Þjóðviljinn - 17.02.1962, Page 6

Þjóðviljinn - 17.02.1962, Page 6
SMÓÐVHJlNlf Úttefandl: Bamelnlngarflokknr alþýBn — Bósfallstaflokkurlnn. — RltstJóraii lfagnús KJartansson (áb.), Magnús Torfl Ólafsson, Blgurður Guðmundsson. — FréttaritstJórar: ívar H. Jónsson, Jón Bjarnason. — Auglýsingastjóri: Guðgelr Magnússon. — RltstJórn, afgreiðsla, auglýslngar, prentsmiðja: Skólavörðust. 10. Bíml 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 55.00 á mán. — Lausasöluverð kr. 3.00, PrentsmiðJa ÞJóðvilJans h.f. Stuðningur við ofbeldið jyjorgunblaðið í gær skýrir frá því á forsíðu að dag- inn áður hafi stjórnmálanefnd Sameinuðu þjóð- ‘anna fj'allað um tillögu „þar sem Bandaríkjamenn eru hvattir til að hætta afskiptum af innanríkismálum Kúbu“. Var tillagan felld, og bætir Morgunblaðið við: „Meðal þeirra sem greiddu atkvæði gegn tillögunni var fulltrúi íslands". íslenzka ríkisstjórnin virðist þann- ig vera mjög samþykk því að Bandaríkin skipti sér af innanlandsmálum Kúbu. P’ramkoma Bandaríkjanna við Kúbu er sönnun þess hver sannindi felast í skrúðyrðum stórveldisins um fullveldi og frelsi og sjálfsákvörðunarrétt smáþjóðanna. Annað mesta herveldi heims reynir með öllum ráðum að kúga smáþjóð til undirgefni, og ástæðan er sú ein að Kúbubúar hafa tekið í sínar hendur stóreignir sem bandarísk auðfélög höfðu sölsað undir sig á eyjunni. Allt fram að þeim tíma er Kúbubúar gerðust þannig efnahagslegir húsbændur í landi sínu höfðu bandarísk stjórnarvöld þótzt vera hlynnt byltingunni á Kúbu og • tóku undir áfellisdómana um þá gerspilltu grimmdar- stjórn sem verið hafði í landinu. Var augljóst að Banda- ríkin gerðu sér vonir um að byltingin á Kúbu væri hliðstæð umskiptum þeim sem mest tíðkast í rómönsku Ameríku, þegar ein klíban tekur við af annarri, án þess að stjórnarfarið breytist. En þegar í ljós kom að byltingarmönnunum á Kúbu var alvara, þegar þeir tóku að framkvæma loforð sín og hnekktu valdi banda- rískra auðhringa, umturnaðist afstaða bandarísku stjórnarinnar. Það sannaðist enn einu sinni að þegar á reynir ráða auðfélögin öllu sem þau vilja í banda- rískum stjórnmálum. gandaríkin reyndu fyrst að svelta Kúbubúa til hlýðni með því að neita að kaupa af þeim sykur, en sykur hefur verið helzta útflutningsvara landsmanna, og höfðu bandarískir auðhringar áður ráðið lögum og lofum í þeirri atvinnugrein. Hefði sú hefndarráðstöfún skjótlega borið árangur ef sósíalistísku ríkin hefðu ekki komið til og keypt sykurinn. Var þetta hliðstætt fyr- irbæri og þegar Bretar settu löndunarbann á íslend- inga 1952 til þess að kúga okkur til uppgjafar í land- helgismálinu en íslenzk stjórnarvöld svöruðu með því að tryggja sér markaði í sósíalistísku löndunum. Hefur hin efnahagslega herferð Bandaríkjanna gegn Kúbu ekki borið tilætlaðan árangur, þótt auðvitað sé það erf- itt fyrir Kúbumenn að þurfa að flytja afurðir sínár yfir hálfan hnöttinn í stað þess að geta hagnýtt nær- tækustu markaði. En það er tií marks um heilindin í áróðrinum að hin miklu viðskipti við sósíalistísku ríkin eru síðan talin sönnun fyrir slæmu innræti Kúbu- stjórnar, og hefur sá áróður bergmálað 1 hernámsblöðun- um hér á landi! Þegar efnahagsstyrjöldin bar ekki árang- ur skipulögðu Bandaríkin á síðasta ári vopnaða innrás í Kúbu og ætluðu að leggja landið undir sig með her- valdi. Þá sannaðist á eftirminnilegasta hátt að Kúbubú- ar standa einhuga að baki stjórn sinni; innrásinni var hrundið gersamlega á þremur sólarhringum og hafa Bandaríkin naumast öðru sinni farið þvílíka sneypu- för. En í stað þess að læra af reynslunni