Þjóðviljinn - 01.03.1962, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 01.03.1962, Qupperneq 6
plÓÐVILJINM fitcafandl: Bnmelnlngarllokkar alÞýBa — Básfallstaflokknrtnn. - Rltstfðrart SCaenús KJartansson (4b.). Magnús Torfl Ólafsson. BlgurSur QuSmundsson. - RríttarltstJórar: ívar H. Jónsson. Jón BJamason. - Auglýslngastjórf: QuSgslr Magnússon — RJtstJórn. afgrelBsla, auglýsingar, prentsmiSJa: SkólavörBust. 19. Biml 17-500 (5 Unur). AskrlítarverS kr. 55.00 á mán. — LausasöIuverS kr. 3.00. PrentsmlSJa ÞJóSvllJans hJ[. Bandaríska frelsið r- J áróðursferð til margra landa kom Robert Kennedy, maður sem gerður var að dómsmálaráðherra Banda- ríkjanna vegna þess að bróðir hans var kosinn for- seti Bandaríkjanna, einnig til Vestur-Berlínar. Þar virð- ist þessi bandaríski milljónamæringur hafa sett á svið sjónleik, sem fréttastofur um allan hinn „frjálsa heim“ eru látnar skýra frá sem heimsviðburði, m.a. hafi Kennedy þessi látið svo ummælt, að hann hafi ekki vitað hvað frelsi var eða hvers virði frelsi var, fyrr en hann kom til Berlínar. Cjálfsagt hefði þessi fulltrúi bandaríska auðvaldsins ^ getað lært sitthvað um frelsi í heimalandi sínu, Bandaríkjum Norður-Ameríku. Hann hefði getað minnzt þess að sjálfur virðist hann og ríkisstjórnin líta á skoðanafrelsi í stjórnmálum líkum augum og -Hitler og Göbbels áður, eins og skýrast kemur fram í hinum svívirðilegu réttarofsóknum bandarískra stjórnarvalda undir forystu þessa sama Robert Kennedy gegn með- limum bandaríska Kommúnistaflokksins, en þær að- farir hafa verið fordæmdar af frjálshuga mönnum í Bandaríkjunum sjálfum og bakað bandarísku ríkis- stjórninni álitshnekki um heim allan. Og hann hefði átt að geta lært eitthvað af kynnum sínum við „frels- ið“ sem svertingjar og róttækir menn njóta í Suður- ríkjum Bandaríkjanna, en meira að segja borgaraleg- ir rithöfundar líkja því „frelsi“ við fasisma. /"|g Robert Kennedy þyrfti ekki annað en ferðast um lönd hinnar rómönsku Ameríku til að læra sitt- 'hvað um bandarískt frelsi og álit AmeríkuþjQðanna á því. Og honum er áreiðanlega ekki ókunnugt um hve mikilvægt bandaríska „frelsið“ er fyrir blóðsuguauð- ihringana, sem arðræna þessi lönd og hlutast til um inn- anríkismál þeirra á hinn ósvífnasta hátt og hafa stutt þar til valda hvern þann fasistískan einræðiskúgara, sem viljað hefur selja auðlindir lands síns bandarísku auðhringunum fyrir völd. T Bandaríkjunum njóta allir sama frelsis, segja mál- pípur bandarísku ,,upplýsingarinnar“ hér á landi og annars staðar. Þar er öllum frjálst að vinna sig upp og verða milljónarar eins og Kennedy-bræðurnir og (kaupa sér pólitísk völd hvað sem hæfileikunum líður. Þar er öllum frjálst að taka þátt í hinu frjálsa og sæla lífi fimm til sex milljóna atvinnuleysingja, sem er að verða fastur þáttur í bandarísku þjóðlífi. Bandarísk auðvaldsblöð hafa undanfarið skýrt frá því að með- al hinna bandarísku atvinnuleysingjamilljóna sé kom- in upp hugmynd um „austurfarir“, að hefja í stórum stíl útflutning frá Bandaríkjunum, í þeirri von að finna í Vestur-Evrópu eitthvað að gera, sem breytt gæti hungurtilveru hins frjálsa bandaríska atvinnuleys- ingja í eitthvað sem liktist mannsæmandi líf. En banda- rísku auðvaldsblöðin telja það óráðlegt, því atvinn- an sé ekki öruggari í Evrópu, þó sumstaðar sé nóg að gera sem stendur, og