Þjóðviljinn - 01.03.1962, Side 12

Þjóðviljinn - 01.03.1962, Side 12
50 sœrðir í 'ALSÍR 28/2 — í dag keyrðu^ hryðjuverkin um þverbak í borg- inni Oran. 30 Serkir létu lííið og 5o særðust þegar tvær sprengj- ur sprungu á götum hins serkn- eska borgarhluta. Sprengjunum hafði verið kom- jð fyrir í bifreiðum sem lagt hafði verið upp við gangstéttirnar. Strax eftir atburðinn þustu sjúkrabilar og hervagnar hlið við hlið inn í hverfið og franskar varðsve.itir umkringdu svæðið i því skyni að koma í veg fyrir hefndaraðgerðir af Serkja hálfu. Frönsku liðsveitirnar sem und- anfarið hafa haldið sig ÍJ^.r uf" an Algeirsborg héldu í dag inn i borgina. Aðalgatan, Rue Mich- elet, var gjörsamlega undirlögð af vélbyssuvopnuðum fallhlífar- hermönnum. Heimildir herma að um 60.000 manna liði sé nú stefnt til borgarinnar frá fjöllunum og öðrum landssvæðum í Alsir. Á ]ið þetta að vera til taks ef til meiriháttar óeirða kemur þegar vopnahlé verður kunngjört. í París varð i dag nokkurt tjón á mannvirkjum þegar sprengja sprakk í nánd við Elyse-höllina. Sprengja þess: var auðsjáanlega ætluð konu nokkurri sem staríar við franska útvarpið. Ekkert manntjón varð. Á vikulegum fundi frönsku stjórnarinnar tilkynnti Rogers Frey innanríkisráðherra að yfir- völdin hefðu í síðustu viku hand- fekið 60 OAS-hermdarverka- menn. Þar að auki kvað hann miklu fleiri vera undir nákvæmu eftirliti. Sósíalistar Allfr þcir, sem fcngið hafa bréf frá bókasöfnimarncfnd og sem hafa í hyggju að gefa bækur, cru beðnir að hafa samband við nefndarmcnn eða skrifstofu Sósíalistaflokksins, sem allra fyrst. Símar: 17510, 17511 og 17512. Eldur í bifreið Um k'l. 21 í fyrrakvöld var Elökkviliðið kvatt að Barmahlíð 3. Hafði komið þar upp eldur i bílskúr og komizt í bifreiðina R-11689, sem þar var inni. Eld- urinn varð fljótlega slökktur, en mjög miklar skemmdir urðu ó bifreiðinni. þiómnuiNN Fimmtudagur 1. marz 1962 — 27. árgangur — 49. tölublað Þrír Islendingar slásf í för 1 samráði við mcnntamálaráðu- neytið hefur verið ákveðið að þckkjast boð norska rithöfundar- ins Helge Ingstad og konu hans um að íslenzkir fræðimenn taki þátt í framhaldi rannsókna þeirra á Nýfundnalandi á sumri kom- anda. Frá þessu er skýrt í fréttt sem Þjóðviljanum barst í gær frá Þjóðminjasafninu, og ennfremur að Ingstad sé enn að skipuleggja leiðangur sinn til Nýfundnaland og að svo stöddu sé ekki fastráð- ið hvenær íslenzku fornleifafræð- ingarnir leggi af stað, en ekki ólíklegt að það verði um mánaða- mótin júní—júlí. I ráði er að þátt taki af íslands hálíu í rannsóknunum þeir Krist- SVÍFANDI f KASSA I gær, þegar blaðamaður Þjóðviljans gekk um togarabryggjuna, kom hann auga á tvo mcnn í kassa. Svifu þeir hátt yfir bryggju og sjávarmál og virtist fyrirburður þessi allundarlegur við fyrstu sýn. Málið skýrðist þó fljótt, mennirnir voru Iátnir síga niðurmcð bryggjunni, en hana cr nú verið að gera við, cða endurnýja að einhvcrju leyti. ján Eldjárn þjóðminjavörður og Gísli Gestsson frá' Þjóðminjasafn- inu og Þórhallur Vilmundarson prófessor. Þó munu þeir ekki all- ir verða samtímis vestra, heldur að líkindum að verulegu leyti skiptast á um þátttökuna. Helge Ingstad og kona hans, fornleifafræðingurinn Anne Stine Ingstad, hafa sem kunnugt er dvalizt hér á landi undanfarna viku. Hafa þau skýrt þjóðminja- verði og öðrum starfsmönnum Þjóðminjasafnsins frá rannsókn- um sínum á Nýfundnalandi. Sl. sunnudag hélt Helge Ingstad svo sem áður hefur verið skýrt frá fyrirlestur fyrir almenning í Austurbæjarbíói um búsetu nor- rænna manna á Grænlandi og ferðir þeirra til Ameríku. Styrktarsjóður Verkalýðsfé- lags Akraness stofnaður Verkalýðsfélag Akraness hélt aðalfund sinn sl. sunnudag. For- maður félagsins, Guðmundur Kristinn Ólafsson, gaf skýrslu um starfsemi félagsins á liðnu starfs- ári. Alls voru haldnir 35 fundir í félaginu og deildum þess. Skuld- laus eign félagsins var um ára- mót 352 þús. kr. Hálfdán Sveinsson fyrrv. for- maður lét af störfum sem starfs- maður félagsins á liðnu ári, en við tók Herdís Ólafsdóttir. Hef- ur félagið nú opna skrifstofu 2— Gott veöur og góöur afli hjó