halda Banda- ríkin enn áfram að skipuleggja ofsóknarverk gegn Kúbu, herða viðskiptahömlurnar og þjálfia málaliða til nýrrar árásar. Jslenzk stjórnarvöld vilja ekki mótmæla því að Kúbu- búar séu beittir viðskiptalegu og hernaðarlegu of- beldi. En verður þeim ekki einnig gert að taka virkan þátt í ofbeldinu? Morgunblaðið sagði frá því fyrir nokkrum dögum að Bandaríkin myndu nú reyna að knýja öll NATO-ríki til að slíta viðskiptum við Kúbu. Gerist það ekki næst að íslendingar neiti að selja Kúbubúum saltfisk? Skyldu því vera nokkur takmörk sett (hversu lágt íslenzkir hemámssinnar geta lotið í þjónustu sinni við Bandaríkin? — m. — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 17. íebrúar 1962 Átðk fasisma og lýð- rœðis í Frakklandi „Það er eins og maður sé 1 Algeirsborg", á góður borgari að hafa sagt, þegar hann sá tugþúsundir alsírskra verka- manna og kvenna fara fylktu iiði um göturnar í miðri París s.l. október, öldungis óforvar- andis. Hann var ekki vanur að sjá þessa ,,borgarbúa“ úthverf- anna voga sér inn í fínu hverf- in hjá Óperunni, veifandi kröfu- spjöldum sínum. Eitthvað þessu líkt hefur margur hugsað eftir kröfugönguna á fimmtudags- kvöldið í síðustu viku, sem vinstri flokkarnir og verkalýðs- félögin í París efndu til ásamt stúdentasambandinu til að mót- mæla hryðjuverkum fasistanna í OAS. Hún kostaði átta manns h'fið á stundinni og síðan hafa tveir eða þrír dáið af áverkum, sem þeir hlutu í viðureigninni við lögregluna. Meira en 200 manns báru sár eftir hana að sögn blaðanna, sumir alvarleg. Þetta mannfall hefði sjálfsagt þótt lélegur blaðamatur, ef það hefði orðið í þeim hluta ríkis- ins, sem liggur sunnan Mið- jarðarhafsins. Manndráp þykja naumast fréttnæm í landi þar sem bau hafa fverið drýgð daglega í meira en sjö ár. En þegar þau gerast í miðri París, í kringum Bastillutorgið, þá gegnir nokkuð öðru máli. Menn eiga ekki að venjast svona at- burðum í höfuðborginni. Vinstri sinnaðir kröfugöngumenn hafa raunar sjaidan notið sérstakrar verndar stjómarvaldhafanna og lögregluliðs þeirra, allra sízt það sem af er 5. lýðveldinu. 19. desember sl. gengu margir heim eftir kröfugönguna með blóðug og þrútin andlit. En það er alllangt síðan valur hefur legið eftir. Fróðir menn segia, að þetta sé blóðugasta kröfuganga í sögu borgarinnar síðan í febrúar 1934, á hveiti- brauðsdögum fasismans, að und- anskildum morðunum á Serkj- um í október. Ógnaröld Þessi kröfuganga var einn liður í baráttu vinstri aflanna gegn þeim vágesti, sem hefur smám saman verið að færa sig upp á skaftið síðan í sumar sem leið og gengur undir nafn- inu OAS (Organisation armée secréte). Hann óx úr grasi eft- ir hina misheppnuðu uppreisn hershöfðingjanna í Alsír í apríl í fyrra. Fasistarnir í Alsír (og ,,móðurlandinu“) drógu þann lærdóm af hrakförunum, að þeir yrðu að taka upp nýjar baráttuaðferðir til að ná mark- miðum sínum: fella de Gaulle og halda Alsír áfram undir franskri stjóm. Þeir yrðu að mynda nýja, sjálfstæða leyni- hreyfingu er væri tiltölulega ó- bundin hernum og gæti starfað upp á eigin spýtur; fylkt Evr- ópubúunum í Alsír undir merki sitt, eitrað andrúmsloftið þar með morðum og hermdarver- um gegn Serkjum og með því að gera frönsku yfirvöldunum með því að færa út kvíarnar yfir til ,,móðurlandsins“, hefja sprengjuherferð móti skæðustu óvinum sínum og saklausum borgurum, ægja almenningsálit- inu, raska öryggistilfinningu smáborgaranna, terrorisera fólkið: þetta eru gamalkunnar bardagaaðferðir vanmátta fas- ista. Með þessu hugðust þeir þreyta ríkisstjórnina sveigja veik- geðja