auk þess muni Bandaríkja- menn ekki kunna við sig í gamla heiminum! Tjó ekki sé þannig minnt nema á örfá atriði virðist augljóst, að Robert Kennedy hefði átt að geta lært ýmislegt um frelsið, án 'þess að þurfa að fara alla leið til Berlínar i því skyni. Ekki sízt um fram- kvæmd frelsishugsjóna í Bandaríkjum Norður-Amer- íku og í löndum þar sem Bandaríkin halda við völd fasistastjórnum, sem fólkið hatar og fyrirlítur. Eða er það frelsi, sem Robert Kennedy metur mest, frelsi bandarísku auðhringanna, frelsi arðræningjans og blóð- sugunnar, sem auðgar sig á striti heilla kúgaðra þjóða, frelsið til þess að láta fimm til sex milljónir Banda- ríkjamanna ganga atvinnulausa, frelsið til að níðast á hinum svörtu þegnum Bandaríkjanna eins og nazistar níddust á Gyðingum? Jakob Jakobsson „Eiginlegar vetrarsíldveiðar, þ.e. síldveiðar eftir áramót, hófust ekki fyrr en 1961. Þær voru að vísu reyndar 1960, en um miðjan janúar hvarf síldin. í fyrra tókst að fylgja göng- unni eftir til febrúarloka og eftir. stutt hlé í marz hófst svo vorsíldarvertíðinj. þannig að nokkrir bátar stunduðu ein- göngu síldveiðar með herpinót á árinu 1961, hreyfðu engin veiðarfæri önnur en herpinót. Arið 1961 eru því mörkuð tíma- mót í íslenzkum síldveiðum. Þetta, ásamt góðri sumarvertíð, gerði það að verkum að síld- veiðar Islendinga urðu meiri en nokkru sinni í sögu Iands- ins. Það er draumur okkar að hluti flotans geti stundað slík- ar veiðar árið um kring“. Orðin hér að ofan mælti Jakob Jakobsson fiskifræðing- ur í þann mund er hann var að leggja af stað í fyrsta síld- arleiðangur ársins á Ægi nú eftir áramótin. Sú kvað hafa verið tíðin að Sovétmenn enduðu vart svo ræðu né samþykkt um fram- kvæmda-* og framfaraáætlanir sínar að þeir nefndu ekki nafn Stalíns, — og þótti íhaldskerl- ingu.m úti á íslandi að vonum slíkt firn mikil. Nú Ijúka báta- skipstjórar á Islandi vart svo nokkurri fundarsamþykkt að þeir segi ekki: Við heiintum Jakob yfir síldarleitina! (þegar skal tekið fram að hér er síður en svo verið að gefa í skyn að nokkuð sé líkt með Jakobi og bátaskipstjórunum annars- vegar og sovézkum hinsvegar, fram yfir það sem flestu fólki er sameiginlegt). En hver er hann þessi Jakob sem sjómennirnir heimta? Við hittum Jakob Jakobsson uppi í hinu nýja húsi Fiski- deildarinnar við Skúlagötu, þar er vinnustaður hans þegar hann er ekki einhversstaðar úti á sjó að eltast við. síld. Þar uppi hefur hann ágæta útsýn yfir sundin blá, Akrafjall og Skarðs- heiði og alla þá margrómuðu fjólubláu drauma,...en kannski verður honum eins oft litið á flösku eina mikla sem hann héfur á borðinu hjá sér; í þess- ari flösku er nefnilega stærsta síld heimsins; það er lygilega mi.kill fiskur, sennilega norð- lenzkrar tröllaættar. Þetta 10 ára síldartröll, 46,5 sm langt veiddi Hrafn Sveinbjarnarson út af Melrakkasléttu sumarið 1955 — og fannst einu dag- blaðanna þá svo mjög um ágæti bátsins að það tók fram að hann hefði komið með þennan risafisk innanborðs til hafnar. Jakob er mjög viðfeldinn ung- ur maður, Austfirðingur og Húnvetningur að ætterni. Faðir hans, Jakob Jakobsson, var 60 ár á sjó, lengstaf skipstjóri. Jakob fiskifræðingur hefur einnig stundað sjó frá ferm- ingu — og fram á þennan dag í fríum sínum. Fræði sín lærði hann í Skotlandi og lauk prófi þaðan 1956. Hjá Fiskideildinni vann