línubdtum Ágætur afli var hjá Keflavík- ur- og Sandgerðisbátum í fyrrad. Veður var gott í gær og allir bát- ar á sjó, en frá þessum tveim verstöðvum munu róa rúmlega 50 bátar, Iangflcstir mcð línu. I róðrinum í gær beittu þeir flestir loðnu og hugsa menn sér gott til glóðarinnar um aflabrögð. Til Sandgerðis kom í fyrra- kvöld 21 bátur með samtals 223 tonn, Jón Garðar var hæstur með 29,5 tonn, þá Freyja, Garðí með 19,5 og Smári með 18,7. Ann- Deilur í brezka þinginu LONDON 28/2. — Magnaðar deil- ur upphófust í neðri deild brezka þingsins, þegar ríkisstjórnin lýsti því yfir að hún myndi gera viss- ar breytingar á uppkasti sínu að stjórnarskrá fyrir Norður-Ródes- íu. Verkamannaflokksþingmaður á- Isakaði forsætisráðherra Mið- 'Afríkusambandsins fyrir að hafa i frammi landráðahótanir :og vitnaði í blaðaummæli sem höfð eru eftir Sir Roy Welensky, þar sem hann segist munu beita öll- um hugsanlegum ráðum til að koma í veg fyrir að Mið-Afríku- sambandið verði leist upp. í stjórnarskráruppkasti Breta- stjórnar er gert ráð fyrir að lög- gjafasamkunda Norður-Ródesíu samanstandi af 15 Evrópumönn- Framhald á 5. siðu. ars var aflinn allt niður í 8 tonn. Einn bátur, Þorsteinn Gíslason, rær með net frá Sandgerði og fékk hann 11,3 tonn. Frá Keflavík róa 30 bátar með línu og öfluðu þeir vel. Bergvík var hæst með 19,2 tonn, þá Reykjaröst með 17,8 og Bjarmi var með 17,6 tonn. Lægsti bátur- inn mun hafa verið með 8 tonn. Tveir bátar róa með net, en þeir hafa lítið sem ekkert fengið enn. 5 stórir bátar, sem voru á síldveiðum eru nú sem óðast að búa sig á netaveiðarnar. Allir Keflavíkurbátar voru á sjó í gær og beittu flestir loðnu. Indversku kosningarnar NÝJU DELHI 28/2. — Talning at- kvæða í indversku kosningunum er nú langt komin og það virð- ist ljóst orðið að flokkur Nehrus, Þjóðþingsflokkurinn, muni halda völdum í öllum hinum 13 fylkja- þingum sem nú er kosið til. Forsætisráðherrann sjálfur hef- ur verið kosinn með miklum at- kvæðamun í Phulpur-kjördæm- inu. Þegar 70% atkvæða f Norð- ur-Bombey-kjördæminu höfðu verið talin hafði Krishna Menon 87.000 atkvæði fram yfir andstæð- ing sinn. 1 kvöld voru orðin Ijós úrslit um 202 þingsæti af 494 í Þjóð- þinginu, og hafði Þjóðþingsflokk- urinn hlotið 149 þeirra. Kommún- istar hafa hlotið 15 þingsæti og mun flokkur þeirra að öllum líkindum verða stærsti stjórnar- andstöðuflokkurinn. Hinn íhalds- sami Swatantra-flokkur hefur að- eins hlotið eitt þingsæti. Þjóðþingsflokkurinn hefur nú hlotið 1.555 þingsæti í fylkja- þingunum. Kommúnistar hlotið 119 sæti í þeim samkundum en aðrir flokkar færri. 3 klukkustundir á dag. Nokkuð hefur borið á vanefndum með launagreiðslur. Óbreytt stjórn Kjöri félagsstjórnar var lýst á fundinum. Uppstilling stjórnar og trúnaðarráðs varð sjálfkjörin. Stjórnina skipa: Formaður Guð- mundur Kr. Ólafsson, varaform. Einar Magnússon, ritari Skúli Þórðarson, vararitari Herdís Ól- afsdóttir, meðstjórnandi Kristján Guðmundsson og varameðstjórn- andi Bjarnfríður Leósdóttir. End- urskoðendur: Gunnar H. Bjarna- son og Björgvin Hjaltason. Þetta er sama stjóm og á sl. ári. Styrktarsjóður stofnaður Á fundinum var samþykkt að hækka árgjöld karla úr 200 í 350 kr. og árgjöld kvenna úr 150 kr. um sömu hundraðshluta. Af ár- gjaldi karla var samþykkt að verja 100 kr. í styrktarsjóð og tilsvarandi af árgjaldi kvenna, þar sem stofnun styrktarsjóðs var óður samþykkt á fundinum með 10 þús. k.r. framlagi frá félaginu. Á fundinum kom fram viiji ó þvi að ná framlagi í styrktar^ sjóðinn frá atvinnurekendum, en eins og kunnugt er náðist það ekki fram við samningana í fyrra þegar Dagsbrún og mörg önnur félög fengu slík ákvæði í samn- inga sína. Fyrrverandi félagsfor- maður, Hálfdán Sveinsson, hvatti Framhald á 5. síðu. Roskin kona varð fyrir bíl í gær í gærkvöld varð roskin kona fyrir bifreið á móts við Jófrið- arstaði við Kaplaskjólsveg. Kon- an var fi.utt á slysavarðstofuna og er álitið að meiðsl hafi verið fremur alvarleg. Sósíalistar Kópavogi Félagsfundur annað kvöld (föstu- dag). Nánar auglýst á morgun.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.