ráðherra hennar, ýta undir kröfu gamla nýlenduauð- valdsins um myndun þjóð- stjórnar, er teldi ekki eftir sér að stríða áfram móti sjálfstæð- ishreyfingunni, eða skipta Al- sír í tvennt, ef ekki væri ann- ars kostur: eigna Evrópubú- unum Algeirsborg og búsældar- þeim í framkvæmd. Það er bezt að segja það eins og er: ár- angurinn er ekki sem verstur, frá bæjardyrum þeirra séð. öll- um vitnisburðum ber saman um að allur þorri Evrópubúanna í stærstu borgunum í Alsír sé leynt og ljóst á bandi OAS. að lögreglu- og herliðið, sem er geysifjölmennt, eigi fullt í fangi — og sé raunar oft um megn að halda stormsveitum þeirra í skefjum. Enda þarf naumast vitnanna við: það rík- ir greinilega skálmöld í bæjun- um, tugir plastsprengja verða daglega mörgum að bana, ólm- ur lýðurinn gengur af Serkjum dauðum, hvenær sem færi gefst. Ætlunarverk hers og lögreglu Sartre, sömuleiðis mörgum há- skólaprófessorum, er láta bar- áttuna til sín taka, blaðamönn- um og ritstjóra vikublaðsins France Observateur, miðstjórn- armönnum kommúnistaflokks- ins og þar fram eftir götun- um. Stundum grípa þeir til meinlausari ráða, sem vekja þó einatt meiri athygli, svo sem þegar þeir rændu einum þing- manni gaullista einn góðan veðurdag og héldu honum föngnum í nokkra klukkutíma unz lögreglan hafði hendur í hári ræningjanna, og nú ný- skeð syni Schwarts stærðfræði- prófessors og sósíalista við há- skólann. En margir eiga þeg- ar um sárt að binda eftir að- Átta menn voru drepnir og hundruð særðust í París, þegar lögreglan réðst á mótmælagöngu gegn hermdarverkum OAS. — Morð og sprengjutilrœði eru daglegt brauð. Ef fólk vill ekki láta sér það lynda og hefur í frammi mótmæli, er okkar hlutverk að berja þá upppreisnarseggi niður. (Bidstrup teiknaði). legustu héruðin, ásamt gangi inn í Sahara, undú’ olíuleiðsl- urnar. Ef ríkisstjórnin þrjózk- aðist við allt að einu og semdi frið við FLN, að egna þá til uppreisnar í Alsír og Oran í trausti þess að herinn sæti hjá, að hann „skyti ekki á bræður ,sína“, og einhver hluti hans legði sér lið. Þá væri ekki að vita nema sumar herdeildirn- ar í móðurlandinu, fallhlífa- herdeildir Massu í Metz og skriðdrekasveitir í Þýzkalandi, færu á stúfana og legðu til at- lögu gegn París. TilrœSi v/ð vinstri menn Þetta eru ekki nein smá- ræðis áform og ekki á færi neinna smákalla að hrinda hefur snúizt undarlega við: að halda þessum fyrrverandi engla- börnum sínum í skefjum. — En í Frakklandi sjálfu? Al- sírstríðið hefur að vissu leyti færzt yfir á franska grund, staðreyndir þess hafa orðið á- þreifanlegri fyrir almenning eftir að OAS hóf sprengjuher- ferðina í haust. Einkum hafa þrælarnir einbeitt sér að París. Síðustu mánuðina hafa ósjald- an sprungið tí.u plastsprengjur hingað og þangað um borgina. Fyrst í stað bitnuðu þær ekki síður á fylgismönnum stjórnar- innar, þingmönnum gaullista, en vinstri mönnum, en eftir áramótin hafa fasistarnir greini- lega lagt megináherzlu á að koma hinum síðarhefndu fyrir kattarnef, eftir því sem and- staða þeirra og samfylking, hefur eflzt: tvisvar sinnum hafa þeir reynt að kálá Jean-Paul farir þeirra: allmargir hafa beðið bana af völdum spreng- inganna. fjögurra ára telpa missti sjónina í Lille um dag- inn af sprengjubrotum. Vaxandi eining Þessi löðurmannlegu hryðju- verk hafa samt áreiðanlega ekki borið þann árangur sem til var ætlazt: allur þorri Frakka fordæmir þau í orði eða á borði. Og þau hafa átt sinn þátt í að fylkja vinstri öflunum fastar saman. Menn verða að gera sér ljóst, að það er hægara sagt en gert, því að samfylkingarspillirinn