hann fyrst að veiðarfæra- tilraunum og ýmsum síldar- rannsóknum, en tók við stjórn síldarrannsóknanna fyrir réttu ári. Fyrirrennarar hans í því starfi voru dr. Árni Friðriks- son og dr. Hermann Einarsson. — Og nú skulum við spyrja Jakob nokkurra fávíslegra spurn- inga. — Hver er tilgangurinn með þessu rannsóknarstarfi ykkar? — Tilgangurinn með þessum rannsóknum er að afla eins mi.ki.llar vitneskju og unnt er um síldina við Island, svo þá vitneskju megi nota í þágu síld- veiðanna á margan hátt, bæði til að segja fyrir um veiðihorf- ur og stofnstærð, m.a. með til- liti til hugsanlegrar ofveiði. Og þessi vitneskja hefur að sjálf- sögðu mikil áhrif á veiðarnar. Það eru miklar sveiflur á stofninum|. en veiði fer einnig mjög eftir hegðun síldarinnar, torfustærð og því hvort torf- urnar hreyfast hratt eða hægt, ekki sízt vegna þess að herpi- nótaveiðarnar, sem við stund- um, takmarkast svo mjög við torfustærð. Þetta á því fremur við um síldveiðar en aðrar veiðar. — Hvemig farið þið að því að afla þessarar vitneskju? — Hvað viðvíkur stofnstærð notum við einkurn þrennskonar aðferðir. I fyrsta lagi að taka sýnishorn úr aflanum og rann- saka þau með tilliti til margs- konar eiginleika: aldurs, kyn- þroska. lengdar, þyngdar og hryggjarliðafjölda. Með þessum athugunum er í fyrsta lagi unnt að greina síld- arstofnana út frá þeim sýnis- hornu.m sem tekin eru. Þegar aldursákvarðanir eru bornar saman frá ári til árs er oft unnt að reikna út stærð hvers aldursflokks. Við eigum við ýmsa örðugleika að etja í þessu efni, því ef þetta á að vera öruggt verða sýnishornin að vera eirikennandi fyrir allan stofninn. Erfitt er að segja um það, því við veiðum síldina á göngu eða í vetrardvala, en , ekki á . hrygningartímanum. Á hrygningartímanum er maður viss um að stofninn er til stað- ar, annars ekki. Sýnishoornin geta því gefið ranga mynd af samsetningu stofnsins hverju sinni. Vegna þess hve erfitt er með þessari aðferð að fá nákvæma mynd af stofnstærðinni eru framkvæmdar umfangsmiklar merkingartilraunir á hverju ári, þ.e. síldin er veidd, fest í hana merki og síðan er henni sleppt aftur í sjóinn. Hlutfallslegur fjöldi endurheimtra merkja er notaður tií að reikna út stofn- stærðina. HVAÐ GERA ÞEIR í FISKIDEILDINNI? Sverrír Guðmundsson, aðstoðarm Þriðja aðferðin við að ákvárða stofnstærð er könnun á út- breiðslu og stærð síldarstofna með bergmálsleitartækjum eins og notuð eru í Ægi. ■ Auk stofnstærðar eru göngur síldarinnar eitt' af aðalviðfangs- efnum okkar, Við rannsóknir á göngum síldarinnar veita merk- ingarnár öruggasta vitneskju, auk þess fylgjumst við með göngunum með notkun síldar- leitartækjanna. Því má segja að síldarmerkingarnar og síldar- leitin þjóni rannsóknunum á tvennan hátt, þ.e. auki þekkingu okkar bæði á stofnstærð og göngum síldarinnar. — Hefur orðið árangur af þessum merkingum ykkar? — Já, árangur af síldarmerk- ingum hefur orðið mjög mikill, miklu meiri en hinir bjartsýn- ustu þorðu að vona. — Hvenær voru síldarmerk- ingar fyrst hafnar? — Síldarmerkingar hófust við Norðurland árið 1948, en 1953 hófust þær við Suðvesturland. Dr. Árni Friðriksson var braut- ryðjandi amerískrar merkingar- aðferðar í Evrópu og má með r> S6) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 1. marz 1962

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.