauð og skær við röðli nýjum opnu blómi hlær“. Ég reis aj blundi og veikt mér hvíslað var: „En visnað blómstur aldrei jramar grœr“. BLÓM OG GRÆNMETI h.f. Skólavörðust. 3. Sími 1-67-11 1— Langhv. 126. Sími 3-67-11 Lít þetta blóm, sem brosir ungt og jrítt og bakka straumsins hejur litum prýtt. Ó, hvíl þar létt! Það læðast kann jrá vör, sem löngu er gleymt, en eitt sinn brosti hlýtt. BLÓMASKÁLINN Kársnesbraut / Nýbýlaveg. — Simi 1-69-90 En iðrun títt ég sór, já satt er það, en sór ég gáður? — Þá kom vor í hlað og jeykti minni fölu iðrun burt og fríða rós lét vaxa í hennar stað. BLÓM & ÁVEXTIR Hafnarstræti 5 — Sími 1-27-17 Á þessum morgni þúsund blóma grœr og þúsund bliknuð hníga er uxu í gær. Það vov sem kyssir krýnda rós í dag, hreij Kajkóbaðs og Djemsíðs Ijóma fær. BLÓMAVERZLUNIN SÓLEY Strandgötu 17, Hafnarfirði — Sími 5-05-32 Laugardagur 17. febrúar 1962 — ÞJÓÐVILJINN — (5,

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.