í liði vinstri flokkanna, foringjar sós- íaldemókrata með Guy Mollet í broddi fylkingar, eru ávallt við Tvöfeldni de Gaulle Samtök kennara og stúdenta i Frakklandi hafa tekið höndum saman við verkalýðshreyfinguna f baráttunni gegn OAS. Denis Forestier, eSnn af foringjum kennarasambandsins (Ijósklæddur) sést hér lýsa yfír að hann, sem áður hafi alltaf ilagzt gegn þátt- töku í kröfugöngum og fjöldafundum, telji Blíkar aðgerðir nú óhjákvæmilegar til að fylkja almenningi til baráttu gegn fas- istahættunni. sama heygarðshornið: allt frem- ur en samstarf við kommún- ista. Þessir óþurftarmenn hafa komið mörgu illu til leiðar, en þeir geta samt ekki hindrað ó- breytta flokksmenn sína í að taka höndum saman við sjálf- sagða bandamenn á hættutím- um. Víðs vegar um landið hefur því tekizt samstarf með fulltrúum verkalýðssamband- anna þriggja í andfasistanefnd- um, ásamt fulltrúum ýmissa annarra stéttarfélaga, einkan- lega stúdenta. Það má segja stúdentasambandinu, l’UNEF, það til hróss, að það er hvað skeleggast í baráttunni móti OAS, hefur oft átt frumkvæðið að kröfugöngum og ýmsum demonstrasjónum. I hverri deild háskólans í París eru starfandi nefndir andfasista, sem hafa sig mjög í frammi, svara til- ræðum OAS tafarlaust með gagnráðstöfunum. Er þetta mjög f samræmi við lýðræðiserfð há- skólans og stúdenta hans, sem telja sér ekki hæfa að loka sig inni, fjarri stjómmálabar- áttu líðandi stundar. Á föstu- daginn í síðu.stu viku var verk- fall í Sorbonne eftir hádegi í mótmælaskyni við athæfi lög- reglunnar kvöldið áður. sinni: þess vegna er það veikt í baráttunni við fasistana, en sterkt í andstöðu sinni við lýð- ræðisöflin. Þess vegna stafar miklu meiri hætta af morðingj- unum en menn kynnu að ætla. Það hyggst berjast á tvennum vígstöðvum í einu. Almenningur heimtar, að það sýni morðingj- unum enga vægð, fer í kröfu- göngu til að sýna þeim sam- heldni sina og mátt: Hershöfð- inginn bannar kröfugönguna og skipar lögreglu sinni að berja á almenningi. Lögreglan verður þess valdandi með hrottaskap sínum að 10 manns láta lífið og hundruð særast; og nóttina áður kváðu við 10 fasistaspreng- ingar í bbrginni. Þetta er speg- ilmynd af tvíræðni Hershöfð- ingjans og ríkisvalds hans. Dregur til urslita Næstu vikurnar kann að draga til úrslita. Loksins, eftir meir en sjö ára nýlendustríð, eru góðar horfur á að samning- ar takist milli FLN, stjórnar Serkja, og frönsku stjórnar- innar. Látum liggja milli hluta hverjum það er að þakka; að- alatriðið er, að Alsír öðlast sjálfstæði, kannski ekki nema stjórnmálalegt fyrst í stað: efnahagsbyltingin kemur örugg- lega síðar. Hvernig mun OAS bregðast við fyrirsjáanlegri samningagerð? Og hvernig mun herinn taka henni? Þetta eru þær spurningar, sem allt velt- ur á, en erfitt er að svara að svo stöddu. Það er vel hugsan- legt, að OAS geri uppreisn í Algeirsborg og Oran, þar sem Evrópubúar eru í meiri hluta, og nái þar undirtökunum. Mundi herinn þá hlýða skipun- um um að leggja til atlögu við þá, mundi hann ekki neita að skjóta á „samlanda" sína? Það veltur fyrst og fremst á af- stöðu liðsforingjanna, því hafi verið skipt um marga æðstu hershöfðingjana eftir uppreisn- ina í apríl í fyrra, þá eru flestir liðsforingjarnir þeir sömu og vitað er að þeir eru margir hverjir ótryggir. Það er því sennilegt, að nokkur hluti þeirra mundi snúast á sveif með OAS. Hins ber að gæta, að þeir mundu ekki frekar fá hina ó- breyttu hermenn til liðs við sig en í uppreisnartilrauninni í fyrra. Þá er einnig óvíst, hvern- ig sumar hersveitirnar, sem staðsettar eru í Frakklandi eða V-Þýzkalandi mundu bregðast við þessari hugsanlegu upp- reisnartilraun í Alsír. Það er vert að minnast þess, jafn ó- trúlegt sem það kann að virð- ast, að svikahrappurinn Massu fær að sitja hinn rólegasti í stöðu herstjóra í A-Frakklandi og er það aðeins eitt dæmi af mörgum um þá ósvífnu linkind, sem ^ s|jórnarvöldin hafa sýnt ijfirlystum eða leynilegum fas- istum í hemum, lögreglunni og landstjórninni, þrátt fyrir bitra reynslu síðustu ára. Sum- ir af erindrekum OAS, sem hafa verið handteknir, eru gamlir sökudólgar, sem herdóm- stóllinn náðaði eftir þátttöku þeirra í hinu svonefnda París- arsamsæri í fyrra. Það eru þessir menn og þessi samsekt stjórnarvaldanna, sem fasistarn- ir reiða sig á til að koma á- formum sínum til leiðar. Þeir vita líka, að svartasta aftur- haldið í borgaraflokkunum, sem hefur blöðin l’Aurore og le Parisien Liberé að málgögnum, mundi verða þeim liðtækt, ef í odda skærist. ! - ■ - ^ Öfugmœli Það stoðar lítt að spá um óorðna hluti, en svo mikið er víst, að það getur oltið á ýmsu um atburði næstu vikna. Hers- höfðinginn, sem er maður kald- hæðinn, sagði raunar í sjón- varpsræðu 5. febrúar, að langt væri síðan jafn mikil kyrrð hefði ríkt í þjóðlífinui en flest- ir þegnar hans munu vera á öðru máli. Hvað OAS áhrærir, sagði hann: „Ég hef þegar gert, og ég mun framvegis gera, allar nauðsynlegar ráðstafanir til að stemma stigu við illræðismönn- unum.“ Alþýðan í París veit, að þetta hefur hann einmitt ekki gert, þess vegna leggur hún undir sig göturnar eins og í gamla daga, hvort sem lög- reglustjóranum Papon líkar bet- ur eða verr. Hún hefur gildar ástæður til að tortryggja and- fasisma þeirra ráðherra, sem svifust einskis fyrir 1958 til að murka lífið úr 4. lýðveldinu. Hún veit af gamalli reynslu, að í baráttunni við afturgöngur íasismans hefur hún ekki við annað að styðjast en sinneig- in mátt. ’r|j f----------------------------------------- Gizenga fluttur í kastalafangelsi Af því sem að framan grein- ir mætti ráða í fljótu bragði, að vígstaða OAS á Frskklandi sjálfu sé ekki sigurstrangleg, fyrst ríkisstjómin og Hershöfð- inginn hafa mikinn meiri hluta þjóðarinnar að styðjast við í baráttunni gegn illræðismönn- unum. OAS: fámennur en harð- snúinn hópur morðingja á móti (því sem menn héldu vera) sterku ríkísvaldi 5. lýðveldisins og milljónum óbreyttra borg- ara. En málið er því miður ekki svona einfalt; þetta ríkis- vald, með Hershöfðingjann í forsetastóli, er orðið til fyrir samsæri þeirra manna, sem það á nú í höggi við, samsæri fas- istanna í Alsír og Frakklandi í maímánuði 1958. Þetta ríkisvald hefur ekki losnað við erfða- syndina, það er orðið til fyrir skipbrot hins borgaralega þing- ræðis auðvaldsskipulagsins í landinu, það er ólýðræðislegt í eðli sínu og það hefur margan svartan sauðinn í þjónustu Antoine Gizenga, varaforsætisráðherra Kongó og forsætisráðherra í stjórn Suðaustnrfylkisins, er nú í haldi |í virki á cyju við mynni Kongófljótsins. Adoula forsætisráðhcrra neitar að Gizenga hafi ver- ið hnepptur í fangelsi og 'heldur því fram að hann hafi verið fluttur i vlrkiið til að forða honum undan óvinum sem sótzt hafi eftir lífi hans. Fréttamenn í Leopoldville segja að Adoula sé í vand- ræðum með Gizenga vegna fylgis þess sem hann nýtur sem arftaki Lúmúmba. Myndin var tekin þegar flugvél SÞ flutti Gizenga til Leopoldville. Fremst ganga herlögreglumenn úr liði SÞ og milli þeirra sést Gizenga (með þverslaufu). ; Laugardagur 17. febrúar 1962 — ÞJÓÐVIL.IINN —

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.